Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 41

Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 41 Hjónaminning: Knútur L. Knudsen Hrefna Þórarinsdóttir • Knútur. Fæddur24.júlí 1915 Dáinn 14. júní 1988 Hrefna. Fædd 5. desember 1918 Dáin 14. júlí 1988 Það var fyrir átta árum að ég kynntist þessum heiðurshjónum, er ég kom inn í fjölskyldu þeirra. Ég gat alltaf litið á þau sem ömmu og afa, svo einlæg voru þau í minn garð. Þau báru mig á höndum sér, vildu allt fyrir mig gera sem í þeirra valdi stóð svo mér og fjölskyldu minni liði veþ Það var alltaf viss tilfinning að koma til þeirra í Hólm- inn. Það var alltaf tekið svo vel á móti manni, og ekki stóð á því að það var ætíð sest beint að borði. Þau voru ætíð svo rausnarleg og sáu um að engin væri með tóman maga. Knútur Lárus Knudsen hafði unnið hjá sama fyrirtækinu í 57 ár, og er það alveg örugglega eins- dæmi. Hann hafði gefíð sama fyrir- tækinu alla sína starfsorku og sló ekkert af þó fullorðinn væri.- Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Stykkis- hólms sem bifreiðastjóri ungur að árum. Hann tók svo við starfi sem vélstjóri hjá Kaupfélaginu eftir að hann dreif sig á skólabekk. Vann hann upp frá því sem vélstjóri hjá Kaupfélaginu eins lengi og kraftar hans og heilsa leyfðu. Knútur vann á haustin þegar sláturtíðin var á nóttunni og svo sá hann um að bátamir fengju nógan ís, þegar þeir færu í róður. Knútur var sam- viskusamur og ósérhlífínn. Hann ar alltaf á verði í sambandi við vél- amar. Það má segja að hann hafí þekkt þær eins og fínguma á sér. Knútur og Hrefna vom í hjóna- bandi í 48 ár og bjuggu þau öll sín hjúskaparár í Stykkishólmi. Þau unnu bæði hér á árum úti, Hrefna við fískverkun og Knútur hjá Kaup- félaginu. Þegar Hrefna var ung kona þá fór heilsu hennar að hraka og hin síðari ár var hún orðin mikill sjúkl- ingur. Knútur hafði mest alla sína tíð góða heilsu, en fyrir fímm ámm fékk hann áfall, sem gerði það að verkum að hann varð að minnka við sig vinnu. Kæm Kata, Einar, Knútur, Haddý, Lalli og synir. Það hefur orðið mikið áfall í þessari ijölskyldu við fráfall þessara heiðurshjóna og bið ég góðan Guð um að styrkja ykkur öll í þessari sorg. Við vitum að við höfum misst góða vini líka. Við vitum að þeim li'ður vel nú, og það hefur verið tekið vel á móti þeim báðum. Útför Knúts Lámssonar Knudsen fór fram þann 18. júní sl. Blessuð sé minning þeirra. Jóhanna G. Scheving Minning: Ingibjörg H. Jóns- dóttir Guðmundsson Frænka okkar, Ingibjörg Hall- dóra Jónsdóttir, lést í Bandaríkjun- um 3. júlí. Inga, en svo var hún ætíð kölluð, var fædd á ísafírði 2. júní 1919 og var næst elst sjö systk- ina. Foreldrar hennar vom hjónin Jóna Helga Valdimarsdóttir, Þor- varðarsonar, útvegsbónda og kaup- manns í Hnífsdal, og Jón Barðason, skipstjóri, Barðasonar, skipstjóra á Siglufírði. Hálfsystur átti Inga einnig, en það er Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Inga ólst upp á Isafírði til fermingaraldurs, en þá fluttu foreldrar hennar til Reykjavíkur. Sextán ára missti Inga föður sinn, sem dmkknaði og var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. En með samheldni systkinanna og óhemju miklum dugnaði móðurinnar tókst þeim að halda fjölskyldunni saman og hið hlýlega heimili þeirra var alltaf opið frændum og vinum sem að garði bar og minnumst við þess með þakklæti. Árið 1943 giftist Inga Ara Guð- mundssyni frá Illugastöðum í Fnjóskadal. Hann ólst upp norðan- lands og starfaði lengi sem leigubíl- stjóri á Akureyri og í Reykjavík. Inga og Ari áttu sér yndislegt heim- ili í Miðtúni 18, Reykjavík enda vom þau samhent og hún frábær húsmóðir. Bom þeirra em: Aðalsteinn (All- an), f. 3. júlí 1945, Gunnar Ey- mann, f. 19. apríl 1953, og Anna, f. 26. nóvember 1957. Einnig átti Ari dótturina Auði f. 4. desember 1942. Ari var haldinn mikilli útþrá, sem leiddi til þess að í mars 1954 flutt- ust þau til Vesturheims. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í Kanada, en færðu sig síðan vestur á bóginn, með stefnu á Bandaríkin. í Seattle fengu þau innflutningspappíra og héldu svo af stað suður vesturströnd Bandaríkjanna í kynnisferð og í leit að ákjósanlegum samastað, alla leið til San Diego, en þar fundu þau Minning: Erlendur Siguijóns son frá Tindum Fæddur 12. september 1911 Dáinn 17. apríl 1988 Góður vinur, Erlendur Siguijóns- son frá Tindum, Svínavatnshreppi, er horfinn yfír landamærin. Svo vildi til í vor, síðustu daga marz- mánaðar, að ég átti ferð til Reykjavíkur. Frétti égþá að Erlend- ur hefði veikst snögglega með hjartakasti og verið í skyndi fluttur frá heimili sínu á Selfossi á Landa- kotsspítala. Ég leitaði strax eftir fréttum af líðan hans, sem var í bataátt og heimsótti hann á sjúkra- stofuna. Hann var þá hress að vanda og sagði mér m.a. þá fyrir- ætlan sína að heimsækja mig í sum- ar á Fljótsdalshéraðið. Það hressti mig að finna sömu Hfsbirtuna úr svip og tali sem oftast áður og ég kvaddi hann með von til sumarsins. Svo frétti ég lítð af honum þar til dánartilkynningin kom. Erlendur var einn af skólabræðr- um mínum frá Hólum. Við kynnt- umst þar allnáið, en síðan liðu mörg ár. Ég frétti þó af flutningi hans til Suðurlands og fljótlega fékk ég vitneskju af því, er hann varð fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Selfoss. Það starf hafði hann þar til fyrir fáum árum, en ártalið hefi ég ekki er hann hætti. Um allmörg undanfarin ár hefi ég dvalið á Heilsuhælinu í Hvera- gerði svo sem mánaðaskeið á út- mánuðum. Er ég var kominn í þetta nágrenni við Erlend endurnýjuðum við gömul kynni með gagnkvæmum heimsóknum og ef ég hef verið á ferð á öðrum tímum gisti ég alltaf hjá þeim hjónum, Erlendi og konu hans Helgu Gísladóttur frá Stóru Reykjum, en hún lézt fyrir rúmu ári. Heimili þeirra var á Víðivöllum 2 á Selfossi og þangað var ég orð- inn viss að rata. Alúðina og aðbúð alla, sem ég mætti þar, þakka ég hjartanlega. Erlendur Siguijónsson var gjörvilegur maður, fremur hár vexti, samsvaraði sér vel. Vel knár, ég held afburða verkmaður, hagur, ótrauður og lýsti af honum áhuginn og starfsgleðin. Ég veit það að for- staða hans á Hitaveitu Selfoss var ágæt. Starfsvilji hans, áhugi og útsjón til allra átta naut sín þar til fulls. Svona kom þetta mér fyrir sjónir, þótt ég væri lengst af meira en álengdar. En maðurinn og sviðið gaf mér þessa mynd, þegar ég kom ögn nær. Áhugavert að gefa lífsmynd hans gætur. Erlendur var góður sonur fóstuijarðarinnar. Ég sendi bömum hans og að- standendum samúðarkveðjur. Jónas Pétursson Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri, Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Híns vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhérsla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. fyrirheitna landið og varð sú borg framtíðarheimili þeirra. Þau voru forsjóninni ætíð mjög þakklát fyrir að hafa valið þennan stað, því þrátt fyrir að ekki var alltaf auðvelt að fá vellaunaða vinnu þama, þá tókst þeim að eignast gott heimili. Böm- in fengu góða menntun og eru nýt- ir borgarar. Ari, maður Ingu, varð bráð- kvaddur 11. mars 1978 og var það mikið áfall fyrir hana, en börn henn- ar vom henni þá mikill styrkur. Ifyrir um það bil 25 ámm, þegar yngsta bam Ingu, Anna, var fimm ára, veiktist hún hastarlega af krabbameini. Hún gekkst undir þijá uppskurði og var vart hugað líf. í þessum veikindum kom sálarstyrk- ur hennar skýrt fram. Hún var Iengi að ná sér, en kjarkurinn var óbil- andi. Sem dæmi um sálarstyrk má geta þess að læknar fengu hana til að tala við aðra sjúklinga til að telja í þá kjark. En Inga átti líka tráusta vini þarna í San Diego og það vom hjónin Anna og Björgvin Guðmundsson og Anna Erlends- dóttir og Kristján Ásgeirsson. Þau veittu henni og Ara mikla aðstoð og andlegan styrk. Hún náði góðri heilsu, sem hélst þar til seinni hluta 1987, þegar hún veiktist í annað sinn. Systir hennar, Helga, sem er búsett á austurströnd Banda- ríkjanna, var mikið hjá henni þetta erfiða tímabil. Loks kom að því að hún gat ekki lengur verið á heimili sínu og síðustu mánuðina dvaldi hún hjá eldri syni sínum, Aðalsteini og konu hans, Lavonne. Þau, ásamt Gunnari, Onnu og bamabömunum, Michele og Brian, sameinuðust í að •gera henni síðustu mánuðina létt- bærari. Við frænkurnar sendum ástvin- um hennar innilegar samúðarkveðj- ur og þökkum Ingu og Ara vináttu þeirra í gegnum tíðina. Bogga og Hulda Menntamálaráðherra á Suðurlandi: Heimsókn á Flúðir og Hellu Birgir isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, Eggert Haukdal, alþingismaður og Ami Johnsen verða til viðtals á Fluðum kl. 14-16 mánudaginn 25. júlí nk. En að lokinni heimsókn i skólamannvirki verður kaffispjall í Áslandi fýrir allt sjálfsteeðisfólk. Klukkan 16.30-19.00 veröur menntamálaráðherra á Hellu ásamt Eggerti Haukdal og Ama. Að lokinni heimsókn í skólamannvirkin þar, veröur spjailfundur fyrir allt sjálfstæðisfólk i Verkalýðshúsinu. Mætum öll og ræðum málin. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Menntamálaráðherra á Suðurlandi: Heimsækir Þorlákshöfn, Selfoss og Hveragerði Birgir Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, Eggert Haukdal, alþingismaður og Árni Johnsen, heimsækja Þorlákshöfn, Selfoss og Hveragerði þriðjudaginn 26. júlí nk. Þeir verða í Þorlákshöfn kl. 13-15 þar sem kaffifundur verður í Dugg- unni að lokinni heimsókn i skólamannvirkin, á Selfossi kl. 16-18 þar sem spjallfundur veröur i Sjálfstæöishúsinu aö lokinni heimsókn í skólana og i Hveragerði ki. 18-20 þar sem spjallfundur verður i Hótel Ljósbrá að lokinni heimsókn i skólana. Allt sjálfstæðisflolk er hvatt til þess að mæta og ræða málin. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.