Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1988
Bretland:
Afsögn eykur á úlfúðina
í Verkamannaflokknum
London. Reuter.
TALSMAÐUR breska Verkamannaflokksins í varnarmálum sagði
af sér í gær og réðst um leið harkalega á Neil Kinnock, formann
flokksins. Er litið á þetta sem mikið áfall fyrir Kinnock og þá ekki
siður fyrir flokkinn þar sem hver höndin virðist vera upp á móti
annarri.
Denzil Davies, talsmaður Verka-
mannaflokksins, hringdi í blaða-
mann og sagði honum frá ákvörð-
uninni um að segja af sér áður en
hann tilkynnti Kinnock hana. „Ég
er orðinn leiður á að láta Kinnock
niðurlægja mig. Hann spyr mig
aldrei ráða og á augljóslega ekkert
vantalað við mig,“ sagði Davies.
Fyrir viku kom Kinnock flestum
samflokksmönnum sínum á óvart
með því kasta fyrir róða því stefnu-
máli, að Bretar skuli afsala sér
kjamorkuvopnum einhliða. Davies,
sem hefur setið í skuggaráðuneyti
Verkamannaflokksins, sagði, að
Bretland:
011 bréf frænku Jam-
es Joyce voru brennd
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SONARSONUR James Joyce
hefur brennt öll bréf frænku
sinnar, Luciu Joyce, að þvi er
segir í frétt The Sunday Times
síðastliðinn sunnudag. Astæðan
er ágreiningur út af nýútkom-
inni ævisögu um eiginkonu Jo-
yce, Noru Barnacle. Brenda
Maddox, höfundur ævisögunnar,
ritaði bókina án sérstakrar
heimildar frá fjölskyldunni. Hún
ritaði eftirmála, sem hefst á láti
Noru árið 1951 og lýkur á dauða
Luciu, dóttur Joyce-hjónanna,
12. desember árið 1982. Lucia
þjáðist af geðklofa lengst af
ævinnar og var síðustu áratug-
ina á geðsjúkrahúsi í Northamp-
ton. Agreiningurinn reis aðal-
lega út af þessum eftirmála.
Sonarsonurinn, Stephen Joyce,
segir: „Hvaða ástæða er til að
skrifa um Luciu? Það á að láta
hana í friði. Lífí Noru lauk 1951.
Hvað kemur eitthvað, sem gerðist
eftir það, ævi hennar við? Svarið
er: Ekki neitt."
Stephen Joyce starfar hjá Efna-
hags- og framfarastofnuninni í
París. Hann segist hafa brennt öll
bréf frá Luciu til að koma í veg
fyrir, að ævisöguritarar sjái þau í
framtíðinni. Það hafí verið sárs-
aukafullt og erfitt að þola veikind-
in og það beri að harma, að ein-
hver skuli vilja hnýsast í það.
Ýmsir bókmenntafræðingar telja
missi þessara bréfa afar bagaleg-
an, því að þau hefðu getað varpað
ljósi á ýmislegt í verkum James
Joyce. Ágreiningurinn á milli
Brendu Maddox og útgefenda
hennar, Hamish Hamilton, annars
vegar og Joyce-fjölskyldunnar hins
vegar hefur staðið í þrjá mánuði
og lauk með samningi um, að heim-
ilt væri að vitna í verk Joyce gegn
því, að allur síðasti kaflinn yrði
dreginn til baka. Áður en þessi
samningur var undirritaður höfðu
bandarísku útgefendumir sent rit-
dómurum eintök, þar sem eftirmál-
inn var óskertur. The Sunday Tim-
es segist hafa séð slíkt eintak og
ekkert komi fram í eftirmálanum,
sem ekki hafí verið hægt að sjá
annars staðar. Þar megi t.d. lesa,
hve trúr vinur Samuel Beckett, sem
er einhver virtasti höfundur samt-
ímans, hafí reynst Luciu, en hann
starfaði fyrir föður hennár um
skeið á íjórða áratug aldarinnar
og varð fyrir miklum áhrifum af
honum.
Ævisaga Noru fær góða dóma
í breskum blöðum um síðustu helgi
og þykir varpa nýju ljósi á margt
í ævi Joyce.
Austur-Þýskaland:
AUSTUR-Þjóðveijar eru manna
hugkvæmastir í leitinni að gjald-
eyrislindum. Nú hafa þeir dottið
aldeilis í lukkupottinn vegna hé-
gómagirni nágranna sinna i
vestri, að sögn Der Spiegel.
í Vestur-Þýskalandi sækjast æ
fleiri bæjarfélög og einkaaðilar eft-
ir gömlum götusteinum til þess
prýða miðbæi, heimreiðar og ver-
andir upp á gamla móðinn. í Aust-
ur-Þýskalandi er til nóg af slíku
byggingarefni. Fjölmargir sveita-
vegir eru ennþá steinlagðir. Þama
virðist því komin tekjulind til fram-
búðar. Sölumenn hjá útflutnings-
fyrirtækinu Limex flytja nú götu-
steina í kílómetratali vestur yfir
jámtjald. Árið 1986 nam verðmæti
útflutningsins 2,5 milljónum marka
eða 63 milljónum Isl. króna. í fyrra
voru fluttir út steinar fyrir 138
milljónir ísl. kr. Austur-þýskir gár-
ungar hafa fundið nýja hlið á stei-
naútflutningum: Ef ég væri steinn
í stræti, steðjað vestur óðar gæti!
það hefði verið komið, sem fyllti
mælinn.
Kinnock kvaðst vera undrandi
og leiður yfír afsögn Davies og
sagði, að hann hefði ekki látið að
neinu liggja við sig. Kinnock til-
kynnti síðar, að Martin O’Neill,
þingmaður frá Skotlandi, myndi
taka við sem talsmaður Verka-
mannaflokksins í varnarmálum.
Neil Kinnock hefur verið að
breyta stefnu Verkamannaflokks-
ins í ýmsum málum enda ljóst orðið
eftir niðurlægjandi ósigur í þrenn-
um þingkosningum, að hún hefur
lítt höfðað til kjósenda. Vinstrimenn
hafa hins vegar gert hvetja atlög-
una á fætur annarri að Kinnock og
er ástandið í flokknum nú líkast
því, sem er á vígvelli. Afsögn Davi-
es er því eins og olía á eld og ekki
síst vegna þess, að hann er sagður
maður hófsamur og tilheyra hvor-
ugum flokksarminum.
Sovétríkin:
Reuter
Kýpur-grikkir mótmæla
Gríska óeirðalögreglan átti i höggi við Kýpur-grikki sem beittu
meðal annars flaggstöng í mótmælagöngu í Aþenu í gær, þegar
Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, lagði blómsveig við leiði
Óþekkta hermannsins.
Pravda gagnrýnir
störf Æðstaráðsins
Moskvu, Reuter.
HÁTTSETTUR sovéskur embættismaður viðurkenndi opinberlega
á mánudag að yfirvöld hefðu oftsinnis gefið rangar upplýsingar
um úrslit kosninga i ráð og nefndir og sagði hann að gera mætti
ráð fyrir að miklar breytingar yrðu gerðar á kosningatilhögun á
næsta ári. í Prövdu málgagni sovéska kommúnistaflokksins birt-
ist á mánudag grein sem fjallaði um þær breytingar sem væru
aðkallandi að gera á starfi Æðsta ráðsins, sovéska þingsins.
Ef ég væri steinn
ístræti. . .
í grein Prövdu segir að það sé
í andstöðu við lýðræðisreglur að
fulltrúum í Æðsta ráðinu, sem
margir hverjir séu frá Sovétlýð-
veldum þar sem ekki er töluð rúss-
neska, sé ekki gert kleift að skilja
það sem fram fari á fundum ráðs-
ins. Einnig gagnrýnir blaðið að
þingfulltrúar séu margir hverjir
búsettir fjarri því fólki sem þeir
eiga að vera í málsvari fyrir og að
í ráðinu sitji menn sem eru búsett-
ir erlendis. „Æðsta ráðið hefur
verið bundið af siðvenjum sem
hafa staðið starfí þess fyrir þrifum
fram á þennan dag,“ segir í grein
Prövdu.
Júrí Korolev, starfsmaður For-
sætisnefndar Æðsta ráðsins, sagði
í viðtali við Tass-fréttastofuna á
mánudag að það væri rétt að kosn-
ingar í ráð og nefndir væru ekki
lýðræðislegar í Sovétríkjunum. „í
fyrsta lagj er ekki hægt að tala
um að fólk kjósi þar sem venjulega
er aðeins einn maður í framboði í
hvert embætti," sagði Korolev, „og
í öðru lagi eru upplýsingar um
úrslit í kosningum ekki réttar.
Þegar yfirvöld segja að 100% hafi
sagt já í kosningum er það sjaldn-
ast í samræmi við raunverulegar
niðurstöður," bætti hann við.
Korolev sagði í samtalinu að á
síðasta ári hefðu verið gerðar til-
raunir með að breyta kosningum
í staðbundu fulltrúakjöri með því
að hafa fleiri en einn í framboði.
Sagði hann að líklega yrði það
gert um allt land þegar kosið yrði
til _Æðsta ráðsins.
í grein Prövdu sem fjallaði um
fulltrúakjör í Sovétríkjunum sagði
að það væri sorgleg staðreynd að
Æðsta ráðið væri orðið svo ein-
angrað að þegar gerð hefði verið
könnun á því hvað fólk vissi um
starf þess fýrir fund ráðsins í
síðasta mánuði hefði komið í ljós
að megin þorri fólks vissi ekki
hvaða mál yrðu tekin upp á fundin-
um.
Fundur Æðsta ráðsins í síðasta
mánuði var sögulegur. Þar voru
samþykkt lög um að samvinnufé-
lög væru jafnrétthá og ríkisfýrir-
tæki. Einnig ákváðu fulltrúar að
þinga lengur en ætlað var sam-
kvæmt dagskrá, sem er skref í
átt að auknu lýðræði að mati
Prövdu.
Þær breytingar sem blaðið telur
vera brýnastar eru, að þingfulltrú-
ar hætti að kjósa embættismenn.
Blaðið vill að fundum Æðsta ráðs-
ins verði fjölgað en fram að þessu
hefur það komið saman í tvo daga
tvisvar á ári. Túlkar verði fengnir
til að þýða það sem fram fer svo
þeir fulltrúar sem eru frá lýðveld-
um þar sem ekki er töluð rúss-
neska eigi hægara með að taka
þátt í störfum ráðsins. Pravda tel-
ur auk þess að fækka eigi fulltrú-
um, sem nú eru 1517. Einnig seg-
ir blaðið eðlilegt að þeir fulltrúar
sem eiga að vera í málsvari fyrir
ákveðin héruð eða svæði séu eða
hafi verið búsettir þar.
Að sögn blaðsins eru 40% af
1517 fulltrúum í Æðsta ráðinu í
öðrum störfum hjá hinu opinbera.
Um 250 fulltrúar fyrir héruð úti
á landsbyggðinni eru Moskvu-búar
og ekki í neinum tengslum við það
fólk sem þeir eru fulltrúar fyrir. í
Æðsta ráðinu sitja einnig sovéskir
sendiherrar erlendis, sem Pravda
telur afar óeðlilegt.
Blaðið segir að fulltrúar bænda
og verksmiðjufólks hafi kvartað
yfir því að þeir hefðu ekki tíma
til að koma fram málum þeirra
sem þeir væru fulltúar fyrir og
að gera ætti setu í ráðinu að fullu
starfi.
Kosningamál og störf Æðsta
ráðsins eru aðalmálin á flokksráð-
stefnu kommúnistaflokksins sem
hefst 28. júní næstkomandi.
Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtogi,
hefur lagt mikla áherslu á að
breytinga sé þörf á stjómkerfi
Sovétríkjanna til að auka lýðræði.
FATASKÁPAR
FRA OKKUR ERU LAUSNIN
AXIS
■MHHMÍ
Smiöjuvegi 9, Kópavogi,
sími (91)43500