Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 Minning’: Helga Jónsdóttir frá Flugumýri Fædd 28. júlí 1895 Dáin 10. júlí 1988 í dag er til moldar borin amma okkar, Helga Jónsdóttir. Amma fæddist á Bakka í Öxnadal 28. júlí árið 1895, dóttir Jóns Jónassonar bónda og fyrri konu hans, Ingi- bjargar Jónasdóttur. Áttu þau tvær dætur saman, Maríu, sem látin er fyrir mörgum árum, og Helgu ömmu. Þegar amma var 10 ára missti hún móður sína. Flutti þá faðir hennar með systumar að Flugumýri í Skagafirði. Arið 1906 giftist langafi Sigríði Guðmundsdóttur ættaðri vestan úr Dölum. Eignuðust þau saman fjög- ur böm, Þuríði, Ingibjörgu, Ingi- mar, sem lést um aldur fram, og Valdimar. Árið 1918 giftist amma afa okk- ar, Stefáni Vagnssyni, sem fæddist í Miðhúsum í Blönduhlíð í Skaga- firði 25. maí 1889. Keyptu afi og amma jörðina Hjaltastaði í Blönduhlíð árið 1922 og bjuggu þar 1 til ársins 1941 er þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Starfaði afí þar lengst af sem skrifstofumað- ur hjá Mjólkursamlagi Skagfírð- inga. Eignuðust þau fímm böm: Ingibjörgu, húsfreyju á Sauðárkróki er lést árið 1972, hún átti þijú böm; Geirþrúði, húsfreyju í Reykjavík, ekkja Aðalsteins Guðmundssonar, eignuðust þau fjögur börn; Jón, bif- vélavirkja á , Sauðárkróki, giftur Petm Gísladóttur, eignuðust þau þijú böm saman, eitt lést í ftum- ' bemsku, einnig ólst sonur Petru af fyrra hjónabandi upp hjá þeim; Eirík Hauk, málara, Sauðárkróki, giftur Minny Leósdóttur; Sigríði Hrafnhildi, kölluð Lilla, gift Stefáni Guðmundssyni, eiga þau þijú böm. Árið 1963 lést afí og nokkrum árum seinna flytur amma til Lillu og Stefáns, þar sem hún naut um- •hyggju þeirra sem best verður á kosið, og eiga þau bestu þakkir skildar. Fyrir þremur ámm fluttist hún á Sjúkrahús Skagfírðinga, þrotin að kröftum en vel em. Amma fylgdist vel með bömum sínum og fjölskyldum þeirra fram á síðasta dag. Þökkum öll góðu árin sem við 'fengum að njóta hennar. Megi hún hvíla í Guðs friði. Guðlaug, Ingimar og fjölskyldur. í dag verður jarðsett frá Sauðár- krókskirkju amma mín, Helga Jónsdóttir frá Flugumýri, fyrmrn húsfreyja á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og síðar á Sauðárkróki. Helga fæddist á Bakka í Öxna- dal 28. júlí 1895. Foreldrar henn- ar, sem þá höfðu búið á Bakka um nokkurt árabil, vom hjónin Jón Jónasson og Ingibjörg Jónasdóttir. Skömmu eftir að Helga fæddist bmgðu foreldrar hennar búi og fiuttu að stórbýlinu og kirkjustaðn- um Flugumýri í Blönduhlíð í Skaga- fírði, en þá jörð hafði Jón keypt Blóma- og skreytingaþjónusta hvert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, v Álfheimum 74. sími 84200 af Þorvaldi Arasyni, er þá flutti sig að Víðimýri. Á Flugumýri búnaðist þeim hjónum vel og hagur þeirra óx og blómgáðist, uns Ingibjörg andaðist, á besta aldri, vorið 1905. Jón og Ingibjörg eignuðust tvær dætur, Helgu, sem nú er kvödd, og Maríu (f. 1897, d. 1946), en ólu auk þess upp tvær fósturdætur, Rósu Tomasdóttur og Laufeyju Jóhannesdóttur. Jón bjó áfram á Flugumýri allt til dauðadags 1936 og ári eftir andlát Ingibjargar kvæntist hann síðari konu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur, ættaðri úr Dölum vestur. Að Jóni látnum bjó Sigríður síðan á Flugumýri til æviloka 1973. Jon og Sigríður eign- uðust fjögur böm, er öll komust upp, og ólu auk þess upp fóstur- böm. Tók Ingimar, sonur þeirra, við búsforráðum eftir föður sinn, en nú búa þar synir hans tveir og þeirra fjölskyldur. í minningar- grein, er séra Rögnvaldur Péturs- son í Winnipeg ritaði um Jón á Flugumýri í Heimskringlu 1936, segir m.a.: „Jón var framúrskar- andi atorkumaður og að öllum líkindum hagnýtasti og útsjónar- mesti bóndi Skagafjarðar. Hann var að vísu efnum búinn, er hann flutti að Flugumýri, en þar grædd- ist honum það fé, að fýrir mörgum ámm síðan var hann talinn ríkastur bóndi í sýslunni. Jón heyrði til hin- um gamla skóla, dulur í lund og fastur fýrir, orðheldinn svo að aldr- ei skeikaði því, sem hann lofaði eða ákvað að gera. Hann var góður vinur vina sinna og hinn ráðholl- asti, vel gefínn maður, en íhalds- samur um sumt. Eigi varð honum þokað frá áformum sínum, og var það hans lundarlag. Glaður og reif- ur var hann við gesti og hinn ánægjulegasti heim að sækja.“ Á búskap Jóns var jafnan hinn mesti snyrtibragur og var hann m.a. framar flestum sveitungum sínum um stækkun og sléttun túns. í end- urminningum sínum lýsir Hannes J. Magnússon, skólastjóri, sem ólst upp á Torfmýri, næsta bæ við Flugumýri, Ingibjörgu húsfreyju á Flugumýri svo, að hún hafí verið „úrvalskona“ og frábær húsmóðir og segir móður slna hafa metið hana mikils. Ættir beggja hjón- anna, Jóns og Ingibjargar, stóðu í sveitum Eyjafjarðar, einkum þó í Öxnadal og Hörgárdal, og voru þau reyndar allskyld að frændsemi. Jónas, faðir Jóns, var Magnússon og bjó á Engimýri í Öxnadal, en kona hans og móðir Jóns hét Helga Þorsteinsdóttir. Ingibjörg á Flugu- mýri var að mestu alin upp hjá foreldrum sínum á Bakkaseli í Öxnadal, en um skeið bjó þó fjöl- skyldan á Fremri-Kotum í Norður- árdal í Skagafírði. Áður en Ingi- björg fæddist höfðu foreldrar henn- ar búið alllengi á Bakka í Öxnadal og þar áður á Engimýri. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Jónas Sig- urðsson og Helga Egilsdóttir, bæði af kunnum ættum í Eyjafirði. Var Helga t.d. náskyld Þorsteini Daní- elssyni á Skipalóni, hinum kunna athafnamanni, en Jónas var af Hvassafellsætt, svokallaðri, og m.a. náskyldur Jónasi skáldi Hallgrímssyni. Systkini Ingibjargar voru mörg; ílentust sum á heima- slóðum eða I nálægum byggðum, en fímm þeirra fluttust til N- Ameríku í straumi vesturfara. Sett- ust þrír bræður hennar að I Nýja- íslandi, nýlendu íslendinga við Winnipegvatn I Kanada, og urðu allir kunnir menn og frumheijar. Þekktastur þeirra var Sigtryggur Jónasson, „faðir Nyja-islands“, rit- stjóri og fylkisþingmaður í Mani- toba (hinn fyrsti íslenski þingmaður í Vesturheimi). Systursonur Helgu Egilsdóttur var Baldvin L. Bald- vinsson, ritstjóri í Winnipeg og fylkisþingmaður. Helga Jónsdóttir ólst upp við gott atlæti með foreldrum sínum á Flugumýri. Hún var aðeins tíu ára gömul, er móðir hennar féll frá, og tregaði Helga hana mjög. Margt varð þó til að dreifa þeirri sorg og í mörg hom að líta á stóru og fjöl- mennu heimili. Búskapur var mik- ill á Flugumýri og ætíð margt vinnuhjúa og ýmissa húsmanna og -kvenna, auk þess sem á næstu árum fæddust böm þeirra Jóns og síðari konu hans. Oft var mjög bammargt á Flugumýri og bama- skóli var þar um skeið. Hefur þá ekki alltaf verið hljóðlátt á bænum. Flugumýri var og er mikil og góð bújörð. Hún er vel í sveit sett, á sólríkum og víðum lendum í miðri Blönduhlíð. Stendur bærinn á fögr- um stað undir fjallinu Glóðafeyki. Flugumýri, sem er landnámsjörð Þóris dúfunefs, á sér mikla sögu og á Sturlungáöld var þar m.a. setur Gissurar Þorvaldssonar og ýmissa fyrirmanna Skagfirðinga. Þar hefur vafalaust verið mjög gestkvæmt allt frá upphafí byggðar og var *vo enn á uppvaxtarárum Helgu, um og eftir síðustu alda- mót. Þar var löngum vel húsað, sem m.a. sést af því að þar voru lengi haldnar prestastefnur Hólastiftis, og bærinn, sem Helga ólst upp í, og sem stóð uppi fram um miðja þessa öld, var stæðilegur og um margt sérstæð og athyglisverð bygging. Hefur þetta umhverfí vafalaust verið þroskandi fyrir böm og unglinga. Síðar á ævinni varð Helgu tíðrætt um æskuár sín á Flugumýri og var gott að fræðast af henni um lífshætti fyrri tíðar og fjölda fólks, sem hún kynntist þar, sem annars staðar, og kunni hún m.a. margt að segja af ætt- mennum sínum ýmsum. Hafði hún ljómandi góða frásagnargáfu. Hún kaus helst að kenna sig við Flugu- mýri, þótt lengst af ævinnar byggi hún annars staðar, og má af því marka hvem hug hún bar til æsku- stöðvanna. Helga var alla tíð bókhneigð og fróðleiksfús. Stóð þeim systrum, Helgu og Maríu, til boða skóla- ganga eins og best þótti verða á kosið fyrir stúlkur í ungdæmi þeirra. Lauk María námi við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, sem þá var sjaldgæft um stúlkur, en Helga var tvo vetur á.KvennaskóIanum á Blönduósi. Sagði hún síðar, að þar hefði verið góður skóli með ágætu starfsliði, og bjó hún vel að þessari skólagöngu. Hélt hún þekkingu sinni við með lestri góðra bóka og fylgdist alla tíð vel með fréttum af mönnum og málefnum. Einkum hafði hún lifandi áhuga á hvers kyns persónusögu og var vel ætt- fróð og mannfróð, jafnframt því sem hún var mjög ættrækin. Þá hafði hún og einkar gaman af því að fræðast um erlendar þjóðir og hagi þeirra. Hana langaði alltaf til að ferðast og sjá heiminn, þótt minna yrði úr eins og gengur, og sagði svo frá, að þegar hún var ung stúlkja hafí sig langað mjög til að flytja til Ameríku, þar sem hún átti m.a. skyldulið í Islendinga- byggðum. Á efri árum hennar heyrði ég hana oftar en einu sinni segja, að „gaman væri að skreppa til Ameríku rétt sem snöggvast, til að sjá með eigin augum hvaða þjóð- félagi ég missti af.“ í júlímánuði 1918 gekk Helga að eiga Stefán Vagnsson, þá barna- kennara. Stefán fæddist 25. maí 1889 í Miðhúsum í Blönduhlíð. Faðir Stefáns var Vagn bóndi þar Eiríksson hreppstjóri í Djúpadal, Eiríkssonar frá Djúpadal og prests á Staðarbakka, Biamasonar bónda í Djúpadal, Eiríkssonar. Er það Djúpadalsætt, sem kunn er í Skagafírði og víðar. Móðir Stefáns og kona Vagns í Miðhúsum var Þrúður Jonsdóttir bónda í Mið- húsum Bjömssonar og konu hans Þrúðar Jónsdóttur. Var Þrúður hin eldri fróð kona og héraðskunnur hagyrðingur um sína daga og Þrúð- ur yngri var einnig langminnug og margfróð. Erfði Stefár þessa eigin- leika í ríkum mæli. Þeim Stefáni og Helgu varð fimm bama auðið, sem öll komust upp. Bömin eru þessi: Ingibjörg húsfreyja á Sauð- árkróki (móðir þess, er þetta ritar, d. 1972), Geirþrúður húsfreyja í Reykjavík, Jón bifvélavirki á Sauð- árkróki, Eiríkur Haukur fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki og Hrafnhildur húsfreyja á Sauðár- króki. Stefán og Helga vom fyrst til heimilis á Flugumýri og þar fædd- ist elsta bam þeirra, Ingibjörg, 1919. Var Stefán raunar bóndi á parti af Flugumýri á móti tengda- föður sínum 1920-’21, en síðan bjuggu þau á Sólheimum í Blönduhlíð 192I-’22. Árið 1922 keyþtu þau Hjaltastaði í Blönduhlíð og bjuggu þar í hartnær tuttugu ár. Hygg ég að segja megi, að þeim hafí búnast þar vel, eftir at- vikum, þótt verðfallið eftir fyrri heimsstyijöldina og síðar kreppan eftir 1930 yrði þeim til tjóns og trafala eins og fleimm og stæðu I vegi fyrir meiri háttar framkvæmd- um. Hjaltastaðir em afbragðsjörð og fyrmm höfuðból, 80 hundmð að dýrleika eftir fomu mati. Á síðustu öld var þar sýslumannsset- ur um skeið og þar áður var jörðin um alllangt skeið prestssetur í Hofsstaða- og Flugumýrarþingum. Þar starfaði kvennaskóli í tvo vetur 1878-’80. Þegar Stefán og Helga fluttu þangað var þar fyrir nokkr- .um ámm risið tvílyft steinhús, eitt hið fyrsta í sveit í Skagafirði. Á Hjaltastöðum hafði Helga ærið að starfa og var þar stundum allmann- margt í heimili. Þar uxu böm henn- .ar úr grasi og þar átti hún sín bestu þroskaár. Fómst henni öll húsmóður- og heimilisstörf hið besta úr hendi. Þurfti hún oft að gæta bús og bama í fjarveru Stef- áns, sem iðulega gegndi kennara- störfum jafnhliða búskapnum á þessum ámm, auk þess sem hann sinnti margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum í sveit sinni og sýslu. Árið 1941 seldu þau Hjalta- staði og fluttu skömmu síðar til Sauðárkróks þar sem heimili þeirra stóð síðan á Skagfirðingabraut 5 meðap bæði lifðu. Á næstu ámm stundaði Stefán kennslu á vetmm en verkstjóm hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufírði á summm. Árið 1947 gerðist hann síðan skrif- stofumaður eða bókhaldari Mjólk- ursamlags Skagfirðinga, sem hann hafði átt dijúgan þátt í að stofna, og gegndi því starfí, ásamt ýmsum trúnaðarstörfum, fram undir dán- ardægur 1963. A Sauðárkróki stóð heimili Helgu og Stefáns opið gest- um, svo sem verið hafði á Hjalta- stöðum, og veittu tíðar gestakomur vina og ættmenna, m.a. úr Blönduhlíð, þeim hjónum mikla ánægju. Hafði Helga lengstum meir en nóg að gera við heimilis- störfin en aldrei heyrðist hún kvarta þótt vinnuálagið yrði með mesta móti, t.d. þegar straumur gesta var hvað mestur I sláturtíð á haustin og um sæluviku (sýslu- fundarviku) á vorin. Hún helgaði sig heimilisstörfum og heimilislífí. Þegar á allt er litið hygg ég, að búsetan á Sauðárkróki hafí orðið Helgu „þægilegri“ á ýmsa lund en verið hafði á Hjaltastöðum, en Blönduhlíðin átti þó löngum hug hennar fremur en kaupstaðarmölin. Um vistaskipti þessi sagði Helga í viðtali, er séra Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, átti við hana og birti í Feyki fyrir fáum árum: „I hreinskilni sagt þá leidd- ist mér mikið hér í fyrstunni. Það voru svo mikil viðbrigði að koma hingað úr gróðursælli sveit. Mér fannst ljótt héma þá miðað við sveitina. Þá var.nú ekki svo mikil byggðin hér. Það kann að valda nokkru um þetta fyrsta álit mitt á dvölinni hér á Króknum, að í sveit- inni var svo miklu meira um að vera. Heimilið var mannmargt og störfín margþætt. Það voru mikil viðbrigði fyrir sveitakonu þetta, því að engin þægindi komu heldur á móti í fyrstu. En ég sættist nú fljót- lega við Krókinn. Hér hefur verið . ágætt að búa. En ég vil hafa eitt- hvað um að vera í kring um mig.“ Þegar Stefán og Helga fluttu á Sauðárkrók, voru sum börn þeirra farin að heiman en yngstu bömin, Haukur og Hrafnhildur, voru enn í föðurhúsum. Síðar kom Ingibjörg til dvalar hjá þeim með son sinn ungan, þann er þetta ritar, og enn síðar komu yngri systkin mín, Stef- án og Helga,' einnig til sögunnar. Bjuggum við á tímabili öll hjá afa og ömmu á Skagfirðingabraut 5. Get ég vart orðum komið að því ástríki, sem amma mín og afí sýndu mér og systkinum mínum alla tíð meðan við vorum á þeirra heimili. Fylgdist amma síðan vel með okkar hag allt til dauðadags síns og lét sér annt um okkur, sem og um böm sín og önnur barnaböm og þeirra fjölskyldur. Verður henni aldrei ftillþökkuð sú þolinmæði, nákvæmni og umhyggja, sem hún sýndi þeim ungu kvistum, er uxu upp í skjóli hennar. Eftir að Helga, amma mín, var orðin ekkja, hélt hún heimili í nokk- ur ár. en síðan bjó hún lengi hjá Hrafnhildi dóttur sinni og manni hennar, Stefáni Guðmundssyni al- þingismanni, á Suðurgötu 8 á Sauðárkróki. Hjá þeirri fjölskyldu naut hún þess besta atlætis og umönnunar, sem orðið getur. Frá miðjum aldri hafði Helga átt við fótaveiki að stríða, þótt lengi bæri hún þau veikindi vel, en á síðari æviámm ágerðust þessi veikindi og líkamskröftum hennar hnignaði mjög. Háði þetta henni við .gang, þannig að hún hélt sig lengstum heima við, en iðulega fór hún þó til stuttrar dvalar, sér til upplyft- ingar og hressingar, hjá nánum ættmennum og vinum í sveitinni og einnig naut hún þess mjög að dveljast í sumarbúðum þjóðkirkj- unnar fyrir aldraða að Löngumýri í Vallhólmi. Enda þótt hún héldi um mörg ár að mestu leyti kyrrn fyrir á Suðurgötu 8, var hún þar ekki afskipt gestakomum og vinar- kynnum, því að margir heimsóttu hana þar og glöddu með hressandi samræðum. Hin allra síðustu árin dvaldi Helga rúmföst á Sjúkrahúsi Skagfírðinga á Sauðárkróki og naut þar góðrar aðbúðar, sem hún var þakklát fyrir. Enda þótt líkam- inn væri orðinn hrumur hélt hún andlegri reisn sinni fram til þess síðasta, einnig eftir áfall, sem hamlaði henni að mæla skýrt. Amma mín var trúuð kona og fór ekki dult með, þótt eigi yrði henni að jafnaði tíðrætt um trú- mál. Hafði hún óbifandi trú á fram- haldslífí og jafnframt nokkurn áhuga á sálarrannsóknum. Síst af öllu óttaðist hún dauða sinn. Ég minnist ömmu einkum fyrir elsku hennar við mig og aðra þá, sem nærri henni stóðu, fómfysi og þolinmæði, höfðingskap við gesti og greiðvikni, og síðast en ekki síst vegna skarpra og beinskeyttra athugasemda og tilsvara, sem þó voru hógværlega fram borin. Glettni hennar var óvenjulegs og sérstaks eðlis, hárfín, mótuð og sparsemi í orðum en markviss og örlaði oft á góðlátlegri hæðni, ekki síst sjálfhæðni. Þegar ég kvaddi hana í hinsta sinni við sjúkrasæng hennar fyrir fáum vikum, er henni var mjög þorrinn þróttur og ljóst var að hveiju stefndi, voru hennar síðustu orð við mig þessi: „Vertu blessaður, Palli minn, við sjáumst í eilífðinni!" Páll Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.