Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 20

Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 Fréttir o g fréttaskrif eftir Ómar Smára * Armannsson Víkveiji Qallar um áhugaleysi almennings á „hefðbundnum" vandamálum í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. júní sl. Hann tekur þar fyrir mál eins og ólæti unglinga í miðborginni á kvöldin og um næt- ur og síðan kemur hann inn á um- ferðarmál. Þar getur hann um hluti, sem ættu að vera öllu sæmilega skynsömu fólki umhugsunarverðir. Þá spyr Víkveiji hvað verði um allt það fólk, sem svipt hafí verið öku- réttindum vegna of hraðs aksturs og ölvunaraksturs. Heldur það ekki áfram að keyra? Þessu er til að svara að á hveiju ári eru eitt þúsund til tólf hundruð ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík. Stór hluti af þeim er sviptur ökuréttindum í framhaldi af niðurstöðum blóðsýn- isrannsókna í þijá mánuði og leng- ur. Um hveija helgi eru teknir að meðaltali 15 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Hluti þeirra hefur áður valdið sjálfum sér og öðrum meiðslum og jafnvel dauða. Fréttir fjölmiðla af ölvunarakstri fela í sér ákveðið forvamarstarf, en fólk er misjafnlega í stakk búið til þess að meta þann boðskap, sem í fréttun- um felst. Fyrir allt of hraðan akstur eru að meðaltali 20 ökumenn sviptir ökuréttindum í Reykjavík mánaðar- lega í beinu framhaldi af brotinu og fleiri síðar með dómi. Þessi tala er meðaltalstala þeirra mánaða, sem liðnir eru af árinu. Mun fleiri voru sviptir á síðustu mánuðum síðastliðins árs. Umfjöllun fjölmiðla varðandi hraðakstur hefur skilað sér að ákveðnu marki þó að hún hafi ekki komið í veg fyrir þann þátt þessara mála, ekki frekar en ölvunarakstur. Tölur, sem af er árinu, sýna að í janúarmánuði voru 33 ökumenn teknir í akstri eftir að hafa verið sviptir ökuréttindum vegna ölvunar eða of hraðs aksturs, 28 voru tekn- ir í febrúar, 26 í mars og 41 í apríl. Lögreglan fylgist að jafnaði vel með þeim, sem sviptir hafa ver- ið ökuréttindum einhverra hluta vegna. Haldin er sérstök skrá, svipt- ingaskrá, þar sem lögreglumenn hafa aðgang að afriti ökuskírteina þeirra, sem sviptir hafa verið og í litlu samfélagi þar sem allir þekkja flesta er tiltölulega auðvelt að fylgj- ast með sviptum ökumönnum. Viðurlög fyrir að aka sviptur eru allnokkur. í fyrsta skipti, sem svipt- ur ökumaður er tekinn í akstri þarf hann að greiða sekt á bilinu frá 20—30 þúsund, í annað sinn allt að 40 þúsundum, en ef hann er tekinn í þriðja sinn má hann reikna með varðhaldi. Það kemur fyrir að sami maður er tekinn oftar en einu sinni. Undirritaður hvetur §ölmiðla í framhaldi af þessu til þess að koma sér saman um að fordæma þessa þætti og um leið að stuðla að bættri og öruggari umferðarmenn- ingu hér á landi. Almenningsálitið vegur hér þyngst á vogarskálinni og þar geta fjölmiðlamir haft mest áhrif. Tölumar tala sínu máli og eru staðreyndir. Að baki þessum tölum er fólk og það er í rauninni þess að breyta þeim til betri vegar. Fyrst undirritaður er farinn að flalla um fréttir og fréttaskrif er vert að geta um hversu misjafnlega fjölmiðlar fjalla um mál sem þessi og á hvað hver og einn leggur mesta áherslu. Sem dæmi um þetta er ljósmynd, sem birtist í DV mánu- daginn 30. maí sl. A ljósmyndinni mátti sjá skemmdan bfl, sem hafði verið velt við Kiýsuvíkurveg. Text- inn undir myndinni vakti athygli, en þar gat að lesa að ökumaðurinn hefði velt bflnum á ofangreindum stað eftir að hafa verið eltur af lögreglunni. Búið. Eftir að hafa lesið textann má ætla að fólk taki innihald hans þannig að þama hafí lögreglunni enn einu sinni tekist að valda óhappi eftir eltingaleik við ökumann, sem Ómar Smári Ármannsson „Sum mál eru þó þess eðlis að hún á afar erf- itt um vik og- virðast einstakir fjölmiðlar notfæra sér það til þess að reyna að gera lög-- regluna tortryg'gilega í augum almennings.“ hafí orðið á að bijóta af sér á ein- hvern hátt. Allt lögreglunni að kenna. Staðreynd þessa máls er sú að á miðnætti laugardagsins hafði mað- ur, sem reyndar hefur þann starfa að vera lögreglumaður^ farið upp að kartöflugörðunum í Asfjalli fyrir ofan Hafnarfjörð til þess að viðra hundinn sinn. Þegar hann hafði hleypt hundinum út sá hann að í bíl þama rétt hjá sat ungur maður og hafði slanga verið tengd við púströrið og leidd inn um gluggann. Bíllinn var í gangi. Þegar maðurinn í bflnum varð var við manninn ók hann á braut með slönguna tengda við púströrið. Lögreglumaðurinn á frívakt ákvað að aka í humátt á eftir manninum, sem alltaf jók hraðann. Þegar hann ók í eina beygjuna á Krýsuvikurvegi missti maðurinn stjóm á bfl sínum, fór út af veginum og fór þar heila veltu. Maðurinn slapp lítið meiddur. Þetta dæmi er aðeins eitt af mörgum um það hvemig hinar ýmsu fréttir, sem snúa að lögregl- unni, em meðhöndlaðar hjá ein- staka fjölmiðli. í þessu tilfelli má segja að um viðkvæmt mál sé að raéða, en þó ekki það viðkvæmt að lögreglan geti ekki svarað fyrir sig. Sum mál em þó þess eðlis að hún á afar erfítt um vik og virðast ein- stakir fjölmiðlar notfæra sér það til þess að reyna að gera lögregluna tortryggilega í augum almennings. Slíkt hefur engan tilgang annan en þann að ýta undir sundmngu og óróleika. Höfundur er aðalvarðstjóri í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Grásleppukarlar — ekki eitt hrogn undir lágmarksverði 00 eftir Om Pálsson Búið er að gera samninga um sölu á um 5.500 tunnum af söltuð- um grásleppuhrognum úr landi og búast má við að verksmiðjur innanlands kaupi um 4.000 tunn- ur. Þó tel ég að 10.000 tunna veiði, ef veiðin nær því þá, muni ná að seljast. í dag er veiðin hér 7.200 tunnur. Kanadamenn em komnir með rúmar 9.000 tunnur og búast við að veiðin þar endi í 11.000 tunnum og Norðmenn koma til með að veiða um 6.000 tunnur. Það er því ljóst að ekki verður um offramboð á grásleppu- hrognum eftir þessa vertíð. Um verðið og hættu á verðfalll Framangreindar upplýsingar ættu að sýna það, að engin ástæða er fyrir veiðimenn að selja hrogn- in á lægra verði en ákveðið var á verðlagsfundi 9. febrúar sl., en það er 1.100 þýsk mörk fýrir tunn- una. Á þeim fundi voru annars vegar fulltrúar grásleppuveiði- manna og hir.s vegar umboðs- menn erlendra kaupenda og kaup- endur grásleppuhrogna hér á landi. Það skal og upplýst hér að full samstaða varð um þetta verð og engar óskir hafa komið til Landssambands smábátaeigenda um breytingu á verði. Með þetta verð að leiðarljósi hófu menn veiðar 20. mars sl. Það er því með öllu óþolandi þegar veiði er langt komin, að þá skuli einstaka aðilar, sem samþykktu lágmarksviðmiðunarverðið 9. fe- brúar sl., gera sig seka um að neita að borga það verð fyrir hrognin sem þeir sjálfír sam- þykktu. Hversu langt niður kann einhver að spyija, jú allt niður í 860 DM. Ekki þyrfti að spyija að því hvflíkur skellur það yrði fyrir illa aðila nema efnamikla neyt- ondur erlendis ef það spyrðist að hrognin hér hefðu hrunið í verði. Með lauslegum útreikningi mundi það þýða fyrir þann aðiia, sem keypti 1.000 tunnur af söltuðum grásleppuhrognum í fyrra á 1300 DM hveija tunnu, um 7 milljónir í tap fyrir utan allan vaxtakostnað af afurðalánum svo og ýmsan annan kostnað sem er samfara því að liggja með hrognin í eitt ár. Þama reynir á veiðimenn sjálfa, á þeirra þolrif, að láta ekki frá sér fara eitt einasta hrogn nema á því verði sem samþykkt var þann 9. febrúar, á meðan þeir gera það aukast líkumar á því að hrognin haldist á því verði sem gerir veiðamar arðsamar. Ahrif verðfalls á fyrirframsamninga í allmörg ár hefur atorkusöm- um umboðsmönnum hér á landi, sem miðla tunnum af söltuðum grásleppuhrognum á markað er- Iendis, tekist að gera fyrirfram- samninga um sölu. í ár voru þess- ir samningar 5.500 tunnur sam- kvæmt upplýsingum frá þeim og er það mun minna en undanfarin ár. Stafar það af metveiði í fyrra hjá öllum aðilum. íslendingar, Kanadamenn og Norðmenn hrein- lega veiddu yfír sig og varð heild- arveiði í heiminum rúmar 60.000 tunnur og er það þriðjungur um- fram það magn sem telst vera heimsmarkaðsþörf. Þá er ekki óhugsandi að einhveijir markaðir hafí tapast í fyrra vegna þess að umboðsmenn gátu ekki keypt þau hrogn, sem þá vantaði, vegna yfír- boða frá verksmiðjum innanlands en stefna niðulagningaverksmiðj- anna virtist vera sú að ná til sín öllum veiddum hrognum á sl. vertíð. Fyrirframsamningar eru mikilvægir fyrir veiðimenn og með öllu nauðsynlegir. Því það sjá allir sem vilja sjá að ekki þýðir að framleiða stöðugt þegar enginn er markaður, eins og oft vill verða hér í þessu þjóðfélagi. Þær 5.500 tunnur sem samningar hafa verið gerðir um eru seldar á 1.100 DM og mundi óþarft verðhrun nú leiða til þess að okkur væri ekki lengur Óm Pálsson „Það er því með öllu óþolandi þegar veiði er langt komin, að þá skuli einstaka aðilar, sem samþykktu lágmark- sviðmiðunarverðið 9. febrúar sl., gera sig seka um að neita að borga það verð fyrir hrognin sem þeir sjáifir samþykktu.“ treystandi og fyrirframsamningar þar með úr sögunni og þá um leið komin upp mikil óvissa í grá- sleppuveiðum. Um veiðamar hér og í öðrum löndum 1. júní voru komnar á land 6.800 tunnur, en á sama tíma í fyrra var veiðin orðin 17.000 tunnur. Vegna þess hafa margir dregið upp og eru hættir á grá- sleppunni. Það er því allt útlit fyrir litla veiði nema þá að mok eigi sér stað í Breiðafírði og í Faxaflóa, en enn sem komið er hefur veiði verið léleg þar. Að öðrum löndum er það að frétta að Kanadamenn, sem veiddu 24.600 tunnur í fyrra, bú- ast við eins og að framan greinir um 11.000 tunna veiði í ár. Að sögn fulltrúa í sjávarútvegsráðu- neytinu í St. John er ekki tryggð sala á meiru en 10-12.000 tunnum í ár, þess vegna er útlit fyrir að veiðin verði stöðvuð þegar því marki verður náð. Þess má geta að aldrei áður hefur komið upp sú rödd í Kanada að stjóma veið- um á grásleppu. En þeir gera sér grein fyrir því jafnt og við að ekki þýðir að veiða ef engin mark- aður er fyrir hendi og verðið sem boðið er óviðunandi. Verð til veiði- manna hefur lækkað frá í fyrra áttu Norðmenn af birgðum frá fyrra ári og ekki er vitað hvemig farið verður með þær. Verðið til veiðimanna í ár er 14.200 fyrir hveija tunnu. Mikill munur er því á verði til veiðimanna hér og annars staðar og hygg ég að hann hafí aldrei verið jafíi mikill. Skilaverð til veiðimanna hér er nú um 26.000 krónur. Veiðin undanfarin ár og markaðsstaða í dag Tafla sem sýnir veiði fslend- inga, Kanadamanna og Norð- manna 1984-1987, þá er einnig áætluð veiði annarra þjóða fyrir árið 1988. ’84 ’85 '86 ’87 '88 áætl. ísland 26.771 22.876 16.152 22.876 10.000 Kanada 6.337 8.210 16.220 24.600 11.000 Noregur 1.211 2.074 3.320 8.184 6.000 Aðrir 3.000 4.000 5.000 6.000 3.000 Samtals 37.319 37.160 40.692 61.660 30.000 úr 1.75 Kanadadollurum í 70 cent fyrir hvert pund upp úr sjó, þ.e. úr 131 krónu i 54 krónur fyrir kflóið. En við íslendingar þurfum að fylgjast með veiði og horfiim ann- arra þjóða heldur en Kanada- manna. Norðmenn hafa framleitt á milli eitt og fímm þúsund tunn- ur frá árinu 1980 til og með 1986. 1987 varð þeim hins vegar tekju- dijúgt því þá var framleiðslan 8.184 tunnur og nam útflutnings- verðmæti þess magns 248 milljón- um íslenskra kr. þ.e. rúmar 30 þúsund krónur hver tunna. Ekki er mér kunnugt um hversu hátt verð var greitt til veiðimanna. NÚ í ár er veiðin minni, 21. maí nam framleiðsla þeirra 4.500 tunnum og var þá veiði að mestu lokið vestan megin við Nordkapp og hafði færst til Austur-Finnmörku þar sem veiddust 20% af heildar- magninu í fyrra. Undanfarið hafa Norðmenn verið að flylja út til Þýskalands á 2.500 Nkr. cif., þ.e. 17.574 krónur (688 þýsk mörk). Það er því um mikla verðlækkun að ræða frá því í fyrra og dregur það einnig úr áhuga veiðimanna, þé ber þess að geta að eitthvað Öllum þeim aðilum sem ég hef rætt við ber saman um að árleg heimsmarkaðsþörf sé um 40.000 tunnur. Á grundvelli þess áætla ég að birgðir í verksmiðjum er- lenuis í byijun vertíðar nú hafí ekki verið miklár, því birgðir hjá verksmiðjum hér innanlands um áramót voru um 9.500 tunnur og Kanadamenn áttu 2.000 tunnur óseldar úr landi og eitthvað hafa Norðmenn átt óselt. Að framansögðu tel ég að veiði á þessu ári leiði ekki til verðfalls ef framangreind áætluð heildar- veiði f ár gengur upp. Hvað er til ráðatil að komast hjá verðfalli Þar sem heimsmarkaðurinn er svo takmarkaður sem raun ber vitni tel ég það farsælast fyrir alla aðila að hefía viðræður sem fyrst við Kanadamenn og Norð- menn þar sem reynt verður að ræða þann möguleika að vera með einhvers konar kvótaskiptingu milli þessara þjóða þannig að komast megi hjá verðfalli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.