Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK
166. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
Prentsmiðja Morgfunblaðsins
Nagorno-Karabak:
Leiðtogum verk-
faUsmanna refsað
Moskvu. Reuter.
RÉTTARRANNSÓKN er hafin í málum nokkurra helstu leiðtoga verk-
fallsmanna í Nagorno-Karabak-héraði i Sovétlýðveldinu Azerbajdzh-
an, að því er sagði í fréttum sovésku fréttastofunnar Tass í gær.
Sagði ennfremur að yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að „tryggja
stöðugleika" og treysta lög og reglu m.a. með þvi að refsa helstu
hvatamönnum verkfallsins fyrir agabrot. Vinna hefur legið niðri í
verksmiðjum í héraðinu undanfarna tvo mánuði vegna mótmæla Arm-
ena þar sem krefjast þess að það verði sameinað Sovétlýðveldinu
Armeníu.
I frétt Tass sagði að mikil spenna
ríkti í Stepanakert, höfuðborg Nag-
orno-Karabak, og að allsheijarverk-
fall væri enn í gildi. Akveðið hefði
verið að hefja réttarrannsókn í mál-
um nokkurra embættismanna, sem
hvatt hefðu til allsherjarverkfalls,
auk þess sem starfsmönnum járn-
brautastöðvarinnar í höfuðborginni
hefði verið gert að greiða ríkinu
skaðabætur vegna verkfallsins.
Leiðtogi kommúnistaflokksins í
Azerbajdzhan hefur lagt til að yfir-
völd þar gangi til viðræðna við ráða-
menn í Armeníu og Georgíu í því
skyni að lægja þjóðemisróstur í lýð-
veldunum þremur sunnan Kákasus-
fjalla. Vinna lá niðri í verksmiðjum
í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær
en boðað hafði verið til allsheijar-
verkfalls til að mótmæla þeirri
ákvörðun Sovétstjómarinnar að
hafna kröfum um að héraðið Nag-
orno-Karabak í Azerbajdzhan verði
sameinað Armeníu.
Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið-
togi hefur hvatt til þess að menning-
ararfleifð minnihlutahópa í Sov-
étríkjunum verði virt til að koma í
veg fyrir frekari róstur en stjómvöld
hafa sagt að leiðtogar kommúnista-
flokksins í Azerbajdzhan hafi í gegn-
um tíðina ekki virt réttindi armenska
minnihlutans í Nagorno-Karabak.
Ónefndir embættismenn í Moskvu
skýrðu í gær frá tillögu Abduls Vez-
írovs, leiðtoga kommúnistaflokksins
í Azerbajdzhan, og er litið svo á að
hann vilji með þessu móti verða við
ákalli Gorbatsjovs.
300.000 manns tóku þátt í úti-
fundi í Jerevan á fimmtudagskvöld.
Fundarmenn samþykktu að fresta
frekari fjöldafundum í viku í því
skyni að gefa Armenum ráðrúm til
að vega og meta ákvörðun stjórn-
valda í Kreml um að verða ekki við
kröfum um sameiningu.
Reuter
Hryðjuverk íBeirút
Tíu menn létust og 50 særðust þegar bílsprengja sprakk
í gær í Vestur-Beirút í Líbanon. Ódæðisverkið var unnið
í borgarhluta múhameðstrúarmanna. Þykir líklegt, að
hryðjuverkinu hafi verið beint gegn Sýrlendingum og veru
þeirra í Líbanon en bílnum hafði verið lagt við eina varð-
stöð sýrlenska hersins. Á stærri myndinni má sjá hvemig
umhorfs var á götunni eftir sprenginguna en á þeirri inn-
felldu er verið að hlynna að særðri konu.
Reuter
Dukakis treyst-
irstöðu sína
Michael Dukakis, forseta-
frambjóðandi demókrata í
forsetakosningunum í Banda-
ríkjunum í haust, þykir hafa
treyst stöðu sína verulega
undanfarna daga. Blökku-
mannaleiðtoginn Jesse Jack-
son hvatti í gær stuðnings-
menn sína til að styðja fram-
boð Dukakis og Lloyds Bents-
ens, varaforsetaefnis flokks-
ins. í skoðanakönnun, sem
gerð var fyrir sjónvarpsstöð-
ina ABCá fimmtudag kváðust
53% aðspurðra ætla að kjósa
Dukakis en aðeins 41%
George Bush, frambjóðanda
repúblikana. Á myndinni sést
Dukakis ásamt Kitty, konu
sinni, taka undir söng lands-
fundargesta.
Sjá fréttir á bls. 27.
íranir og írakar skýra frá hörðum bardögum í Persaflóastríðinu:
Yiðræður um vopnahlé
fara fram í næstu viku
Utanríkisráðherrar ríkjanna halda á fund framkvæmdastjóra SÞ
Bagdað, Nik&siu, Sameinuðu þjóðunum, Bahrain. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR írans
og íraks munu í næstu viku eiga
viðræður við Javier Perez de Cu-
ellar, framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna, um framkvæmd
vopnahlés _ i Persaflóastríðinu.
Herstjórn íraka tilkynnti í gær
að hafin væri stórsókn gegn her-
sveitum írana á öllum vigstöðum
tii að vinna aftur allt það land-
svæði sem íranir hefðu náð á sitt
vald í Persaflóastríðinu. Telja
fréttaskýrendur að írakar hyggist
freista þess að treysta stöðu sina
í væntanlegum vopnahlésviðræð-
um ríkjanna, sem boðað hefur
verið til á grundvelli samþykktar
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
íranir sökuðu íraka um að hafa
beitt efnavopnum í árásum á þijú
þorp í íran og sagði Ayatollah
Khomeini, leiðtogi klerkastjórnar-
innar, að stríðinu væri hvergi
nærri lokið.
Talsmaður framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því
í gærkvöldi að utanríkisráðherrar
beggja ríkjanna myndu eiga viðræð-
ur við de Cuellar í næstu viku. Þá
hefðu stjómvöld einnig fallist á að
ræða við sendimenn Sameinuðu þjóð-
anna í höfuðborgum ríkjanna
tveggja. Sendimennimir em væntan-
legir til Teheran, höfuðborgar írans,
í dag, sunnudag, og halda þaðan til
íraks þremur dögum síðar. „Fyrstu
hindmninni hefur verið mtt úr vegi,“
sagði Crispin Tickell, sendiherra
Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum,
á blaðamannafundi í gærkvöldi.
í gærdag kváðust írakar hafa
blásið til stórsóknar á öllum vígstöðv-
um Persaflóastríðsins. í tilkynningu
írösku herstjórnarinnar sagði að þús-
undir íranskra hermanna hefðu fallið
eða særst í bardögunum. Þá hefðu
þúsundir manna verið teknir til fanga
enda hefði tilgangur sóknarinnar m.a
verið sá að jafna metin á þessu sviði
en samkvæmt upplýsingum Rauða
krossins hafa Iranir mun fleiri
stríðsfanga á sinu valdi en írakar.
IRNA, hin opinbera fréttastofa
írans, sagði íranskar hersveitir hafa
neyðst til að hörfa á nokkmm
vígstöðvum vegna efnavopnaárása
íraka og hefði fjöldi óbreyttra borg-
ara týnt lífi í þeim. í tilkynningu
fréttastofunnar sagði að 5.000 írak-
ar hefðu fallið eða særst í bardögun-
um en þessari fullyrðingu vísaði her-
stjóm Iraka á bug.
Útvarpið í Teheran, höfuðborg ír-
ans, hafði í gær eftir Ayatollah Kho-
meini, leiðtoga írana, að stríðinu
væri hvergi nærri lokið þar sem
stjóm Saddams Husseins Iraksfor-
vart helstu gjaldmiðlum lækkaði
enn í gær en undanfarna daga
hafa seðlabankar víða um heim
selt dollara til að draga úr frek-
ari hækkun gjaldmiðilsins. Fyrir
hann fengust í gær 1,8929 vestur-
þýsk mörk en i byrjun vikunnar
var gengi hans tæp 1,98 mörk.
A miðvikudag var gengi dollars
hærra en nokkm sinni undanfarna
11 mánuöi. Síðan þá hefur hann
lækkað um þijú prósent gagnvart
seta hefði enn ekki fallist á efnisat-
riði samþykktar Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðana um vopnahlé þrátt
fyrir yfirlýsingar í þá vem. „Þar til
Irakar fallast á ályktunina verður
fjandmönnum islams svarað á
vígvöllunum,“ sagði Khomeini.
vestur-þýsku marki og um tæp fjög-
ur prósent gagnvart bresku pundi
og valda þar mestu afskipti seðla-
banka víða um heim. Verðlækkunin
í gær var einnig rakin til þess að
spákaupmenn fjárfestu fremur í
breskum pundum en dollumm vegna
vaxtahækkunar á Bretlandi. Sér-
fræðingar sögðu þó að enn væri vit-
urlegt að íjárfesta í dollumm og
vísuðu til þess að flest benti til
áframhaldandi grósku í efnahagslífi
Bandaríkjanna.
Enn lækkar gengi
Bandaríkjadollars
London. Reuter.
GENGI Bandaríkjdollars gagn-