Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
25
Reuter
Flóð á Spáni
Ibúi í Baskahéruðum Spánar sést hér þrífa heimreiðina að
bílskúrnum sínum en á bílastæði handan girðingarinnar eru
flök bila sem gífurleg vatnsflóð hafa þeytt um koll. Að minnsta
kosti átta manns týndu lífi og tíu er enn saknað eftir flóðin sem
urðu vegna úrhellisngninga í fyrrinótt á Norður-Spáni.
Umsvifamesti kókaín-
barón Bólivíu handtekinn
La Paz, Bólivíu. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bólivíu hafa
sagt kókaínframleiðslu í landinu
stríð á hendur. A miðvikudag
handtók lögregla Roberto Su-
arez Gomez, umsvifamesta fíkni-
efnasala landsins. Þann sama
dag tóku gildi lög sem banna í
fyrsta skipti ræktun kóka-plön-
tunnar í suraum landshlutum
Bólivíu. I þeim er einnig bönnuð
notkun á illgresiseyði til uppræt-
ingar jurtinni. Yfirvöld segjast
ætla að koma upp ratsjárkerfi í
austurhluta landsins til að hafa
auga með flugumferð með kók-
aín úr landi.
Suarez, sem er 57 ára gamall,
gengur undir nafninu „konungur
kókaínsins". Hann var handtekinn
á búgarði í Beni, nærri landamær-
unum að Brasilíu. Nýju lögin sem
gengu í gildi á miðvikudag kveða
á um allt að 30 ára fangelsi fyrir
kókaínsölu og fjögurra ára fangelsi
fyrir ólöglega ræktun kóka-plön-
tunnar.
Suares á yfir höfði sér tvær
kærur í Bandaríkjunum fyrir fíkni-
efnasmygl en að sögn Juans Carlos-
ar Durans, innanríkisráðherra
Bólivíu, verður hann ekki framseld-
ur vegna þess að hann á 12 ára
fangelsi í vændum í heimalandi
sínu.
Suarez hefur verið eftirlýstur af
lögreglu í fimm ár. Hans bíður nú
einnig ákæra fyrir óhróður um
stjomvöld því að í útvarpsviðtali
fyrir tveimur mánuðum móðgaði
hann ríkisstjómina og kallaði for-
seta landsins, Victor Paz Estenss-
oro, „leikbrúðu Bandaríkjamanna".
Með nýju lögunum vonast stjóm
Bólivíu til að kókaínrækt verði lögð
niður á stærstum hluta þeirra
70.000 hektara sem nú eru undir
plöntuna lagðir. Áfram er heimilt
að rækta hana á 12.000 hekturum
lands. Bændur í Bólivíu hafa mót-
mælt lögunum kröftuglega og segja
þau stofna lífi þeirri og þeirri hefð
að tyggja kókalauf í voða.
Fýrir fimm ámm bauðst Suarez
til að greiða allar erlendar skuldir
Bólivíu, sem þá námu 3 milljörðum
Bandaríkjadala, ef yfirvöld felldu
niður ákæm á hendur honum og
létu son hans lausan en hann beið
þess að verða framseldur til Banda-
ríkjanna.
Sovétríkin:
Carlucci í
heimsókn
Moskvu. Reuter.
FRANK Carlucci, varnarmálaráð-
herra Bandarikjanna, ætlar að
sækja Sovétmenn heim í byrjun
næsta mánaðar. TASS-fréttastof-
an skýrði frá þessu í gær.
Sagði fréttastofan að heimsóknin
væri liður í gagnkvæmum samskipt-
um ríkjanna. Fýrr í þessum mánuði
var Sergei Akhromejev marskálkur,
yfirmaður sovéska herráðsins, á ferð
um Bandaríkin og kynnti sér ýmis-
legt, sem lýtur að vamarbúnaði þar.
Skýrt var frá því í Austur-Þýska-
landi í gær, að þangað væri komin
bandarísk eftirlitsnefnd til að skoða
sovéskar herstöðvar í landinu.
Karamellufyllt
Síríussúkkulaði.
Ómótstæðilega Ijúffeng
karamellufylling í þessu
góða súkkulaði.
Piparmyntufyllt
Síríussúkkulaði.
Það stenst nú enginn,
- hefur þó verið reynt.
Appelsínufyllt
Síríussúkkulaði.
Hreinasta sælgæti og
ekki orð um það meir.
Jarðarberjafyllt
Síríussúkkulaði.
Ilmandi jarðarberjafyll-
ingin, komin í Síríus
súkkulaði, lætur engan
ósnortinn.
...FYLITAR NYJUNGAR