Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
23
þessari tækni og íslendingar búa
yfir. Ég held að sala á þessu hug-
viti geti orðið einn af vaxtarbrodd-
um í útflutningi þjóðarinnar á
næstu árum,“ sagði Conant.
Mannkyni ógnað með
vígbúnaði í norðri
Jakob Ostrovskíj og Dsjúbenko
Pavel eru sérfræðingar í alþjóða-
rétti við utanríkisráðuneyti Sovét-
ríkjanna. Eins og aðrir meðlimir
samstarfshópsins sækja þeir ráð-
stefnuna sem einstaklingar af
áhuga fyrir málefnum norðurheim-
skautssvæðisins.
I nyrstu héruðum Sovétríkjanna
búa eða starfa að staðaldri í kring-
um 10 milljónir manna að þeirra
sögn. Olíuvinnsla á norðurslóðum
er þegar stór búgrein þar eystra
og mun óhjákvæmilega fara vax-
andi á næstu árum, segir Ostrovskíj
aðspurður. „Við þurfum að leita
leiða til þess að nýta olíu og gaslind-
ir án þess að valda skaða. Engum
blandast hugur um að umhverfið
er mun viðkvæmara fyrir spjöllum
eftir því sem norðar dregur,“ sagði
hann.
„Það eru mörg vandamál í al-
þjóðarétti sem varða skiptingu
norðurheimskautsins og siglinga-
leiðir í norðurhöfum svo dæmi séu
Morgunblaðið/Þorkell
„Það eru mörg vandamál í al-
þjóðarétti sem varða skiptingu
norðurheimskautsins og sigl-
ingaleiðir í norðurhöfum svo
dæmi séu nefnd,“ sagði Jakob
Ostrovskíj, sérfræðingur í al-
þjóðarétti við utanríkisráðuneyti
Sovétríkjanna.
nefnd," sagði Ostrovskíj „Hervæð-
ing þessa heimshluta eykst stig af
stigi og öllu mannkyni stafar hætta
af henni ef ekki verður gripið í
taumana. Ef við höldum áfram á
braut kjarnorkuafvopnunar á landi
eykst mikilvægi hafssvæðanna að
sama skapi.“
Of dræm viðbrögð við
ræðunni í Múrmansk
„í ræðu sinni í Múrmansk síðast-
liðið haust lagði leiðtogi Sovétríkj-
anna Mikhaíl Gorbatsjov fram
ákveðnar tillögur til lausnar á
vandamálum á norðurslóðum sem
við teljum að stuðli að friði í þessum
heimshluta. Hann lagði ríka áherslu
á nauðsyn viðræðna um samstarf á
breiðum grundvelli til þess að leysa
þau vandamál sem að steðja," sagði
Pavel.
Gorbatsjov kvað Sovétríkin
hlynnt því að dregið yrði úr vígbún-
aði á þessum slóðum, en að sjálf-
sögðu getur slík afvopnun ekki orð-
ið einhliða. Því miður hafa viðbrögð
Atlantshafsbandalagsríkjannaverið
dræm og hlýtur það að valda mikl-
um vonbrigðum. Sjálfsagt má rekja
þessi viðbrögð NATO til innbyrðis
deilna í bandalaginu. Hér er mikið
í húfi og mikilvægt að leggja grund-
völlinn að samvinnu með gagn-
kvæmu trausti. Við verðum bara
að vona að heilbrigð skynsemi verði
ofan á og okkur auðnist að stíga
mikilvæg skref í átt til friðar.
Skipting heimsins milli austurs
og vesturs er staðreynd sem ekki
verður umflúin, hvort sem okkur
líkar hún betur eða verr. Hvergi
eru stórveldin í eins mikilli snert-
ingu og einmitt á norðurslóðum.
Vígvæðing er ekki leiðin til að auka
jafnvægið milli stórveldanna, því
mætti einnig viðhalda með mun
minni vopnabúnaði en nú er. Þessa
umræðu þarf að nálgast með opnum
huga, án þess að gera sér grillur
um ástandið í dag. Við þurfum að
opna farveg fyrir umræðuna," sagði
Pavel.
Þurfum að ná til
eyrna ráðamanna
„Það sem gerist á norðurslóðum
inu næstu árin og áratugina snertir
alla jarðarbúa. Þótt við gerum okk-
ur grein fyrir vandanum, er það
ekki nóg. Eðli málsins kallar á heild-
arskipulag sem verður að fram-
fylgja. Norðurheimsskautið er af
vísindamönnum kallað „eldhús veð-
urfarsins“ og með því að hrófla við
náttúrulegu jafnvægi gætum við
kallað yfir okkur miklar náttúru-
hamfarir. Hér þarf því að fara með
gát, því áður en varir er skaðinn
skeður og þá erum við lent í blind-
götu,“ sagði Ostrovskíj.
Þeir kváðu fundinn gagnlegan
og stuðla að trausti milli þjóðanna.
„Þegar við skiljum ekki sjónarmið
hvors annars eru vandamálin erfið-
ari viðfangs. Hér gefst okkur tæki-
færi til að viðra skoðanir og hlýða
Morgunblaðið/Þorkell
„Vígvæðing er ekki leiðin til að
auka jafnvægið milli stórveld-
anna, þvi mætti einnig viðhalda
með mun minni vopnabúnaði en
nú er... Við þurfum að opna far-
veg fyrir umræðuna,“ sagði
Dsjúbenko Pavel, sérfræðingur i
alþjóðarétti við utanrikisráðu-
neyti Sovétrikjanna.
á málflutning starfssystkyna frá
öðrum löndum. Þetta starf á eftir
að taka langan tíma. Erfiðasti hjall-
inn er að ná eyrum þeirra sem ráða
ríkjum og opna augu almennings
fyrir mikilvægi þessa svæðis. Að-
stæður krefjast þess einfaldlega að
ríkin auki samvinnu sína. Takist
það munum við lenda réttu megin
hryggjar," sagði Pavel.
/
/
Nor imark
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
VEIÐIHNÍFAR
Amerísku
garðhúsgögnin
frá Kaliforníu, sem slegið hafa í gegn
Rauðviðar- og
Resingarðhúsgögn,
sem þola að
standa úti.
Opið virka daga frá kl. 10-18
Sölusýning laugardag frá kl. 10-18
og sunnudag frá kl. 13-17.
)
Skeifunni 3G