Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 40

Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1988 Lómagnúpur. Innaf honum austanmegin eru Núpsstaðarskógar. Mikíl ferðahelgi hiá Útivist Farfuglar íslensks jass hreiðra um sig á Borginm Morgunblaðið/Sverrir Pétur Ostlund ásamt félögum á Hotel Borg á mánudagskvöld. Þeir verða með aðra tónleika í kvöld. HELGINA 16.-19. júní efnir ferða- félagið Útivist til fjölbreytts úr- vals ferða um landið, bæði á þekkta og lítt þekkta ferðamanna- staði. Fimmtudaginn 16. júní kl. 18 verð- ur lagt af stað í ferðir í Núpsstaðar- skóga og Skaftafell. Núpsstaðar- skógar eru innaf Lómagnúp, vestan Skeiðarátjökuls og hafa ekki margir sótt þann stað heim fram að þessu, enda erfiðleikum bundið að komast þangað nema á vel búnum fjallabíl- um. Staðurinn gefur þó okkar þekkt- ustu ferðamannastöðum ekkert eftir hvað fegurð og fjölbreytni náttúru- fars snertir. Dvalið verður í tjöldum og farið í gönguferðir um nágrennið m.a. að fossum í svonefndum Tvílita- hyl og á Súlutinda. Skaftafellsferðin er einnig tjald- ferð og verður þar boðjð upp á mis- munandi möguleika. I fyrsta lagi göngu á Öræfajökul, hæsta fjall landsins, 2.119 m.y.s. Gengin verður auðveldasta leiðin á jökulinh, svoköll- uð Sandfellsleið. Þeir sem ekki vilja á jökulinn eiga kost á skemmtilegum möguleikum, bæði gönguferðum í Skaftafellsþjóðgarðinum og forvitni- legri ferð út í Ingólfshöfða. í Ingólfs- höfða er ríkt fuglalíf. Þórsmerkurferðir eru um hveija helgi hjá Útivist og er þessa helgi boðið upp á brottför bæði á fímmtu- dagskvöldið kl. 20 og föstudags- morguninn kl. 8. Gist er í Útivistar- skálunum í Básum. Á föstudaginn 17. júní og sunnudaginn 19. júní eru einsdagsferðir í Þórsmörk með brott- för kl. 8. Útivist býður einnig upp á sumardvöl í Þórsmörk þar sem gist er milli ferða í heila eða hálfa viku. Gist er í tveimur skálum Útivistar í Básum. Bæði á 17. og 19. júní verða dagsferðir sem tilheyra ferðasyrpu Útivistar er nefnist „Fjallahringur- inn“. Á 17. júní kl. 13 er gengið á Skálafell hjá Esju og sunnudaginn 19. júní kl. 10.30 er gengið á Heng- il. Kl. 13 á sunnudeginum verður Iétt ganga í Innstadal við Hengil. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu. Auk helgar- og dagsferðanna verður fyrsta sumarleyfisferð Útivistar farin 17. júní. Hún nefnist Sólstöðuferð fyrir norðan. Farið verður í Hrísey, Svarfaðardal, Skagafjörð, Málmey, Drangey og jafnvel Grímsey. (Fréttatilkynning) ÞAÐ er árviss viðburður að jass- landar vorir sem úti í hinum stóra heimi búa, fljúgi heim til ísalandsins stranda þegar þar er allt í blóma. Ánægjuleg viðbót við Lista- hátíð, sem afgreiddi jassinn að þessu sinni með Grappelli, er koma þeirra Péturs Östlund og Jons Páls Bjarnasonar, tveggja á heimsmælikvarða sem búa að jafnaði sitt hvorum megin Atl- antsála. Pétiir í Stokkhólmi og Jon Páll í Los Angeles. Þeir leika á Borginni þrjá daga í þessari viku ásamt úrvalsliði íslenskra jassleikara: Birni Thoroddsen, Kjartani Valdimarssyni, Rúnari Georgssyni og Birgi Bragasyni. Jón Páll, páfi íslenskra jassgítar- ista, og Björn Thoroddsen hófu giggið á mánudaginn á frumsömd- um dúett eftir Jón Pál. Frá því að veðurmælingar hófust á Hótel Borg hefur ekki heyrst jafn vandaður gítarleikur. Þeir eru ólíkir gítarleik- arar. Jon Páll eins og vel taminn góðhestur og Bjöm eins og viljugur fákur sem treystir á kraftinn og lífsþróttinn. Dúettinn lék líka Oleo en svo bættust hinir í hópinn. Jón Páll dró sig þó í hlé en hann hafði samt langt í frá sagt leikið sitt síðasta. Fyrir hlé léku þeir meðal annars Imitation eftir Grover Was- hington. Pétur Östlund hefur ekki leikið á íslandi síðan 1985 að hann spilaði hér með Niels H.Ö. Peders- en. Hann er einn af betri jass- trommurum heims, það sýndi hann og sannaði. Hann er einn þeirra sem getur glætt hvaða band sem er lífí. Hann nýtir sér alla eigin- leika trommanna og simbalamir em dijúgur þáttur í leik hans og blæbrigðin mörg og breikin sem hann fyllti út í kitluðu hláturtaugar áheyranda og var jafn gott að Múlinn var ekki viðstaddur þetta kvöld. Eins og jassvirtúós sæmir yfírgnæfír hann aldrei aðra og samvinna hans og Birgis var með ólíkindum góð. Það var greinilegt að þeir peppuðu hvorn annan upp. Birgir Bragason er blíþéttur undir, með samblöndu af Pastorios og Alphonso Johnson og neglir bass- ann oft af óviðráðanlegum ástæð- um. Pétur þýðir sem kunnugt er, klettur og það er skoðun undirrit- aðs að þvílíkur trommari hafí ekki komið hingað síðan 1985 að hann kom sjálfur. Hann er í klassa út af fyrir sig. Pétur hefur leikið með mönnum eins og Art Farmer og Red Mitchell. Fyrsta lag eftir hlé var Blús í Bes eftir Bjöm Thorodds- en. Þar fór sveitin á kostum og greinilegt að viðstaddir kunnu vel að meta. Einhver vandræðagangur var á ljósamönnum og léku menn ýmist í niðamyrkri eða í skerandi flóðlýsingu. En það lagaðist þegar á tónleikana leið. Annars verður að segjast eins og er að Hótel Borg er skásti staðurinn fyrir jasstón- leika hér í bæ og er gleðilegt að sá kostur standi mönnum opinn. Softly as in the Moming Sunrise hófst á glæsilegu intrói Rúnars Georgssonar. Að því loknu léku þeir My old Flame og Kjartan Valdimarsson fór á kostum í sínu sólói. Þrátt fyrir ungan aldur kann hann listina að kveikja eld. Hann er eitt mesta efni sem fram hefur komið á íslandi í seinni tíð. Tónleikar verða í kvöld á Hótel Borg og hefjast þeir um tíuleytið. Þessi viðburður gerir það að verk- um að íslenskir jassáhugmenn komast nokkum veginn klakklaust í gegnum listahátíðarsumrið en án komu Östlunds og Jóns Páls hefðu þeir orðið súrir f broti. Þá er bara að hvetja alla sem unna fögmm hljómum að fjölmenna á Borgina í kvöld því eitt er víst að enginn verður svikinn af því sem þar fer fram. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | ferðir - ferðalög | Nýferðaáætlun S.B.K. gildir frá og með 15. júní Mánudagar til föstudags Frá Reykjavík til Keflavíkur, Garðs og Sand- gerðis: Kl. 8.30, 13.30, 17.30, 19.00, 22.15. Frá Keflavík til Reykjavíkur: Kl. 6.45, 10.30, 13.30, 17.30, 21.00. Frá Sandgerði og Garði til Reykjavíkur: Kl. 10.00, 13.00, 17.00, 20.40. Laugardagar Frá Reykjavík til Keflavíkur, Garðs og Sand- gerðis: Kl. 11.45, 13.30, 15.30, 19.00, 22.15. Frá Keflavík til Reykjavíkur: Kl. 9.00, 11.00, 13.30, 17.30, 19.00, 21.00. Frá Sandgerði og Garði til Reykjavíkur: Kl. 10.30, 13.00, 17.00, 20.40. Sunnudagar og aðrir helgidagar Frá Reykjavík til Keflavíkur, Garðs og Sand- gerðis: Kl. 13.30, 17.30, 19.00, 22.15. Frá Keflavík til Reykjavíkur: Kl. 11.00, 13.30, 17.30, 21.00. Frá Sandgerði og Garði til Reykjavíkur: Kl. 13.00, 17.00, 20.40. húsnæði óskast Myndlistarskóli Kópavogs óskar eftir að taka á leigu ca 100 fm hús- næði, helst miðsvæðis í Kópavogi. Upplýsingar í síma 44593. Einbýlishús Óskum eftir að leigja stórt einbýlishús á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. Gott leiguverð í boði fyrir stórt og rúmgott hús. Upplýsingar í síma 652221. S.H. VERKTAKAR HF. STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 652221 2ja-3ja herb. íbúð óskast Undirrituð óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu fyrir hafnfirsk hjón með tvö börn. Reglu- semi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 53444 hjá Kolbrúnu Oddbergsdóttur. húsnæði í boði Til leigu frá 1. júlí til tveggja ára einbýli (parhús) í gamla Vesturbænum, ca 170 fm. 4 svefnh., borðst., stofa, þvottah., geymsla. Fyrir- framgr.’A leigutímans. Svar, með uppl. um fjölskyldustærð og greiðslugetu sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „XYZÞ - 2778" fyrir 20. júní. | tiíboð — útböð ID ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd skólaskrifstofu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í tölvubúnað til nota í.skólum borg- arinnar. Um er að ræða 26 einmenningstölv- ur ásamt prenturum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 6. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 19. júní Sjalfstœðiskonur! Mætið á Austurvöll sunnudaginn 19. júní kl. 10.00. Fjölmennið. Stjórn Landssambands sjátfstæðiskvenna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.