Morgunblaðið - 07.07.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.07.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 17 En ekki varð sá friður langær né ljúfur. Ögmundur Jónasson fréttamaður í Kaupmannahöfn telur sig vitaskuld óbundinn af griðum heimamanna. Hann lætur dæluna ganga og sést ekki fyrir, hann á í heilögu stríði sem aldrei slotar og það er eins og fyrri daginn með hann Ögmund, að hann álítur sig hafinn yfir að taka mið af stað- reyndum og styðja mál sitt rökum. Gegn frjálsri fjölmiðlun Deilan um „Næturgönguna" snerist raunverulega um þá grund- vallarstefnu hvort Sjónvarpið skuli yfirleitt setja verk í vinnslu hjá einkafyrirtækjum eða ekki. Ög- mundur lætur mjög í veðri vaka að hann sé hreint ekki andvígur sam- starfi við einkageirann og sé reynd- ar fjarskalega andsnúinn hverskyns miðstýringu. Af öllu hans skrumi finnst mér þetta sýnu ógeðfelldast. Ögmundur Jónasson hefur ævinlega verið svar- inn fjandmaður ftjálsra útvarps- stöðva. Hann og bandamenn hans börðust á sínum tíma með kjafti og klóm gegn frjálsri fjölmiðlun og ef þetta fólk hefði fengið að ráða, þá væri hér engin Stöð tvö, engin Bylgja og engin Stjama. Þetta fólk tilheyrir ákveðinni manntegund, nefnilega þeirri sem alltaf og ævinlega berst gegn fijáls- ræði í þjóðfélaginu. Það vill sitja yfir kostum annarra, og það er stað- reynd sem aldrei má gleymast að þeir hinir sömu sem fyrrum börðust gegn ftjálsri fjölmiðlun, þeir beijast núna hvað óskaplegast gegn því að innlend dagskrárdeild feli einkafyr- irtækjum þáttagerð fýrir Sjónvarp- ið. Prófsteinn rógberans Ég hét því að bjóða Ögmundi og lesendum Morgunblaðsins þann prófstein sem úr því gæti skorið hvort málflutningur hans væri ótíndur rógur eða ætti við rök að styðjast. Hér kemur sá prófsteinn! Að hætti hins fræga Dags Tang- ens dylgjar Ögmundur Jónasson um einhver leynileg gögn sem afhjúpi herfilegt ástand á innlendri dag- skrárdeild. Ögmundur skrifar orð- rétt:_ „Á einu sviði hefur orðið umtals- verð fjölgun og útþensla hjá Sjón- varpinu í seinni tíð og það er í skrif- stofuhaldinu hjá innlendri dag- skrárdeild. Fram hefur komið í gögnum, að þessi deild hefur ekki aukið framleiðslu miðað við fjölgun starfsmanna. Skýringin er að hluta til sú að viðbótarmannafli hefur að verulegu leyti farið í stjórnsýslu af ýmsu tagi og þá einkum við að aðstoða dagskrárstjórann." Heldur er þetta ófögur lýsing og ljótt ef satt væri, en í viðurvist les- enda Morgunblaðsins skora ég nú á Ögmund Jónasson að birta þessi leyndardómsfullu gögn þegar í stað. Nú gefst honum kostur að taka af skarið og skera úr því sjálfur fyrir augliti lesendanna hvort hann fe með róg eða réttar sakir. Birtu nú, Ögmundur, þessi gögn sem þú vitnar til og eiga að sýna að afköst við innlenda dagskrárgerð séu minni nú en áður var. Syndu nú hér í Morgunblaðinu þau gögn sem sanna að orð þín séu annað en ruddalegur óhróður og þú sjálfur annað en ómerkilegur rógberi! Staðreyndir og tölur Ekki veit ég hve áhugasamir les- endur Morgunblaðsins eru almennt um málefni Sjónvarpsins eða hvort þeir láti sig miklu varða hvað er rétt og hvað er rangt í öllu þeim kjaftavaðli sem um þá stofnun flýt- ur jafnan, en til fróðleiks þeim les- endum, sem fylgjast vilja með mál- inu, skal ég hér með upplýsa strax nokkrar staðreyndir um afköst inn- lendrar dagskrárdeildar. í fyrra, 1987, nam útsent innlent dagskrárefni á vegum innlendrar dagskrárdeildar alls 20.072 mínút- um — rúmlega tuttugu þúsund mínútum. Þá eru ekki með taldar fréttir, fréttaskýringaþættir eða íþróttir, enda er það efni á höndum annarra deilda. Árið 1984 — fyrir þremur árum — nam samskonar dagskrárefni alls 6.560 mínútum. Aukningin er sem sagt þreföld. Á sama tíma hefur sá mannafli á dagskrárdeild, sem þessum þáttum sinnir, aukist úr ellefu í nítján, það er aukning um 73%. Þessar tölur segja mikilsverðan sannleika en þó ekki allan, því að aukning þessi stafar að hluta til af breyttu vinnulagi. Ef erlent, að- fengið efni í poppþáttum er tekið burt, svo og aðkeypt efni frá einka- fyrirtækjum (erlent barnáefni í Töfraglugga var ekki reiknað með heldur flokkað undir erlent efni í skýrslum aðalskrifstofu), þá standa eftir 15.000-16.000 mínútur, sem er innanhússframleiðsla deildarinn- ar 1987. Afköstin, reiknuð í mínút- um á mann, voru sem sagt um eða yfir 789 mínútum á mann í fyrra en 596 árið 1984. Þetta er veruleg aukning, þvert á staðhæfingar Ög- mundar Jónassonar. Þessar staðreyndir liggja fyrir handa hvetjum þeim sem hafa vill það er sannara reynist. Þær er að finna í skýrslum Sjónvarps fyrir skiptingu dagskrárefnis 1984 og 1987. Það breytir litlu þótt annað ár en 1984 sé valið, en ég hef kos- ið að hafa það til viðmiðunar, því að árið 1985 riðlaðist hin forna deildaskipting og innlend dagskrár- deild var þá stofnuð. Ögrnundur og Dag Tangen Það er ekkert launungarmál að ríkissjónvarpið á í vök að veijast um þessar mundir. Það er erfitt hlutverk, og kannski vonlítið, fyrir stofnun sem reyrð er föst á kerfis- klafann að etja kappi við óbundna stöð í einkarekstri. Þessa staðreynd skilja þeir báðir, Reagan og Gorb- atsjov. Ef Sjónvarpið ætlar að harka af sér kverkátak kerfisdauðans, þá verður það að nýta sér bestu kosti hins frjálsa hagkerfis. Einhvetjum kann að virðast hnútukast starfsmanna ríkissjón- varpsins eins og rifrildi milli far- þega um káetur í sökkvandi skipi. En það er með ólíkindum að maður sem er sérstaklega settur til að flytja íslendingum sannar sögur af atburðum heimsins skuli gerast ber að jafn leiðinlegum ósannindum og Ögmundur Jonasson. En lengi skal manninn reyna. Nú bíð ég bara eins og hinir eftir því að Ögmundur birti gögnin og skáki þar með Dag Tang- en! Höfundur er fulltrúi á innlendri dagskrárdeild Sjónvarps. NJOTTU ÞESS TVISVAR A DAG, EÐA OFTAR. Nýtt MACS tannkrem! Einstök flúorsamsetning nýja Macs tannkremsins verndar bæði tennur og tannhold. Og bragðið er . . . þú verður bara að prófa það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.