Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 SUBSIRAL BLÓMAÁBURÐUR BMW 528i 1983 Til sölu er bíll í sérflokki. Ekinn 63 þús. km. af sömu fjölskyldú. Sjálfskiptur með ABS-bremsum. „On board“ tölva. Sportfelgur. Vetrardekk. Skipti á góðum jeppa, helst Toyota Landcruiser, koma til greina. Nánari upplýsingar fást í dag og á morgun í síma 672471. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hverfisgata 63-115 Eskihlíð Úthlíð Austurbrún, staka talan Efstasund 2-59 Langholtsvegur 1-43 ÁRBÆR Þingás GRAFARVOGUR Fannafold Dverghamrar Dælustöð hitaveitunnar. Heitt vatn fyrir hitaveituna fannst út i miðju Morgunblaðií/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Urriðavatni. Egilsstaðir: Breytt sölufyrirkomu lag hjá hitaveitunni Seyðisfirði. HITAVEITA Egilsstaða og Fella hefur breytt sölufyrirkomulag- inu hjá sér, þannig að hætt er að selja vatn um hemil með há- marksstillingu en i stað þess er vatnið selt samkvæmt rennslis- mæli. Undirbúningur að þessu hefur staðið yfir undanfarna mánuði og er þessi breyting hús- eigendum að kostnaðarlausu. Með þessari sölukerfisbreytingu áformar hitaveitan ekki að auka heildartekjur sinar, heldur er verið að stuðla að betri nýtingu vatnsins. Bjöm Sveinsson hitaveitstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir húseiganda, sem hefði keypt hæfilegan vatnsskammt sam- kvæmt hemlakerfinu og verið með eðilega nýtingu, eða um 50—60%, myndi þessi breyting ekki leiða til hækkunar hitaveitureikninga. En notandi, sem hefði hinsvegar keypt of lítinn vatnsskammt og verið með óeðlilega hátt nýtingarhlutfall mætti búast við hærri hitaveitu- reikningum samkvæmt nýja sölu- fyrirkomulaginu. Er þá miðað við að hann haldi eðlilegum innihita á köldustu tímum. Bjöm var spurður hvers vegna hitaveitan væri að breyta sölufyrir- komulaginu, og sagði hann: „Sam- kvæmt fyrra sölufyrirkomulagi lögðust byrðar húshitunar mjög ójafnt á notendur veitunnar. Við voram með mælingar á vatns- rennsli inn í nokkur hús á svæði veitunnar. Þessar mælingar stóðu yfir í eitt ár og sýndu glöggt það ósamræmi sem hefur ríkt í greiðsl- um fyrir hvem notaðan rúmmetra vatns og mismunandi nýtingu á keyptum vatnsskammti." Bjöm sagði að mikil vatnsnotkun á sumr- in væri sóun, sem þetta nýja sölu- fyrirkomulag ætti að koma í veg fyrir. „Sóun að sumarlagi hefur í for með sér að gengið er á vatns- forðann að óþörfu og leiðir að end- ingu til þess að ráðast þarf í kostn- aðarsamar virkjunarframkvæmdir. Hluti notendá tekur minni vatns- skammt inn í hús sín en þeir þurfa í raun til að mæta kuldaköstum. Oft era þetta sömu aðilamir og láta vatnið renna óhindrað yfir sumarið, þeir hafa því í raun notað allan vatnsskammtinn sinn en dreift Björn Sveinsson iiitaveitustjóri hjá hitaveitu Egilsstaða og Fella. notkuninni rangt yfir árið", sagði Bjöm. „Aðrir helstu kostir þessara breytinga era að með þessu sölufyr- irkomulagi sparar hitaveitan sér dýrmætan orkuforða að sumarlagi, sem fram til þessa hefur farið í súginn svo hundraðum tonna skipt- ir. Þessi orkuforði nýtist nú til að standast álagið á köldum dögum, auk þess vinnst með þessu að neyt- endur greiða í réttu hlutfalli við notkun og geta stjórnað notkun sinni og útgjöldum," sagði Bjöm Sveinsson hitaveitustjóri hitaveitu Egilsstaða og Fella, Fellabæ. - Garðar Rúnar Kór Öldutúnsskóla fær góða dóma í áströlskum blöðum Egill Friðleifsson kjörinn fulltrúi Evr- ópu í stjórn alþjóðasambands kórstjóra Canberra, Ástraliu. Frá Jóni Birgi Péturssyni. KÓR Öldutúnsskóla frá Hafnarfirði fékk stórkostlegar móttökur hér í Canberra, höfuðborg Ástralíu 20. júlí siðastliðinn, þegar kórinn hélt sína aðra tónleika í sambandi við þing ISME, sem eru alþjóðasamtök tónlistarkennara. Um 700 fulltrúar nánast allra landa sóttu þingið heim. Hér voru ennfremur 8-900 ungir tónlistar- menn viða að, sem sýndu kunnáttu sína. Tónleikar ungs fólks voru því tíðir hér í höfuðborg Eyjaálfu. Það verður að sejgjast að einn minnsti kórinn, kór Óldutúnsskóla, vakti gífurlega athygli og dró að sér ótrúlegan fjölda áhorfenda. Blöð hér hafa ekki séð ástæðu til þess að birta gagnrýni um nema fáa kóra og hljómsveitir, en kór Öldutúnsskóla er í þeim hópi. í blaðinu „The Canberra Times“ á fimmtudagsmorgni segir m.a. um söns kórsins: „Kórinn sýnir óvenjulega raddbeitingu og hún krefst snilldarlegrar stjómunar. Lögin vom flutt á alveg einstakan og frábæran hátt.“ Viðbrögð áheyrenda voru þau sömu en þeir fylltu hinn stóra tón- leikasal „Llewellyn Hall“, sem er hluti af tónlistarskóla höfuðborg- arinnar, salur, sem er stærri en Þjóðleikhús íslendinga. Lófaklapp og hvatningaróp fylltu salinn frá fyrsta lagi og fóra stigmagnandi eftir því sem á dagskrána leið. Eftir tónleikana var mikið um að vera í kringum^ fararstjórana og mörgum spumingum svarað. Mikið var beðið um hljómplötur með kórnum, sem reyndar eru löngu uppseldar og víða sást fólk með kynningarrit kórsins, sem því miður var prentað í alltof litlu upplagi og er á þrotum. Þar era ávarpsorð Vigdísar Finnbogadótt- ur, forseta íslands, Birgis ísleifs Gunnarssonar, menntamálaráð- herra og Guðmundar Áma Stef- ánssonar bæjarstjóra Hafnarfjarð- ar. Margir útlendinganna hafa hrifíst af orðum forsetans þess efnis að „tónlistin sé hið alþjóðlega tungumál, sem túlki vonir og þrár fólks“. Á lokatónleikunum hér, sem haldnir vora að kvöldi 20. júlí, kom kór Öldutúnsskóla fram ásamt tveim öðrum, það er kór frá Adelaide og 80 mánna sinfóníu- hljómsveit frá Bæjaralandi í Vest- ur-Þýskalandi. Var greinilegt að „litla liðið" úr Hafnarfirði stóð nánast jafnfæti Þjóðveijunum um vinsældir, enda hafa blaðaum- sagnir staðfest það. I framhaldi af þessu var Egill Friðleifsson stjórnandi kórs Öldu- túnsskóla kjörinn í stjóm alþjóða- sambands kórstjóra, sem fulltrúi Evrópu. Var honum innilega fagn- að, sem „virtúós" er hann gekk á fund ISME. Egill sagði við blaða- mann að hann teldi þessa kosningu heiður við kórinn og starfsemi hans og myndi hann reyna eftir megni að leggja sín lóð á vogar- skálarnar til að efla starfsemi kó- ranna víða um heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.