Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 55

Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 55 16. Júní Fimmtud. 22-03 Bastá baliiO I bænUm 17. júnJ Föstud, 15-19 FJölskylduháúö. Diskótek ineftöUu. Mamma og pabbl fá ókaypis irm. 17. Júní Föstud. 22-03 Melrlháttar hátlöarball. 18. Júní Laugard. 22-03 STRAX frá kí. 22.30-00.30 Blg Toot sér um Tónllst Tunglslns tll kl.03 19. júnl Sunnud. 22-01 Tónleikar STRAX. imm Oplo öll kvöld _____________ SPIP WILLIAM HURT Kraftmikill, áræð- inn og dularfullur Skoðanir fólks á bandaríska kvikmyndaleikaranum William Hurt eru æði misjafnar. Annað hvort er honum lýst sem afburðasnjöllum og ástríðufullum leikara, eða þá sem fádæma dyntóttum og erfiðum manni í allri umgengni. Þegar hon- um er hrósað, þá á hann það til dæmis til að verða mjög árásar- gjarn, og þegar hann er vingjarnleg- ur í viðmóti, þá þykir hann alveg hreint óútreiknanlegur. Jafningjar hans bera þó mikla virðingu fyrir honum, aðdáendumir tilbiðja hann og blaðamönnum stendur stuggur af honum, vegna þess hve erfiður hann er í samskiptum. Enginn mótmælir því samt að William Hurt er einn fremsti leikari samtímans. Hann er sannkallaður fagmaður, og getur tekist á við fjöld- ann allan af mjög svo ólíkum hlut- verkum. Hann hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur sem besti leikarinn, og hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir frábæra túlkun sína á kynvillingi í kvikmyndinni Kiss of the Spider Woman. Sögur um tilfinningahita Hurts á meðan á kvikmyndatökum stendur eru hluti af munnmælasögunum í Hollywood. Þegar verið var að kvik- mynda Children of a Lesser God, þá lenti hann til dæmis í slagsmálum við einn af hinum ungu heymarlausu leikurum. Lee Marvin, sem lék eitt aðalhlutverkið ásamt Hurt í kvik- myndinni Gorky Park, sagði við einn aukaleikarann, sem mun hafa slegið Hurt:„Gott hjá þér vinur, þú sparað- ir mér ómakið." Vinir Hurts halda því samt fram, að eftir að hann fór í meðferð á Betty Ford stofnuninni vegna áfeng- isneyslu í desember 1986, þá sé hann mun rólegri og betri í allri umgengni. Jafnvel viðurkennir hinn 38 ára gamli leikari sjálfur þessa breytingu. „Það gleður mig að ég er núna loksins orðinn sáttur við sjálfan mig,“ segir hann. íhygli þykir einkennandi fyrir William Hurt, og stundum hefur hann verið kallaður „leikari hins hugsandi manns“. Hann hefur bæði hrifið viðmælendur sína og ruglað þá í ríminu með yfirlýsingum varð- andi leiklist, rómantík og lífið í heild. En þrátt fyrir sýndarmennsku ein- staka sinnum, þá þykir andlegt at- gervi hans vera mjög traust. Áður en hann hóf nám í hinum fræga Juillard skóla í New York, þá útskrif- aðist hann með bestu ágætiseinkunn frá Tufts háskólanum í Massac- husetts. Þar var hann fyrstu þrjú árin við nám í guðfræði, en ekki leiklist. „Ég var með því að reyna að öðlast væntumþykju stjúpföður míns. Hann var mjög trúaður." Stjúpfaðir hans, Henry Luce III, var jafnframt mjög ríkur og valdamikill, en hann var sonur stofnanda tíma- ritsins Time. Faðir Hurts var embættismaður í utanríkisráðuneytinu, og ferðaðist víða um heiminn með fjölskyldu sína. Foreldrar Hurt skildu þegar hann var sex ára gamall. Hann bjó síðan með móður sinni og tveimur bræð- rum við nokkra fátækt í New York. Þegar móðir hans síðan giftist Luce, þá var Hurt tíu ára gamall, og varð skyndilega ríkur og jafnframt því ruglaður. Hann bjó í gríðarstóru húsnæði, gekk í einkaskóla og óttað- ist stjúpföður sinn. Aðeins í leiklist- inni fann hann einhvetja huggun. „Ég átti mjög erfiða æsku,“ segir Hurt. „Ég er rétt núna að greiða úr henni að hluta til. Meðferð hefur hjálpað mér, og lífið sjálft hefur hjálpað mér. En leiklistin var mér aldrei nóg, því hún gat aldrei komið í staðinn fyrir væntumþykju." Eina hjónaband Hurts endaði með skilnaði. Eiginkona hans var leik- konan Mary Beth Hurt, og ríkir ágætis vinátta þeirra á milli. Sömu sögu er að segja varðandi ballett- dansmærina Söndru Jennings, en með henni eignaðist hann soninn Alexander árið 1983. Ekki hefur samband Hurts við síðustu lagskonu William Hurt í hlutverki kynvillingsins í kvikmyndinni Kiss of the Spider Woman. William Hurt. hans verið jafn gott. Það er hin heyrnarlausa leikkona Marlee Matl- in, en henni kynntist hann þegar verið var að kvikmynda Children of a Lesser God, og stóð samband þeirra í tvö ár. „Ég myndi alls ekki segja að við værum vinir," hefur Matlin látið hafa eftir sér. „Ég held að velgengni mín hafi gert hann hræddan. Það var mikið áfall fyrir hann þegar ég fékk Óskarsverðlaun- in, en ekki hann.“ Og Hurt viður- kennir þetta að nokkru leyti. „Ég er á vissan hátt afbrýðisamur út í Marlee. Ég þarf alltaf að ganga í gegnum ákveðið tímabil þunglyndis og sálarflækju, þegar ég er að vinna að einhveiju hlutverki, en hún gerir þetta án allrar áreynslu." Það þykir skiljanlegt að Hurt hafi svo William Hurt ásamt Ian Bannen í Gorky Park. tilfinningaþrungnar skoðanir varð- andi starf, sem hann tekur svo alvar- lega sem raun ber vitni. Hann velur öll hlutverk vegna listræns gildis, en alls ekki vegna líklegra vinsælda þeirra. Hinn pólitíski boðskapur kvikmyndarinnar Kiss of the Spider Woman var honum til dæmis svo hugstæður, að hann þáði í laun litlu William Hurt, Holly Hunter og Albert Brooks í Broadeast News. meira en nam útgjöldum hans á meðan á kvikmyndatökunni stóð. Það þykir lítill vafí leika á því að William Hurt eigi eftir að verða til- nefndur til Óskarsverðlauna oftar í framtíðinni, og það út af fyrir sig þykir alls ekki svo slæmt fyrir mann, sem segist rétt í þann mund vera að komast á skrið sem leikari. ROKKTÓNLEIKAR ÍDUUSHÚSI í KVÖLD KL.22.00 EINNIG KOMA FRAM: LEIKSVIÐ FÁRÁNLEIKANS &GEIRSBÚÐ- ING ARIMIR MIÐAVER KR. 400,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.