Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
u
minna þig á Ijúffenga
PRINCE súkkulaðikexið.
PRINCE
f'uríum Chocolat
sOioio|()ft. ftavored ,
IEGGERT
KRISTJÁNSSON H/F
SÍMI 6-85-300
Einhverra að-
gerða er þörf
- segirBúi
Vífilsson loðdýra-
bóndi á Hval-
fjarðarströnd
„ÞAÐ ER ekkert réttlæti í því
ef ekkert verður gert til aðstoðar
refabændutn, því þeim var hálf-
partinn ýtt út í þessa búgrein,"
sagði Búi Vífilsson loðdýrabóndi
á Krókum, þegar hann var inntur
álits á þeim vanda sem nú steðjar
að refaræktinni. A Hvalfjarðar-
ströndinni eru.tvö loðdýrabú, en
auk búsins á Krókum er loð-
dýrabú á Oddsmýri, sem Eyþór
Arnórsson rekur.
Búi hóf refarækt haustið 1985,
en ári seinna stækkaði hann refa-
skálann og hóf minkarækt í hluta
hans. Síðastliðið sumar reisti hann
síðan nýtt hús fyrir minkinn.
„Gotið hjá minkunum gekk ágæt-
lega nú í vor, en í vetur var ég
með 230 minkalæður ásettar og
útkoman er þetta 4,4 hvolpar á
læðu. Gotið hefur líka komið þokka-
lega út hjá refnum, en af 105 ásett-
um læðum paraði ég 85, en fargaði
síðan afganginum, sem ekki hafði
parast þann 6. apríl. Eitthvað hefur
verið um það að refalæðumar hafí
gotið fyrir tímann, þannig að ein-
hver afföll hafa orðið. Ætli þetta
nái því samt ekki að vera eitthvað
nálægt sex hvolpum á ásetta læðu,“
sagði Búi.
Þeir Búi og Eyþór komu sér upp
aðstöðu til refasæðinga nú í vetur,
og aðspurðir sögðu þeir sæðingam-
ar hafa tekist vel. Þeir hefðu keypt
sæði úr pólarref og safírref, og
væm því búnir að koma sér upp
möguleikum á fjölbreyttari skinna-
framleiðslu.
Eyþór hóf refarækt á síðastliðnu
ári, og var einnig með 105 læður
ásettar í vetur. Sagði hann gotið
hafa gengið nokkuð vel, en eitthvað
hefði þó verið um afföll. Hann
hyggst reisa minkaskála á þessu
sumri, og byija á minkarækt í
haust.
„Framtíðin stendur þó og fellur
með því hvaða aðgerða stjómvöld
hyggjast grípa til varðandi þann
vanda sem þessi búgrein á nú í,“
sagði hann.
„Það er alveg ljóst að einhverra
Eyþór Arnórsson loðdýrabóndi á
Oddsmýri.
aðgerða er þörf,“ samsinnti Búi.
„Mér finnst ekki réttlæti í því ef
ekkert verður að gert, því það er
hálfpartinn búið að ýta fólki út í
þessa búgrein. Það verður eitthvað
að gerast núna strax ef mögulegt
á að vera að halda þessu áfram.
Ég vil helst ekki þurfa að hætta
með refaræktina núna, þegar ég
er búinn að koma mér upp góðum
lífdýrastofni og leggja grunninn að
aukinni fjölbreytni í framleiðslunni.
Ég verð þó að fækka lífdýmnum
eitthvað, en eyk þá við minkafjöld-
ann á móti.“
Joan Nesser, kennari á nám-
skeiðinu.
Búi Vífilsson og Jenný Sigurðardóttir kona hans eru hér að vinna
við fráfærur á minkabúinu með aðstoð Vífils sonar þeirra.
Búi er í fullu starfi hjá Olíufélag-
inu í Hvalfírði auk búrekstrarins,
og ennfremur lagar hann allt fóður
handa dýmnum sjálfur, auk þess
sem Eyþór fær fóður hjá honum
fyrir sín dýr. Hann þarf að sækja
hráefnið í fóðrið til Akraness, og
stundum jafnvel til Reykjavíkur.
„Það má segja að vinnan við fóður-
gerðina sé það eina sem situr eftir
hjá mér, og borga ég tapið af rekstr-
inum að einhveiju leyti með því.
En það er alveg ljóst að þetta getur
ekki gengið svona til lengdar,"
sagði Búi Vífilsson að lokum.
Ungt fólk með hlutverk:
Námskeið í Skálholti
NÁMSKEIÐ fyrir leiðtoga í
kristilegu starfi verður haldið í
Skálholti 16.—21. júní. Nám-
skeiðið er á vegum Ungs fólks
með hlutverk sem eru leik-
mannasamtök innan þjóðkirkj-
unnar.
Aðalkennari verður Joan
Nesser frá Bandaríkjunum en auk
hennar kenna Friðrik Sehram og
Eirný Ásgeirsdóttir.
Nesser er stofnandi og fram-
kvæmdastjóri leikmannahreyfing
af lútherskum uppmna og hefur
áður haldið námskeið um trúarlíf.
Hún starfar einnig sem safnaðar-
systir í Lútersku kirkjunni í Minne-
sota og á vegum Evangelísk-lút-
ersku kirkjunnar í Bandaríkjunum.
Joan Nesser talar á samkomu
í Grensáskirkju 16. júní kl. 20.30
og er öllum heimill aðgangur.
(Úr fréttatilkynningu)
Málverka-
sýning
í Stykk-
ishólmi
ALDA Björnsdóttir heldur mál-
verkasýningu í Stykkishólmi
dagana 16.-19. júní næstkom-
andi.
Alda er fædd í Vestmannaeyjum
árið 1928. Hún hafði ekki tækifæri
til að stunda myndlistarskóla, en
naut tilsagnar hjá Bjarna Jónssyni
og Veturliða Gunnarssyni. Þetta er
fimmta einkasýning Öldu. Hún hef-
ur einnig tekið þátt í tveimur sam-
sýningum. Síðustu fimmtán árin
hefur Alda málað mikið á flauel og
em 16 slíkar myndir á sýningunni
nú.
53 myndir verða á sýningu Öldu,
37 olíumálverk og 16 myndir mál-
aðar á flauel. Sýningin, sem er sölu-
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Alda Björnsdóttir
sýning, verður haldin í Hótel Stykk-
ishólmi.
Metsölublað á hverjum degi!