Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 25 Austurríkismenn taka við forystunni í EFTA Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UM mánaðamótin lauk forseta- tímabili Finna í EFTA þegar Austurríkismenn tóku við emb- ættinu. Robert Graf, efnahags- málaráðherra Austurríkis, kom til Brussel í byijun þessarar viku til viðræðna við Willy De Clerq- ue, sem fer með utanrikismál innan framkvæmdastjórnar Evr- ópubandalagsins. Á fundinum ræddu þeir samskipti EB og EFTA fram að næstu áramótum og hugsanlega forgangsröð við- ræðuefna. Á blaðamannafundi, sem Robert Graf hélt í skrifstofuhúsnæði EFTA í Brussel, sagði hann að hollusta Austurríkismanna við EFTA væri algjör, umsókn um aðild að EB, sem ekki væri búið að skrifa og þaðan af síður samþykkja, breytti engu þar um. Hann vísaði á bug því við- horfi að með umsókn að EB væru Austurríkismenn að lýsa vantrausti á EFTA. Graf sagði að á meðan Austurríkismenn væru í EFTA þá myndu þeir vinna þar af heilindum. Graf sagði að fundur hans og De Clerque hefði verið vinnufundur, þeir hefðu rætt möguleikann á því að taka fyrir fá viðræðuefni seinni hluta ársins með það að markmiði að ljúka viðræðum um einhveija þætti með samingum fyrir áramót. Austurríkismenn vilja leggja áherslu á að ljúka einhveijum hluta þeirra samninga sem eru i gangi á milli EFTA og EB í forsetatíð sinni. Hér er um að ræða samskipti á sviði menntunar og skólamála, t.d. aðild að ERASMUS-áætluninni, umhverfisvernd og þá helst varnir gegn mengun í jarðvegi og vatni, flutningaleiðir og ferðafrelsi fólks og fjármagns. Nauðsynlegt sé að búa til einhvem kjarna í hið svokall- aða evrópska efnahagssvæði og setja aðgerðum einhveija tímaáætl- un. Framtíð EFTA er í nokkurri óvissu, Austurríkismenn lýstu því yfir skömmu áður en þeir tóku við forsetaembættinu að þeir hygðust sækja um aðild að EB. í rauninni verður að líta svo á að þeir séu að lýsa yfir vantrausti á EFTA sem samningsaðila við EB. Það er a.m.k. ljóst að þeir telja hagsmunum sínum betur borgið innan EB en EFTA. Flóð íBangladesh Reuter Mikil flóð herja nú á Bangladesh og hafa að minnsta kosti 70 manns farist og 50.000 misst heimili sín. Stafa flóðin af óvenjumiklum mons- únrigningum en svo virðist sem alls kyns náttúruhamfarir séu óvíða algengari en í þessu fátæka landi. Bretland: Foreldrar kenni bömum stafrófið St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. BORN, sem kunna stafrófið, þegar þau hefja skólagöngu, hafa verulegt forskot á önnur börn í námi, að því er kemur fram í könnun vísindamanna í Lundúnaháskóla, að sögn Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Vísindamennirnir telja því, að foreldrar eigj að kenna börnum sínum stafrófið, áður en þau byrja í skóla. Barbara Tizard prófessor stjóm- aði rannsókn á námshæfni barna. Niðurstaðan er í sem fæstum orð- um sú, að börn, sem kunna stafróf- ið, þegar þau byija í skóla fimm ára gömul (en þá hefst skólaganga í Bretlandi), hafa marktækt for- skot á þau börn, sem kunna það ekki. Forskotið er enn til staðar, þegar bömin em átta og hálfs árs. Þessi munur er óháður stéttarstöðu foreldra og litarhætti. Tizard segir, að öruggasti mæli- kvarðinn á lestrarkunnáttu barna, þegar þau em átta og hálfs árs gömul, sé, hve marga stafi þau þekktu, þegar þau byijuðu í skóla. Þetta sé mikilvægara en að foreldr- ar lesi mikið fyrir bömin. Niðurstöðumar byggjast á könnun á 250 bömum í 33 barna- skólum í Lundúnum. Þær ganga þvert á viðteknar skoðanir ýmissa kennara á námshæfni bama. Þeir telja margir, að ekki sé nein ástæða til að láta börn læra neitt, áður en þau koma í skóla, og letja for- eldrajafnvel til að aðhafast nokk- uð. í könnun Tizards kom í ljós, að kennarar væntu lítils af bömum. Einungis þriðjungur þeirra taldi, að börn ættu að þekkja einhveija stafi, þegar þau byijuðu í skóla. Þriðjungur kennaranna taldi, að börnin gætu ekki talið nema upp að fimm. I ljós kom hins vegar, að börnin kunnu fimm stafi að meðaltali og gátu talið upp að tíu, þegar þau byijuðu í skólanum. Þeir kennarar, sem gerðu meiri kröfur, náðu betri árangri en aðrir. Það kom einnig fram, að kenn- arar vanmeta hjálp foreldra við böm sín í námi. Þetta á sérstak- lega við um foreldra úr verkalýðs- stétt eða þá, sem era svartir á hörand. í könnuninni kom einnig fram, að 59% foreldra höfðu kennt GARÐASTÁL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HEÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 bömum sínum margföldunartöfl- una, þegar þau vora sjö ára, en einungis einn af hveijum tíu kenn- uram hafði hvatt þá til þess. Peter Mortimer, prófessor í upp- eldisfræðirannsóknum við háskól- ann í Lancaster, segir, að foreldrar og kennarar geti lært margt af niðurstöðum þessara rannsókna. Þótt fjögurra ára börn þurfí að gera ýmislegt fleira en að læra, sé engin ástæða til annars en að örva vitsmuni þeirra. „Klámrit“ gerð upp- tæk í Kina Peking. Reuter. RIKISREKNU útgáfufyrir- tæki í Kína hefur verið gert að eyðileggja allar birgðir • sem það á af skáldsögu eftir Jackie Collins. Fyrirtækið hefur einnig verið sektað fyrir að dreifa klámritum. Þetta kom fram í bandariska blaðinu People’s Daily á mánudag. Að sögn blaðsins þá er út- gáfufyrirtækið eitt fórnar- lamba herferðar sem nú stend- ur yfír Kína gegn því sem kínverska stjórnin kallar klám- rit. Flest þessara rita era þýð- ingar á vestrænum reyfuram. People’s Daily segir að útg- áfufyrirtækinu hafi verið gert að greiða sem svarar rúmlega hálfri milljón íslenskra króna í sekt fyrir að prenta og dreifa 370.000 eintökum af reyfara eftir Jackie Collins sem nefnist „ Braskarinn". Kjörbók Landsbankans j Afturvirk vaxtahækkun á 16 og 24 mánaða innstæður. Engu að síður er Kjörbókin algjörlega óbundin. Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.