Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum Morgunblaðið/Sveinbjöm Berentsson HAFNARFJÖRÐUR ÁTTRÆÐUR Svifið til jarðar í Firðinum ó nú sé nokkuð liðið frá hát- íðarhöldum í Hafnarfirði í til- efni af áttræðisafmæli kaupstað- arins er full ástæða til að birta þessar skemmtilegu myndir af fallhlífarstökkvurum yfir miðbæ Hafnarfjarðar. Þær tók ungur ljósmyndari í Hafnarfirði, Svein- björn Berentsson. Á myndunum sjást hvar nokkrir fallhlífar- stökkvarar svífa yfir miðbænum og lenda á miðju Thorsplani. Ung- ir sem aldnir kunnu vel að meta afmælisdagskrána sem tókst í alla staði mjög vel, að sögn aðstand- enda. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Hluti hjólanna 23 sem voru á Skagaströnd fyrstu helgina í júní. SKAGASTRÖND Samkoma vélhj ólamanna Skagaströnd. Meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins eða Sniglamir vekja alltaf nokkra athygli þar sem þeir eru saman á ferð á vélf- ákum sínum. Ekki er þó kannski rétt að segja að það séu ökumenn- imir sem draga að sér mesta at- hygli heldur hafa margir gaman af að skoða hin kraftmiklu vélhjól sem þeir ferðast á. Nú nýverið komu saman eina helgi á Skagaströnd rúmlega 40 Sniglar á 23 vélhjólum til að hitt- ast og spjalla saman um sín mál. Komu Sniglamir alls staðar að af landinu og létu þeir vel af dvöl sinni hér. Að sögn þeirra kappa má áætla að meðalhjól eins og þeirra kosti um 450—500 þúsund og séu með 100 hestafla vél. Voru þvi saman- komin um 2.300 hestöfl við Skíða- skáiann, þar sem hópurinn gisti um þessa helgi. Hjólin voru mörg hver stórglæsileg, enda er eigend- um þeirra mjög annt um þau. - ÓB V/S ÆGIR Varðskipið Ægir 20 ára Síðastliðinn sunnudag, 12. júní, vom liðin 20 ár frá komu varð- skipsins Ægis til Reykjavíkur í fyrsta sinn,en skipið var smíðað í Danmörku. I tilefni af þessum tíma- mótum var ferill skipsins kannaður. Skipverjar á Ægi hafa skorið úr skrúfu á alls 96 skipum á þessu tímabili, en þess ber að geta að á þorskastríðsárunum var lítið hægt að sinna þessu verkefni af skiljan- legum ástæðum. Alls hafa 37 skip verið dregin til hafnar vegna vélar- bilunar eða af öðrum orsökum og 8 skip hafa verið dregin úr strandi. Ýmis aðstoð hefur verið veitt alls 15 skipum og má þar nefna flutn- inga á slösuðum skipverjum, aðstoð við að ná upp veiðarfærum og margt fleira. Stærsta skip sem bjargað hefur verið til þessa er norska olíuskipið .Staholm sem er u.þ.b. 20.000 brt. að stærð. I nóvembermánuði árið 1969 varð skipið vélarvana skammt undan grynningunum við Eldey og var mikil hætta á að skipið ræki þar upp. Skipveijum á Ægi tókst að koma dráttartaug um borð í Staholm og draga skipið frá grynn- ingunum og áleiðis til Reykjavíkur. Enn eru tveir skipvetjar um borð í Ægi sem tóku þátt í þessari björg- un. Það eru Friðgeir Olgeirsson yfirstýrimaður og Eggert Olafsson yfirvélstjóri. Til gamans má geta að skipherrann á Ægi, Helgi Hallvarðsson, á af- mæli sama dag og varðskipið þ.e. 12. júní. Áhöfn v/s Ægis, efri röð frá vinstri, Njörður Svansson bátsmaður, Helgi Jónas Olafsson 2. stýrimaður, Halldór B. Nellett 1. stýrimað- ur, Friðgeir Olgeirsson yfirstýrimaður, Helgi Hallvarðsson skip- herra, Eggert Olafsson yfirvélstjóri, Ólafur Pálsson 1. vélsijóri, Jón Ingimundarson 2. véistjóri, Ólafur Ingjaldsson bryti, Guðni Gíslason smyrjari og Ingvar ísdal smyrjari. Neðri röð frá vinstri, Rúnar Sighvatsson vikadrengur, Ragnar Ás- geirsson háseti, Þór Magnússon viðvaningur, Páll Geirdal háseti, Karl Haildórsson háseti, Gunnar Halldórsson háseti, Smári K. Harðar- son háseti, Hjálmar J. Gunnarson háseti, Róbert Arinbjörnsson smytj- ari, Jón Atli Jónasson vikadrengur og Georg P. Þrastarson vika- drengur. Varðskipið Ægir Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.