Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 32

Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 4 Jaðarsbakkar eitt erlæsilegasta íþróttasvæði landsins Akranesi. 5 Jaðarsbakkalaug á Akranesi var formlega tekin í notkun sl. laugardag og var mikið fjölmenni samankomið til að taka þátt i hátíðarathöfn i tilefni dagsins. Óhætt er að segja að langþráð bið sé á enda því umræða um nýja sundlaug hefur staðið yfir á Akranesi um langan tíma. Haraldur Sturlaugsson formað- ur byggingarnefndar sundlaugar bauð viðstadda velkoma og fór nokkrum orðum um hið nýja mannvirki. Að loknum ræðuhöld- um opnaði Helgi Hannesson sund- laugarvörður laugina formlega og síðan var nokkrum fastagestum gömlu sundlaugarinnar boðið að taka fyrstu sundtökin og reyna nýja mannvirkið og fór Júlíus Þórðarson fyrrum framkvæma- stjóri fyrir þeim fríða hópi. Þá synti hópur félaga Sundfélags Akraness boðsund. Að sögn Elís Þórs Sigurðsson- ar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á Akranesi, var mikill kraftur í framkvæmdum síðustu vikurnar og unninn langur vinnudagur. Allir sem unnu að lokafrágangi við sundlaugina eiga miklar þakk- ir skildar fyrir sína vinnu. Elís sagði að aðsókn að hinni nýju sundlaug hefði verið mjög mikill fyrstu dagana og menn almennt mjög ánægðir með hana. Það lætur nærri að um helmingur bæjarbúa hafi komið hér þessa fyrstu fjóra daga sem opið hefur verið. Með tilkomu þessarar sund- laugar batnar til muna öli íþrótta- aðstaða á Akranesi og stutt verð- ur í að næsta íþróttamannvirki verði tekið í notkun. Glæsilegt íþróttahús sem íþróttabandalag Akraness hefur verið að byggja við hlið sundlaugarinnar er næsta fullbúið og er stefnt að vígslu þess í lok næsta mánaðar en þá eru liðin þrjú ár síðan fyrsta skófl- ustunga þess var tekin. Að sögn Elís Þórs verður íþróttaaðstaða á Akranesi orðin mjög góð í haust oggerist hún varla betri á Iandinu. Við erum vel í stakk búnir að taka á móti stórum íþróttahópum til keppni og nú um þessa helgi verður mjög stór keppni hjá okkur þegar aldursflokkamót Islands í sundi fer fram. Það verður nokk- urs konar prófraun á framkvæmd stórmóta hjá okkur, sagði Elís Þór að lokum. - JG Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Júlíus Þórðarson fór fyrir flokki fastagesta úr gömlu Bjarnalaug sem vígðu formlega gömlu laugina. Morgunblaðið/Þorkell Hið glæsilega íþróttasvæði Akurnesinga á Jaðarsbökkum, grasvöllur, sundlaug og nýtt íþróttahús. Á svæðinu er einnig stórt grassvæði til knattspyrnuiðkana, sem ekki sést á þessari mynd. Ný sundlaug vígð á Akranesi: Morgunblaðið/Júlíus Helgi Hannesson, sem í áratugi hefur verið helsti frömuður sund- mála á Akranesi og núverandi forstöðumaður sundlaugarinnar, við hina nýju og glæsilegu laug. Akranes: Verslunin Skagaver hf. 25 ára Akranesi. Verslunin Skagaver hf. á minnst á margan hátt í verslun- Unar 21. júní 1963 í nýbyggðu eig- Akranesi er 25 ára um þessar inni fyrir skömmu. in húsnæði á Kirkjubraut 56. Þar mundir og var þessara tímamóta Skagaver hf. hóf rekstur versl- var verslunin til húsa fyrstu tutt- Margt var um manninn í verslun Skagavers hf. í afmælisfagnaðinum. Morgunbiað.ð/Jón Gunniaugsson Hljómsveit skipuð íbúum í nærsveitum Akraness tók lagið við góðar undirtektir. ugu árin, en þá var ráðist í bygg- ingu nýs verslunarhúss vegna auk- ins umfangs. Nýja byggingin sem er um 1.600 m2 að gólffleti er í hinum nýja miðbæjarkjarna Akra- ness og var hún sú fyrsta sem reis þar. Verslunarhúsið var tekið í notkun 1. nóvember 1982 og hefur verslun þar aukist jafnt og þétt síðan. Þama er vörumarkaður á tveim hæðum með mjög fjölbreyttu vöruvali og verðlag þykir mjög gott. Eigendur Skagavers hf. eru þeir Baldur Guðjónsson, Karl Sig- urðsson og Ólafur Theórdórsson og eiginkonur þeirra. Starfsmanna- fjöldi hjá þeim er milli 25 og 30 manns. í tilefni af þessum tímamótum efndu eigendur Skagavers hf. til veglegrar afmælishátíðar á há- annatíma í versluninni. Þar fengu allir sem vildu að bragða á grillrétt- um af stóru útigrilli, hljómsveit lék dægurlög og Gylfí Ægisson kynnti og áritaði hina nýju plötu sína. -JG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.