Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 1
158. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Alnæmi í Úganda: Hundruð þúsunda látin um aldamótin Kampala. Reuter. HUNDRUÐ þúsunda Úgandabúa munu hafa látist úr alnœmi um næstu aldamót. Er þetta haft eftir yfirmanni alnæmisvarna í landinu, banda- ríska alnæmissérfræðingnum og trúboðanum dr. Richard Goodgame. „Jafnvel þótt útbreiðsla sjúk- dómsins stöðvaðist á þessu andartaki munu hundruð þúsunda manna falla fyrir alnæminu fram að aldamótum," sagði dr. Goodgame í grein, sem birt- ist í stjómardagblaðinu Ný sýn. Úgandabúar eru 16 milljónir tals- ins og alnæmið er hvergi útbreiddara en þar. Sagði Goodgame, að allt að 15% borgarbúa í suður- og austur- hluta landsins væru sýkt og á sjúkra- húsinu þar sem hann starfaði væri helmingurinn smitaður. 11-19% blóð- gjafa í Kampala eru smituð og við aðrar athuganir hefur komið í ljós, að 10% og upp í 24% þungaðra kvenna eru með alnæmi á einhveiju stigi. Gríska sósíalistastjórnin: Bandarískar her- stöðvar burt 1990 Aþenu. Reuter. GRISKA stjórnin tilkynnti Banda- ríkjastjórn í gær, að bandarískar herstöðvar í Grikklandi yrðu að vera á burtu um mitt ár 1990. Grikkir og Bandaríkjamenn hafa átt í viðræðum um herstöðvarnar en hingað til hefur strandað á Gríska feijan: Iranir sverja af sér ábyrgð Beirut, Nikósía. Reuter. ÁÐUR óþekkt samtök i Líbanon lýstu í gær á hendur sér árásinni á grisku ferjuna en í henni létust níu ferðamenn og 80 slösuðust. íranir hafa svarið af sér alla ábyrgð á hryðjuverkinu. Samtök, sem kalla sig „Samtök fómarlamba palestínsku byltingar- innar“, sögðu í tilkynningu í gær, að þau hefðu gert „leifturárás á síoníska, bandaríska og breska her- menn“ um borð í feijunni til að hefna ofsókna á hendur Palestínumönnum og öðmm aröbum. Ali Akbar Rafsanjani, yfirmaður íranska hersins, sagði í gær, að íran- ir hefðu hvergi komið nærri árásinni á feijuna enda væri um að ræða samsæri gegn írönum vegna um- ræðna í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna í dag um írönsku þotuna, sem Bandaríkjamenn skutu niður. þeirri kröfu þeirra fyrrnefndu, að Bandaríkjastjórn taki afstöðu með þeim í deilunni við Tyrki um yfirráð á Eyjahafi. Bandarískir embættismenn segjast enn hafa vonir um nýjan samning. I bréfí, sem gríska sósíalistastjóm- in sendi bandarískum stjómvöldum, sagði, að bandarísku herstöðvamar fjórar og 20 minni bækistöðvar skyldi leggja niður og fjarlægja ekki seinna en í júní 1990 en núverandi fímm ára samningur milli ríkjanna rennur út um nk. áramót. Andreas Papandreou forsætisráð- herra, sem lofaði að leggja niður bandarísku herstöðvamar þegar hann komst til valda árið 1981, hef- ur áður sagt, að hann sé reiðubúinn til viðræðna um herstöðvamar jafn- vel eftir að núgildandi samningur rennur út en til þessa hafa átta samn- ingalotur steytt á þeirri kröfu hans, að Bandaríkjastjóm skipi sér með Grikkjum í deilunum við Tyrki. Vestrænir stjómarerindrekar segja, að Papandreou sé sjálfur í klípu vegna þingkosninganna í júní á næsta ári en til þeirra getur hann varla gengið með nýjan samning nema hann geti túlkað hann sem sigur fýrir Grikki. Bandarískir embættismenn sögðu í gær, að tilkynning grísku stjómar- innar hefði ekki komið á óvart en kváðust þó bjartsýnir á nýjan samn- ing um herstöðvamar. Naglspáin reyndistrétt Candido Ortiz, 63 ára gamall skúringamaður í New York, mun líklega eiga náðuga daga í ellinni því að í fyrradag fékk hann stóra vinninginn í ríkis- lottóinu og er nú 22 milljónum dollara, einum milljarði ísl. kr., ríkari. Fólst getspeki hans í því, að hann stakk nagla í gegnum einn seðilinn öfugan og veðjaði síðan á þær tölur, sem naglinn lenti á. Ortiz ætlar að halda skúringunum áfram enn um hríð en féð ætlar hann m.a. að nota til að kaupa íbúðir handa bömunum sínum fímm. Myndin er af Ortiz þegar hann kom fram á blaðamannafundi í gær. Reuter Reuter Svikabrigsl íMexíkó Búist hafði verið við, að endanleg úrslit í þing- og forsetakosningunum í Mexíkó yrðu birt í nótt sem leið og blandaðist engum hugur um, að Byltingarflokkurinn yrði áfram við völd eins og hann hefur verið sl. 59 ár. Stjómarandstaðan sakar hins vegar stjómvöld um stórkostlegt kosningasvindl og þau aftur stjómarand- stöðuna um að fara með staðlausu stafi. Myndin var tekin þegar Manuel Clouthier, einn frambjóðenda stjómarandstöðunnar, reyndi að nálgast fráfarandi forseta, Miguel de La Madrid, til að mótmæla kosninga- framkvæmdinni en öryggisverðir forsetans gerðu þá fyrirætlan að engu. Dollarinn hækkar enn vegna meiri hagvaxtar Washington, London. Reuter. GENGI dollarans hækkaði allnokkuð í gær eftir að bandaríski seðlabankinn hafði spáð meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en búist hafði verið við. Reyndi bankinn að stemma stigu við gengishækkuninni með dollarasölu en ekki er talið, að hún hafi haft mikil áhrif. Hefur gengi dollarans gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum ekki verið hærra í niu mánuði. (Þess má geta, að fyrir níu mánuðum var kaupgengi dollarans gagnvart islensku krónunni 36,50 en í gær var það 46,00 kr.) Alan Greenspan seðlabanka stjóri kynnti þinginu í gær nýja skýrslu um efnahagsmálin og er í henni gert ráð fyrir, að hagvöxt- urinn verði 2,75-3% á árinu en lækki í 2-2,5% á því næsta. Þá er talið, að viðskiptahallinn fari áfram minnkandi og nú gætir minni ótta við verðbólgu en áður. Er því spáð, að hún verði 3-3,75% á árinu en kunni að hækka í 4,5% 1989. Á fjármálamörkuðunum hafa menn haft áhyggjur af, að upp- gangurinn í bandarísku efna- hagslífi, mikil framleiðsla og auk- inn útflutningur, ýti undir kaup- kröfur og þar með verðbólgu og vegna þess greip seðlabankinn til ýmissa ráðstafana á útmánuðum, sem ollu vaxtahækkun. Greenspan sagði í gær, að ekki væri að búast við meiri vaxtahækkunum og bætti því við, að verðbólgan kynni jafnvel að lækka á næstunni. „Við byggjum þá spá á þvi, að vinnuveitendur og verkalýðsfélög skilja nú betur en fyrr, að við verð- um að stilla kröfunum í hóf og vera samkeppnisfærir á alþjóðleg- um markaði," sagði Greenspan og lagði áherslu á, að það, sem var- ast bæri umfram allt, væru miklar sveiflur í gengi gjaldmiðilsins og starfsemi samkeppnisfyrirtækja. Þá sagði hann, að eftir sem áður lifðu Bandaríkjamenn um efni fram og hvatti þingið til skera niður fjárlagahallann og auka inn- lendan spamað. Fyrir dollarann fengust í gær 1,85 vestur-þýsk mörk og 133 jap- önsk jen. Hefur dollarinn ekki ver- ið skráður hærra í níu mánuði. Nagorno-Karabakh: Skyndifundur í æðsta ráðinu Moskvu. Reuter. ÆÐSTA ráðið í Sovétríkjunum hefur verið boðað til neyðarfund- ar á mánudag til að ræða þá ákvörðun yfirvalda í Nagorno- Karabakh að segja sig úr lögum við Azerbajdzhan og sameinast Armeníu. Þingið í Azerbajdzlian hefur að vísu ógilt hana en stjórn- málaskýrendur segja, að hún sé mesta ögrun við sovéska ríkið, sem um getur í 70 ára sögu þess. Sovéska æðsta ráðið mun fjalla um ástandið í Kákasuslýðveldun- um á sérstökum skyndifundi nk. mánudag og þá ætlar sendinefnd frá armenska kommúnistaflokkn- um að leggja fram ályktun þar sem hvatt er til, að Nagorno-Karabakh verði sameinað Armeníu. í gær ógiltu stjórnvöld í Az- erbajdzhan ákvörðun héraðs- stjórnarinnar í Nagorno-Karabakh um að slíta sambandi við Az- erbajdzhan og svo virðist sem af- staða stjórnarinnar í Kreml sé að harðna í þessu máli ef marka má frétt í sovéska sjónvarpinu í gær. Var þar farið hörðum orðum um ákvörðun héraðsstjómarinnar í Nagomo-Karabakh og meðal ann- ars sagt, að lögreglan þar hefði lagt hald á mikið af vopnum, sem fundist hefðu í fómm manna þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.