Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
9
SKAMM
TÍMABRÉF
HKAUPÞiNG HF
Húsi verslunarinnar. sími 68 69 88
HAGKVÆM
ÁVÖXTUN
SKAMM-
TÍMAFJÁR
Nú er auövelt aö ávaxta fé sem einungis er
til ráðstöfunar um skamman tíma, meö skjótum
og traustum hætti. Meö tilkomu Skammtímabréfa
Kaupþings opnast nýr möguleiki fyrir alla þá
sem hingað til hafa ekki getað nýtt sér hagstæöa
ávöxtun vegna langs binditíma.
Skammtímabréfin eru einmitt ætluð þeim
sem þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma
en vilja jafnframt ávaxta þaö á sem hagkvæmastan
hátt. Bréfin eru gefin út í einingum aö nafnviröi
10.000 kr. 100.000 kr. og 500.000 kr.
Miðað viö núverandi markaöshorfur á íslenskum
verðbréfamarkaöi er ráögert aö Skammtímabréf beri
7-8% vexti umfram verðbólgu. Peim fylgir
enginn aukakostnaður og innlausn þeirra
er einföld og hröð.
SÖLUGENGIVERÐ
EININGABRÉF 1
EININGABRÉF 2
EININGABRÉF 3
LlFEYRISBRÉF
SKAMMTÍMABRÉF
3.087,-
1.777,-
1.966,-
1.552,-
1.095-
Útflutningur á ferskum fiski:
,Reglurnar óljósar og sett-
ar til bjargar skussunum
— segja útgerðar menn á Vestfjörðum
Þjóðarbúið og samkeppnin
Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér endurskoðaða þjóðhagsspá,
þar sem því er spáð, að í ár verði metsjávarafli eða alls veiðist
1,8 milljón tonn af fiski. Hins vegar spáir stofnunin því einnig,
að halli verði á botnfiskveiðum og vinnslu sjávarafurða. Þetta
eru ekki góð tíðindi, að fyrir mikinn afla fáist ekki verð, sem
dugar til að greiða kostnaðinn við að ná í hann. Skýringarnar á
þessu tapi eru margar og helst staldra þeir, sem við fiskvinnslu
og útgerð starfa, við markaðsaðstæður og samkeppnina úti í
hinum stóra heimi. Kröfur til annarra eru góðra gjalda verðar
en verða oft marklausar, ef menn gera ekki fyrst kröfur til sjálfra
sín. Athyglin þarf ekki síður að beinast að innlendum kostnaði
en markaðsstöðunni. Er hugað að þessu í Staksteinum í dag
og meðal annars vitnað í Morgunblaðssamtal við Þorstein Þor-
steinsson, verkfræðing.
Litlar kröfur
og agaleysi
Þorsteinn Þorsteins-
son, verkfræðingur, hef-
ur verið búsettur í
Bandarikjunum í 33 ár.
Hann starfaði um tima
hjá Coldwater en rekur
nú eigið fyrirtæki. í
Morgunblaðssamtali sl.
sunnudag lýsir hann við-
horfum sínum til
íslenskra málefna meðal
annars með þessum orð-
um:
„Styrkur islensku
þjóðarinnar er fyrst og
fremst sá að þar er gott
fólk. íslendingar eru
vandvirkir og þeir hafa
til að bera ríka sjálfs-
bjargarviðleitni. Að auki
eru þeir vel að sér og
bera mikla virðingu fyrir
menntun. Þetta höfum
við fram yfir margar
þjóðir.
Því miður höfum við
oft of mildð sjálfsálit. Við
teljum sjálfsagðan hlut
að við séum gáfaðasta
þjóð í heimi. Þetta er
þröskuldur fyrir þann
sem ætlar að selja eitt-
hvað. Honum hæfir best
að vera lítillátur, hlusta
á aðra og laga sig að
þörfum viðskiptavinar-
ins. Ég tel að það myndi
hjálpa ef fólk heima
gerði sér grein fyrir þvi
að við íslendingar erum
í harðri samkeppni við
aðrar þjóðir, jafnhæfar
og jafndugandi. Slík
samkeppni gerir að verk-
um að við verðum sífellt
að leitast við að gerar
vörur okkar betri.
Annar dragbítur á
framþróun okkar er til-
hneigingin til að skýla
okkur á bak við smæð
lands og þjóðar. Ég tel
að við getum ekki gert
minni kröfur til okkar
vegna þess að við séum
h'til eða afskekkt. Ef við
erum sífellt að afsaka
okkur á þann hátt þá
náum við aldrei við-
hlítandi árangri.
Síðast en ekki sist held
ég að íslenskt þjóðfélag
í dag sé agalaust. Jafn-
rétti er ríkjandi og það
er gott. Agi er hins vegar
lítill og við slikar aðstæð-
ur náum við ekki árangri
á heimsmælikvarða.
Engin þjóð í heimi hef-
ur meiri möguleika en
íslendingar ef þeir beita
sér eins og þeir eru fær-
ir um að gera. Mér finnst
stundum tilhneiging
heima til að umbera það
sem er lélegt. Þessu þarf
að breyta og við þurfum
að læra að dæma á sann-
gjaraan hátt bæði það
sem er gott og lélegt. Ef
þetta tekst eru okkur all-
ir vegir færir.“
Opinber
forsjá
í umræðunum um af-
komu fiskvinnslu og út-
gerðar hafa menn beint
athygli að útflutningi á
ferskum fiski til Bret-
tands og annarra Evr-
ópulanda. Hefur mörg-
um þótt ámælisvert,
hvemig þar hefur verið
staðið að verki, þegar
mikið framboð á fiski
hefur Ieitt til verðfalls.
Fór svo að utanríkisráðu-
neytið ákvað að grípa
fram fyrir hendur á út-
flytjendum og nú á að
stjórna þessum þætti
fisksölunnar með opin-
berri forsjá og leyfum.
Hefur sú tilhögxm mælst
misjafnlega vel fyrir.
1 Morgunblaðinu hafa
að undanfömu birst
samtöl við ýmsa sem að
fiskveiðum og útflutn-
ingi standa og hafa þeir
lýst áliti sínu á hinum
nýju reglum. Halldór
Jónsson á Súðavík varp-
ar þessum spurningum
fram hér f blaðinu í gær
af þessu tilefni: „Hefur
áætlanabúskapur gengið
svo vel hjá öðrum þjóð-
um, að ástæða sé til að
taka hann upp á íslandi
við fiskveiðar? Eru ein-
hver skynsamleg rök fyr-
ir þvi að 600 tonna út-
flutningur á þorski og
ýsu á viku í 11 vikur sé
f einhveiju samræmi við
þá flóknu og viðkvæmu
markaði, sem við erum
að bijóta okkur leið á?“
Öll þróun f alþjóðavið-
skiptum er á sama veg,
að frelsi skuli aukið og
hindranalaus aðgangur
að mörkuðum skili að
lokum bestu niðurstöð-
unni bæði fyrir sejjendur
og kaupendur. Þá er þró-
unin í stjóra efnahags-
mála á þann veg, að áætl-
anabúskapur sé af hinu
illa og markaðurinn og
það sem hann gefur sé
besti mælikvarðinn, þeg-
ar metin er hagkvæmni
í framleiðslu og ákveðið
verð á því, sem framleitt
er. Að öllu athuguðu
hefði mátt ætla, að i utan-
ríkisráðuneytinu við
Hverfisgötu væri mönn-
um ljós þessi kjarai i per-
estrojkunm, en hún á ef
til vill ekki við um opin-
bera forsjá á íslandi.
Það er rétt þjá Þor-
steini Þorsteinssyni, að
smæð lands og þjóðar er
oft notuð sem röksemd,
þegar teknar eru ákvarð-
anir á borð við þær. sem
hér er lýst. Þorsteinn tel-
ur þetta hins vegar af-
sökun, sem standi i vegi
fyrir þvi, að við náum
viðlilitandi árangri á er-
lendum mörkuðum. Að
þessu sjónarmiði er nauð-
synlegt að hyggja og oft
vakna spurningar um
það, hvort ihlutun stjórn-
valda i markaðsmál eigi
ekki fremur rætur að
rekja til pólitfskra frið-
kaupa á heimavelli en
kalds mats á raunveru-
legum aðstæðum á mark-
aðnum sjálfum. Enda eru
stjómvöld oftast best fær
um að meta vægi þess
þrýstings, sem þau verða
sjálf fyrir, en lítt f stakk
búin til að gera hlutlæga
úttekt á erlendum tnark-
aðsaðstæðum.
STÆRÐIR 28“, 32“ og 36“
G. J.FOSSBERC
VÉLAVERZLUN HF.
Skúlagötu 63 - Reykjavik
Sfmi 18560
HJÓLSAGAR-
BLÖÐ
FYRIR STÓR-
VIÐARSAGIR
Gódan daginn!
J/eronesi
Skilvindur
Sjálfhreinsandi og handhreinsaöar
smurollu- og brennslu olíuskilvindur stórar
og smáar í skip og báta.
ítölsk gæðavara á góðu verði með stuttum
afgreiðslufresti.
Þekking Reynsla Þjónusta
Einkaumboð á fslandi
....... N N
Suðurlandsbraut 8. 128 Reykjavik
Simi: 91-84670