Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 27 Ferskfisksalan í Þýzkalandi: Framboðið er jafnt og verðið er hátt - segir Samúel Hreinsson í Cuxhaven TVÖ skip seldu afla sinn í Bremerhaven i síðustu viku og fengu þau gott verð fyrir aflann, einkum karfann. Meðalverð fyrir hann var rúmar 76 krónur. Yfir- leitt er hætta á lágu verði, selji tveir togarar héðan afla sinn þarna í sömu vikunni auk ann- arra skipa og gámafisks. Samúel Hreinsson, umboðsmaður í Cux- haven og Bremerhaven, segir að upplýsingamiðlun LÍÚ sé farin að skila sér mjög vel. Framboð sé nú jafnara að heiman en oft áður og verð því gott. Bönn af hálfu stjórnvalda séu óþörf, enda ættu þau að snúa að að öðru en þvi að hefta útflutning í miklum viðskiptahalla. „Þorlákur fékk um 60 króna meðalverð í síðustu viku og Ljósa- fellið 65 krónur," sagði Samúel. „Meðalverðið fyrir karfann úr báð- um skipunum var 76,53 krónur og það er mjög gott. Nú var pláss fyr- ir tvo togara, þó menn telji sumir að það sé of mikið. Hvort eitt eða tvö skip að heiman rúmast á mark- aðnum fer eingöngu eftir framboði af gámafiski og fiski frá öðrum. Að þessu sinni var lag og ágætt verð fékkst. Að mínu mati þýðir ekkert að vera með boð og bönn. Menn verða einfaldlega að taka mið af framboði og eftirspum hveiju sinni. Því má heldur ekki gleyma að bein sala á fiski inn á þetta markaðssvæði er mikil og setur auðvitað strik í reikninginn. Það er því ekki nóg að vita hve mikið er væntanlegt inn á markað- ina, við verðum líka að vita eitthvað um beinu söluna. Munurinn á góðri og slakri sölu togara getur numið mjlljónum króna. Undanfarið hefur LÍU fengið góðar upplýsingar um gang mála og fyrirhugaðan útflutn- ing. LÍÚ hefðu síðan miðlað þessum upplýsingum til manna og þeir far- ið eftir því, aukið eða minnkað fisk- magnið eftir því, sem við hefur átt. Framboðið hefur því jafnazt og verðsveiflur em minni en áður. Lykillinn að velgengni á uppboðs- mörkuðunum er áreiðanleg upplýs- ingamiðlun og hún er nú þegar við lýði. Þegar menn draga úr útflutn- ingum, þegar framboð er mikið, kemur það bæði þeim og öðrum til góða og verð hefur haldizt hátt. Við erum að komast á skynsam- lega braut og þurfum ekki á afskipt- um stjónvalda að halda. Mér skilst að tveir stjómmálaflokkanna hafi verið að álykta að hefta ætti út- flutning á ferskum físki, en í því fínnst mér felast mjög „yfírgrips- mikil vanþekking" á gangi mála. Það er fáránlegt, þegar stjórn- málamennimir ætla sér að fara að hafa vit fyrir mönnum, sem hafa staðið í útflutningi á ferskum físki ámm saman og byggja afkomu sína á því. Hverjir em betur til þess fallnir að meta stöðuna en þeir sjálf- ir? Menn hljóta alltaf að leita hag- kvæmustu leiðanna, en tit þess þarf að fylgjast með frá degi til dags og taka ákvarðanir með skömmum fyrirvara. Markaðurinn getur gjör- breytzt á nokkmm dögum. Auk þess getur það varla talizt mjög gáfulegt að takamarka útflutning í margmilljarða viðskiptahalla. Stjómmálamennimir ættu heldur að snúa sér að því að takmarka innflutninginn,“ sagði Samúel Hreinsson. Foreldrar barna í Ölduselsskóla: Skólastarf ekki í samt lag um árabil Fulltrúaráð foreldrafélags Öld- uselsskóla hélt fund á mánudags- kvöld þar sem samþykkt voru hörð mótmæli við ráðningu Sjafn- ar Sigurbjömsdóttur í stöðu skóla- stjóra við skólann. Foreldrar segja í ályktun sinni að ótti þeirra um að miklar breytingar yrðu á kenn- araliði skólans ef Daníel Gunnars- • son fengi ekki stöðuna virðist á rökum reistur og tejja að skóla- starfið verði mörg ár að komast í eðlilegt horf. Foreldrar segja að í Ölduselsskóla hafi skapast mjög gott andrúmsloft, gott samband milli nemenda, kenn- ara og annarra starfsmanna og böm séu ánægð í skólanum og námsár- angur þeirra góður. Daníel Gunnars- son hafí átt mikinn þátt i þessum árangri og foreldrum finnist hahn því sjálfkjörinn til að taka við af Áslaugu Friðriksdóttur. „Seljahverfí er nýtt hverfi og það hefíir tekið Áslaugu Friðriksdóttur og starfsfólk hennar 13 ár að byggja upp þennan skóla," segir í ályktun fundarins. „Foreldrar eiga erfítt með að skilja hvers þeir og böm þeirra eiga að gjalda að þurfa að óþörfu að sitja uppi aftur með skóla sem þarf að byggja upp næstum frá grunni. Góður skóli er eitt brýnasta hagsmunamál foreldra í hveiju borg- arhverfí. Öllum bömum á aldrinum 7-16 ára er skylt að sækja skóla og ætlast er til að þau sæki sinn hverfís- skóla. Því er erfitt að sætta sig við'. að fræðsluyfirvöld skuli svo fullkom- lega hunsa álit foreldra á málefnum skólans.“ Engarjarð- hræringar við Kötlu EINAR H. Einarsson bóndi á Skammadalshóli i Mýrdal segir það alrangt að skjálftavirkni í Kötlu hafi verið óvenjulega mikil síðustu tvo mánuði eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins eftir Eysteini Tryggvasyni, jarðfræð- ingi. „Eg hef fylgst með jarðhræringum í jöklinum síðan 1971 og get því vitn- að um að aldrei hefur verið jafn ró- legt og nú,“ sagði Einar. „Á laugar- daginn varð aðeins vart við smá skjálfta í austuijöklinum en þeir voru svo litlir að erfítt er að átta sig á hvort þetta voru jarðhræringar eða eðlilegar hreyfingar á jöklinum." Einar sagði að vatnsrennsli í Múl- akvísl hefði verið með eðlilegum hætti í vor og að jökull hefði verið kominn í hana um miðjan maí. Páll Einareson jarðfræðingur sagði að hreyfíngar við Kötlu að undanfömu hefðu verið eðlilegar. „Við rætur Heklu hefur hinsvegar minnkað vatn í lindum. Það hefur gerst áður á undan eldgosi og er því forvitnilegt, en er ekki öruggur fyrir- boði um gos,“ sagði Páll. Furur á „sparistað“ Morgunblaðið/Einar Falur EINS og sundlaugargestir í Laugardal kunna að hafa tekið eftir, hafa nú verið gróðursett þar tíu stór og myndarleg furutré í sveig meðfram grunnu lauginni. Að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkjustjóra borgarinnar, eru þessi tré úr um 30 ára gömlu skjólbelti úr ræktunarstöðinni í Laugardal, sem plantað var á sjötta áratugnum. Þau voru orðin helst til þétt, og því var grisjað í skjólbeltinu. „Við vildum selja þessi tré á ein- hvern sparistað," sagði Jóhann. „Það hentar líka vel að hafa barrtré þarna, því að af þeim verður ekkert lauffall í laugina. Þetta er auðvitað bara tilraun hjá okkur, en það verður gaman ef hún tekst; þessi tré setja skemmtilegan svip á laug- ina,“ sagði Jóhann Pálsson. Úrval 1. flokks notaðra bíla í okkar eigu. Allir skoðaðirog yfirfarnir. Sýnishorn úr söluskrá: LAIMCIA THEMA Árg. '87. Blár. Ek. 14 þús. MAZDA 323 1,3 Árg. ’83. Gullsans. Ek. 71 þús. FIAT UNO Árg. ’85. Brúnsans. Ek. 25 þús. MAZDA 323 1,3 Arg. ’83. Silfurgrár. Ek. 72 þús. PEUQOT BOB Árg. ’83. Silfurblár. Ek. 47 þús. NIS8AN PULSAR Árg. '86. Hvítur. Ek. 32 þús. SUBARU 1-10 Árg. ’87. Blár. Ek. 57 þús. FIAT PANDA Árg. 82. Brúnn. MAZDA 626 Arg. ’82. Blágrár. Ek. 78 þús. FIAT PANDA 4X4 Árg. ’85. Grár. Ek. 29 þús. NIS8AN SUNNY STATION Árg. ’84. Rauður. Ek. 87 þús. LANCIA PRISMA Árg. ’86. Silfurgrár. Ek. 34 þús. VOLVO 340 Árg. ’86. Grásans. Ek. 41 þús. FIAT UNO SOS Arg. ’87. Grár. Ek. 57 þús. MAZDA 323 1,3 Árg. '82. Brúnsans. Ek. 91 þús. MAZDA 02S Arg. '82. Graansans. Ek. 54 þús. LADA LUX Arg. '87. Beige. Ek. 8 þús. LADA 1200 Árg. ’87. Rauður. Ek. 14 þús. NISSAN SUNNY Árg. '83. Grænsans. Ek. 81 þús. MAZDA 323 STATION Árg. ’85. Greensans. Ek. 18 þús. MMC QALANT Arg. ’82. Ljósgreenn. MMC COLT TURBO Arg. '84. Grásans. Ek. 47 þús. MAZDA 323 1,B Arg. ’84. Vfnrauöur. Ek. 65 þús. Munið okkar hagstæðu verð og greiðslukjör! DAIHATSU CHARADI Rauöur. Ek. 73 þús. MAZDA 323 Arg. ’84. Ráuöur. Ek. 67 þús. MAZDA 323 Arg. '84. Blásans MAZDA 020 HARDTOP Árg. '83. Rauösans. Ek. 67 þús. LANCER THEMA Árg. ’87. Svartur. Ek. 14 þús. MAZDA 323 Arg. '86. Ðlásans. Ek. 47 þús. MAZDA B20 Arg. ’87. Blásans. MAZDA 020 Árg. 87. Blásans. MAZDA 323 Arg. '85. Blásans. LANCER PRISMA Árg. ’86. Grásans. Ek. 34 þús. MAZDA 323 Árg. ’86. Blásans. Ek. 47 þús. MAZDA 323 STATION Árg. ’85. Graansans. Ek. 18 þús. LANCIA PRISMA Árg. ’86. Grásans. Ek. 34 þús. Fjöldi annarra bíla á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5 mazoa BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI68 12 99 pj®r0Wínl>ltóii!> Áskriftarsíminn er 83033 85.40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.