Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 35

Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 35 Opna Austurlandsmótið í skák: Lokaspretturinn í dag Hannes Hlífar og Judit Polgar efst í A-flokki ALLS hafa verið tefldar sjö um- ferðir á opna Austurlandsmótinu i skák sem haldið er á Egilsstöð- um, en síðasta umferðin verður tefld í dag. Mótið er haldið í Hótel Vala- skjálf. Mótstjóri er Ottó Jónsson. Að sögn Ottós lauk næstsíðustu umferðinni um miðnætti í fyrradag. í A-flokki, sem skipaður er skák- mönnum með yfir 2300 ELO-stig sigraði Sævar Bjarnason Zsuzsu Polgar í geysiskemmtilegri skák. James Plaskett og Judit Polgar skildu jöfn. Sömu sögu er að segja um Karl Þorsteins og Mark Orr. Með jafntefli sínu við Plaskett náði Judit Polgar öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, en hún verður 12 ára í júlí. Þröstur Þór- hallsson sigraði svo Hannes Hlífar Stefánsson, en Hannesi hefur ann- ars gengið mjög vel í þessu móti. Keppendur í A-flokki eru 9 tals- ins, en Helgi Olafsson hætti keppni eftir fjórðu umferð. Staðan í A-flokki eftir sjöundu umferð er þessi: 1.-2. sœti: Judit Polgar og Hannes HHfar Stefánsson með 4.5 vinninga. 3. sœti: Zsuzsa Polgar 4 vinninga. 4. -5. sæti: Þröstur Þórhallsson og Karl Þorsteins með 3.5 vinninga. 6. sæti: James Plaskett með 2.5 vinninga. 7. -9. sæti: Sævar Bjamason, Mark Orr og Björgvin Jónsson með 2 vinninga. B-flokk fylla þeir skákmenn sem eru undir 2000 ELO-stigum að undanskilinni Zsofi Polgar, sem hefur 2320 ELO-stig. Sú skák í B-flokki sem vakti mesta athygli í sjöundu umferð var að sögn Ottós skák Amars Ingólfssonar og Lazslo Polgar, föður systranna þriggja, en Amar sigraði einkar glæsilega með því að fóma drottningu. Keppendur í B-flokki em 24 tals- ins. Staða 11 efstu manna í B-flokki eftir sjöundu umferð er þessi: 1. sæti: Zsofi Polgar með 6.5 vinninga. 2. sæti: Uros Ivanovitch með 5.5 vinninga. 3. sæti: Amar Ingólfsson með 5 vinninga. 4. sæti: Sigurður Ragnarsson með 4.5 vinn- inga. 5. -11. sæti: Viðar Jónsson, Gunnar Finnson, Laszlo Polgar, Þór Öra Jónsson, Einar Ein- arsson, Bragi Bergsteinsson og Þorvarður Ólafsson með 4 vinninga hver. Zsofi Polgar hefur unnið allar sínar skákir nema eina, en í þeirri skák skildi hún jöfn við föður sinn. Að sögn Ottós hefur mótstjóm lagt á það ríka áherslu að skapa vinalegt andrúmsloft á mótinu. Til að mynda var erlendu þáttakendun- um boðið í skoðunarferð um Hall- ormsstaðaskóg, Guttormslund og Atlavík 10. júní, en þann dag fengu þátttakendur frí frá taflmenns- kunni. Zsofi Polgar tefldi fjöltefli við tólf manns sunnudaginn 12. júní fyrir utan verslunina Tómstundaiðj- una á Egilsstöðum. Zsofi vann tíu skákir, gerði eitt jafntefli og tapaði einni. Hún tefldi einnig fjöltefli á Seyðisfirði að kvöldi 10. júní þar sem hún vann tólf af fimmtán skák- um en tapaði þremur. Sama kvöld tefldi Zsuzsa Polgar fjöjtefli á 60 ára vígslu- afmæli Hóla- nesskirkju Skagaströnd. Hátíðarmessa verður í Hóla- nesskirkju 17. júni nk. í tilefni þess að þann dag eru liðin 60 ár frá því að kirkjan var vígð. Eftir messu verður kaffísamsæti í félagsheimilinu í boði sóknar- nefndar, sóknarprestur og sóknar- nefnd vænta þess að sem flestir mæti í messu og kaffí á eftir til að halda upp á afmælið. Þess má til gamans geta að enn búa á Skagaströnd nokkrir einstaklingar sem fermdir voru við vígslu kirkj- unnar hinn 17. júní 1928. - ÓB. Stöðvarfirði og hafði sigur á öllum fimmtán borðunum. Síðasta umferðin í opna Austur- landsmótinu verður tefld kl. 13.00 í dag í Hótel Valaskjálf. Mótinu verður síðan slitið í kvöld og verð- laun afhent. Heildarupphæð þeirra nemur 700.000 kr. og fær sá sem fer með sigur af hólmi í A-flokki 5000 Bandaríkjadali í sinn hlut. Sá sem lendir í fyrsta sæti í B-flokki hlýtur 2500 Bandaríkjadali í sigur- laun. Morgunblaðið/KGA Stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, f.v. Lilja Hallgríms- dóttir, Þórarinn Jón Magnússon, Bjarni Sigtryggsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson og Gunnar Sveinsson. Á myndina vantar Fanneyju Gísladóttur, Friðrik Haraldsson og Pál Guðjónsson. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins: Ætlað að stuðla að auk- inni þjónustu við ferðamenn FERÐAMÁLASAMTÖK höfuð- borgarsvæðisins voru formlega stofnuð á mánudag, að viðstödd- um ýmsum forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar á þessu svæði. Hlutverk samtakanna er að vinna að hagsmunamalum aðila í ferða- málum, samræmingu starfsemi þeirra, stuðla að aukinni þjón- ustustarfsemi við ferðamenn og skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu ákváðu á aðalfundi sínum síðast liðið haust að boða til stofnfundar ferðamálasamtaka fyrir svæðið og í framhaldi af því var sérstakri undirbúningsnefnd komið á laggimar til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Þegar eru starfandi slík samtök í öllum öðmm landshlutum. Magnús Sigsteinsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, setti fundinn og stjórnaði honum. Fyrstur ávarpaði fundargesti Hreinn Loftsson, að- stoðarmaður samgöngumálaráð- herra. Ræddi hann um gildi ferða- málaþjónustunnar og framtíð henn- ar hér á landi. Kom meðal annars fram í máli Hreins að nærri 130 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins á síðasta ári og er búist við að sá fjöldi verði kominn upp í 300 þúsund árið 1994. Tekjur af ferðamönnum námu um 6 milljörð- um króna í fyrra. Jóna Gróa Sigurðardóttir, for- maður undirbúningnefndar Ferða- málasamtaka höfuðborgarsvæðis- ins, reifaði því næsttildrög að stofn- un samtakanna og greindi frá störf- um undirbúningnefndar. Þar kom meðal annars fram að samtökin hafa sótt um aðild að Ferðamála- ráði Islands. Að ræðu Jónu Gróu lokinni var gengið til kosninga stjómar sam- takanna. Var undirbúningsnefnd sjálfkjörin til setu í stjórn fram að aðalfundi Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins í haust. Stjórnina skipa Bjarni Sigtryggs- son, Fanney Gísladóttir, Friðrik Haraldsson, Gunnar Sveinsson, Páll Guðjónsson og Þórarinn Jón Magnússon, öll kjörin á stofnfundi. Fyrir eru í stjórn Jóna Gróa Sigurð- ardóttir, Valþór Hlöðversson og Lilja Hallgrímsdóttir, kosin af Sam- tökum sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Kaupleiguíbúðirnar: Frestur rennur út 22. júní O' INNLENT Hólaneskirkja á Skagaströnd. HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefur ákveðið að frestur til að sækja um lán til kaupa eða bygg- ingar kaupleiguíbúða á þessu ári renni út 22.júní. Kaupleiguíbúðum er skipt í tvo flokka, félagslegar og almennar kaupleiguíbúðir. Sveitarfélög og félagasamtök mega byggja eða kaupa félagslegar kaupleiguíbúðir, ýmist ein sér eða í sameiningu. Kaup og byggingar á almennum kaupleiguíbúðum verða á vegum sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja, í sameiningu eða hvort í sínu lagi. Frestur til að sækja um lán til kaupa eða byggingar kaupleiguí- búða á næsta ári rennur út 1. ágúst næstkomandi. (Úr fréttatilkynningu) Leiðrétting Í Morgunblaðinu í gær misritað- ist tímasetning söngtónleika nem- enda Hanne-Lore Kuhse. Það rétta er að tónleikarnir verða í Tónlistar- skólanum á Seltjarnarnesi kl. 20. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.