Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 37

Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 37
8 37 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Beint fliig frá Jót- landi til Islands Frá Flugleiðum í Kaupmannahöfn: Pétur Stefánsson sölustjóri (t.v.) og Emil Guðmundsson forstjóri. Útstilling Flugleiða hjá Handelsbanken i Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn. VIÐA um Kaupmannahöfn eru nú auglýsingar og myndir, sem minna á ísland. Hér í blaðinu hefur verið sagt frá gluggum Standard Chartered Bank við Ráðhústorgið, þar sem Flugleiðir auglýsa ásamt öðrum íslenzkum fyrirtækjum. En á þremur stöðum í miðborginni eru Flugleiðir með sérstakar gluggaskreytingar. Það er hjá Handelsbanken og Ferða- skrifstofu DSB (dönsku jám- brautanna) á Vesterbrogade og American Express á Strikinu. Einkum er sýning i mörgum gluggum Verzlunarbankans fjöl- breytt, en hjá DSB auglýsa fleiri flugfélög og á Strikinu hefur út- stilling verið í 2 ár með breyting- um. Ikast rejser á Jótlandi hafa í sam- starfí við Flugleiðir boðið upp á bein- ar ferðir frá Billund til Keflavíkur í sumar og eru a.m.k. 6 ferðir ákveðn- ar. Forstjóri ferðaskrifstofunnar, Jens Fahrendorf, er mjög ánægður með áhuga Dana á íslandsferðum og samvinnuna við Emil Guðmunds- son, forstjóra Flugleiða í Kaup- mannahöfn, og starfsfólk hans. Ferðamennimir koma alla leið fiá Norður-Þýzkalandi til Billund og era undirtektir ágætar. Nýr sölustjóri Flugleiða hér í borg er Pétur Stefánsson, sem tekur við af Sigurði Skagflörð Sigurðssyni, er heldur til starfa heima. Pétur hefur verið deiidarstjóri markaðsrann- sókna hjá Flugleiðum undanfarin 2 ár eftir nám í Bandaríkjunum, þar sem hann tók BS-próf i flutnings- stjómun og mastergráðu í rekstrar- hagfræði. Það leggst vel í Pétur að vera kominn til Kaupmannahafnar með fjölskyldu sína og segir hann það spennandi að fá að takast á við nýtt verkefni hér. Mikil og stöðug aukning hefur verið á ferðum Dana, Svía og Norðmanna til fslands síðan 1982 og era Danir nú meðal þriggja efstu þjóðanna á listanum yfír far- þega Flugleiða. - G.L.Ásg. Tískusýning í Blómasal á morgun á íslenskum fatnaði. Módelsamtökin sýna ullarlinuna '88 i hádeginu alla föstu- daga fra Rammagerðinni, Hildu, Fínull, Álafossi ásamt skartgripum frá Jens Guðjónssyni gullsmiö. Vikingaskipið er hlaðiö íslenskum úrvalsréttum alla daga ársins. Sjávarréttahlaðborð á aðeins 995 kr. Borðapantanir í síma 22321. HOTEL LOFTLEIDIR FLUGLEIDA ttt HÓTEL Þetta er auglýsing frá Mæörabúöinni v kreditkorta tímabil afsláttur Peysur kr. 490 - Ulpur kr. 990 Jogging kr. 795 - Jakki + buxur kr. 990 Bolir kr. 395 - Sokkar 3 pör kr. 100 Sjáumst Bankastræti 4, sími 12505

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.