Morgunblaðið - 07.07.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.07.1988, Qupperneq 22
22 • MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 Laus úr gæsluvarðhaldi: Skildi eftir sig slóð afbrota Morgunblaðið/BAR Frá fundi stjórnmálafræðinema í Odda. Rúmlega fimmtíu manns sóttu fundinn. Fundur sljórnmálafræðinema við HÍ: Hæfur kennari verði skipaður í lektorsstöðu Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD boðuðu nemar í stjórnmálafræði við fél- agsvísindadeild Háskóla íslands til opins fundar í Odda, hugvis- indahúsi Háskólans. Umræðuefnið var ákvörðun menntamálaráð- herra að skipa Hannes Hólmstein Gissurarson í stöðu lektors í sljórn- málafræði við deildina. Mikil óánægja með stöðuveitinguna kom fram á fundinum, og var þess krafist að kennsla í grunngreinum stjórnmálafræði verði í höndum manns, sem hlotið hefur ótvíræðan hæfnisdóm deildarinnar. Nemendum kom saman um að berjast fyr- ir þessu markmiði sínu með ýmsum aðgerðum. „Þessu máli er ekki lokið og lýkur ekki í kvöld af okkar hálfu,“ sagði einn fundarmanna. Fundurinn samþykkti svohljóð- andi ályktun: „Opinn fundur stjómmálafræði- nema við Háskóla íslands, haldinn 5. júlí 1988 í Odda, ályktar: Fundurinn lýsir yfir vanþóknun sinni á þeirri lítilsvirðingu sem menntamálaráðherra hefur sýnt Háskóla íslands og nemendum í stjómmálafræði með skipun Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar í stöðu lektors í stjómmálafræði við skóiann. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við dómnefnd þá er mat umsælqendur um stöðuna. Jafn- framt fordæmir fundurinnn harð- lega þær dylgjur sem ráðherrann hefur viðhaft um félagsvísindadeild og kensluhætti þar. Skoðanir manna koma hæfni þeirra til fræðslustarfa og kennslu ekkert við. Fundurinn lýsir yfir undmn sinni á að menntamálaráðherra skuli hafa gengið framhjá tveimur um- sækjendum er hlotið höfðu ótvíræð- an hæfnisdóm; þeim Ólafi Þ. Harð- arsyni og Gunnari Helga Kristins- syni, en ráðið í þeirra stað manna sem hefur enga undirstöðumenntun í stjómmálafræði. Fundurinn mótmælir því að álit tveggja fyrrverandi kennara eins umsækjandans, Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, og álit dr. Gunnars Pálssonar sé látið vega þyngra en álit faglegrar dómnefnd- ar. Það er algerlega óviðeigandi að ráðherra hunsi faglega dómnefnd Háskólans _með þessum hætti. Háskóli Islands á að sjá um sínar stöðuveitingar sjálfur út frá þeim faglegu forsendum sem skólinn er sjálfur best fallinn til að meta. Stöðuveitingar í ftjálsum mennta- stofnunum, eins og Háskóli íslands á að vera, mega alls ekki stjómast af duttlungum misviturra stjóm- málamanna. Fundurinn telur embættisverk þetta vera afar gróflega móðgun við Háskóla íslands og frelsi hans og afar hættulegt fordæmi. Með því að skipa mann í stöðuna sem ekki hefúr hlotið ótvíræðan hæfnisdóm dómnefndar eru hags- munir stúdenta við Háskóla íslands fyrir borð bomir. Því skorar fundur- inn á menntamálaráðherra, Birgi ísleif Gunnarsson, að bæta fyrir óhappaverk þetta með því að lekt- orsstaða í stjómmálafræði við HÍ verði skipuð hæfum manni." Menntamálanefnd SHÍ 1 einhuga í andstöðu við ráðherra Á fundinn mætti Valborg Snæv- arr, formaður menntamálanefndar Stúdentaráðs HÍ. Valborg skýrði frá því að menntamálanefndin hefði haldið fund fyrr um kvöldið, þar sem samþykkt var samhljóða álykt- un, þar sem ákvörðun ráðherra er mótmælt harðlega og talið að með henni sé vegið að faglegu sjálfstæði Háskólans. Ályktunin verður lögð fyrir fund Stúdentaráðs í dag. Há- skólaráð fundar svo um stöðuveit- inguna á morgun. Síbrotamaður er losnaði nýlega úr þriggja mánaða gæsluvarð- haldi notaði tækifærið til að ferð- ast um Suður- og Austurland skiljandi eftir sig slóð afbrota. Hann var um síðir handtekinn og fluttur suður en sleppt þar strax við komuna enda búinn að játa á sig öll þau afbrot sem vit- að var um. Sagan hefst á bílasölu í Reykjavík s.í. föstudag. Þangað kom maðurinn við þriðja mann og vildi kaupa bíl. Var það auðsótt mál og bílinn borgaði hann með skuldabréfí. Sá er tók við bréfinu hringdi fyrst í viðskiptabanka sinn og fékk grænt ljós er hann spurðist þar fyrir um nafnnúmer síbrota- mannsins. Skömmu eftir að bílkaupin fóru fram handtók Rannsóknarlögreglan manninn á bílnum enda er hann réttindalaus og var þar að auki með þýfi í bílnum. Hann var tekinn í yfirheyrslu og áminntur um að aka ekki bílnum en síðan var honum sleppt. Skömmu síðar kom maður- inn, með vinkonu sinni, og tók bif- reiðina. Segir ekki af högum þeirra tveggja fyrr en seint aðfararnótt laugardagsins að þau aka bílnum út af veginum skammt frá Kirkju- bæjarklaustri þannig að honum hvolfír og hann skemmist mikið. Var parið verulega ölvað er þetta gerðist. Fólk er leið átti um bauð þeim aðstoð sína og að hafa sam- band við lögregluna en ekki þáði parið það. Fólkið hafði samt sam- band við lögreglun sem kom og tók parið í sína vörslu. Farið var með parið á Kirkjubæ- jarklaustur, fyrst á heilsugæslu- stöðina en síðan í húsnæði lögregl- unnar þar sem þau voru yfírheyrð. Maðurinn gaf lögreglunni upp alls- konar nöfn áður en hann fékkst til að segja sitt rétta nafn og förinni sagði hann heitið á bóndabæinn Seyðisfjörð. Er honum var bent á að Seyðisíjörður er kaupstaður sagði hann að bóndabærinn héti Eskifjörður. Lögreglan kom parinu fyrir svo það gæti sofið úr sér vímuna. Morg- uninn eftir var aðeins stúlkuna að fínna á lögreglustöðinni, maðurinn hafði brugðið sér frá til að stússa í bíl sínum. Var hann tekinn á hon- um skömmu síðar á Klaustri. Aftur var þeim báðum komið fyrir á lög- reglustöðinni en skömmu síðar hurfu þau á braut þaðan og fóru á puttanum í átt til Eskifjarðar. Upp- gvötvaði einn af lögreglumönnun- um á Klaustri þá að þau hefðu stol- ið frá honum tveimur ávísanaeyðu- blöðum. Næst fréttist af parinu á laugar- dagskvöld þar sem þau brutust inn í kaupfélagið á Djúpavogi og stálu þaðan 30.000 krónum auk ýmissa vara. Við komuna til Eskifjarðar var parið umsvifalaust handtekið og fært til yfirheyrslu. Þar viður- kenndu þau öll afbrotin og þýfið frá Djúpavogi komst til skila en ekki ávísanimar. Parið var haft í haldi fyrir austan þar til á mánudagskvöld að það var sent til Reykjavíkur með flugvél. Þurfti sýslumannsembættið í Suð- ur-Múlasýslu að borga farið enda parið allslaust. Keflavíkurflugvöllur; Yfirmannaskipti hjá flotastöðinni Keflavík. YFIRMANNASKIPTI urðu hjá flotastöðinni á Keflavíkurflugvelli 1. júlí sl. Þá lé Peter C. Baxter, kapteinn í bandaríska flotanum, af störfum, en hann hefur gegnt þessu starfi undanfarin tvö ár. Við starfi hans tók Richard E. Goolsby, kafteinn, en hann starfaði hér á landi sem herráðsforingi í flugdeild flotans í 3 ár á árunum 1984 til 1987. Richard E. Gollsby hefur mastergráðu í alþjóðastjórn- málum og undanfarið ár hefur hann unnið að rannsóknum við The Center of Strategic and International Studies í Washington. Fjölmargir íslenskir gestir voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal allir fulltrúar byggðarlaganna á Suðumesjum og stjómendur helstu stofnana. Friðþór Eydal, blaðafull- trúi vamarliðsins, sagði að starf yfírmanns flotastöðvarinnar mætti líkja við starf bæjarstjóra. Hann stjómaði stærstu deild vamarliðsins sem veitti alla þjónustu á vamar- svæðinu og rekstur flugvallarins heyrði einnig undir stjóm yfirmanns flotastöðvarinnar. Friðþór Eydal sagði ennfremur, að yfírmaður flotastöðvarinnar ætti mikil samskipti við íslenska aðila, enda heyrðu allir íslenskir starfs- menn varnarliðsins undir hans Leiðrétting Þriðjudaginn 5. júli birtist grein í blaðinu um 12 manna §ölskyldu sem fór til Kempervennen í sum- arfrí. I greininni stóð að Kempervenn- en væri í Þýskalandi en Kemper- vennen er í Hollandi og eru lesend- ur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. deild. Yfirmaður flotastöðvarinnar ætti auk þess sæti í sameiginlegri vamarmálanefnd á vegum utanrík- isráðuneytisins og varnarliðsins ásamt yfirmanni vamarliðsins, Eric A. McVadon, flotaforingja. - BB Fyrrum yfirmaður flotastöðvarinnar, Peter C. Baxter, kafteinn, sem nú hverfur til starfa í höfuðstöðvum bandariska flotans og nýi yfir- maðurinn, Richard E. Goolsby, kafteinn, skera fyrstu sneiðina af stórri tertu sem boðið var upp á. Fjölmargir íslenskir gestir voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal allir fulltrúar byggðarlaganna á Suðurnesjum auk stjórnenda helstu stofnana á svæðinu. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þorsteinn Ingólfsson skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofunnar ræðir við Richard E. Goolsby, kaftein, hinn nýja yfirmann flotastöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli, í lok athafnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.