Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
Wolfgang Schmidt, fyrrum heímsmethafi í kringlukasti, keppir á íslandi í næstu viku:
Féll í ónáð fyrir að vingast
við vestræna keppinauta sína
eftirÁgúst
Asgeirsson
WOLFGANG Schmidt, fyrrum
heimsmethafi í kringlukasti,
sem keppir á Flugleiðamóti
Fijálsíþróttasambandsins
næstkomandi þriðjudag, er
ekki nema 33 ára en á samt
harla óvenjulegt æviskeið að
baki. Um árabil var hann ósi-
grandi og honum hampað sem
hetju í heimalandinu, Austur-
Þýzkalandi. Hann var dekur-
barn valdhafanna og tekinn
sem dæmi um hið góða í þjóð-
skipulagi kommúnismans.
Síðar féll hann í ónáð, var úti-
lokaður frá íþróttum og sat
m.a. í fangelsi á annað ár fyrir
að hafa aðrar skoðanir á lífinu
og tilverunni en leyfilegar
voru. f fimm ár börðust vinir
hans og fyrrum keppinautar
fyrir frelsi hans og fékk hann
loks i fyrrahaust að flytjast til
Vestur-Þýzkalands. Hóf hann
þá íþróttakeppni að nýju og er
aftur kominn í fremstu röð í
heiminum. Vonast hann til að
setja vestur-þýzkt landsmet í
kringlukasti á Flugleiðamóti
FRÍ. í framtíðinni er takmark
hans að endurheimta heims-
metið.
Wolfgang Schmidt var dekur-
drengur kommúnismans. Arið
1973, þegar hann var nítján ára
gamall, varð hann Evrópumeist-
ari unglinga í kringlukasti. Var
það upphafíð á glæsilegum ferli
dæmigerðs austur-þýzks afreks-
manns. Tveimur árum seinna
hlaut hann silfurverðlaun í sinni
grein á Ólympíuleikunum í Mon-
treal. Árið 1977 vann hann
heimsbikarmótið, varð Evrópu-
meistari 1978 og setti svo heims-
met, 71,16 metra, árið 1979.
Starfsframi Schmidts jókst
samhliða miklum íþróttaframa.
Hann keppti fyrir íþróttafélagfé-
lag lögreglunnar, SC Dynamo
Berlin, og var orðinn ofursti í
„alþýðulögreglunni“. Faðir hans
Ernst var einn af helztu þjálfurum
austur-þýzka fijálsíþróttasam-
bandsins og voru þeir sagðir
dæmigerðir fyrirmyndarkom-
múnistar. Schmidt virtist lengi
vel falla vel inn í kerfið því við
viðeigandi tækifæri hélt hann eft-
irlitsræðu fyrirmanna, en hún
hljóðaði eitthvað á þessa leið:
„Það er mikilvægt að sigra
Bandaríkjamanninn Mac Wilkins
því ég er fulltrúi annars þjóð-
félagskerfis en hann og mun
reyna að veija ágæti þess með
íþróttaafrekum".
Steytti hnefann í Rússana
Þegar Schmidt stóð á hátindi
frægðarinnar tók hins vegar að
halla undan fæti hjá honum
heima fyrir. Meðal þess sem hann
var sagður hafa unnið sér til sak-
ar var að vingast um of við vest-
ræna íþróttamenn. Flokksbrodd-
unum gramdist að hann skyldi
klappa vestrænum keppinautum
á herðar og jafnvel faðma þá að
sér að keppni lokinni. Þeir þoldu
ekki þessi vinahót. Ekki heldur
að hann skyldi dásama lifnaðar-
hætti og velmegun utan jám-
tjaldsins eins og hann átti til að
gera í heyranda hljóði með aukn-
um keppnisferðum til útlanda.
Steinin tók þó fyrst úr 28. júlí
1980, á Ólympíuleikunum í
Moskvu. Schmidt var talinn ör-
uggur sigurvegari en varð fjórði;
líttþekktur Rússi vann. Fannst
honum sem hann væri beittur
PnBttHpH
Wolfgang Schmidt í keppni meðan hann var upp á sitt bezta.
Nú keppir hann fyrir Vestur-Þýzkaland og er takmark hans að
setja vestur-þýzkt met á Flugleiðamótinu á þriðjudaginn.
brögðum í keppninni. í hvert sinn
sem hann gekk í kasthringinn
píptu áhorfendur og r.eyndu að
slá hann útaf Iaginu. I síðasta
kasti mistókst honum hrapallega
og ráku áhorfendur þá upp hæðn-
ishlátur. Því reiddist Schmidt,
gekk út úr kastbúrinu og í átt
að stúkunni og auðsýndi gremju
sína með því að steyta hefann til
áhorfenda. „Þetta voru ósjálfráð
viðbrögð af minni hálfu gagnvart
hinum ósanngjömu áhorfendum,
augnabliksreiði, hefur hann sagt
í viðtali.
Á blaðamannafundi eftir
keppnina sagði Schmidt að brögð
hefðu verið í tafli og að hann
hefði verið rændur verðlaunum.
Þar með braut hann forboðin
bönn austur-þýzkra yfirvalda;
hafði vogað sér að gagnrýna Sov-
étmenn opinberlega.
Aðförin hafin
Schmidt var aðvaraður og sól
hans tók að hníga. Hann fékk
þó að halda áfram keppni þar sem
Austur-Þjóðveijar áttu engann
kringlukastara sem haldið gæti
merki þeirra á lofti í hans stað.
Yfirvöld töldu sig hins vegar
geta látið til skarar skríða gegn
honum eftir ósigur hans á á aust-
ur-þýzka meistaramótinu 1981.
Þar var arftaki kominn fram á
sjónarsviðið. Schmidt var kvadd-
ur til strangra yfirheyrslna. Voru
honum veittar þungar ákúrur og
lesnar yfir honum hegðunarform-
úlur. Hann vissi ekki hvaðan á
sig veðrið stóð en grunaði að fað-
ir sinn stæði á bak við þessa að-
för. Föðurnum mislíkaði sjálfs-
birgingsháttur sonarins og fannst
hann misnota forréttindastöðu
sína. Emst Schmidt fæddist 1920
og hafði ætíð lifað í samræmi við
gildandi flokksreglur. Sem ungl-
ingur gekk hann í nasistaflokkinn
og eftir stríð í kommúnistaflokk-
inn. Hann sætti sig við kerfíð og
var umbunað. Hann var kúluvarp-
ari, síðan forystumaður í sínu
félagi og loks landsþjálfari í kast-
Schmidt hugsar næsta leik.
Skák notar hann til að skerpa
einbeitnina.
greinum og tugþraut. Hann
skipulagði framtíð sonarins í æsar
og fylgdist með hverri æfingu
hans frá níu ára aldri.
Handtaka
Schmidt var beittur heraga af
föður sínum. Hann æfði sem óður
væri, stæltist og styrktist og
framfarimar létu ekki á sér
standa. Hann var ósigrandi á
mótum og þegar hann varð Evr-
ópumeistari í Prag 1978 sendi
Erich Honecker, flokksleiðtogi,
honum skeyti og óskaði honum
„fleiri glæstra sigra í framtíð-
inni.“ Sæmdi Honecker hann
Ættjarðarorðunni fyrir afrekið og
hengdi hana í hann eftir heim-
komuna frá mótinu. Þá var hann
útnefndur fyrirliði austur-þýzka
landsliðsins, sem var eftirsóknar-
verður heiður, og fánaberi þjóðar
sinnar á stórmótum. Einnig
prýddi andlitsmynd Schmidts
frímerki, sem gefið var út í Aust-
ur-Þýzkalandi þegar hann stóð á
hátindi frægðarinnar.
Handtaka Schmidts var dra-
matísk. Hann var á leið á æfíngu
og varð þess var að honum var
veitt eftirför. Fjórir bílar og mót-
orhjól óku í humátt á eftir honum.
Hann átti sér einskis ills von en
reyndi samt að hrista fylgdar-
menn sína af sér. Það mistókst
og var hann króaður af um síðir.
Út stukku níu borgaralega
klæddir lögreglumenn og þrír ein-
kennisklæddir. Á þeim degi var
nafn hans máð úr meta- og af-
rekaskrám austur-þýzka fijálsí-
þróttasambandsins.
Tapaði tímaskyni í
einangruninni
Fregnin um handtöku
Schmidts spurðist út. Hin opin-
bera skýring var hins vegar sú,
þegar Schmidt kom ekki til leiks
á Evrópumeistaramótinu í frjáls-
íþróttum 1982, að hann væri
meiddur. Þá sat hann hins vegar
á bak við lás og slá í Frankfurt
an der Oder. Ákæruskjalið var í
30 liðum og var hann m.a. sakað-
ur um ólejrfilegan vopnaburð. Var
fom SS-skammbyssa sögð hafa
fundizt í fórum hans og að hann
hefði gortað sig af því á knæpu
að hann hyggðist skjóta sér leið
til Vesturlanda.
Schmidt var hafður í einangrun
fyrstu 10 dagana í fangelsi og
fékk þá aðeins vatn og brauð til
matar. Klefinn var gluggalaus og
ljós var látið loga allan sólar-
hringinn svo að um síðir missti
hann tímaskyn. Harður legubekk-
ur var í klefanum og á honum
hvorki koddi né yfirbreiðsla.
Einnig þvottaskál og klósett. Var
honum ögrað við yfirheyrslur í
fangelsinu með kinnhesti við og
við. Þrátt fyrir stærð sína og
krafta sló Schmidt ekki til baka
enda mótspyrnan á þrotum.
Líkamsrækt í litlu búri í
fangelsisgarðinum
Um síðir fékk Schmidt að fara
út undir bert loft. í fangelsis-
garðinum voru 10 búr, hvert um
sig 3 metrar á breidd og 8 metra
langt, eða 24 fermetrar, og með
rimlaþaki. I hveiju þeirra var
hafður einn fangi í senn og voru
þau einangruð hvert frá öðru.
Fyrir luktum dyrum búranna
stóðu ætíð fangaverðir. „Ég
reyndi að þjálfa mig í búrinu. Það
var lífsnauðsyn. Afreksmaður
sem verður skyndilega að hætta
æfingum getur beðið tjón á heilsu
sinni. Hjartað og lungun eru
stærri og þjálfaðri en þörf krefur
og verður að „æfa“ sig niður. Ég
reyndi að nota sem bezt þær að-
stæður sem ég hafði og hljóp
stanzlaust í hringi, sem voru eins
og talan 8 í laginu, í búrinu.
Læknir einn lét mig fá æfingaá-
ætlun og fangaverðimir útveguðu
mér lyftingatæki,“ sagði hann í
blaðaviðtali.
Eins og áður segir beittu vinir
Schmidts sér fyrir því að hann
yrði látin laus úr fangelsi. Einn
þeirra er Bandaríkjamaðurinn
Mac Wilkins, sem varð Ólympíu-
meistari í kringlukasti í Montreal
1976 og síðar heimsmethafi. í
landskeppni Bandaríkjamanna og
Austur-Þjóðveija í Los Angeles
1983 hugðist Wilkins afhenda
Georg Wieczisk, formanni aust-
ur-þýzka fijálsíþróttsambands-
ins, áskorunarskjal, sem bar yfír-
skriftina „Frelsi fyrir Wolfgang
Schmidt". Wieczisk sagði að
Schmidt væri ekki lengur á kepp-
endaskrá sambandsins og neitaði
að veita skjalinu mótttöku.
Með tvo væna úr veiðitúr en
stangveiði er meðal helztu
áhugamála Schmidts.
Feðgarnir sviknir
Eftir 14 mánaða fangavist
komu embættismenn í fangelsið
og gerðu Schmidt. Gegn loforði
um að hann mundi aldrei sækja
um leyfi til að flytjast úr landi
var honum boðið starf sem yfír-
maður heilsuræktarstöðvar í hót-
eli í Austur-Berlín. Skrifaði hann
undir pg var leystur úr haldi 18.
október 1983. Hann fékk þó aldr-
ei starfið sem honum var lofað,
það var aðeins bragð til að fá
undirskriftina.
Sams konar örlög biðu föður
hans. Þegar Wolfgang Schmidt
féll í ónáð var Ernst faðir hans
neyddur til að afneita syninum
ef hann vildi halda þjálfarastarf-
inu. Emst hafði gagnrýnt fram-
ferði sonarins og kvartað opin-
berlega undan vaxandi sjálfum-
gleði ungs fólks og skorti á sjálfs-
aga og var því auðfenginn til að
skrifa undir. En vart hafði blekið
þomað á skjalinu þegar hann var
sviptur starfinu. Hann var lækk-
aður í tign og gerður að áhalda-
verði hjá austur-þýzka samband-
inu. Hann fór á eftirlaun fyrir
tveimur árum. í fyrrasumar fékk
hann að skreppa vestur yfir jám-
tjald í fyrsta sinn í áraraðir. Hitti
hann tvo blaðamenn, sem ritað
höfðu mikið um örlög sonarins.
Nú var hann genginn í lið með
syni sínum og skýrði blaðamönn-
unum frá neyð hans. „Skrifið
hann út,“ bað hann þá innilega.
Flóttatilraunir
Wolfgang Schmidt hugðist
flýja land eftir að honum var
sleppt úr fangelsi og þrisvar var
flóttatilraun undirbúin. En hann
lét þó aldrei til skarar skríða. Og
vart hefði hann komist langt því
leyniþjónustumenn fylgdust með
hveiju fótmáli hans og vakt var
höfð á húsi hans allan sólarhring-
inn. Að því komst Schmidt þegar
honum vom sýndar ljósmyndir
af flóttaundirbúningnum
skömmu áður en hann fékk að
fara úr landi í fyrra.
Schmidt j)áði boð Fijálsíþrótta-
sambands Islands um að keppa á
Flugleiðamótinu næstkomandi
þriðjudag. Nokkrum dögum síðar
hafði hann samband við FRÍ og
kvaðst vilja vera hér í viku og
keppa sem gestur á Essó-meist-
aramótinu um aðra helgi. Hann
sagði vin sinn Mac Wilkins hafa
ráðlagt sér að vera hér á landi
ekki skemur en viku því landið
hefði upp á svo mikið að bjóða.
Byggt á Welt am Sonntag,
Bild, Spiegel, Athletics We-
ekly og Friidrott.