Morgunblaðið - 24.06.1988, Side 16

Morgunblaðið - 24.06.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 Trérístur og túsk Myndlist Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins sýnir bandaríski myndlistarmaðurinn Thomas George allmargar myndir gerðar í tréristu og túski. Myndefn- ið sækir listamaðurinn til Noregs, þar sem hann dvelur árlega og hef- ur gert sl. 20 ár og leitað fanga um þvert og endilangt landið. Frumföng hans eru hins vegar ætt- uð frá hinni ævafomu tússlist Aust- urlanda, kalligrafíunni, og á þeim byggir hann vinnsluaðferðir sínar. Myndimar em stórar og kröftug- ar og er auðséð, að sá sem heldur á pentskúfinum hefur lagt mikla rækt við þessa tækni um árin, enda tekur það á annan tug ára að til- einka sér hana til fulls — ef menn gera það þá á annað borð nokkum tíma. En Thomas George hefur vafalít- ið ekki valið þá leið að fullnuma sig í tækninni sjálfri heldur hagnýta vissan þátt hennar í myndsköpun sinni — breiðar hlykkjóttar línur, fín strik og kröftugar blakkir. Ná á þann hátt formrænum samleik, sem er í samræmi við það landslag, sem hann hefur fyrir augunum JÓI (&), bROSTU ■ ibcADWiy VELA-TENGI Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvaö mjúkt i milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SQtLflDltaDyiir Vesturgötu 16, sími 13280 og umbúðalausar, en meiri yfirlega er yfir tréristunum og þar koma formin manni kunnuglegar fyrir sjónir, þ.e. hús og fjöll. Kínversk list er annars meginás- inn f þessum athöfnum, og svo ég vitni í formála sýningarskrár, sem er eftir Knut Berg, „þá skiptir hið staðbundna, að þekkja staðina á myndinni, ekki máli, heldur leitar Thomas George eftir óhlutbundnari náttúrusýn, þar sem magn, þungi og kraftur tjáir þá dulúð, sem hann skynjar í náttúrunni." Þetta er alveg rétt og ferlið sýn- ir enn eina leið til að nálgast við- fangsefni sitt, en þær eru jafn ólík- ar og þær eru margar. Myndlistarmaðurinn Thomas Ge- orge virðist mjög þekktur í heima- landi sínu og Noregi, heimsfrægur í báðum löndúnum, ef svo má að orði komast, en hann hefur haldið fjölda einkasýninga frá því að hann kom kom fyrst fram f Ferargil Gall- eríi í New York árið 1951, auk þess sem engu minni íjöldi virtra safna hafa fest sér myndir hans. Mjög vel er búið að sýningunni í anddyrinu. Saskia de Vríendt Ein af myndum Thomas George. hveiju sinni. Óneitanlega er þetta dálítið furðulegur samruni — amerískur listamaður er notar aust- urlenzk skriftákn til að túlka norskt landslag! En af myndunum að dæma virðist listamaðurinn fyrst og fremst nota landslagið sem hug- myndabanka og innblástur til at- hafna, enda myndu flestir eiga er- fitt með að staðfæra einstaka myndir. Túsk-teikningamar eru einfaldar í Galleríi Svart á hvítu sýnir hollenska myndlistarkona, Saskia de Vriendt, málverk og tréristur fram til 3. júlí. Saskia útskrifaðist úr Ríkislista- skólanum í Amsterdam fyrir tveim árum og býr þar og starfar, en er. tengd Islandi í gegnum eiginmann sinn, Pétur Magnússon, myndlistar- mann. Hún kom fyrst til landsins árið 1983 og hefur ferðast víða um það, jafnt hringveginnn sem há- lendið, og er mjög hrifín af því, sem fyrir augu hennar hefur borið, en hrifnust er hún þó af Snæfellsnesi. Þetta kemur list hennar og mjmdunum, sem hún sýnir nú, heil- mikið við, því að þær eru allar gerð- ar undir áhrifum frá íslenzkri nátt- úru og landslagi og þá ekki síst fossum og vatnsföllum. Þetta er og allt sýnilegt í mynd- um, hennar, þótt hér sé ekki um neina uppdrætti að ræða né hefð- bundin íslenzk vinnubrögð — frekar bein hughrif, þar sem tvinnast sam- an huglægt og hlutlægt myndmál. í sumum myndum Saskiu kemur fram ljóðrænn tónn og er ég ekki frá því, að þar nái hún mestu sam- bandi við myndefni sitt, svo sem kemur fram í myndunum „Án titils“ nr. 1,6 og 8 í skrá. í þeim skynjar maður vissa tilfinningu fyrir mynd- efninu ásamt fáguðum litrænum FUAVORN SEM TRYGGIR TÍU SINNUM LENGRI ENDINGU /. Viðurinn er settur í stálhólk sem síðan er lofttœmdur til að fúavarnarefnið gangi bet- ur inn í viðinn. Þá er fúavarnarefninu dœlt í viðinn með yfirþrýstingi. Húsasmiðjan hefur í þjónustu sinni sérstaka fúavarnarstöð, sem fylgir ströngustu kröfum Norræna timburverndarráðsins, NTR. Fúavarnar- stöðin þrýstifúaver viðinn alveg inn að kjarna þannig að hver fruma viðarins er varin. Við þrýstiviðarvörn aukast nýtingarmöguleikar viðarins og endingin verður 5 til 10 sinnum lengri. Fúavörn í Fúavarnarstöð Húsasmiðjunn- ar fylgir stöðlum NTR, sem skipta þrýstifúavörðum við í þrjá flokka. Flokkar þessir, A, B, og M, gilda um s'tauravið, unninn við og óunn- mn. ' . 2. Geymirinn er tcemdur með undirþrýstingi og fúa- varnarefnið situr eftir í viðnum. 3. Gamla aðferðin ver að- eins ysta borð viðarins. Þegar þurrksprungur mynd- ast, eða aðrir áverkar, seg- ir sig sjálft hversu árang- ursrík slík vörn er. HUSA SMIDJAN SÚÐARVOGI 3-5 SÍMI 6877 00 Saskia de Vriendt undirtóni, sem hreyfir við skoðand- anum. En það eru þó dúk- og tréristum- ar þrjár, útfærðar í sterkum litum, sem sæta einna mestum tíðindum á sýningunni — hér gengur lista- konan miklu ákveðnari til verks en i málverkunum og mgetti því ætla, að sá kröfuharði miðill sé kjörinn vettvangur fyrir hana. Þetta kemur og einnig fram í grafíkmöppunni, sem inniheldur 8 litlar dúkristur, þótt ekki séu þær eins kraftmiklar og krassandi. Auðséð er á sýning- unni, að hér er á ferð ung myndlist- arkona, sem er ennþá að þreifa fyrir sér á sjálfstæðum vettvangi eftir langt nám, og af sýningunni að dæma virðast fijálsleg og kröft- ug vinnubrögð liggja betur fyrir henni en hæg og yfírveguð. Laugarásbíó sýnir nú kvikmynd- ina „Hail Hail Rock and Roll“ sem fjallar um ævi og feril Chucks Berrys. Kvikmyndum Chuck Berry í Laugarásbíói Laugarásbíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Hail Hail Rock and Roll“ sem fjallar um ævi og feril rokkkóngsins Chucks Berrys. Leikstjóri er Taylor Hackford sem gerði myndirnar La Bamba, Officer and a Gentleman, Against all Odds og White Nights. Ferill Chucks Berrys er rakinn í myndinni og meðal þeirra sem koma fram eru: Little Richard, Bo Didley, Roy Orbinson, Everly Brothers, Jerry Lee Lewis og Bruce Springsteen. Öll frægustu lög Chucks Berrys eru flutt af tónlistar- mönnunum Eric Clapton, Robert Cry, Etta James, Julian Lennon, Keith Richards og Lindu Ronstad. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.