Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 41 Réttur rithöfunda til að margselja verk sín eftir dr. Hannes Jónsson Prófessor Sigurður Líndal, for- maður bókmenntafélagsins, svarar í Mbl. 8. þ.m. grein minni um höf- unda- og útgáfurétt, sem ég birti í Mbl. 27. f.m. Heldur hann fram þeirri skoðun, að ég hafi brotið höfundalög með því að birta í Mbl. stytta og breytta útgáfu af Skímis- grein minni um öryggis- og varnar- mál og segir, að höfundar séu bundnir þeirri „meginreglu allra viðskipta að sami hlutur verði hvorki seldur tvisvar né afhentur með öðrum hætti og á það einnig við óáþreifanleg verðmæti eins og höfundarrétt." Hér verður fyrst fyrir spurningin um hvaða grein höfundarréttarlaga hafi verið brotin? Þess er ekki getið í grein Sigurðar og á það sjálfsagt sína skýringu. Við skoðun málsins blasir líka fljótlega við sú staðreynd, að við- skipti byggjast a.m.k. á þremur meginatriðum: sölu, kaupum og greiðslu. Ekkert af þessu átti sér stað varðandi grein mína um örygg- is- og varnamálin, sem birtist í Skími um mánaðamót apríl/maí sl. Ég veitti ritinu ekki einkabirtingar- rétt, enda ekki eftir því leitað af ritstjóra, og afsalaði mér ekki einkarétti mínum til að birta hana hvar sem er skv. 3. gr. höfundar- laga nr. 73/1972, en hún hljóðar svo: „Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlög- unum.“ Akvæði þessi em svo ótvíræð og skýr, að óþarfí er að leita skýringa í almennum reglum verslunarrétt- arins varðandi dæmi þar sem sala, kaup og greiðsla áttu sér ekki stað heldur aðeins veitt birtingarheimild á tveimur mislöngum greinum um sama efni í blaði og tímariti. í 39. gr. er tekið fram, að ef útgefandi hafi með útgáfusamningi fengið einkarétt til útgáfu sé höf- undi ekki heimilt að gefa verkið út fyrr en upplag er uppselt. Slíkur útgáfusamningur milli mín og Skímis hefur aldrei verið gerður. Athugasemdir lagaprófessorsins um 40. gr. eru athyglisverðar. Hann segir, að í 3. mgr. 40. gr. sé sér- ákvæði um að ákvæðin um útgáfu- samninga „taki ekki til útgefenda blaða og tímarita" en sleppir efni lokasetningar greinarinnar, sem segir: „framar en segir í 1. og 2. málsgrein." Og hvert er svo efni 1. og 2. mgr. 40 gr? Þar segir, að útgefendur blaða og tímarita hafi „einkarétt til að endurprenta rit þessi (blöð og tíma- rit) bæði í heild og einstök blöð eða hefti" en í 2. mgr. er réttur höfund- ar áréttaður og sagt: „ekki raskar réttur útgefanda höfundarrétti að einstökum ritgerðum . . .“ Af öllu þessu má ljóst vera, að réttur höfundar til að birta, endur- birta eða margbirta verk sín er ótvíræður samkvæmt íslenskum lögum, enda þótt höfundur hafi einnig rétt til þess að gera sér- stakan útgáfusamning og selja með honum hluta af þessum rétti sínum. Þessar íslensku réttarreglur eru í samræmi við vestrænar venjur og alþjóðasamninga, sem alþjóðlega höfundarréttarstofnunin í Genf byggir starfsemi sína á. Vestrænir höfundar og útgefendur byggja út- gáfusamninga sína á þessum meg- inreglum. Sem nærtækt dæmi get ég nefnt útgáfusamning minn við Hurst-bókaforlagið í London, sem gaf út bók mína „Friends in Conflict". Þar er gert ráð fyrir, að ég geti margnýtt mér höfundarrétt minn með því að margselja verkið í mismunandi formum, enda fái útgefandi þá einnig smáa hlutdeild í tekjum mínum frá öðrum útgef- endum. Þannig eru ákvæði í samn- Dr. Hannes Jónsson „Af öllu þessu má ljóst vera, að réttur höfund- ar til að birta, endur- birta eða margbirta verk sín er ótvíræður samkvæmt íslenskum lögum, enda þótt höf- undur haf i einnig rétt til þess að gera sér- stakan útgáfusamning og selja með honum hluta af þessum rétti sínum.“ ingnum um að ég geti selt ritið til birtingar i eftirtöldum útgáfum: 1) Innbundin frumútgáfa 2) Pappírskilja 3) Stytt útgáfa gefín út í bók með öðrum styttum bókum. 4) Styttar og endursagðar útgáfur og bókarhlutar til birtingar í tímaritum. Þannig er veruleiki höfundarrétt- arins sá, að höfundur getur á gmndvelli laga og útgáfusamnings margselt verk sín til birtingar í mismunandi útgáfum. Um Skírnis- greinina var hins vegar enginn út- gáfusamningur gerður. Sala, kaup og greiðslur áttu sér ekki stað. Birt- ing greinarinnar í Skími takmarkar því ekki rétt höfundar til að birta greinar um sama efni í öðrum rit- um. Ég átti því fullan rétt til þess að birta endursaminn og styttan úrdrátt úr Skírnisgreininni í Morg- unblaðinu. Órökstudd staðhæfing um, að í því felist brot á höfundar- lögum er íjarstæða. Að lokum vildi ég láta í ljós þá von, að efni greina minna í Skírni og Morgunblaðinu um varnar- og öryggismálin falli ekki í skuggann af þessum hliðarumræðum, um höf- unda- og útgáfurétt, sem Skímis- menn hafa efnt til. Þótt mikilvægt sé fyrir rithöfunda að standa á verði þegar tilraun er gerð til að túlka rétt þeirra rýrari en efni laga og réttar standa til, þá em mikilvæg- ustu sjálfstæðismál okkar Islend- inga í dag að mínu mati tengd breyttri og bættri skipan varnar- mála í þá vem, að Islendingar yfir- taki sem fyrst alla framkvæmd þeirra og er þar með erlent varnar- lið óþarft. Ég vildi því hvetja íslenska rithöfunda til að skoða bæði Skírnis- og Morgunblaðsgrein mína um ný viðhorf í öryggis- og varnarmálum, greina málið enn frekar og halda því vakandi í vitund þjóðarinnar. Höfundur er sendiherra. „Humalux11 springdýnan Framleidd úr náttúruefnum. Stærðir 70x190,85x190,70x200,85x200 og 90x200 sm. JCaldsuctmpcft/nur 70 * /9o ctH «i5600; Hú 'Afiwr 7600' 6800,\ Á*ar 7900; ftánols - sarngur- og icodeÍAOar *»■***«'tó 790r STRAUFRÍ SÆNGURVERASETT 'At*'W9o>- m 790,' RÚM samstæða OLSauryé ncl-6 £6 c>rJu*n OCf óc/La-A.( LLu. 29.9oo,- i<ú 23.900,- An AUCa m.n&étó, 19.900: Koddar “ 398,- Baömottusett — 3 hlutir "Tetmo' úoin - pUyeslcr trW- *m- Qosni-púti SO'Tban fytta /oo% ull rt/>0 ^398,- M 4.190,- 490: 'AQUR. <6oor Mjúkar akryl ábreiöur í mismunandi litum Trcu StoJcar bcuSmottar ^LLcur K QTltktí ocrvo.L ímörgun\ ltCU.ni - . -40°> stcerO’ un\ - m RÚMFATA S Skemmuvegi 4 A m 9 200 Kópavogur • S.76522 - 76532

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.