Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
Aðalfundur Einingar;
Bráðabirgðalög-
unum mótmælt
AÐALFUNDUR verkalýðsfé-
lagsins Einingar í Eyjafirði var
haldinn í Alþýðuhúsinu á Akur-
eyri fimmtudaginn 2. júní. Á
fundinum var meðal annars sam-
þykkt ályktun gegn bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinnar.
í ályktun Einingar segir: „Aðal-
fundur verkalýðsfélagsins Einingar,
haldinn 2. júní 1988, mótmælir
harðlega, að ríkisstjórn íslands
skuli velja sér það hlutskipti að
afnema ftjálsan samningsrétt í
landinu og tekur í einu og öllu und-
ir ályktun formannafundar ASI frá
30. maí síðastliðnum.
Fundurinn er eindregið þeirrar
skoðunar, að það sé skylda ríkis-
valdsins að vinna bug á verðbólguó-
freskjunni, en vill jafnframt benda
á, að sú ófreskja hefur ekki fitnað
af samningum verkafólks og at-
vinnurekenda. Það er því út í hött,
að verðbólgan verði lækkuð með
því að afnema samningsrétt þessara
aðila."
Aðalfundurinn kaus nýja stjórn
félagsins. Hana skipa Sævar
Frímannsson formaður, Björn Snæ-
björnsson varaformaður, Þórir
Snorrason ritari, Erna Magnús-
dóttir gjaldkeri og Bjamey Svein-
bjömsdóttir. Þessi fímm em öll frá
Akureyri og auk þeirra skipa stjóm-
ina Guðrún Skarphéðinsdóttir frá
Dalvík og Matthildur Sigurjóns-
dóttir frá Hrísey.
Á aðalfundinum var samþykkt
að styrkja sundlaugarbyggingu við
vistheimilið Sólborg með 150.000
krónum, og skipta rekstrarafgangi
félagssjóðs að jöfnu á milli vinnu-
deilusjóðs félagsins og bygginga-
sjóðs. Þá var samþykkt að kaupa
ný hlutabréf í Alþýðubankanum
fyrir 1260 þúsund krónur. í frétta-
tilkynningu frá Einingu kemur fram
að á árinu hafi verið keypt íbúð í
Reykjavík, sem sé notuð jöfnum
höndum til orlofsdvalar og fyrir
félaga, sem þurfa að leita sér lækn-
inga. Þá var fyrir skömmu sam-
þykkt að kosta ásamt Dagsbrún í
Reykjavík vinnu við gerð leikrits,
sem byggist á , ævinminningum
Tryggva Emilssonar, verkalýðs-
forkólfs á Akureyri og í Reykjavík.
Leikritið verður jólaleikrit Leikfé-
lags Akureyrar á næsta vetri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Toppurinn á tilverunni hjá krökkunum er að fá sundlaug, segir
Björn Magnússon, hreppstjóri, og undir það gat drengurinn á mynd-
inni, Henning Henningsson, tekið.
Grímsey:
Séð fyrir endann á
sundlaugarbyggingu
Sundlaugarbyggingin í
Grímsey var töíuvert í fréttum á
síðasta ári, en hún er nú langt
komin, og að sögn Björns Magn-
ússonar, hreppstjóra í Grímsey,
standa vonir til að hún verði tek-
iit í gagnið um áramótin. Sund-
laugin hefur að töluverðu leyti
verið reist fyrir frjáls framlög,
og um síðustu helgi voru staddir
112 gestir í eyjunni á vegum
m
Urval
stúdentagjafa
Blómabúðin Laufás
Hafnarstraeti 96, sími 24250.
Sunnuhlíð, sími 26250.
Kiwanisklúbbanna, en það er ein-
mitt fjöldi eyjarskeggja, og söfn-
uðust þá tæplega 20 þúsund
krónur á einu kvöldi í söfnunar-
bauk sundlaugarinnar, sem er í
félagsheimilinu.
„Byggingin hefur gengið hægt
og sígandi og ennþá er mjög mikið
um að fólk heiti á sundlaugina okk-
ar,“ sagði Björn í í samtali við
Morgunblaðið. „Við vonumst til
þess að hægt verði að taka laugina
í notkun um næstu áramót þó svo
að enn sé ýmislegt eftir ógert.“
Hann sagði að nú væri unnið að
því að koma fyrir lofthreinsitækjum
í sundlauginni og að næsta verkefni
á dagskrá væri að fá hitalögn í
sjálfa laugina.
„Það má eiginlega segja að
krökkunum finnist það vera toppur-
inn á tilverunni að fá sundlaugina,
sem er mjög eðlilegt, ungt fólk
hefur svo gaman af því að synda.
Það hefur verið draumur okkar allra
að fá sundlaugina sem fyrst í gagn-
ið og nú erum við farin að sjá fyrir
endann á þessari framkvæmd,"
sagði Björn Magnússon hreppstjóri
að lokum.
Jón Matthiasson, kennarí Reiðskólans, hefur veríð kennarí skólans undanfarín ár og hér sést hann
hjálpa einum nemanda á bak.
Reiðskólinn 25 ára:
Það er mikilvægast
að fara rólega af stað
- segir Jón Matthíasson, kennari Reiðskólans
REIÐSKÓLINN uppi í Hamra-
borg hefur á þessu ári verið
starfræktur í 25 ár og er aðsókn
að honum nú mun meirí en und-
anfarín ár. Vafalaust eiga marg-
ir Eyfirðingar góðar minningar
úr reiðskólanum og þar hefur
margur hestamaðurinn stigið i
fyrsta sinn á bak, fengið bakter-
íuna, og varla fengist af baki
síðan. Blaðamaður og ljósmynd-
arí Morgunblaðsins brugðu und-
ir sig betrí fætinum í bliðviðrínu
í gær og fylgdust með unga fólk-
inu reyna að ná tökum á reiðlist-
inni uppi i Hamraborg.
Þar voru saman komnir 12
krakkar í byijendaflokki, öll með
reiðhjálma á höfðinu, og reyndu
að bera sig að eins og kunnáttu-
fólki sæmir, og ekki var heldur
annað að sjá þó námskeiðið hefði
einungis staðið í tvo daga. í sumar
verður skólinn starfræktur í þrem-
ur tveggja vikna tímabilum og að
sögn Jóns Matthíassonar, sem
kennt hefur á 8. sumar við skól-
ann, er þegar orðið yfirfullt í þau
öll.
„Við erum með byijendanám-
skeiðin eftir hádegið, en fyrir há-
degi eru námskeið fyrir þá sem
lengra eru komnir í reiðlistinni,"
sagði Jón Matthíasson, og benti
aðstoðarmanni sínum, Sævari
Helgasyni, að stöðva hestana og
laga hnakkinn og ístaðið hjá lítilli
stúlku sem aftast var í röðinni.
„Krökkunum gengur misjafn-
lega vel að ná tökum á hestunum,
eins og gengur, en sum ná það
langt á fyrsta námskeiðinu sínu,
að þau geta bjargað sér nokkuð
vel á eftir. Það er auðvitað einstakl-
ingsbundið hversu góðum tökum
krakkarnir ná á hestunum og einn-
ig skiptir það miklu máli að velja
hveijum krakka réttan hest,“ sagði
Jón.
Jón sagði að það sem krakkam-
ir lærðu á fyrsta námskeiðinu væri
að leggja á hest og beisla hann,
og síðan væri þeim kennt að sitja
hann og stjóma. „Þetta eru undir-
stöðuatriðin sem þau læra. Mikil-
vægast er að fara rólega af stað
og fá tilfínningu fyrir hestinum og
því sem verið er að gera. Það verð-
ur að reyna að forðast óhöpp eins
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sævar Helgason hjálpar Ernu Björk Hásler við að stilla ístaðið.
og frekast er unnt, því þá getur
krakkinn hvekkst við og hesturinn
einnig,“ sagði Jón að lokum.
„Ég stefni að því að verða
tamningamaður"
Sævar Helgason er aðstoðar-
maður Jóns við kennsluna þó ein-
ungis sé hann tæplega 15 ára gam-
all. Hann aðstoðaði einnig við
kennsluna í fyrra en þar áður hafði
hann verið fímm sumur í reiðskó-
lanum.
„Ég hef eiginlega umgengist
hesta síðan ég fæddist," sagði
hann, þegar hann var að því spurð-
ur hvemig á því stæði að hann
svona ungur væri fenginn til að
aðstoða Jón við reiðkennsluna. „Ég
á einn hest, sem ég fékk í fyrra.
Hann heitir Rommel, og það passar
vel því þetta er góður hestur. Ég
stefni svo að því að verða tamn-
ingamaður þegar ég verð eldri, því
það er ágætt að vinna við aðalá-
hugamálið. Áður en námskeiðin
byijuðu hérna var ég að hjálpa
tamningamanni við að temja hesta
þannig að ég hef einhveija innsýn
í það starf."
— En hvemig finnst þér að
kenna litlu krökkunum héma?
„Það getur oft verið mjög þreyt-
andi að horfa upp á þau gera sömu
vitleysuna aftur og aftur, það reyn-
ir svolítið á þolinmæðina,“ voru
hans síðustu orð áður en hann
þurfti að hlaupa til og hjálpa einum
drengnum með hestinn.
Búinn að læra að fara á
bak, stoppa og beygja
Gunnlaugur Búi Ólafsson er 8
ára gamall og hann er nýbyijaður
í reiðskólanum. Hann hafði aldrei
komið á hestbak fyrr en hann fór
í skólann og fannst það voða spenn-
andi;
„Ég er búinn að læra hvernig á
að fara á bak, hvernig á að láta
hestinn fara áfram, og stoppa og
beygja," sagði Gunnlaugur hreyk-
inn þegar blaðamaður talaði við
hann. „Ég hafði aldrei komið á
hestbak fyrr, en nú langar mig
alveg rosalega mikið að eignast
hest. Ég veit bara ekki hvort
mamma og pabbi vilja það. Ég
held samt að það sé allt í lagi því
ég er alveg að ná tökum á því að
stjóma hestinum, þó svo að það
sé stundum svolítið erfítt," sagði
Gulli, eins og hann sagðist vera
kallaður, fór á bak og tölti á brott.
4E
MIMflttHMHBÍIfeíáMI
HKÍ—MWttB