Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 17
Spegill, spegill
herm þú mér
Leiklist
Hávar Sigurjónsson
Leikbrúðuland sýnir: Mjallhvíti
úr ævintýrasafni Grimms-
bræðra.
Leikstjóm, brúður og leiktjöld:
Petr Matásek
Brúðustjórn og raddir: Leik-
brúðuland.
Tónlist: Jónas Þórir.
Leikbrúðuland frumsýndi si.
laug-ardag- brúðuleikinn Mjall-
hviti á Fríkirkjuvegi 11 í leik-
stjóm tékkneska brúðuleik-
húsmannsins Petr Matásek. Und-
irritaður játar sig ekki fjölfróð-
an um íslenskt brúðuleikhús í
gegnum árin, en sé grunur minn
réttur er með þessari sýningu
að vissu leyti brotið blað í
íslensku brúðuleikhúsi og hið
fallega samspil ljósa, leikmynd-
ar, tónlistar, leikenda og brúða
sem þarna fer fram ætti að vekja
einhvern til umhugsunar um þá
möguleika sem brúðuleikhús
býður uppá.
Brúðuleikhús hefur alla tíð verið
nokkuð afskipt í umræðu um leik-
hús á íslandi og á köflum tæpast
talið með. Er undirritaður eflaust
ekki einn um það að telja gjaman
brúðuleikhús til smábamaskemmt-
unar og sú þróun og ósérhlífni
áhugi, sem fleytt hefur aðstand-
endum Leikbrúðulands fram til
þess listræna þroska að ráða við
sýningu eins og Mjallhvíti, farið
lágt og líkast til framhjá mörgum.
I lítilli leikskrá um brúðuleiklist
á Listahátíð segir svo um starf
Leikbrúðulands: „Leikbrúðuland
hefur nú rekið brúðuieikhús í 20
ár eða frá árinu 1968. Leikhúsið
hefur sýnt í kjallaranum á
Fríkirkjuvegi 11 síðan 1973 og
einnig tekið þátt í sýningum bæði
hjá Leikfélagi Reykjavíkur (Sögur
af Sæmundi fróða) og Þjóðleik-
húsinu (Litli prinsinn, Krukku-
borg). Leikhúsið sýndi Tröllaleiki í
Iðnó 1983 og 1984 en með þá sýn-
ingu hefur Leikbrúðuland ferðast
um sl.3 ár og tekið þátt í alþjóðleg-
um brúðuleikhúshátíðum víðs veg-
ar um heim.“ Og það er einmitt í
gegnum kynni sín' af brúðuleik-
hússtarfi erlendis sem Leikbrúðu-
land hefur fengið Petr Matásek til
liðs við sig fyrir þessa Listahátíð.
Góðu heilli. Það er greinilegt að
Matásek hefur hlotið sína skólun í
brúðuleikhúsi við gerð brúða og
hönnun leikmyndar. Umgjörðin um
sýninguna á Mjallhvíti er jafn snjöll
og hún er einföld, þama er hugsað
fyrir öllu og útúr þessu skín verk-
leg þekking stjómandans á þessum
miðli. Beiting tónlistar og ljósa er
skemmtileg og fær á sig sjálfstæð-
an blæ í allri sýningunni, þó nefna
megi sérstaklega atriði eins og
spegilinn, upphafsatriðið með
dvergunum og allt það samspil sem
þar á sér stað. Tónlist Jónasar
Þóris fellur vel að sýningunni og
það er grunur minn að samstarf
þeirra Matáseks hafi verið náið,
því tónlistin er slíkur ómissandi
hluti sýningarinnar.
Mjallhvít á sitt sérstaka stef svo
og vonda stjúpan og er vel unnið
úr þeirri hugmynd. Það sem ljær
þessari sýningu sinn sérstaka blæ
umfram annað er þó nærvera
þeirra Helgu Steffensen og Hall-
veigar Thorlacius á sviðinu allan
tímann. Þær gegna hlutverki sögu-
manna og bregða sér í hlutverk
hinna ýmsu persóna, auk þess að
ljá þeim raddir sínar. Baksviðs við
brúðustjóm og röddun eru þær
Bryndís Gunnarsdóttir og Ema
Guðmarsdóttir. Mest mæðir þó á
þeim Helgu og Hallveigu og þrátt
Flytjendur Mjallhvítar ásamt leikstjóra sínum.
fyrir afskaplega lítið svið og þröngt
rými tekst að skapa sýningunni
mjög lipurt og áferðarfallegt yfir-
bragð. Hinn ákveðni stíll sýningar-
innar felst því fyrst og fremst í
þessu frjálsa, sjáanlega samabandi
milli leikenda (brúðustjómenda) og
brúðanna sjálfra og er sannfærandi
útkoman gott vitni um ömgg tök
stjómandans. Það var þó greinilegt
við samanburð frumsýningarinnar
og forsýningar fyrr í vikunni að
Matásek hefur gefið þeim Helgu
og Hallveigu nokkuð fijálsar hend-
ur í meðferð textans og er það
vafalaust vegna þess að þar hefur
leikstjórinn lítið getað liðsinnt
þeim. Veikleiki Matáseks er ljós-
lega textinn og flutningur hans og
getur það tæpast verið tilviijun að
þar er sýningin veikust fyrir. Til
þess að verkið væri fullkomnað
hefðu þær Hallveig og Helga þurft
ákveðnari leikstjóm þar sem þeim
hefði verið beint inn á ferskari og
nýstárlegri braut í raddbeitingu og
textameðferð. En fullkomnun er
ástand sem ætíð verður sóst eftir
en tæplega náð. Leikbrúðuland
getur því vel við unað.
Sarah Walker og Roger Vignoles að tónleikunum loknum.
Sarah Walker
TÓNLIST Á LISTAHÁTÍÐ /
Jón Ásgeirsson
Mezzo-sópran söngkonan
Sarah Walker og píanóleikarinn
Roger Vignoles fluttu söngtónlist
af ýmsu tagi í íslensku óperunni
sl. mánudag á vegum Listahátí-
ðarinnar. Sarah Walker er
teknískur söngvari og röddin er
glæsileg. Fyrstu ljóðalögin á efn-
isskránni, fimm lög eftir Schu-
bert, vom samt einum of hlutlaus
eða áreynslulaus í túlkun, sér-
staklega Die junge Nonne. Það
brá til hins betra í bráðskemmti-
legum söngvum eftir Mendelssohn
og svo virðist sem Sarah Walker
kunni betur við sig í leikrænni
túlkun en túlkun hástemmdra til-
finninga, t.d. eins og í lögunum
Neue Liebé og Hexenlied.
Úberbrettl-kabarett-söngvam-
ir eftir Schönberg em samdir á
árinu 1901 en ekki gefnir út fyrr
en 1975. Á þessu tímabili er
Schönberg að rita raddskrána að
Gurrelieder og það var Richard
Strauss sem bjargaði Schönberg
frá því að þurfa að starfa við
Úberbrettl-kabarettinn og afla sér
tekna með því að gera raddskrár
að ómerkilegum óperettum ann-
arra höfunda. Schönberg vildi
sjálfur lítið vita af þessum söngv-
um og reyndar aðeins einn, Nacht-
wandler, var fluttur á þessum
ámm og það aðeins einu sinni.
Sarah Walker söng fimm af þess-
um söngvum og gerði þeim ágæt
skil og sömuleiðis kabarettsöngv-
um eftir Britten.
Britten starfaði við vinstri sinn-
uð leikhús, „Group Theatre" og
„Left Theatre", á ámnum fyrir
seinni heimsstyijöldina og samdi
m.a. kabarettsöngvana fyrir söng-
konuna Hedli Anderson. Þrátt
fyrir ágætt handbragð á kabarett-
söngvunum eftir Britten og
Schönberg er þar ríkjandi alvöru-
leysi og það sem verra er, löngu
gleymd og staðbundin gamansemi
kreppuáranna. Það má vera rétt
hjá söngkonunni að kabar-
ettsöngvarnir og dægurlög Gersh-
wins eigi fullan rétt á sér sem
konsertviðfangsefni en heldur er
þetta „þunnur þrettándinn", bæði
textinn og tónmálið og sem list
varla meira en vel útfærður og
notalegur leikaraskapur.
Eins og fyrr segir er Sarah
Walker frábær söngkona og
Vignoles sömuleiðis prýðilegur
píanóleikari, en efnisskráin var
þann veg samansett að tónleika-
gestir fengu I raun ekki fulla
mynd af ágæti söngkonunnar sem
listamanns.
Sérblöð
Á LAUGARDÖGUM
Auglýsingarí Lesbók með ferðablaði
þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir
kl. 16.00 á föstudögum, vikufyrir
birtingu og ímenningarblaðið fyrir kl. 16.00
á miðvikudögum.
V - bl^é allra landsmanna