Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
29
legt, en það er líka alveg ástæðu-
laust. Hætturnar af kjarnorkuver-
um eru aðrar og smærri, en engu
að síður alveg raunverulegar.
Kol og geislavirkni
Það eru fáar þjóðir, ef nokkrar,
sem njóta þeirrar gæfu að geta
framleitt alla sína raforku með
vatns- eða gufuafli. Bretar geta það
ekki. Mest er framleitt með því að
brenna kol. Kolabrennslu fylgir súrt
regn og henni- fylgir líka geisla-
virkni. Það er meiri geislavirkni frá
kolabrennslustöð en frá Dounreay
stöðinni, sem er svo aftur einungis
brot af geisluninni frá vatnskældum
kjarnakljúfum.
Það er líka ástæða til að átta sig
á tvennu öðru. Geislun er eðlilegur
hluti af náttúrunni og 87% af þeirri
meðaltalsgeislun, sem hver og einn
verður fyrir á Bretlandi á hverju
ári, er úr náttúrunni. 0,5% hennar
koma úr sjónvarpi, flugferðum eða
sjálflýsandi úrum. Einungis 0,1%
stafa af úrgangi kjarnorkuvera.
Sömuleiðis er mun hættulegra að
starfa við fiskveiðar en í kjarnorku-
veri. Á meðan möguleikarnir á að
látast í umferðaslysum í Bretlandi
er 1 á móti 7000 eru möguleikarn-
ir á að látast vegna geislunar frá
kjarnorkuveri 1 á móti 40 milljón-
um. Þetta eru staðreyndir, sem
skipta máli, þegar verið er að meta,
hvort kjarnorkuver eru fýsileg til
að framleiða raforku.
'num.
Áhyggjiir íslendinga
En það með áhyggjur íslendinga?
Þeirra áhyggjur er þrenns konar,
að því er mér virðist. í fyrsta lagi
eru það áhyggjur af úrgangi, sem
fer í hafið. I öðru lagi eru það
áhyggjur af flutningum með úr-
gang og eldsneyti til og frá Doun-
reay. I þriðja lagi þá teljum við
óeðlilegt að þjóðir við Norður-Atl-
antshaf þurfi að þola afleiðingar
óhappa, ef einhver verða, en aðrir
njóta gæðanna af framleiðslunni.
Fyrsta atriðinu var einfaldlega
svarað með því að benda á að úr-
gangurinn, sem færi í sjóinn, væri
alls ekki skaðlegur. Allar mæling-
ar, sem hefðu verið gerðar, segðu
að mengunaráhrif stöðvarinnar,
eins og hún væri nú starfrækt,
væru hverfandi. Ef endurvinnslu-
stöðin yrði byggð í upphaflegri
stærð, myndi það ekki breytast. En
hvað með flutningana? Svörin voru
þau að hylkin, sem úrgangurinn er
fluttur í, eiga að standast mikil
áföll: hrap úr flugvél og að sökkva
í djúpan sjó. Einnig að flutningarn-
ir til Sellafield, sem hafa farið fram
reglulega frá því að stöðin tók til
starfa, hafa ævinlega gengið áfalla-
laust. Það ætti ekki að koma nein-
um á óvart, þótt svörin um flutning-
ana séu veikust. Þeir eru veikasti
hlekkurinn. Jafnvel þótt allrar var-
úðar sé gætt og ítrustu hugkvæmni
beitt til að sjá fyrir ótrúlegustu slys,
þá dugar það ekki til. Óvissuþáttur-
inn er ævinlega fyrir hendi og ég
get ekki séð að með nokkru móti
sé hægt að meta hann þannig að
allir sætti sig við hann. Það stafar
ekki af því að óvissa sé í neinum
skilningi huglæg eða heilaspuni,
einungis að matið á henni tekur
óhjákvæmilega mið af hagsmunum.
Svarið við þriðja atriðinu var
svolítið flóknara. íslendingar og
aðrir Norðurlandabúar eru ekki að
leitast við að skerða fullveldi Breta
með því að mótmæla stöðinni. Þeir
eru einungis að gæta eðlilegra
hagsmuna sinna. Ef brezk yfirvöld
ákveða að leyfa fyrirhugaða endur-
vinnslustöð til dæmis, er afskaplega
lítið, sem Norðurlandabúar geta
gert, nema að mótmæla með öllum
hugsanlegum ráðum. En er réttlæt-
anlegt að reisa endurvinnslustöð og
nýjan kjarnakljúf á þessum stað?
Eru þessar þjóðir ekki að koma
þessari starfsemi fyrir nyrst í Skot-
landi, þar sem minnstur skaðinn er
fyrir þær, ef eitthvað bregður út
af, og fæst fólkið er. Saga stöðvar-
innar er sérkennileg litin í þessu
ljósi. Upphaflega þegar fyrsti til-
raunakjarnakljúfurinn var byggður
fyrir 1960 var staðurinn valinn með
tilliti til þessa. Hann nýtti hraðar
nifteindir og var frumsmíð og því
reynt að taka sem minnsta áhættu.
Þegar sá kljúfur var byggður, sem
nú starfar, kepptust fleiri staðir en
Dounreay um hann. Dounreay var
þá valinn vegna þess að tæknikunn-
átta var fyrir hendi á staðnum.
Frakkar hafa sótt það fast að fá
endurvinnslustöðina. Nú vita menn,
að hættan af slíkum kljúfum er
hverfandi. Slíkum rökum er því
ekki til að dreifa lengur.
Að kynna málstaðinn
En ef öryggi og skaðsemi stöðv-
arinnar er í svo góðu lagi, sem yfir-
menn hennar segja, hvernig stendur
á því að Skotar, Orkneyingar og
Norðurlandabúar mótmæla henni
svo kröftuglega? Þeir sögðust ein-
faldlega ekki hafa staðið sig nógu
vel í áróðrinum. Staðreyndirnar
væru fyrir hendi og það þyrfti að
koma þeim á framfæri. Skoðanir
fólks mótuðust ekki einvörðungu
af staðreyndum, heldur þeim stað-
reyndum, sem fólk þekkti og skiln-
ingi á þeim. Þeir voru vissir um að
hafa góðan málstað, en hann hefði
ekki komizt nógu vel til skila. Þeir
nefndu sem dæmi að fiskimenn í
grennd stöðvarinnar segðu sem svo,
að þeir efuðust ekki um, að stöðin
skaðaði ekki umhverfið, en hins
vegar skaðaði stöðin hagsmuni
þeirra vegna þess að þeir ættu erfið-
ara með að selja fiskinn af því kaup-
endur vissu að hann væri úr ná-
grenni Dounreay. Kaupendur væru
ekki skuldbundnir til að taka neitt
mark á staðreyndum. Ef þeir kysu
að taka meira mark á áróðri and-
stæðinga stöðvarinnar, þá mótaði
það óhjákvæmilega mat þeirra á
öðru. I þessum efnum eins og svo
mörgum öðrum skiptir ekki síður
máli hvernig hlutirnir virðast vera
en hvernig þeir eru. Fiskimennirnir
vildu því að stöðin bætti þeim tap-
ið. Þeir viðurkenndu fúslega að
þeir ættu sök á þessu.
Við getum hugsað okkur að
líkurnar á óhappi séu 1 á móti 10
þúsund eða jafnvel minni. Við get-
um líka hugsað okkur að yfirvöld
í Bretlandi telji það viðunandi kost
að byggja eldiskjarnakljúf í Dounre-
ay til að selja rafmagn, jafnvel þótt
öll óhöpp yrðu Bretum sjálfum fyrst
og fremst dýrkeypt. Það er hins
vegar ólíklegt að þjóðirnar við Norð-
ur-Atlantshaf sætti sig við slíkar
líkur, jafnvel þótt þær væru hverf-
andi eins og 1 á móti 40 milljónum.
Ástæðan til þess er ósköp einföld:
Hagsmunirnir, sem eru í húfi, eru
of miklir, hlutfallslega miklu meiri
en kostirnir, sem eigendur stöðvar-
innar njóta. Það er því ólíklegt að
menn verði á eitt sáttir um staðsetn-
ingu endurvinnslustöðvar eða nýs
kjarnakljúfs í Dounreay.
Leiðarí Morgunblaðsins:
RAUÐ STRIK -
STRIK, GLEÐI
eftir Guðmund J.
Guðmundsson
í leiðara Morgunblaðsins sl.
sunnudag, sem hét „Rauðu strik-
in“ fæ ég nokkrar ákúrur, sem
eru efnislega á þá leið að helst
sé á mér að skilja að' ég sé von-
svikinn yfir því að vísitalan fór
ekki yfír rauðu (grænu) strikin
1. júlí! En fagni því að þetta
muni örugglega sprengja launa-
kerfi þjóðarinnar í loft upp 1.
nóvember nk. því þá muni vera
farið yfir rauðu strikin.
Síðan fæ ég nokkur föðurleg
aðvörunarorð yfir þessu gáleysis-
lega tali mínu og ábyrgðarleysi.
Jafnframt fylgja nokkur orð um
ógnir verðbólgunnar og því ber
að fagna en ekki harma og vitn-
að til Þorsteins Pálssonar forsæt-
isráðherra að það að ekki var
farið yfir „rauðu strikin“ sýni að
ríkisstjómina hafí ekki hrakið af
leið.
Nú er það svo að u.þ.b. tveir
þriðju af allri pólitískri umræðu
hafa um árabil snúist um verð-
bólgu og vísitölu. Þessi þrönga
pólitíska umræða hefur m.a. orð-
ið þess valdandi, að fólk er löngu
hætt að hlusta á pólitíkusa. Þar
keppast flokkar og talsmenn
þeirra við að þylja þessar „klisíj-
ur“ yfír saklausu fólki. Svo ef
það sofnar ekki undir ræðuhöld-
unum, þá reynir það að finna sér
eitthvað annað að sýsla við á
meðan verðbólgu-„klisíjurnar“
dynja yfir því.
Það er rétt hjá Morgunblaðinu,
að ég er vonsvikinn yfir 1. júlí
og það er líka rétt hjá því að ég
fullyrði að við óbreytt ástand þá
mun verðlag fara langt yfir
„rauðu strikin" 1. nóv.
Eg skal nú reyna að skýra af
hverju er ég vonsvikinn. Þegar
samningar Verkamannasam-
bandsins voru gerðir 26. febrúar
sl. þá lá fyrir að ríkisstjórnin
myndi framkvæma 6% ghengis-
lækkun. Oll vinnubrögð forsætis-
ráðherra og annarra ráðherra
voru heiðarleg í þeim samskipt-
um öllum. Forsætisráðherra
skrifaði Dagsbrún bréf fyrir fund
Dagsbrúnar þar sem samningar
voru bornir upp og skýrði hann
í bréfínu frá staðreyndum um
gengislækkunina og orsakir
hennar. Og bréf hans var lesið
upp á fundi Dagsbrúnar eftir
samningsgerðina. Það má sjálf-
sagt deila um þessa gengisfell-
ingu og vinnubrögð ríkisstjómar-
innar, en eins og ég hef áður
lýst var framkoma hennar við
Dagsbrún heiðarleg og opinská.
Ég gekk nokkuð tregur til þess-
arar samningsgerðar, því ég ótt-
aðist að áhrifamikil öfl í landinu
myndu knýja fram hærri gengis-
lækkun — og hef sjálfsagt slakað
fullmiklu til að reyna að tryggja
að svo yrði ekki.
Ekki náðist bindandi sam-
komulag um „rauð strik“, en
samkomulag varð um, að ef
framfærsluvísitalan færi yfir 261
stig, þá skyldu aðilar reyna að
semja í júlímánuði, en kaup-
gjaldsliðir samninganna vera
lausir 1. ágúst, ef samningar
næðust ekki fyrir þann tíma. Og
þetta var eftir tillögu VSÍ kölluð
„græn strik" til að leggja áherslu
á að þetta væri ekki sjálfvirk
hækkun eins og rauðu strikin
heldur yrði að semja um hana.
Meirihluti félaga VMSÍ felldu
þessa kjarasamninga og gerðir
voru nýir kjarasamningar norður
á Akureyri skömmu síðar af þeim
Guðmundur J. Guðmundsson
„Það furðar mig- að
forsætisráðherra og
Morgunblaðið skuli
telja þessa reikninga
sýna að ríkisstjórnin
hafi ekki hrakist af
réttri leið, þegar verð-
bólg’an geysist yf ir af
firnakrafti og líkur
eru á, að ekki linni á
þessu ári.“
sem felldu samninginn. Þar var
græna strikið fært frá 261 stigi
upp í 263 stig og 1. nóv. úr 272
stigum í 274 stig.
I vor var samkomulag milli
VMSÍ og VSÍ að fella þessa tvo
samninga Verkamannasam-
bandsins í einn samning, en
grænu strikin frá Akureyri voru
tekin inn í þann heildarsamning.
Og nú kemur af hveiju ég var
vonsvikinn, ég var ekki vonsvik-
inn yfír því að framfærsluvísital-
an hækkaði ekki upp í nema
262,4 stig 1. júlí, heldur hinu að
í maí skall yfir 10% gengislækk-
un og grænu strikin þoldu
6%+10% gengislækkun, sem
aldrei hafði verið gert ráð fyrir
að þyldu nema 6%. Þá var mér
fullkomilega ljóst að hagdeild
ASÍ hafði gert slæm mistök.
Grænt strik sem gerði ráð fyrir
6% gengislækkun var svo ríflega
reiknað, að það þoldi 16% gengis-
lækkun. Þarna hefur verið gerð
örlagavilla, hagfræðingar VSÍ
fóru með góðan vinning út úr
þessum reikningi. Þetta er
ástæðan fyrir því, að ég er von-
svikinn. Vissulega ber ég fulla
ábyrgð á þessum mistökum, sem
formaður Verkamannasam-
bandsins, en heiðarlega sagt
kann ég ekki að reikna út verð-
bólguspá, enda ærið vandaverk.
Eg var fyrst vonsvikinn yfír
því að þessi grænu strik skyldu
færð ofar í Akureyrarsamning-
unum — það skekkir dæmið enn
meir, þó samningurinn frá Akur-
eyri hafí að öðru leyti verið hag-
stæðari. Þetta öryggiskerfi
„græna strikið" 1. júlí þoldi 10%
gengislækkun í maí eins og ekk-
ert væri. Forsætisráðherra og
GRÆN
- SORG
Morgunblaðið geta alveg sparað
sér að segja að þetta sýni að ríkis-
stjórnin hafi ekki hrakist af leið.
Verðbólgan hefur geisað af
fullum þunga eins og landsmenn
vita — en þess vildi ég óska að
kaup verkamanna væri jafn
ríflega reiknað og grænu strikin
1. júlí, þau tóku á sig 10% gengis-
lækkun eins og að drekka vatn.
Nýlega leitaði ég til frábær-
lega hæfs hagfræðings og spurði
hann hvar hann hefði sett græna
strikið, ef hann hefði verið ráðu-
nautur verkalýðsfélaga. Og hann
svaraði: „í 256—257 stig miðað
við 6% gengislækkun." Og er þá
ekki skýringin komin? Ég spurði
hann, hvortöll 10%gengisfelling-
in væri komin fram í verðlagi.'
„Yfír 90% af henni eru komin
fram í verðlagi," upplýsti hann.
Og þar munar ekki miklu. Ég
bað hann að spá um framfærsluv-
ísitöluna 1. nóvember. „282—283
stig, ef 3% gengislækkun sem
Seðlabankinn hefur heimild til
verður notuð.“ Ég leitaði til ann-
ars mjög vel menntaðs hagfræð-
ings og bað hann um verðbólg-
uspá 1. nóvember. „Ekki minna
en 280 stig,“ var hans svar.
Til fleiri sérfræðinga hef ég
leitað og þeir liggja á um 280
stigum, nema sérstakar töfra-
lausnir komi frá ríkisstjórninni.
Það er algjör misskilningur hjá
Morgunblaðinu að mínar heitustu
óskir séu að verðbólgan ijúki upp
úr öllu valdi. Fátt verður almennu
verkafólki óhagstæðara en slík
þróun, að ég tali nú ekki um láns-
kjaravísitöluna, sem að þefar
uppi hveija hækkun og á sjálf-
sagt eftir að verða launafólki
ískyggilega þung í skauti, ef
heldur sem horfir. Það er einnig
misskilningur, að ég sé vonsvik-
inn yfir að verðbólgan skyldi
ekki verða meiri en var 1. júlí,
en nóg samt. Hitt þykir mér sárt
að hægt skuli vera að skella á
aukalegri 10% gengislækkun án
þess að það hreyfi útreikninga á
verðbótum til almenns verka-
fólks.
Það furðar mig að forsætisráð-
herra og Morgunblaðið skuli telja
þessa reikninga sýna að ríkis-
stjómin hafi ekki hrakist af réttri
leið, þegar verðbólgan geysist
yfír af fimakrafti og líkur eru
á, að ekki linni á þessu ári. Hitt
myndi gleðja mig mjög, ef ríkis-
stjóminni tækist að halda verð-
bólgunni innan græna striksins
1. nóvember nk., það er mesti
misskilningur, að ég sé unnandi
verðbólgu í landinu og skulda-
söfnunar erlendis.
En ég á að vera einn af for-
svarsmönnum verkafólks í þessu
landi og mér ber að leggja mig
fram í baráttu fyrir kjömm þessa
fólks og þegar slík mistök í út-
reikningi eiga sér stað, eins og
áttu sér stað sl. vetur á kostnað
verkafólks, þá finn ég til og verð
vonsvikinn. En þetta er ein stað-
festing þess að verkalýðshreyf-
ingin þarf að koma sér upp
öflugri hagdeild til að slíkri hlut-
ir geti ekki komið fyrir.
Eg bið hvorki Morgunblaðið
né pólitíska flokka um leyfi fyrir
afstöðu minni og hef ekki í
hyggju að breyta því.
En hvað sem forsætisráðherra
og Morgunblaðið segja, þá virðist
mér hrunadans verðbólgunnar
duna glatt og ég er hræddur um,
því miður, að ég sé ekki einn um
þá skoðun.
Höfundur er formaður Verka-
nmnnasantbands íslands.