Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
*
EVRÓPUKEPPNI
LANDSLIÐA
19 8 8
Danir úr leik
„Vissu tímabili í danskri knattspyrnu
lokið," sagði Sepp Piontek, þjálfari Dana
I DRAUMUR Dana um glæsileg
f afrek í Evrópukeppni landsliða
j í knattspyrnu er á enda. Liðið
'■v tapaði í gær fyrir V-Þýskalandi,
V 0:2 og liðið á ekki lengur mögu-
leika á að komast í úrslit. Þjóð-
verjar standa hinsvegar vel að
f
F
♦
i
V-Þýskaland-
Danmörk
2 : 0
Evrópukeppni landsliða í knattspymu,
Gelsenkirehen V-Þyskalandi, þriðju-
daginn 14. júní 1988.
Mörk V-Þjóðverja: Jurgen Klinsmann
(10.), Olaf Thon (87.)
Ahorfendur: 60.800.
Dómarí: Robert Valentine frá Skotl-
andi.
Gul spjöld: Preben Elkjær og Flemm-
ing Povlsen frá Danmörku og Wolf-
gang Rolff frá V-Þyskalandi.
V-Þýskaland: Eike Immel, Júrgen
Kohler, Matthias Herget, Guido Buch-
wald (Uli Borowka vm. á 34. mín.),
Wolfgang Rolff, Pierre Littbarski, Lot-
har Mattháus, Olaf Thon, Andreas
Brehme, Jurgen Klinsmann, Rudi Völl-
er (Frank Mill vm. á 75. mín).
Danmörk: Peter Schmeichel, John
Sivebæk, Ivan Nielsen, Lars Olsen, Jan
Heintze, Morten Olsen, Michael Laudr-
up (John Eriksen vm. á 63. mín), Sör-
en Lerby, Kim Vilfort (Klaus Berggren
vm. á 73. mín), Flemming Povlsen,
Preben Elkjær.
vígi, eru með þrjú stig eftir tvo
leiki.
Danir áttu reyndar aldrei mögu-
leika gegn sterku liði V-Þjóð-
verja og þrátt fyrir að mörkin hafi
aðeins verið tvö hefði sigur gest-
gjafanna getað verið mun stærri.
Það fór ekki mikið fyrir „danska
dýnamítinu" í þessum leik. Þjóð-
veijar byijuðu af krafti og eftir tíu
mínútur lá boltinn í danska mark-
inu. Jiirgen Klinsmann skoraði eftir
vamarmistök. Sören Lerby átti
slæma sendingu á markvörðinn,
Peter Scheichel. Rudi Völler náði
boltanum, en Scheichel varði skot
hans. Klinsmann fylgdi svo vel á
eftir og skoraði af öryggi.
Þjóðveijar fengu svo ágætt tæki-
færi til-að bæta við öðru marki, en
Völler skallaði yfir danska markið.
Sá minnsti skoraði
Danir náðu ekki að ógna marki
Þjóðveija í síðari hálfleik og rétt
fyrir leikslok gerðu heimamenn
endanlega út um leikinn. Þá skor-
aði minnsti maður vallarins, Olaf
Thon, með skalla eftir homspymu
frá Pierre Littbarski.
Danir gerðu þijár breytingar á liði
sínu eftir leikinn gegn Spánjveijum,
en allt kom fyrir ekki. Liðið hefur
greinilega tapað þeim krafti sem
Peter ShiKon
leikur sinn
100. landsleik
Verður sennilega ‘fyrirliði
Englendinga gegn Hollendingum
„í knattspyrnu gera menn ekki
ráð fyrir einhverju og verða því
J ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef
ávallt tekið einn leik fyrir í einu
j og varast að hugsa of langt
fram í tímann, því óvænt atvik
eins og meiðsli geta breytt
öllu,“ sagði Peter Shilton,
markvörður Englands, sem
leikur sinn 100. landsleik í dag
' og verður sennilega fyrirliði í
tilefni tímamótanna gegn
Hollendingum.
Shilton, sem verður 39 ára í
september, hóf ferilinn hjá
Leicester 1966, sama ár og Tony
Adams, miðvörður Englands, fædd-
ist. Hann var lengi í skugga Gor-
dons Banks hjá Leicester, Stoke og
landsliðinu, en lék sinn fyrsta lands-
leik 1970, er England vann Vestur-
Þýskaland 3:1. Shilton hefur haldið
hreinu í meira en 50 landsleikjum,
var Evrópumeistari með Notting-
ham Forest 1979 og 1980, leikið
rúmlega 1.000 leiki og á leikjamet-
ið í ensku deildarkeppninni.
Fjórði Englendingurinn
Shilton verður fjórði Englendingur-
inn til að leika 100 landsleiki. Hin-
ir eru Bobby Moore (108), Bobby
Charlton (106) og Billy Wright
(105), en 15 leikmenn í heiminum
hafa náð þessu marki. „Það er viss
áfangi að leika 50 landsleiki og
þegar honum er náð gerir enginn
ráð fyrir að leika 100 leiki," sagði
Shilton, sem er næst elsti leikmað-
urinn í úrslitakeppni Evrópumótsins
— aðeins Morten Olsen, fyrirliði
Dana, er eldri. „Ég finn ekkert fyr-
ir aldrinum og þess vegna getur
vel verið að ég slái landsleikjamet-
ið,“ bætti hann við.
Bestur
„Shilton hefur verið á toppnum í
meira en -áratug og hann er sá
besti,“ sagði Bobby Robson, lands-
liðsþjálfari. „Það verður stór stund
fyrir hann að sigra Hollendinga í
100. landsleiknum og hann á það
sannarlega skilið. Ég er að hugsa
um að gera hann að fyrirliða gegn
Hollendingum," bætti hann við.
Sigurinn mikilvægastur
Shilton hugsar ekki um áfangann
heldur leikinn. Sigur gegn Hollend-
Rudi Völler átti góðan leik gegn Dönum. Hér er hann í baráttu við Ivan Nielsen til vinstri.
Reuter
færði því viðumefnið „danska dýna-
mítið.“
„Ég er að sjálfsögðu mjög óánægð-
ur; við erum úr leik. Með þessum
ósigri er vissu tímabili í danskri
knattspymu lokið,“ sagði Sepp Pi-
ontek, þjálfari danska landsliðsins.
„Við töpuðum ekki vegna þess að
andstæðingamir væru betri, heldur
vegna þess að við vorum lélegri.
Hraðinn var mikill og okkur skorti
kraft og baráttu."
Holger Osieck, aðstoðarþjálfari V-
Þjóðveija var hinsvegar mjög án-
ægður: „Við hljótum að vera án-
ægðir með hvernig liðið lék. Við
höfum færst einu skrefi nær mark-
miði okkar, að komast í undanúr-
slit. Við lékum vel en töpuðum hrað-
anum þegar Buchwald meiddist.
En við höfðum alltaf yfirhöndina
og sigurinn var öruggur."
Franz Beckenbauer, þjálfari v-
þýska liðsins, flaug með þyrlu til
FVankfurt um leið og leiknum lauk,
en hann fór til að fylgjast með leik
Italíu og Spánar.
Æ
Tímamót
Peter Shilton leikur sinn 100. landsleik í dag og verður þar með fjórði Englend-
ingurinn, sem nær því marki. Shilton lék sinn fyrsta landsleik árið 1970 og
hefur leikið flesta leiki í ensku deildarkeppninni.
ingum skiptir öllu máli núna. Ég
er vissulega ánægður með að ná
100 landsleikjum, en ég hugsa
sennilega ekki um það fyrr en ég
hætti að leika,“ sagði markvörður
Derby og enska landsliðsins.
NOREGUR
Norska kvenna-
landsliðid
sigraði
Sigurjón
Einarsson
skrifar
frá Noregi
Norska kvennalandsliðið í
knattspymu hefur staðið sig
mjög vel að undanförnu. Liðið varð
Evrópumeistari á síðasta ári og um
síðustu helgi vann
það óopinberu
heimsmeistara-
keppnina sem fram
fór í Kína. Norsku
stúlkumar unnu stöllur sínar frá
Svíþjóð í úrslitaleik, 1:0, að við-
stöddum 30 þúsund áhorfendum.
Sigurmarkið gerði Linda Medalen á
58. mínútu.
Kepppni þessi stóð yfír í tvær vikur
og var afar hörð og spennandi,
enda tóku þátt margar af sterkustu
þjóðum heims í kvennaknattspymu.
Það kom töluvert á óvart að norska
sjónvarpið afþakkaði boð um að
sýna úrslitaleikinn beint vegna
anna við að sýna frá úrslitum Evr-
ópukeppninnar í V-Þýskalandi.
Sex í bann
Afundi aganefndar KSÍ í gær
voru sex leikmenn dæmdir í
eins leiks bann vegna brottvísunar,
en 86 mál vom tekin fyrir. Völs-
ungamir Kristján Olgeirsson og
Snævar Hreinsson verða í banni
gegn Þór á mánudaginn. Nikulás
Jónsson, Þrótti, missir af viðureign-
inni við FH í 2. deild á sunnudaginn
og Kristinn Bjömsson, þjálfari
Stjömunnar, verður ekki á bekkn-
um á laugardaginn, er Stjaman
leikur gegn Víkveija í 3. deild. Þá
var Tryggva Gunnarssyni, Val,
vísað af leikvelli í 1. flokki og tekur
út bannið í þeim flokki og Atli
Sveinsson í 2. flokki Tindastóls fékk
einnig eins leiks bann.
KtAh>«l«Í -ÉntiJili4i4ilirt 'fcitfini' j litri itildhM 4 1
mui dht-Mfttétrl'H m *; * i h !
iliiiilifcitifcl ÍiliAiliitiiiÍiitifcK>i ibÉilifcilit t fcl