Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 18

Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1988 Sjálfboðavimia í Þórsmörk eftir Salbjörgu Oskarsdóttur Síðasta sumar voru Sjálfboðaliða- samtök að náttúruvemd að störfum í Valahnúk í Þórsmörk nokkra daga í lok júní. Nú verður því starfí hald- ið áfram þar sem frá var horfið. Sjálf- boðaliðasamtökin eru samtök fólks, sem hefur áhuga á náttúruvemd og er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Hér segir frá vinnudögum samtak- anna á Valahnúk. Valahnúkur er ekki hár á land- fræðilegan mælikvarða, toppurinn er ekki nema í 458 m. hæð. Þaðan er þó ægifagurt útsýni, þrír jöklar blasa við, Eyjafjallafökull, Mýrdals- jökull og Tindfjallajökull. Útsýnissk- ífa Ferðafélagsins aðstoðar miskunn- ugan göngugarpinn, sem náð hefur á toppinn að nafngreina landslagið, sem samkvæmt kunnu kvæði væri annars lítils virði. Það þarf því engan að undra að hnúkurinn er mjög vinsæll til upp- göngu hjá öllum þeim sem til Þórs- merkur koma. En það er með Vala- hnúkinn eins og fleiri vinsæla ferða- mannastaði, að þeir þola ekki linnu- lausa „ágengd" til lengdar án þess að nokkuð sé að gert. Víða hafa myndast djúpir skomingar, þar sem vatn hefur komist í hina mörgu göngustíga sem myndast hafa. Valahnúkur hefur lengi tilheyrt húsbóndasvæði Ferðafélags íslands. Á vegum þess hefur verið unnið mik- ið uppbyggingarstarf í Langadal og enn er þar að mörgu að hyggja. Það var strax ljóst að þama væri stórt verkefni á ferðinni og reyndar það viðamesta sem Sjálfboðaliðasam- tökin höfðu ráðist í. Verkefnið var Hópurinn að loknu starfi. skipulagt um veturinn, en væntaleg- ir verkstjórar höfðu gert vettvangs- könnun haustið áður. Oft var rætt um Þórsmörkina á rabbfundum vetr- arins og áhugi félaganna mikill. Ferðinni var valinn tími í endaðan júní, þá væri frost farið úr jörðu og ferðamannastraumurinn ekki kom- inn á fullan skrið. Ljóst var að ekki myndi veita af, að dvelja þarna í 10 daga, þar af tvær helgar. Samtökin hafa bréfaskipti við hliðstæð samtök í Englandi og þar reyndist einnig mikill áhugi á að koma til starfa í Þórsmörkinni. Við urðum þó að tak- marka þáttöku þaðan og komu 5 stúlkur, sem allar höfðu unnið við svona störf í sínu heimalandi. Ferðin hófst á föstudagskvöldi og yfir 20 galvaskir sjálfboðaliðar héldu inneftir með Ferðafélagshópi. Á laugardagsmorgun var strax tekið til óspilltra málanna; verkfærum var raðað á hjólbörur eða þau borin og menn röðuðu sér á hjólbörumar og fylkingin þokaðist af stað upp. Verk- færunum var dreift þar sem til stóð að vinna, en allir héldu áfram upp, fýrst skyldi útsýnið skoðað. Þá gat vinnan hafist, hópnum var skipt í nokkrar einingar og fékk hver sitt verkefni. Einn hópur fór neðst í hnúkinn og skyldi lagfæra og bæta í göngustíginn sem var fyrir þar, annar hópur var aðeins ofar í gras- brekku þar sem gamall stígur var orðinn að djúpum skorningi og annar hafði myndast til hliðar. Þar var fyllt upp í, tyrft yfir og þrep sett til ha- græðingar, girt var fyrir hinn stíginn til að hann næði að gróa upp aftur. Einn hópur fékk stikur í hendumar og markaði gönguleið í slakkanum í miðjum hlíðum. Þar var einnig girt fyrir „hliðarsporin". Loks var einn hópur mjög ofarlega og setti þar steinþrep og bar áburð á alla gömlu troðningana. Menn höfðu nestað sig fyrir dag- inn, til að nýta hann betur. Að lokn- um vinnudegi drógu menn sig inn í skála. Maturinn var sameiginlegur og skiptst á matreiðslunni. Kvöld- vaktin notfærði sér útigrillið og vom allir sammála um að hvergi bragðað- ist maturinn betur en undir Þórs- merkurhimni að loknum vinnudegi í hlíðum Valahnúks. Þá kynntust sjálf- boðaliðarnir Frakka nokkrum sem hafði komið í Þórsmörk á mótorhjóli sínu með gítar á bögglaberanum. Söng hann bæði fyrir og með hópn- um. Vinnan hélt áfram daginn eftir þar til helgarfólkið kvaddi og hélt til síns heima með rútunum. Eftir urðu rúm- lega 10 manns, sem ætluðu að vinna alla 10 dagana. En markmið samtak- anna er að fólk kynnist líka því umhverfi sem það vinnur í og því var einn dagur tekinn til skoðunar- ferðar, fór hópurinn þá inn að og upp í Krossáijökul. Sumir stigu fæti sínum á jökul í fyrsta sinn. Um helgina bættist aftur við hóp- inn og var unnið að kappi. Verkefnið var að ýmsu leyti seinunnara en sást fyrir, og var orðið ljóst að ekki ynn- ist jafnmikið og kappsfullir félagar höfðu viljað. Ofarlega í hnúknum var ljótt sár, sem þurfti að fylla upp í. Efni var af mjög skomum skammti þar í kringum, og þurfti að fleyta möl í byggingarörum dágóða leið niður eftir. Menn skiptust á að moka í rörið og vönduðu moksturinn, — stundum stoppaði í rörunum og þurfti þá að taka þau í sundur og hrista stífluna úr. Neðan við rörin voru aðrir sem tóku við mölinni í strigapoka og röðuðu þeim upp. Þeg- ar holan var loks fyllt var borið á grasfræ og áburður og nokkrar þök- ur bomar upp eftir og tyrft og girt umhverfis. Ekki fannst sjálfboðaliðunum að þessu starfi væri lokið, en tilætluðum tíma var lokið og þreyta farin að segja til sín hjá 10 daga fólkinu. En þess vom strengd heit að mæta aft- ur til leiks næsta sumar og halda áfram. CHEERIOS EINSTAKLEGA BRAGÐGÓÐIR, END BAKAÐIR ÚR EKTA HÖFRUM. FULLIR AF FJÖREFNUM, MÁTULEGA STÖKKIR OG LÉTTIR ( MAGA. UPPÁHALDSMATUR SMÁFÓLKSINS. COCOA PUFFS HVER FÆR SÉR EKKI HANDFYLLI ÚR PAKKANUM ÞEGAR ALLT ER BÚIÐ AF DISKINUM? EÐLILEG VIÐBRÖGÐ! GERT ÚR GULLNU MAÍSMJÖLI, RÍKT AF VÍTAMÍNUM OG JÁRNI.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.