Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
7
Ársfundur Laxaverndunarstofnunar Norður Atlantshafsríkjanna:
Erfðaskemmdir á villtum
laxastofnum áhyggjuefni
Svipmynd frá setningu fimmta ársfundar NASCO.
FIMMTI ársfundur Laxaverndun-
arstofnunar Norður Atlantshafsr-
íkjanna, NASCO, er nú haldinn i
Reykjavík. Meðal helstu mála sem
fyrir fundinum liggja er ákvörðun
á kvóta á laxveiðum í sjó við
strendur Vestur Grænlands, sam-
ræming á veiðitölum landanna
sem fulltrúa eiga i stofnuninni og
áhrif eldislax á villta laxastofna
en erfðaskemmdir eða erfðam-
engun sökum þessa er áhyggju-
efni innan NASCO einkum með
tillit til reynslu Norðmanna í þess-
um efnum. Villtir laxastofnar hafa
spillst á stórum svæðum í Noregi
vegna blöndunar við eldislax sem
sloppið hefur úr sjávarkvijum.
Aðild að NASCO eiga öll Norðurl-
öndin, Evrópubandalagið, Banda-
ríkin, Kanada og Sovétríkin en NAS-
CO var stofnað að tilstuðlan íslend-
inga fyrir fimm árum og hefur Guð-
mundur Eiríkssson verið forseti þess
frá upphafi. Við setningu fundarins
þökkuðu allir fulltrúar fyrrgreindra
ríkja Guðmundi fyrir gott og gift-
uríkt starf á undanfömum árum en
hann lætur nú af störfum sem for-
seti stofnunarinnar. Þetta er í fyrsta
sinn sem ársfundur þessi er haldinn
utan höfuðstöðva NASCO í Edinborg
í Skotlandi en eins og kanadíski full-
trúinn sagði í opnunarávarpi sínu þá
er Reykjavík að verða miðstöð mikil-
vægra funda og ráðstefna á alþjóð-
legum vettvangi.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra setti fundinn í gærmorgun og
bauð fulltrúa velkomna til Islands.
Hann sagði starfsemi NASCO mjög
mikilvæga þar sem hún stuðlaði að
samstarfí aðildarríkjanna á nýtingu
þessarar verðmætu afurðar, Norð-
ur-Atlantshafslaxsins. Vonaði Jón að
fundurinn yrði afkastamikill og ár-
angursríkur.
Að loknu ávarpi landbúnaðarráð-
herra fluttu allir fíilltrúar aðildarríkj-
anna opnunarávörp sín og komu þeir
víða við en mengunar- og umhverfis-
mál voru ofarlega á baugi. Pulltrúi
dana sló á léttari strengi, brá á loft
mynd af Davíð Oddsyni borgarstjóra
með feng fyrsta dagsins úr Elliðaán-
um og sagði að þessi ágæta veiði
borgarstjórans benti til að sumarið
hér á landi yrði gott laxveiðisumar.
Helgi Agústsson sendiherra hjá
utanríkisráðuneytinu flutti opnun-
arávarpið fyrir hönd íslendinga og
sagði hann m.a. að laxeldi hér á landi
væri nú á krossgötum sökum þess
hve það hefði aukist gífurlega á und-
anförnum árum. Sem dæmi um um-
fang þess nefndi hann að í ár yrðu
framleidd 12 milljón seiði og að allar
líkur væru á að eldisfiskur yrði nú
meiri að magni en sá villti.
Kvótínn við Vestur
Grænland
A blaðamannafundi sem haldinn
var að lokinni setningu fundarins
kom fram að helstu mál fundarins
yrðu að ákveða kvóta á laxveiði úr
sjó við strendur Vestur Grænlands
en það svæði og lögsagan við Færeyj-
ar eru einu svæðin á Norður Atlants-
hafi þar sem leyfð er laxveiði úr sjó.
Búið er að ákveða kvóta færeyjinga.
Einnig verður stefnt að því að sam-
ræma veiðitölur landanna sem aðild
eiga að stofnuninni, samræma á og
þróa betur lög og reglugerðir land-
anna um mengun og umhverfismál
og rætt verður um áhrif eldislax á
villta laxastofna.
Hvað varðar áhrif eldislax á villta
stofna ,og þær erfðaskemmdir sem
af hljótast kom fram á fundinum að
allt að 15% eldislaxa í sjávarkvíjum
sleppa úr þeim, ganga í ár og spilla
þeim stofni sem þar er fyrir. Norð-
menn hafa orðið áþreifanlega fyrir
barðinu á þessu og þar hafa villtir
laxastofnar eyðilagst á stórum svæð-
um. Til eru tölur um að flökkufiskar
í ám í Noregi séu allt að 60% hvað
hænga varðar. Nú er verið að vinna
að reglugerð hérlendis sem draga á
úr þessu vandamáli þar sem meðal
annars verður reynt að takmarka þá
fjarlægð sem sjávarkvíjar mega vera
í frá ám og minnka þannig áhættuna
en varaforseti NASCO Allen Peter-
son frá Bandaríkjunum sagði í stuttu
spjalli við Morgunblaðið að einnig
mætti reyna að koma í veg fyrir
þetta vandamál með því að nota að-
eins lax í kvíjaeldið sem væri úr
næstu á við það.
Annað mál sem rætt verður á
fundi stofnunarinnar eru bættar
merkingar á laxi enda nauð’synlegt
að vita sem best um ferðir laxsins
um Norður Atlantshafið. Fundur
NASCO mun standa næstu þijá daga
eða fram að 17. júní.
Verð án
fylgihluta:
Stgr. kr. 6.830
(Kr. 7.190.)
ROK OG RIGNING
- EKKERT MÁL
MECO útigrillin em alveg einstök.
Með því að loka grillinu myndast
yfirhiti sem gefur matnum hið eina
sanna grill-bragð.
Þú sparar tíma og kol og nærð betri
árangri í glóðarsteikingu með MECO
útigrilli. Að lokinni steikingu er grillinu
einfaldlega lokað og þú slekkur þannig
á kolunum, sem hægt er síðan að nota
við næstu glóðarsteikingu.
|VIeð MECO-grillunum má fá ýmsa þægi-
lega fylgihluti, svo sem teina, borð hita-
skúffu og snúningsmótor.
ÞÚNÆRÐ GÓÐUM ÁRANGRIMEÐ
MECO-ÚTIGRILLL
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8, REYKJAVÍK - SÍMI691515.
HAFNARSTRÆTI 3, REYKJAVÍK - SÍMI 691525.
KRINGLUNNI, REYKJAVÍK - SÍMI 691520.'
Sumar-
bústaða-
eigendur
í VÖRUHÚSIVESTUR-
LANDS fáið þið allt sem þarf
til að lagfæra og dytta að
bústaðnum, auk matvöru,
fatnaðar og til dægrastytting-
ar: spil, bækur, blöð og
videospólur.
Komið við hjá okkur í sumar.
VÖRUHÚS VESTUR-
LANDS
Birgðamiðstöð sumarbústaða-
eigenda
VöruhúsMiS
Vesturlands
Borgarnesi
sími 93-71 200