Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
39
riðið í dag sé fólgið í því að íbúar
byggðanna sem liggja með strönd-
um landsins, eigi sameiginlega
hagsmuni sem þeim ber að vinna
saman að.
Af þeirri ástæðu er það mín
skoðun að niðurstaða kjarasamn-
inga á Akureyri hafí verið óhjá-
kvæmileg. Hún var kannski ósæmi-
leg ef litið var á launatöflu fisk-
vinnslufólks, en það var og er mitt
persónulega mat að illvíg átök milli
hagsmunaaðila í þessum sjávar-
plássum hefði fyrst og fremst ýtt
undir byggðaröskunina, því vil ég
reyna til þrautar leið samvinnu
milli launþega og atvinnurekenda
í fiskvinnslu, við eigum meira sam-
eiginlegt en það sem skilur á milli.
Við eigum það sameiginlegt að
vilja búa í þessum byggðarlögum
og að skapa okkur og börnum okk-
ar þar lífvænleg búsetuskilyrði. Það
gerist með samvinnu í stað slags-
mála.
Það verða hinsvegar allir að
skilja að samvinna byggist á sam-
komulagi allra aðila, þar getur ekki
annar eða einn aðilinn skotið sér á
bak við eitthvert óskilgreint ósýni-
legt vald í bönkum eða annars stað-
ar og komið á þann hátt í veg fyr-
ir réttláta tekjuskiptingu.
Að svo mæltu óska ég Eyja-
mönnum alls góðs, og vænti þess
að þeir muni um langa framtíð
byggja Eyjarnar af þeirri reisn sem
hefur verið þeirra aðalsmerki.“
Vellíðan er dýr-
mætt verkfæri
„Fiskvinnslufólk vinnur einhæfa,
óþrifalega og erfiða vinnu við held-
ur bágborin vinnuskilyrði,“ sagði
Elsa Valgeirsdóttir verkakona í
upphafi máls síns. „Sú alkunna
staðreynd að góð aðstaða á vinnu-
stað skili sér í bættum afköstum
og betri vinnu virðist ekki þekkjast
hjá forráðamönnum flestra físk-
vinnslufyrirtækja. Tölum aðeins
um þessi fyrirtæki hér í Eyjum.
Hér er borðavinnufólki boðið upp
á það að vinna sinn vinnudag við
borð sem í fæstum tilfellum er í
réttri hæð fyrir viðkomandi starfs-
mann og það stendur oft á stein-
gólfinu einu saman. Ekki þarf að
spyrja að afleiðingunum. Sem eru
vöðvabólga, æðahnútar og alls
kyns önnur mein. Það er eins og
forráðamenn þessara fyrirtækja
geri sér enga grein fyrir því að
atvinnusjúkdómar sem vöðva-
bólga og ótímabært líkamsslit
hjá þessu starfsfólki sé bein afleið-
ing af gjörsamlega úreltri vinnuað-
stöðu. Kannski þeir myndu vilja
skipta á sérhönnuðu skrifstofu-
stólunum sínum og fá í staðinn
plaststól, svona eins og eru í kaffi-
stofum þessara sömu fyrirtækja.
Ekki er þessu starfsfólki boðið
upp á það sem þó víðast hvar þyk-
ir aðeins sjálfsagt þar sem fólk
vinnur erfiða og óþrifalega vinnu,
þ.e. að fara í sturtu og hafa fata-
skipti að afloknum vinnudegi á
vinnustaði. Og ekki má gleyma
læstu skápunum sem flest annað
starfsfólk hefur til þess að geyma
persónulega hluti sína, s.s. yfir-
hafnir, peningaveski o.fl
Sem sagt öll hreinlætisaðstaða
fyrir starfsfólk er í algjöru lág-
marki þ.e. aðeins handlaugar og
klósett.
Er stefnt að fjölkvæni
með launatöxtunum?
Maður skyldi nú ætla að launin
væru þó góð vegna lélegrar vinnu-
aðstöðu en því er ekki til að dreifa,
því að óvíða fyrirfínnast eins lágir
kauptaxtar og fískvinnslufólk þarf
að sætta sig við.
Mánaðarlaun fyrir 40 stunda
vinnuviku eru á bilinu tæp 30.000
kr. upp í rúm 33.000 hér í Eyjum
vel að mynda.
Þetta er á sama tíma og vísitölu-
fjölskyldan er talin þurfa 120 þús-
und á mánuði sér til framfærslu.
Það þarf s.s. 3—4 fullorðna til þess
að vinna fyrir 4 manna fjölskyldu.
Er stefnan sú að koma á .fjöl-
kvæni hér á landi, eða eiga börnin
að taka þátt í fjáröflun heimilana.
Vont þegar launin
verða vanþakklæti
í þessum fyrirtækjum eru bónus-
greiðslur sem aðeins fást með
auknum afköstum og þær greiðsl-
ur eru eins misháar og launþegar
eru margir. Ekki hefur verið leitast
við að meta það aukaálag sem fisk-
vinnsufólk vinnur undir vegna viss-
unnar um að ef bónusinn klikkar,
eða eitthvað fer úrskeiðis í vinnsl-
unni, þá eru laun dagsins fyrst og
fremst vanþakklæti og enginn lifir
á því. Með stærri og fullkomnari
fískiskipum hefur tekist að stýra
vinnslunni betur þannig að meiri
verðmæti fást úr frystingunni. Og
það ætti að auka svigrúm til bæta
kjör og aðbúnað fiskvinnslufólks,
en svo er nú ekki, ráðamenn þjóð-
félagsins virðast gjörsamlega hafa
gleymt því að fiskveiðar og fisk-
vinnnsla eru undirstaða þessa þjóð-
félags og skapa um 80% af gjald-
eyristekjum þjóðfélagsins. 1 stað
þess að skapa rekstrargrundvöll
fyrir undirstöðuatvinnuvegina þá
eru þeir blóðmjólkaðir, með ein-
hverri fastgengisstefnu sem kemur
sér jú vel fyrir þá sem lítinn eða
engan gjaldeyri skapa, en telja sig
þó sjálfkjörna til þess að eyða hon-
um í óþarfan innflutning og bruðl.
Verkkunnátta og reynsla
er mikils virði
Skemmst er að minnast þess er
Snót var nýverið í verkfalli, ekki
heyrðist þá mikið frá ráðamönnum
þjóðfélagsins um hugsanlegt tap
og skaða fyrir þjóðfélagið, en nú
kveður við annan tón, VR er í verk-
falli og er þá staðan mjög alvarleg
fyrir þjóðfélagið. Þó skyldi enginn
ætla að VR-félagar væru of sælir
af sínum launum. Sorglegt er að
horfa upp á aðgerðarleysi atvinnu-
rekenda í þessum greinum til þess
að snúa þessari þróun við. Þeir
sætta sig við að fá myglaða mola
af borði stóra bróður í Reykjavík.
Stjórnvöld gætu til að mynda grip-
ið hér inn í dæmið með auknum
skattaívilnunum til handa þessum
greinum.
Sú staðreynd að fáir gera sér
lengur grein fyrir því að við erum
fyrst og fremst fískveiði- og físk-
vinnsluþjóð er á góðri leið með að
útrýma þeirri verkkunnáttu sem
fólk með langa starfsreynslu í þess-
ari grein býr yfir. Því þetta fólk er
á hröðum flótta úr starfsgreininni.
Og ekki kemur ungt fólk í staðinn,
því er meðalaldur fískvinnslu-
kvenna hér í Eyjum á bilinu 35 til
40 ára.
Fiskveiðiþjóðfélag sem státað
getur af ómenguðum og gjöfulum
fískimiðum, og selur fiskafurðir
sem fullnægja hæstu gæðakröfum
á mörkuðum heimsins, getur ekki
horft aðgerðarlaust upp á það að
misvitrir stjómmálamenn verði til
þess að fiskvinnsla leggist niður
hér á landi. Viljum við sjá á eftir
fiskvinn'slunni til annarra landa eða
hvað?“
Athafnasemi vantar
í stað orða
„Hugtakið fullvinnsla sjávaraf-
urða hefur oft verið notað sem ein-
hvers konar töfraorð, ekki síst af
stjórnmálamönnum sem vantað
hefur hugmyndir og málefni til að
auglýsa sjálfa sig og sína stefnu,"
sagði Hafsteinn Guðfinnsson fiski-
fræðingur og forstöðumaður Haf-
rannsóknastofnunar í Vestmanna-
eyjum í upphafí máls síns. „Er þá
sama hvaða stjómmálaflokkur á í
hlut. Og enn ijúka menn upp öðru
hveiju og fara að tala um full-
vinnslu sjávarafurða, sem mun
greiða úr atvinnuflækjum og efna-
hag fískvinnslufyrirtækja, ef ekki
allrar þjóðarinnar. Ég .get ekki að
því gert að ég verð alltaf pínulítið
argur þegar þessi mál ber á góma.
Og hvers vegna það? Er það
kannski ekki jákvætt að hóa fólki
saman og tala um fullvinnslu sjáv-
arfangs, og reyna að finna nýjar
leiðir í sjávarútvegi okkar Islend-
inga. Jú, vissulega. En það sem
ergir mig, er að á siðustu 10 til
15 árum hafa verið haldnir fjöl-
margir svona fundir, sem ályktað
hafa um málið, og meira að segja
stundum skynsamlega. En síðan
hafa málefnin hjaðnað eins og loft-
bólur. Margoft hafa dugandi menn
bent á leiðir til nýsköpunar innan
atvinnugreinarinnar, en jafnharðan
hafa hugmyndimar verið kæfðar í
fæðingu. Annað hvort með fjár-
svelti, eða að svo litlu fjármagni
hefur verið veitt í verkefnin, að
framkvæmdahraðinn er hvorki fugl
né fískur. Og svo er annað sem
mér fínnst alltaf verða útundan í
slíkri umræðu, en það er að skil-
greina hvað er fullvinnsla sjávaraf-
urða. Aðstæður eru sífellt að breyt-
ast, bæði í atvinnugreininni og á
mörkuðum okkar. Oft hefur mér
fundist brenna við, að þegar fólk
talar um fullvinnslu sjávarafurða
eigi það við einhvem hátækniiðnað,
eins og t.d. vinnslu ensíma úr físk-
slógi, eða að útbúa tilbúna rétti
fyrir neytendur úr fiski. Fyrir
mínum hugskotssjónum er 'slík
vinnsla mjög athyglisverð og sjálf-
sagt að huga að henni.“
Að ná hámarksafrakstri
„En við skulum athuga að hún
bjargar ekki íslenskum sjávarút-
vegi, þó hún geti aukið verðmæti
hans. Fullvinnsla sjávarafurða er
að mínu áliti mjög margir þættir,
síbreytilegir og þurfa að vera í
sífelldri endurskoðun. Við getum
spurt okkur, er fullvinnsla sjávaraf-
urða það að vinna fiskinn í sem
verðmestar pakkningar? Jú, vissu-
lega. En forsendan fyrir því að
eyða tíma og kröftum í slíka vinnslu
er auðvitað sú, að afurðirnar gefi
meira af sér en aðrar framleiðslu-
vörur. Þannig finnst mér í sjálfu
sér að útfluttur ferskfiskur í gám-
um sé fullunnin útflutningsvara,
þegar hann gefur af sér hæsta
verð á erlendum mörkuðum. Af
slíkum útflutningi hafa tiltölulega
fáir atvinnu, en afurðin sem slík
gefur af sér hámarksafrakstur.
Þannig geta menn tínt til ýmis
dæmi úr þessari atvinnugrein, en
niðurstaðan verður alltaf sú, að
fullvinnsla nær aldrei lengra í fram-
leiðslu fiskafurða heldur en að arð-
bærasta þrepinu. Við getum auðvit-
að gengið lengra í úrvinnslu sjávar-
afla, en það þarf alls ekki að vera
arðvænlegt. Og þá vaknar spurn-
ingin, viljum við frekari úrvinnslu
þegar talað er um fullvinnslu sjáv-
arfangs? Erum við að sækjast eftir
að fjölga atvinnutækifærum með
frekari úrvinnslu? Ég hef grun um
að slíkt hangi líka á spýtunni þeg-
ar talað er um fullvinnslu. Hugan-
lega er frekari úrvinnsla þjóðhags-
lega hagkvæm eins og oft er sagt,
en í mörgum tilvikum þarf það
ekki að vera svo. Það má segja að
markaðsaðstæður svari þeirri
spumingu á hveijum tíma.“
Fullnýttir og ofnýttir fisk-
stofnar
„Ef við þreifum okkur nú aðeins
lengra og lítum á auðlindir okkar
íslendinga í sjónum, þá má segja
að allir fískstofnar séu fullnýttir,
og sumir ofnýttir eins og til dæmis
þorskurinn. Við getum ekki búist
við aukningu í afla á okkar helsta
nytjafiski á næstu árum. Tegundir
sem hingað til hafa verið nýttar
að litlu leyti eins og gulllax, munu
ekki auka afla okkar svo um mun-
ar. Langlúra, sem veiðar hófust á
fyrir rúmu ári, getur hugsanlega
gefíð af sér 3.000 til 5.000 tonna
ársafla, varla meira. Hugsanlega
verðiir hægt að nýta hryggleys-
ingja eitthvað betur en nú er gert
(t.d. ýmsar skeljar, ígulker, sæ-
bjúgu og þess háttar), en slík við-
bót í verðmætum er þó einungis
smávægileg miðað við þau verð-
mæti sem nú þegar eru dregin ur
sjó á hveiju ári.“
Betri nýting af lans
er lykilatriði
„En hvað er þá til ráða? Mín
skoðun er sú, að við þurfum að
nýta betur þann afla sem við höfum
til ráðstöfunar.
Ein leið í því er að ná fleiri kíló-
um út úr hveijum fiski, sérstaklega
þorski. Meðalvigt á þorski lækkar
sífellt, og veiðarnar byggjast á
sífellt yngri árgöngum. Til dæmis
var meira en annar hver fískur í
lönduðum afla 3ja eða 4ra ára á
árinu 1987 (53%). Hins vegar vigt-
uðu þessir fiskar aðeins 35% af
lönduðum afla. Á árinu 1987 veidd-
ust rúmlega 63 milljónir af 4ra ára
fiski, af árgangi 1983, sem er mjög
sterkur. Meðalvigt þessara físka
var 1,96 kg. Meðalvigt á 6 ára fiski
í fyrra var 3,89 kg. Þá sjáum við
að hver fiskur úr þessum árgangi
hefði tvöfaldað þyngd sína, með
þvi að lifa tveim árum lengur. Og
aflaaukning sem af því leiddi hefði
numið 119.900 tonnum. Það munar
um minna á þessum síðustu og
verstu tímum. Slík aflaaukning
myndi að sjálfsögðu skapa miklá
atvinnu og úrvinnslumöguleika,
fyrir utan verðmætin. Og hér er
ég kominn að kjarna málsins, hvað
þetta atriði varðar. Hafrannsókna-
stofnun hefur marg bent á það, að
nú væri lag til að spara sér þorsk-
inn í sjónum, og byggja upp hrygn-
ingarstofninn. Bæði árgangurinn
frá 1983 og 1984 eru sterkir og
því hægt.með friðun að ná þorsk-
stofninum upp. Þetta tækifæri er
því miður að ganga okkur úr greip-
um. Nú vil ég alls ekki að neinn
skilji orð mín svo, að það sé ein-^r
falt mál að breyta fiskveiðistjórn-
uninni þannig að betri nýting fáist
úr þorskstofninum. Hins vegar er
eftir miklu að slægjast, ef hægt
er að geyma fiskinn ögn lengur í
sjónum áður en hann er veiddur.“
Algjört grundvallaratriði
að stöðva ofveiðina
„Þetta er mikið hagsmunamál
fyrir Vestmanneyinga og öll sjávar-
pláss hér suð-vestanlands, sem
byggja sínar vetrarveiðar á hrygn-
ingarfiski. Á árinu 1987 var fjöldi
7 ára físka og eldri 22,4 milljónir,
en þessir fiskar eru að lang mestu
leyti kynþroska. Þeir voru 16,3%».
af fjölda veiddra fiska, en rúm 31%
af þyngd. Við sjáum því í hendi
okkar að ef geyma má fiskinn leng-
ur í sjónum, fáum við ekki aðeins
meiri afla í tonnum talið, heldur
fáum við einnig fleiri fiska sem
ganga til hrygningar. Slíkt væri til
hagsbóta fyrir alla hér sunnan-
lands, sem lifa á fiskveiðum, og
auðvitað þjóðina alla.“
Nýting aukaafurða í molum
„Við þurfum að ná hæstu gæð-'
um úr öllum afla. Við þurfum að
nýta mun betur þær aukaafurðir
sem fylgja fiskunum, til dæmis
hrogn og lifur. Hrognum er enn
hent í sjóinn og ég tala nú ekki
um lifur. Það má teljast til undan-
tekninga ef bátar og skip hirða lif-
ur. Niðursuðuverksmiðjan og Lifr-
arsamlagið hér í Eyjum eiga í
mestu erfiðleikum með að fá lifur
til niðursuðu og bræðslu, þrátt fyr-
ir að markaður sé nægur fyrir vör-
una, og þrátt fyrir að verð til út-
gerðar sé 20 kr. í niðursuðu en 15
kr. í bræðslu. Hér er miklum verð-
mætum kastað á glæ.“
Þorskeldi við bæjardyrnar -
„Ég vil að lokum minnast á fisk-
eldi, sem álitlegan möguleika á
næstu árum, ekki síst hvað varðar
sjávarfíska. Miklir möguleikar eru
að opnast í kjölfar stóraukinna
rannsókna Norðmanna og annarra
þjóða á eldi sjávarfiska: Þessu eig-
um við að gefa gaum og nýta okk-
ur þá vitneskju sem til fellur. Einn
af þeim möguleikum sem ætti að
huga að, er að klekja út þorski,
og ala síðan seiðin í keijum fram
á haust, en sleppa þeim þá. Tilraun-
ir Norðmanna með slíkar slepping-
ar benda til að seiðin fari ekki langt
frá sleppistaðnum. Endurheimtur
úr slíkum tilraunum hafa verið'
góðar, jafnvel allt að 20% af sleppt-
um seiðum. Þannig mætti jafnvel
hjálpa til við að rækta upp heima-
miðin. Vitað er að langmestu af-
föll seiða eru þegar kviðpokastiginu
lýkur. En þá þurfa seiðin einmitt
að byija að taka til sín næringu.
Með klaki og eldi fyrstu mánuðina
er búið að fleyta þeim yfir erfið-
asta lífsskeið þeirra. Þau eru þá
fær um að synda, en eru ekki háð
reki strauma eins og vorseiðin. Þau
eru því mun hæfari til að afla fæðú
og lifa af í lífsbaráttunni.
Góðir fundarmenn. Ég ætla ekki
að hafa þessi orð fleiri að sinni.
Vonandi berum við gæfu til að
stýra fiskveiðum okkar og fisk-
vinnslu þannig, að við náum sem
mestum verðmætum úr aflanum.
Til þess að svo verði þurfum við
sífellt að gæta að því, að nýta sem
• best það sem við höfum í höndunum
hveiju sinni.“