Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 VEÐUR Mælt með Svía sem for- sljóra Norræna hússins ingar. Einn íslendinganna óskaði nafnleyndar en hinir eru; Kristjana Jóhannsdóttir Skjenhaug hjúkrun- arkona, búsett í Noregi, Sigurður Einarsson, varatónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Þorsteinn Helgason, sögukennari. Þá var nýr stjórnarformaður Norræna hússins kosinn á stjómar- fundi; Hákon Randal, fylkisstjóri í Hörðalandi, Noregi. Varaformaður var kjörinn Guðlaugur Þorvaldsson, sem hefur verið formaður stjómar síðastliðin 8 ár. Listahátíðarauki: Leonard Cohen í LaugardalshöU í kvöld LISTAHÁTÍÐ býður í kvöld til sérstaks Listahátiðarauka sem er tón- leikar kanadiska tónlistarmannsins, Leonards Cohen, í Laugardalshöll. Með honum verður átta manna hljómsveit. Leonard Cohen innleiddi sígildan heimsfrægð. skáldskap inn í rokkheiminn með fyrstu plötu sinni, Songs of Leonard Cohen, sem kom út árið 1967. Hann lauk bókmenntanámi við McGill há- skólann 1955 og var rétt tvítugur þegar fyrstu ljóðabækumar, Let us compare Mythologies og The Spice- Box of Earth, komu út. Síðar bætt- ustu við ljóðabækumar Flowers for Hitler og Parasites of Heaven. Það var þó ekki fyrr en hann fór að semja lög við ljóðin sín að hjólin tóku að snúast og lög eins og Suzanne og So Long Marianne færðu honum Með Leonard Cohen kemur átta manna hljómsveit sem er skipuð Bob Furgo hljómborðs- og fiðluleikara, Bob Metzger gítarleikara sem hefur meðal annars leikið með Randy Crawford og Spencer Davies, Steve Meador trommuleikara sem hefur leikið inn á plötur með Carole King og Jennifer Wames, Stephan Zirkel bassa-, hljómborðs- og trompetleik- ari, John Bilezikjian oud- og man- dólínleikari, Tom McMorran hljóm- borðsleikari og Julie Christensen og Perla Batalla söngkonur. Vatnsrennibrautin í Laugardal vígð í dag V ATN SRENNIBRAUTIN við Laugardalslaugina verður vígð f dag, og verður laugin lokuð milli kl. 14 og 20 af því tilefni en opn- ar þá aftur og verður opin til kl. 23:30. Athöfnin við brautina hefst kl. 19 og verður áhorfendastúkan opin almenningi. Dagana 24. til 26. júní verður ekki innheimtur aðgangseyrir í vatnsrennibrautina en ákveðið hefur verið að eftir það fylgi fimm ferðir hveijum bamamiða. Þá verða seld armbönd, sem gilda fyrir fimiti ferð- ir fyrir þá, sem vilja kaupa fleiri ferð- ir og er verð þeirra kr. 100. Vatnsrennibrautin verður opin alla virka daga frá kl. 9 til 20:30 og milli kl. 9 og 17:30 um helgar. í tilefni af Jónsmessu verða sund- ' staðir borgarinnar opnir til kl. 23:30 ( dag. Pálmi Möller pró- fessorlátinn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjölmenni við gróðursetningu BÆJARSTJÓRN Kópavogs og undirbúningsnefnd um stofnun sam- takanna Líf i Fossvogsdal stóðu fyrir gróðursetningu yfir þúsund tijáplantna f Fossvogsdalnum f gær. Um 300 manns á öllum aldri tók þátt í gróðursetningunni, þrátt fyrir heldur hryssingslegt veður. Safnast var saman við Snælandsskóla í Kópavogi þar sem Homaflokk- ur Kópavogs lék og bæjarstjórinn, Kristján Guðmundsson, bauð fólk velkomið. Tilgangur þessarar gróðursetningar var m.a. að efla samstöðu um að gera Fossvogsdalinn að skipulögðu útivistarsvæði og mótmæla fyrirhugaðri lagningu hraðbrautar um dalinn. Lagningu hraðbrautarinnar, sem verið hefur á aðalskipulagi Reykjavík- urborgar, hefur nú verið frestað um fímm ár, en Hallur Baldursson, for- svarsmaður samtakanna um líf í Fossvogsdalnum sagði að samtökin og bæjarstjóm Kópavogs hyggðust mótmæla þessari frestun og fara fram á að dalurinn yrði afdráttarlaust gerður að útivistarsvæði. Hann vildi einnig árétta það að samtökin Líf í Fossvogsdal yæru samtök fólks af öllu höfuðborgarsvæðinu, enda væri dalurinn hlekkur í keðju opinna svæða sem teygði sig frá Hljómskálagarðinum til Elliðaárdals. ALLS sóttu 64 um stöðu forstjóra Norræna hússins en ráðning- artimi núverandi forsljóra, Knuts 0degárds, rennur út um áramót. Stjórn Norræna hússins hefur ákveðið að mæla með Svíanum Lars Áke Engblom i stöðuna en hann er yfirmaður sænska sjónvarpsins í Smálönd- um. Tillagan verður lögð fyrir Norrænu ráðherranefndina, sem tekur endanlega ákvörðun um val forstjóra Norræna hússins. Nefndin hefur ætíð farið eftir tillögu stjórnar Norræna hússins. Til vara mælti stjómin með Norð- manninum Bjame FI0I0, ritstjóra, sem gegnir starfl blaða- og menn- ingarfulltrúa við norska sendiráðið í Washington. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar, varaformanns stjómarinnar, er ráðningartími for- stjóra 4 ár og óheimilt er að endur- ráða hann. Um stöðu forstöðumanns sóttu 17 Norðmenn, 13 Svíar, 8 Finnar, 21 Dani, 1 Færeyingur og 4 íslend- / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa fslands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 i gær) I/EÐURHORFUR í DAG, 24. JÚNÍ 1988 YFIRUT í GÆR: Á Grænlandshafi er 988 mb lægð sem mun fara norð-austur yfir landið í nótt, og önnur álíka djúp yfir Labrador fer einnig norð-austur. Heldur er að hlýna í bili en kólnar aftur á morgun. SPÁ: Þann 24. júnf verður vestlæg- og norövestlæg átt á landinu víðast gola eða kaldi með skúrum við norð-vestur og noröurströnd- ina en björtu veðri suð-austan og austanlands með sunnan og suð-austan kalda eöa stinningskalda. Hiti verður á bilinu 5—15 stig en hlýnar aftur aðra nótt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suð-vestanátt. rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar á annesjum norðanlands en þurrt og víða bjart veður annars staöar. Hiti 8—16 stig. TÁKN: Ó y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V Él Léttskýjaft / / / / / / / Rigning = Þoka / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 Súld Skýjað ' * ' * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hrti veður Akureyri 11 skýjað Reykjavík 8 rigning og sú Bergen 15 skýjað Helsinki 25 lóttskýjað Jan Mayen 2 skýjað Kaupmannah. 19 skýjað Narssarssuaq 6 rígning Nuuk 5 hálfskýjað Osló 26 skýjað Stokkhólmur 22 hálfskýjaö Þórshöfn 10 súld Algarve 23 skýjað Amsterdam 18 skýjað Aþena vantar Barcelona 22 þrumuveður Chicago 20 heiðsklrt Feneyjar 25 skýjað Frankfurt 18 hálfskýjað Glasgow 17 láttskýjað Hamborg 14 súld Las Palmas 24 léttskýjað London 22 skýjað Los Angeles 15 mistur Lúxemborg 15 léttskýjað Madríd 21 skýjað Malaga 28 mistur Mallorca vantar Montreal 16 skýjað New Vork 29 mistur Parls 21 léttskýjað Róm 25 hálfskýjað San Diego 17 alskýjað Winnipeg 15 skúr PÁLMI Möller prófessor í tann- lækningum iést 19. þessa mánað- ar í Birmingham, Alabama i Bandaríkjunum. Hann var pró- fessor við háskólann þar. Pálmi var fæddur á Sauðárkróki 4. nóvember 1922, sonur hjónanna Jóhanns Georgs Möller verslun- arstjóra þar og Þorbjargar Pálmadóttur frá Hofsósi. Pálmi varð stúdent frá MR 1943, tók próf í efnafræði frá Háskóla íslands 1944, cand. odont. frá Tufts University í Boston í Bandaríkjun- um 1948. Hann tók meistaragráðu í tannlækningum, Master of Science in Dentistry, frá University of Ala- bama 1962. Pálmi fékk tannlækn- ingaleyfi á íslandi 1948 og í Ala- bama 1977. Hann var tannlæknir í Reykjavík 1948 til 1958, aðstoðar- tannlæknir við Tannlæknaskóla University of Alabama 1958-’60, aðstoðarprófessor við sama skóla 1960-’63, Assoc. prófessor við sama skóla 1963-’70 og loks prófessor þar 1970 og síðan. Pálmi vann jafnhliða kennslu í tannlæknisfræðum að rannsóknum á útbreiðslu og tíðni munnsjúkdóma og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn tannskemmdum frá árinu 1959. Eftir hann liggja fjölmörg rit og greinar um þau efni, m.a. um skarð í vör og góm meðal íslendinga. Pálmi varði doktorsritgerð sína um faraldsfræðilegar og erfða- fræðilegar rannsóknir á skarði í vör og góm við Háskóla íslands 1971 og varð þar með fyrstur tannlækna Pálmi Möller til að hljóta doktorsnafnbót frá læknadeild HÍ. Hann flutti fyrir- lestra víða um heim, þar á meðal við Háskóla íslands og á vegum Tannlæknafélags íslands. Pálmi var kjörinn félagi I Omi- cron Kappa Upsilon, heiðursfélagi tannlækna í Norður-Ameríku, 1962, forseti þess félags 1981-’82, honum var veittur fimm ára styrkur til vísindalegra rannsókna af Nat- ional Institute of Dental Research í Washington DC og hann var kjör- inn heiðursfélagi í Tannlæknafélagi íslands 1982. Eftirlifandi kona Pálma er Málfríður Óskarsdóttir frá Reykjavík. Þau eignuðust þijá syni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.