Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 -f GRÆNMETISSALA Skiptar skoðanir eru á sölukerfinu NOKKRAR umræður urðu um uppboðs- markað Sölufélags garðyrkjumanna í byrjun þessa mánaðar, en þá varð mikið verðfall á tómötum. Fram að þvi hafði verið viðhaft ákveðið lágmarksverð á uppboðsmarkaðinum, en ásakanir um að því væri haidið of háu urðu þess vald- andi að ákveðið var að afnema það til reynslu. Söluverðið fór þá niður úr öllu valdi, og það töldu forsvarsmenn upp- boðsmarkaðarins staðfesta þörfina á lág- marksverði, og því var það þegar sett á aftur. Uppboðsmarkaður Sölufélagsins tók til starfa nú í vor, en á honum býðst heildsölum og stórmörkuðum tækifæri til þess að kaupa þær grænmetistegundir sem á boðstólum eru hvetju sinni. Aður hafði Sölufélagið að mestu leyti séð um sölu grænmetis til versl- ana, en meðal annars vegna ásakana um verðstýringu var þetta nýja sölufyrirkomu- lag tekið upp. Sölufélagið hefur verið gagnrýnt fyrir að halda lágmarksverði á uppboðsmarkaðinum of háu, og einnig hafa komið fram ásakan- ir um verðmætasóun, en í reglugerð upp- boðsmarkaðarins er kveðið á um að fleygja beri því sem ekki selst fyrir lágmarksverð á uppboði. Forsvarsmenn uppboðsmarkaðarins hafa bent á það að hann sé ennþá ómótaður, og bæði framleiðendur grænmetis og heildsalar þurfi að öðlast meiri reynslu áður en hægt verður að viðhafa ftjálsa verðmyndun á markaðinum. Nokkur hluti garðyrkjubænda selur ekki framleiðslu sína á uppboðsmarkaðinum, heldur selja þeir beint í verslanir eða til heildsala. Með því móti segjast þeir tryggja sér sölu á allri sinni framleiðslu, og einnig telja þeir sig losna við þann kostnaðarsama aukamillilið sem þeir segja uppboðsmarkað- inn vera. Blaðamaður Morgunblaðsins var nýlega á ferð um uppsveitir Árnessýslu og ræddi þar við nokkra garðyrkjubændur um upp- boðsmarkaðinn og fleira varðandi þessa búgrein. I þeim viðræðum komu fram mis- munandi sjónarmið, en rétt er að taka fram, að þeir aðilar sem selja beint til heildsala og rætt var við, voru ekki reiðubúnir til þess að láta skoðanir sínar koma fram opin- berlega. ARNI GUÐMUNDSSON Á BÖÐMÓÐSSTÖÐUM: Það vantar mikið á samstöð- una meðal garðyrkjubænda ÁRNI Guðmundsson bóndi á Böðmóðsstöðum í Laugardal hefur stund- að grænmetisræktun i tiu ár, en hann var með hefðbundinn búskap áður. Hann framleiðir aðallega gúrkur, en er auk þess með talsverða útiræktun grænmetis. Hann telur uppboðsmarkaðinn hafa verið einu leiðina sem var fær fyrir garðyrkjubændur til þess að koma framleiðsl- unni á markað. „Uppboðsmarkaðurinn á fullan rétt á sér og hann hefur skilað okk- ur töluverðu nú þegar, þrátt fyrir að við garðyrkjubændur höfum ekki staðið nægilega vel saman. Það fyrir- komulag sem ég myndi þó helst vilja viðhafa væri það, að verðið yrði ákveðið fast fyrir allt sölutímabilið, og þá yrðum við líka að fá það verð. En þá kemur til hætta á undirboðum. Ef sexmannanefnd ákvarðaði verðið á grænmeti færu menn ekkert eftir þeirri ákvörðun. Það yrði verðstríð sem myndi enda með skelfingu. Það eru alveg hreinar línur frá minni hálfu að það myndi ekki enda öðruv- ísi, nema þá að settur yrði kvóti á framleiðsluna, en það er ekki sam- staða meðal bænda um það. Ég teldi mun tryggara að hafa kvóta, en þetta er kannski meira spennandi svona. Það er ákveðið frelsi í þessu. Við lærðum það þegar verðið hrundi á uppboðsmarkaðinum í byij- un mánaðarins, að það þýðir ekkert annað en að vera með ákveðið lág- marksverð. í dag er það fyrir neðan það sem framleiðslukostnaðurinn er. Lágmarksverðið virðist þar að auki vera ráðandi verð, því kaupendumir fara niður undir það. Það er þó óumdeilanlegt að upp- boðsmarkaðurinn er nýr milliliður, sem kostar sitt. Markaðurinn sjálfur tekur 8 prósent af söluverðinu, og síðan kemur líka kostnaður við flokk- unina. Og svo leggjast á þetta öll sjóðagjöldin, sem skila sér ekki aftur til okkar nema að mjög takmörkuðu leyti. Annars er það söluskatturinn sem kemur sérstaklega illa við okkur þetta árið, því hann kemur núna all- ur í einu. Við framleiðendur verðum að taka hann á okkur að öllu leyti. Þetta er mikið stökk frá engu og upp í tuttugu og fimm prósent. Söluskatt- urinn verkar til þess að draga úr neyslu, og til þess að koma í veg fyrir það, þá tökum við hann á okk- ur. Við erum ekkert sáttir við þetta. Mér fínnst full ástæða til þess að við fengjum einhveija endurgreiðslu, þannig að þetta komi ekki svona af fullum þunga. Framleiðslan átti í nægum erfiðleikum fyrir, og þetta er stórt atriði hjá okkur á þessu ári. En uppboðsmarkaðurinn á rétt á sér ef allir stæðu saman. Þá yrðu meiri verðsveiflur, og neytandinn fengi ódýrari vöru þegar upp væri staðið. Afföllin sem óhjákvæmilega verða myndu jafnast meira út.“ — Vantar mikið á samstöðuna? „Já. Það verða að vera 90—95 prósent framleiðenda sem selja á markaðinum, en það eru örugglega ekki svo margir í dag, það vantar mikið á. Aðalvandamálið er hvað við sættum okkur illa við það, að allir fái það sama út úr framleiðslunni. Það eru sumir sem vilja fá meira en aðrir. Það mega ekki allt of margir hlaupa frá þessu, þá er þetta dauða- dæmt og þá tekur ekkert annað við en verðstríð. Það er ég alveg sann- færður um. Mér fínnst það afskap- lega hart þegar menn geta ekki sætt sig við að fá sama hlut og aðr- ir. Ég gæti sjálfur ósköp vel selt alla mína vöru, en ég gæti bara ekki verið þekktur fyrir það, og vita svo að nágranni minn yrði að henda enn- þá meiru vegna þess að ég fengi að selja allt mitt. En ef við stæðum saman og tækjum afföllin á okkur sameiginlega, þá yrði það framboð og eftirspum sem réði verðinu. Ef offramboð yrði, þá félli verðið og neytendur myndu njóta þess, en við bændur myndum bera það skaðann. Þannig vildi ég sjá þennan uppboðs- markað þróast. Dreifíngaraðilamir reyna sitt til að ná mönnum út úr samstöðunni, og ég veit um fyrirtæki sem reyna að ná í menn og ijúfa samstöðuna. Þeir tryggja þeim sölu á allri fram- leiðslunni á því verði, sem við hinir raunverulega myndum og höldum uppi. Við sem erum í þessum samtök- um erum ekki öruggir með að það seljist nema hluti af okkar fram- leiðslu. Þess vegna hlaupa menn frá þessu, til þess að selja allt sitt á kostnað hinna sem eftir eru. Það er ósköp þægilegt fyrir dreif- ingaraðila eða kaupanda vörunnar að vera með sína föstu viðskiptavini og kaupa allt af þeim, og ef þannig stendur á og hann vantar í viðbót, þá fer hann bara á uppboðsmarkað- inn og bætir við sig því sem hann Ami Guðmundsson hugar hér að plöntunum í gróðurhúsi sínu. þarf. Það virðist vera ómögulegt að koma mönnum í skilning um það, að þó að þetta sé kannski vinningur fyrir þá í augnablikinu, þá verður þetta til þess að grafa undan grein- inni í heild og þá tapa allir.“ — Hvað viltu segja varðandi of- framboð á grænmeti? „Við vitum það allir að það er offramleiðsla á vissum tímum ársins. Öll framleiðslan er með þeim hætti, að það koma kúfar um háuppskerut- ímann, og þá er of mikið til af græn- meti. Ég er þó ekki viss um að það sé offramleiðsla á gúrkum þegar á heildina er litið, en það er svolítið erfitt með gúrkumar, því þetta er stundum mismikið sem kemur á markaðinn í einu, og hann er kannski ekki alltaf tilbúinn til þess að taka við þeirri aukningu sem kemur allt í einu. Þessi vara geymist í stuttan tíma, og markmið okkar er að selja ekkert nema nýja vöru. Þess vegna er hætt við því að það komi alltaf toppar þar sem ekki allt selst. Éinhver offramleiðsla hefur verið á hvítkáli, gulrótum og kínakáli, og verðið hefur verið sveiflukennt þess vegna. En það hefur verið til erlent hvítkál hér, alla vega fram í septemb- er, þegar nægilegt magn af íslensku hvítkáli er komið á markað um miðj- an júlí. Innflytjendur flytja þá inn mikið magn rétt áður en lokað er á innflutninginn og geyma það síðan. Þeir auka magnið síðasta mánuðinn sem þeir fá að flytja inn. Það er auðvelt að geyma hvítkálið, og auk þéss er innflutt hvítkál úðað með sveppalyfjum og geymist þess vegna lengur. Eg held að neytandinn viti stundum ekki alveg hvað hann er að láta ofan í sig. Við gætum vafalí- tið geymt okkar vöru lengur ef við notuðum sveppalyf af þessu tagi, en það er ástæða til þess að halda í það sem lengst, að geta boðið upp á ferska og hreina vöru.“ GUÐMUNDUR SIGURÐSSON ÁSLANDI: Þetta er annað hvort í ökkla eða eyra Á FLÚÐUM rekur Guðmundur Sigurðsson garðyrkjubóndi í Áslandi umfangsmikla tómataræktun, auk þess sem hann ræktar kínakál. Guð- mundur reiknar með um fimmtíu tonna tómatauppskeru á þessu ári. Hann var fyrst spurður um skoðanir hans á uppboðsmarkaðinum. „Uppboðsmarkaðurinn er tilraun okkar garðyrkjubænda til þess að koma framleiðsluvöru okkar á mark- að á sem eðlilegastan hátt, þannig að ákveðið jafnvægi náist á markað- inum. Fyrirmyndin er aðallega sótt til Danmerkur, en þar er þetta rót- gróið fyrirkomulag, og þar á verð- myndunin sér stað á uppboðsmörk- uðunum. Við erum að reyna að koma þessu fyrirkomulagi á hér á landi. Ég fæ ekki séð að það séu til aðrar leiðir í dag, sem eru einfaldari í fram- kvæmd eða á nokkum hátt betri til þess að koma framleiðsluvöru okkar til neytandans. Þetta kerfí er opið fyrir heildsala og stórmarkaði til þess að kaupa þá bestu vöru sem fáanleg er hveiju sinni, og jafnframt í sem fjöibreyttustu úrvali. Áður fyrr tryggðu sumar heildsölur sér ákveðna framleiðendur sem þær keyptu allt grænmetið af, og ef þann- ig stóð á, þá létu þeir vöruna hrein- lega vanta hjá sér frekar en að kaupa hana af Sölufélagi garðyrkjumanna, sem var stærsti söluaðilinn." Hvemig fer salan á uppboðs- markaðinum fram? „Allt grænmeti sem selt er á upp- boðsmarkaðinum er flokkað eftir gæðum, og síðan er það selt með tvennum hætti. Annars vegar er selt úr einum potti eins og það er kallað, og er þá allt selt saman sem kemur úr flokkuninni hveiju sinni, en um- búðimar eru þó merktar númerum framleiðendanna. Þetta á við um tómata, gúrkur og papriku. Hins vegar er grænmetið selt á ábyrgð hvers og eins framleiðanda, en þar er um að ræða til dæmis kál, salat og gulrætur. Kannski á þetta eftir að þróast þannig í framtíðinni að pottsölunni verði hætt, og í staðinn verði afurðir hvers framleiðanda fyr- ir sig boðnar upp sér.“ Hvemig myndast verðið á grænmeti? „í dag er grænmetið selt miðað við ákveðið lágmarksverð á upp- boðsmarkaðinum. Lágmarksverðið tekur þó ekki beint tillit til þess sem við segjum að við þurfum að fá, og höfum sannanlega látið hagfræðing reikna út fyrir okkur. Varðandi tóm- atana þá þurfum við í dag að fá 140 krónur fyrir kílóið til okkar. í því verði er allur okkar tilkostnaður við framleiðsluna innifalinn. Ofan á þetta bætist síðan kostnaður við upp- boðshaldið, heildsöluálagning sem er 17 prósent, og síðan smásöluálagn- ing og söluskattur. Verðmyndunin er því þannig að 90—95 prósent bætist ofan á verðið frá því varan er seld á uppboðsmarkaðinum og þar til hún er komin í hendur neytandans. Álagningin í smásölunni er allt upp í 40 prósent, og hún er ekkert eðlileg að mínu mati. Svo mikil álagning á ekki við um aðra matvöru. Kaup- menn halda því fram að þeir verði að taka tillit til ákveðinnar rýmunar, en þeir sem reka verslanir í Reykjavík eiga að geta nálgast þessa vöru á þann hátt að rýmun verði ekki mikil. Þessi búgrein nýtur engra styrkja eða afurðalána, og ég vil geta þess Morgunblaðið/Hallur Guðmundur Sigurðsson í Áslandi vinnur hér að flokkun tómata áður en þeir eru sendir á uppboðsmarkaðinn í Reykjavík. að í umræðunni um endurgreiðslu á söluskatti til landbúnaðarins em garðyrkjubændur að því er virðist alls ekki með inni í myndinni. Neyt- andinn ber ekki söluskattinn að fullu, því þar sem hann leiðir til hækkunar á vöruverðinu verðum við að hafa verðið lægra sem því nemur. Annars selst bara þeim mun minna af okkar framleiðslu." Hvemig er lágmarksverð á upp- boðsmarkaðinum ákveðið? „Það er ákveðið af stjóm Sölufé- lagsins, forstjóra þess og uppboðs- haldaranum, og jafnframt I einhveiju samráði við bænduma. Fyrst þegar uppboðsmarkaðurinn tók til starfa var reynt að hafa ekkert lágmarks- verð, og við ætluðumst til þess að verðið myndi mótast sjálfkrafa, en heildsalamir voru greinilega hræddir við þetta fyrirkomulag, og því gekk það hreinlega ekki upp. Það hvemig lágmarksverðið verður til er verið að þróa í dag. Um síðustu mánaðamót vorum við gagnrýndir fyrir það að halda verð- inu á tómötum of háu, en um það má auðvitað alltaf deila. Svar okkar við þessari gagnrýni var fólgið í því að taka lágmarksverð af tómötum, og þá bókstaflega hrundi verðið. Engin viðmiðun var þá til staðar, og heildsalar keyptu alla vömna fyrir allt niður í fimmtán krónur kílóið. Það náðist því ekki einu sinni inn fyrir umbúða- og flutningskostnaði. Við gerðum þetta til þess að sýna fram á það að einhver viðmiðunar- verð yrðu að vera. Reyndar er það svo að heildsalarn- ir kaupa vöruna alltaf á eitthvað hærra verði en lágmarksverðinu. Ef það væri of hátt seldist hreinlega ekki allt og því er hættan á því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.