Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftirÁSGEIR SVERRISSON Vopnasöliisanmingiir Breta og sljórnvalda í Saudi-Arabíu VOPNASALA Breta til Saudi-Arabíu þykir gefa til kynna að áhrif Bandaríkjamanna í þessum heimshluta kunni að fara dvínandi. Bandaríkjamenn hafa skuldbundið sig til að tryggja öryggi bandamanna sinna í Mið-Austurlöndum en hins vegar hafa þeir reynst ófáanlegir til að selja þeim nauðsynlegan vopna- búnað á undanförnum árum einkum vegna þrýstings frá Israelum og samtökum gyðinga í Bandaríkjunum. Sérfræðingar eru á einu máli um að flugher Saudi-Araba geti orðið einn hinn öflugasti í Mið-Austurlöndum á næsta áratug þegar ákvæði vopnasölusamn- ingsins hafa verið uppfyllt. Þeir hinir sömu telja sýnt að ríkin í þessum heimshluta muni í auknum mæli leita til annarra þjóða um kaup á vopnum láti þingmenn i Bandaríkjunum áfram undan kröfum þrýstihópa. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Fahd kon- ungi Saudi-Arabíu er hann var í opinberri heimsókn í Bretlandi á síðasta ári. Menn greinir ekki á um mikil- vægi vopnasölusamnings Breta og Saudi-Araba en á hinn bóginn ber heimildum ekki saman um hvað hinir síðamefndu koma til með að greiða fyrir vígtólin. Raunar er hér um viðbót við eldri samning að ræða sem ríkin gerðu með sér árið 1986. Saudi-Arabar hafa krafíst þess að ekkert verði látið uppi um einstök atriði hans en heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar segja að samningurinn hljóði upp á ailt að 780 milljarða ísl. kr. Aðrar heimildir herma að Saudi-Arabar muni greiða rúma 2.300 milljarða isl. kr. fyrir her- gögnin á næstu 15 árum. Fullkomnar orustuþotur Eftir því sem næst verður kom- ist kveður samningurinn á um sölu á 48 orustuþotum af gerðinni Tomado, sem eru taldar með hin- um fullkomnustu sem smíðaðar hafa verið. Þotur þessar henta sérlega vel til árása á skotmörk á jörðu niðri og segja þeir sem sérfróðir mega teljast að þotur þessar gætu reynst þungar á metunum í hugsanlegum átökum við ísraela. Að auki fá Saudi- Arabar 60 æfíngaflugvélar, 80 þyrlur af gerðinni Black Hawk og sex tundurduflaslæðara auk þess sem breskt verktakafyrir- tæki mun leggja tvo herflugvelli með tilheyrandi útbúnaði í landinu. Vestur-þýska tímaritið Der Spiegel fullyrðir að umfangs- meiri hergagnasala hafi tæpast farið fram á þessari öld. Samningurinn er talinn mikill sigur fyrir Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. I grein Der Spiegel segir að Thatc- her hafí í mörg ár unnið að því að hann yrði að veruleika. í mars- mánuði 1987 sótti Fahd konungur Saudi-Arabíu Thatcher heim og mun breski forsætisráðherrann hafa notað hvert tækifæri til að lofa breska hergagnaframleiðslu. Hagsmunir Bandaríkjamanna Bandaríkjamenn kváðust harma vopnasölusamninginn og talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði hann skaða bandaríska hagsmuni. Ýmsir hafa þó undrast biðlund stjómvalda í Saudi-Arabíu því þegar árið 1978 voru banda- rískir þingmenn teknir að deila um hvort selja bæri vopn þangað og árið 1984 neyddist Bandaríkja- stjóm til að rifta samningi um sölu á orustuþotum af gerðinni F-15 vegna andstöðu þingmanna. Tveimur ámm síðar féllust Bretar á að selja Saudi-Aröbum 64 Tomado-þotur. Á síðasta ári neit- uðu þingmenn síðan að sam- þykkja sölu á 1.600 háþróuðum flugskeytum til landsins og virðist sú ákvörðun hafa ráðið úrslitum. Ónefndur heimildarmaður tíma- ritsins Newsweek segir að Saudi- Arabar hafí frekar viljað semja um vopnakaup við Bandaríkja- menn en Breta en það hafí þótt óráðlegt að freista þess vegna afstöðu manna á Bandaríkjaþingi. „Enginn er reiðubúinn að greiða milljarða Bandaríkjadala og fá ekkert nema móðganir í staðinn." Nýverið. komu bandarískir þingmenn í veg fyrir sölu á um 300 flugskeytum til Kuwait, sem eru hluti stærri vopnasölusamn- ings. Kuwait-búar hafa hótað að rifta samningum sökum þessa og vinna embættismenn að lausn málsins þessa dagana. Skuldbindingar og vígvæðing Hótanir klerkastjórnarinnar í Iran á undanfömum árum eru taldar ráða mestu um vígvæðingu Saudi-Araba og raunar einnig Kuwait-búa. Svo sem alkunna er ákváðu Bandaríkjamenn að senda flota inn á Persaflóa m.a. til að tryggja öryggi bandamanna sinna á þessum slóðum. Þykir mörgum stefna Bandaríkjamanna í þessum heimshluta æði mótsagnakennd og telja sýnt að hún grafí undan ítökum þeirra auk þess sem vígvæðing arabaríkjanna sé ógn- un við örygg' ísraela. Spennan í þessum heimshluta kom raunar berlega í ljós fyrr á þessu ári er uppvíst varð um kaup Saudi- Araba á meðaldrægum kínversk- um eldflaugum af gerðinni „Aust- anvindur" sem geta borið kjarn- orkuhleðslur. Samningur þessi olli miklu írafári í Bandaríkjunum því leyniþjónustunni var ekki kunnugt um hann og talsmaður Israels- stjómar gaf í skyn að ísraelar kynnu að sjá sig tilneydda til að eyðileggja skotpallana þar sem eldflaugarnar væru ógnun við ör- yggi landsins. Öflugnr flugher Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar segja að Saudi-Arabar muni ráða yfír rúmlega 300 or- ustuþotum þegar bresku þotumar hafa verið afhentar. Þar með verði flugherinn orðinn einn hinn öflug- asti í þessum heimshluta~og fylli- lega sambærilegur við flugher ísraela í tæknilegu tilliti. Þotur Saudi-Araba eru nú einkum stað- settar á herflugvöllum norður af Tabuk nærri strönd Rauða hafsins og við botn Persaflóa til að veij- ast hugsanlegum árásum ísraela eða Irana. Flugmennina skortir hins vegar reynslu og þykja ekki sambæri- legir við þá sem fljúga orustuþot- um Sýrlendinga, Irana og íraka. Á undanfömum sjö árum hafa saudi-arabískar herþotur þrívegis verið sendar í veg fyrir íranskar herþotur og mun einni hafa verið grandað. Rík áhersla er nú lögð á að flugmennimir fái viðunandi þjálfun en engu að síður ala menn með sér efasemdir um getu flug- hersins ef til átaka kemur. „Þetta eru öflug vopn en þau eru í hönd- um óreyndra manna,“ sagði sér- fræðingur einn í samtali við Reut- ers-fréttastofuna og bætti við að við núverandi aðstæður væru saudi-arabísku flugmennimir auðveld bráð fyrir flugheri hinna herskáu nágranna þeirra. Hótanir klerkastjórnarinnar í Iran á undanförnum árum eru taldar valda mestu um gríðarlega vígvæðingu Saudi-Araba. ________Brids____________ Arnór Ragnarsson Sumarbrids 57 pör mættu á 23. spilakvöld sumarsins. Spilað var í 4 riðlum. Hæstu skor hlutu: A-riðill: Hörður Pálsson — Kolbeinn Pálsson 246 Þórarinn Árnason — Sigurður Ámundason 242 Alfreð Kristjánsson — Eyjólfur Magnússon 235 Steingrímur Þórisson — Þórir Leifsson 233 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 232 B-riðill: Sigúrður Lámsson — Björn Blöndal 209 Birgir Sigurðsson — Hjörtur Bjamason 196 Eggert Benónýsson — Gísli Steingrímsson 193 Friðgerður — Friðgerður 185 Júlíana Isebarn — AldaHansen 166 C-riðill: Sveinn Þorvaldsson — Sveinn Eiríksson 203 Anton R. Gunnarsson — ísak Öm Sigurðsson 191 Gestur Jónsson — Friðjón Þórhallsson 188 Halla Bergþórsdóttir — Hannes R. Jónsson. 187 Sigurður B. Þorsteinsson — Jakob Kristinsson 187 D-riðill: Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 201 Einar Jónsson — Grehte Iversen 198 Björn Ámason — Hjálmtýr Baldursson 186 Láms Hermannsson — Jón Stefánsson 178 Albert Þorsteinsson — Jón V. Jónmundsson 173 Steðan í Bronsstigakeppni sum- arsins eftir 23. kvöld: Sveinn Sigurgeirsson 280 Anton R. Gunnarsson 270 Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson 221 Láms Hermannsson 184 JakobKristinsson 179 Sveinn Eiríksson 171 Hjálmar Pálsson 160 -• ♦ *---- íþróttir daglega á Norrænu kvennaráð- stefnunni ÍÞRÓTTIR verða daglega á dag- skrá á Norrænu kvennaráðstefn- unni sem hialdin verður í Ósló dagana 31. júlí - 6. ágúst. Flutt verða erindi um gildi íþrótta og ráðstefnugestum gefast tæki- færi til íþróttaiðkanna. í erindum verður gerð grein fyr- ir gildi og þýðingu íþrótta og mögú- leikum þeirra til stuðnings jafnrétt- isbaráttunni. Ráðstefnugestum gefst einnig tækifæri til íþrótta- iðkanna, s.s. hópleikfimi, slökunar- æfínga, sunds, gönguferða, skokks ofl. Það er samstarfsnefnd íþrótta- sambandanna á Norðurlöndum sem hefur undirbúið og mun sjá um framkvæmd dagskrár í þessu skyni. Fulltrúar Iþróttasambands íslands, sem einnig er aðili að þessari dag- skrá, em Lovísa Einarsdóttir og Guðrún Birgisdóttir, fjölmiðlafræð- ingur. Lovísa mun m.a. stjórna morgunleikfimi og annarri hópleik- fimi, en Guðrún flytur erindi er nefnist „Konur og íþróttir árið 2000“. Almennar umræður verða að loknum flutningi hvers erindis. Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.