Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
51
Á hvaða leið er
íslenska þjóðin?
eftir Árna Helgason
Aldan er hnigin. Brimalda bjórs-
ins með öllum sínum hrikalegu
afleiðingum skellur í senn á æsku
landsins, ef byggja má á reynsl-
unni.
Nú geta bruggarar og bjórinn-
flytjendur dregið andann léttara,
enda mikið búið að leggja að veði
í þeirri baráttu. Gróðasjónarmiðin
hafa sigrað og veikleiki hins mann-
lega beðið hnekki.
Menn hafa gert grein fyrir at-
kvæði sínu á þingi og eitthvað
verður að friða samviskuna.
Guðmundur H. Garðarsson lýsti
því yfir að hann væri á móti öllum
boðum og bönnum, sem þýðir það
að hann hugsar sér ekki lengri
setu á Alþingi, og er það vel, því
þá getur hann ásamt fleiri snúið
sér að „forvarnarstarfi", þótt for-
vamarstarf það sem talað er um
í dag sé mjög þokukennt. En vel
um það og er Guðmundur boðinn
velkominn í hópinn sem vill algáða
þjóð. Ekki veitir af því ekki eru
þeir of margir nú. Fólk talar um
frelsi í dag og er hinn venjulegi
maður hættur að skilja hvað frelsi
er í raun og veru?
Það er talað um gróandi þjóðlíf,
en hvar er það og hver vill beita
sér fyrir því?
En bjórinn flæðir yfir með öllu
sínu frelsi og afsökunum eins og
með aðra vímu. Já, menn afsaka
svo margft að of langt er upp að
telja. En sorglegast fannst mér og
mörgum fleiri að sjá hversu marg-
ar kvenmannshendur voru á lofti
á Alþingi til að veita öldunni yfir
landið. Einhvemtímann hefði það
þótt saga til næsta bæjar, þegar í
æsku minni var alltaf horft til
kvenþjóðarinnar þegar heilbrigt
mannlíf var í hættu. Hið kvenlega
var ímynd alls hins besta, enda
man ég ekki til þess að kvenfólkið
stundaði grugguga forarpolla
mannlífsins. Kannski eru það frel-
sið og mannréttindin sem breyta
þessari fögru ímynd og er það
kvíðvænlegt. En ég á bágt með
að sjá þessa breytingu niður á við.
Arni Helgason
„Gaman verður að sjá
þá sem mest hafa talað
og tala um forvamir,
vinna þessi verk að alúð
og kærleika til náung-
ans, eða má ekki vænta
þess?“
En forvarnarstarfið er byijað,
það er ekki nóg að byrgja brunninn
þegar bamið er dottið ofan í. Og
gaman verður að sjá þá sem mest
hafa talað og tala um forvamir,
vinna þessi verk af alúð og kær-
leika til náungans, eða má ekki
vænta þess? Þjóðin fylgist með.
Vonandi verður forvarnarstarfi
dagsins í dag snúið við. í dag er
keppst við að fjölga vínútsölustöð-
um og vínveitingahúsum. Má mað-
ur vænta þess að farið verði eftir
Heilbrigðisstofnun Sameinuðu
þjóðanna og dregið úr allri sölu
vímu, eða lagt allt kapp á að fjölga
afvötnunarstöðvum? Þetta hlýtur
allt að koma í ljós.
En nú má enginn þjóðhollur
maður skerast úr leik.
KongofíOQS
Framúrskarandi og frábærir!
Útsölustaðin
Otilíf, Glæsibæ
Steinar Waage, Kringlunni
Sportbær, Hraunbæ 102
Kaupstaður, Mjódd
Skóverslun Kópavogs
Boltamaðurinn, Laugavegi 27
Sporthúsið, Akureyri
Sportbúð Óskars, Keflavík
Sporthlaðan, ísafirði
Hverasport, Hveragerði
Axel Ó., Vestmannaeyjum
Óskaland, Blönduósi
Bókaverslun Þórarins, Húsavík
Skótískan, Akureyri
Krummafótur, Egilsstöðum
Skókompan, Ólafsvik
Hagsmuna-
samtök sam-
vinnuversl-
ana stofnuð
U ndirbúningsstof nfundur
Samtaka samvinnuverslana fór
fram á Bifröst þann 8. júní síðast-
liðinn og er gert ráð fyrir að
formlegur stofnfundur verði
haldinn í haust. Sigurður Kristj-
ánsson, kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Arnesinga, sem kos-
inn var formaður undirbúnings-
stjórnar, sagði i samtali við
Morgunblaðið að eitt brýnasta
verkefni samtakanna væri aukin
samræming á innkaupum og
vöruflutningi kaupfélaganna.
Sigurður sagði að starf samtak-
anna væri í mótun, en ljóst væri
að heildsöludreifingin hefði ekki
gengið nógu vel og athuga þyrfti
hvort kaupfélögin gætu beint við-
skiptum sínum meira til Verslunar-
deildar Sambandsins, sem væri
þeirra heildsala.
í undirbúningsstjórn samtakanna
voru kosnir, auk Sigurðar Kristj-
ánssonar, þeir Bjöm Baldursson,
Akureyri, Jörundur Ragnarsson,
Vopnafirði, Örn Ingólfsson,
Reykjavík, og Snævar Guðmunds-
son, Reykjavík. Ólafur Friðriksson,
framkvæmdastjóri Verslunardeild-
ar, mun starfa með stjóminni og
sitja fundi hennar.
!
Heild$ö!udreifing 3 - 91 /689737
Rocky - Ólafsvík Sportbúö Öskars - Keflavík Sportbœr - Selfossi
Kaupf. V/ Húnv. - Hvammstanga Versl. fél. Austurlands - Egilsst. Sport - Laugavegi R.
Kaupf. Þingeyinga - Húsavík Bragasport - Suöurlandsbraut R. Músík og sport - Hafnarfirði
Amaró - Akureyri Sportbúö Kópavogs - Kópavogi Sportgallerí - Hafnarfirði
Borgarsport - Borgarnesi Kaupf. Höfn - Hornafirði