Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
Samskipti Norður- og Suður-Kóreu:
Viðræður um griða-
sáttmála í augsýn?
TaImfa Pantnr
Eiginkonur leiðtoga ensku biskupakirkjunnar hafa bryddað upp á nýmæli meðan makarnir reyna að
koma í veg fyrir klofning kirkjunnar. A myndinni stunda þær likamsæfingar af kappi. Æfingarnar vara
i fimmtán minútur á dag og dynjandi rokktónlist hvetur þátttakendur til að taka hraustlega á.
Enska biskupakirkjan:
Deilur um vígslu kvenna
gætu valdið klofningi
Tokyo. Reuter.
LEIÐTOGAR helstu flokka
suður-kóreska þingsins sam-
þykktu fyrir sitt leyti að verða
við beiðni Norður-Kóreumanna
um viðræður ríkjanna tveggja, en
með þeim skal stefnt að því að
slaka á pólitískri spennu á Kóreu-
skaga. Norður-Kóreumenn komu
bréfi til Suður-Kóreumanna í
fyrradag þar sem mælst var til
þess að samskipti ríkjanna
tveggja verði bætt. Þar var enn-
fremur lagt til að viðræður hefj-
ist fljótlega um griðasáttmála á
milli ríkjanna.
Hin opinbera fréttastofa Norður-
Kóreu segir að Suður-Kóreumönnum
hafi verið afhent bréfið í þorpinu
Panmunjon snemma í gær. I því er
lagt til að þingmenn beggja ríkjanna
hittist fyrir Olympíuleikana í sept-
ember til að ræða griðasáttmála,
sem fæli í _sér að hvorug þjóðin réð-
ist á hina. í bréfinu stendur, að sögn
norður-kóresku fréttastofunnar, að
stríð kæmi hvorugu ríkinu til góða
og myndi skaða Ólympíuleikana.
Spennan í samskiptum ríkjanna
komi í veg fyrir heimsóknir og við-
skipti milli landanna.
Uppkast að griðasáttmálanum
fylgdi bréfinu og þar er lagt til að
báðir aðilar hætti að nota vopn til
að leysa deilur og að mynduð verði
hlutlaus svæði sitt hvoru megin við
þau svæði þar sem ekki eru lengur
hemaðarátök.
Kailtaraborg, Englandi. Reuter.
HORFUR eru á því að deilur um
prestvígslu kvenna muni valda
alvarlegum klofningi innan
ensku biskupakirkjunnar sem
telur um 70 milljónir fylgjenda
nm allan heim. Af kristnum
kirkjudeildum er aðeins ka-
þólska kirkjan fjöimennari. Á
svonefndri Lambeth-ráðstefnu,
sem er nýhafin, ræða leiðtogar
biskupakirkjunnar málefni kirkj-
unnar og hefur ekki tekist að
jafna ágreininginn.
Sumir biskupar kirkjudeildarinn-
ar hafa vígt konur en aðrir líta á
slíkt sem helgispjöll. 525 biskupar
kirkjudeildarinnar (Englandi sækja
áðumefnda ráðstefnu sem vara
mun þijár vikur í Kantaraborg og
greiða þeir atkvæði um það l.ágúst
hvort leyfa beri prestvígslu kvenna.
„Ég vona að þessi deila verði
ekki aðalmál ráðstefnunnar," sagði
Robert Runeie, erkibiskup af Kant-
araborg og jafnframt andiegur leið-
togi kirkjunnar. „En við verðum að
horfast í augu við þá staðreynd að
deilan um prestvígslu kvenna getur
orðið til að kljúfa kirkjuna, hver sem
niðurstaðan verður." Runcie hefur
varað menn við því að nýhafín ráð-
stefna geti, ef illa tekst til, orðið
hin síðasta af slíku tagi en sú fyrsta
var haldin árið 1867 í Lambeth-
höll í London.
Biskupar á Nýja-Sjálandi, í
Kanada, Bandaríkjunum, Brasiiíu
og Hong Kong hafa þegar vígt um
1000 konur til preststarfa og hafa
í hyggju að vígja sumar þeirra til
biskupsembætta. Þeir segja að kon-
ur geti fengið köllun til að verða
prestar rétt eins og karlar, prestar
eigi að vera fulltrúar allra félaga
kirkjudeildarinnar og auk þess sé
það vilji Guðs að brotnir verði þeir
múrar sem skilji fólk að.
Andstæðingamir halda því fram
að prestvígsla kvenna sé í andstöðu
við Biblíuna þar sem Kristur og
lærisveinar hans hafi allir verið
karlar. Einnig benda þeir á að
hvorki kaþólska kirkjan né réttrún-
aðarkirkjan í Austur-Evrópu vígi
konur.
ERLENT
Kúbveijar um Angóla:
VopnaMé fylgi í kjöl-
far samkomulagsins
Havanna, Jóhannesarborg og Lissabon, Reuter.
is, sem hefur barist gegn kommún-
istastjóminni í Lúanda frá þvf að
KÚBVERSKUR embættismaður
sagði í gær, að samkomulags-
drög fjögurra þjóða um brott-
flutning kúbversks herliðs frá
Angóla og sjálfstæði Namibíu
fæli einnig í sér, að um vopnahlé
yrði samið í Angóla.
„Ef samningsaðilar ætla sér að
virða samkomulagið verður að
semja um vopnahlé," sagði Carlos
Aldana, aðalritari miðstjómar kúb-
verska kommúnistaflokksins, og er
hér um að ræða fyrstu, opinberu
viðbrögð Kúbustjómar við sam-
komulagsdrögunum. Kvaðst Ald-
ana ’ojartsýnn á, að um vopnahlé
semdist en næsta samningalota
verður í Genf 2.-4. ágúst.
Jose Eduardo dos Santos Angólu-
forseti fagnaði í fyrradag drögun-
um en notaði tækifærið til þess að
ráðast á skæruliðahreyfínguna
UNITA undir stjóm Jonas Savimb-
Angóla fékk sjáifstæði frá Portúgal
árið 1978. UNITA hefur ekki enn
sem komið er tekið þátt í friðarvið-
ræðunum, en margir stjórnarerind-
rekar í þessum heimshluta telja slíkt
óumflýjanlegt, þar sem ÚNITA
njóti víðtæks stuðnings f Angólu,
sérstaklega í suðausturhluta lands-
ins.
Hvað Namibíu varðar hefur eng-
in tfmasetning verið ákveðin varð-
andi sjálfstæði landsins, en Pik
Botha, utanríkisráðherra Suður-
Afríku, sagði á miðvikudag að áætl-
un SÞ yrði tekin í gagnið um leið
og 50.000 manna herlið Kúbu-
manna færi frá Angólu.
Samkvæmt áætlun SÞ skal
landið öðlast sjálfstæði á 7-12 mán-
uðum og er fyrsta skrefið í þá átt
tafarlaust vopnahlé milli Suður-
Afríku og skæruliðahreyfingarinn-
ar SWAPO. Síðustu hersveitir Suð-
ur-Afríku skulu fara úr landinu
þegar eftir að fyrstu fijálsu kosn-
ingamar fara fram.
Margir telja að eftir að Namibía
öðlist sjálfstæði muni hinir 80.000
hvítu íbúar landsins eiga undir högg
að sækja, en þegar Botha var spurð-
ur um hagsmuni þeirra sagði hann
að þeir þyrftu að sækja rétt sinn
til nýrra valdhafa Namibíu. „Þeir
verða bara að eiga við það sjálfir."
Sovésk eftirlitsnefnd:
Litu á eld-
flaugar
og bresk-
an bjór
London. Reuter.
NEFND sovéskra hernaðar-
eftirlitsmanna hélt í gær frá
Bretlandi og hafði hún þá
meðal annars skoðað banda-
rískar stýriflaugar í landinu,
hlýtt á umræður í þinginu
og gætt sér á breskum bjór
á sveitakrá.
Nefndin, sem telur 20
manns, kom á þriðjudag í
Greenham Common-flugher-
stöðina en þar er 101 stýri-
flaug, sem ber að taka í sundur
og eyðileggja samkvæmt samn-
ingi stórveldanna um meðal-
drægu kjarnorkuflaugamar.
Þar að auki eru 18 slíkar flaug-
ar í herstöðinni f Mölesworth.
„Samvinnan var eins og best
verður á kosið og við skemmt-
um okkur oft vei,“ sagði Stan
Keyte, yfirmaður Greenham
Common-stöðvarinnar, við
fréttamenn.
Sovétmennimir voru m.a.
viðstaddir viðhafnarsýningu
breska hersins, fylgdust með
umræðum f breska þinginu og
sfðast en ekki síst komu þeir
við á sveitakrá og brögðuðu á
ýmsum breskum mjaðarteg-
undum.
Dusseldorf:
Nunna opnar myndbandaleigu
Ofbauð einlitt úrvalið í greininni
SYSTUR Leónóru Wilson, nunnu i Reglu Páls postula, ofbauð svo
einlitt framboð af spólum á myndbandaleigum í Dilsseldorf í Vestur-
Þýskalandi þar sem hún býr að hún afréð að opna sjálf leigu þar
sem boðið er upp á myndir sem ekki innihalda klám eða ofbeldi.
Þessi nýjung hefur hlotið góðar undirtektir og Systir Leónóra fær
viðsiptavini hvaðanæva að úr Vestur-Þýskalandi.
Hugmyndina um myndbanda- hún fluttist til Vestur-Þýskalands.
leigu á vegum kirkjunnar hafði
systir Leónóra lengi gengið með en
ferð á tylft myndbandaleiga í Diis-
seldorf færði henni heim sanninn
um þörfina á slíkri þjónustu. „Ég
var hneyksluð á hinu hugmynda-
snauða framboði. Allt of margar
klám- hryllings- og ofbeldismyndir.
Það var nær engar fjölskyldu- eða
bamamyndir að finna".
Reyndar eru þetta ekki fyrstu
afskipti Leónóru af Qölmiðlun því
hún nam fjölmiðlafræði í heima-
landi sínu Bandaríkjunum áður en
Nunnureglan sem hún tilheyrir
leggur ríka áherslu á notkun nýj-
ustu tækni við útbreiðslu trúarinn-
ar. „Páll postuli var þeirrar skoðun-
ar að trúin væri einungis hluti
lffsins og menn ættu ekki að van-
rækja aðra þætti þess,“ segir hún.
Yfírmaður regiunnar, sem hefur
aðsetur í Róm, gaf samþykki sitt
fyrir atvinnurekstrinum og
klaustrið í Dusseldorf lagði til
stofnfé.
Myndbandaleigan var svo opnuð
í mars síðastliðnum undir nafninu
Video-Galerie. Áður en margar vik-
ur liðu var leigan orðin fjölsótt af
þeim sem vildu glápa á annað en
slagsmál, blóð og ber bijóst. Tvær
eldri konur sem mæta reglulega á
morgnana, strax eftir opnun, segj-
ast helst vijja klassískar og franskar
myndir. „Þetta er eini staðurinn,"
segja þær, „sem leigir kvikmyndina
Faust. Annars staðar er hlegið að
okkur þegar við berum fram óskir
okkar."
Systir Leónóra segist leggja sig
í líma við að gera viðskiptavinunum
til hæfis. Myndir um trúarleg efni
skipa ekki hærri sess en listrænar
myndir af öðrum toga. Einstök at-
riði í kvikmynd þar sem ofbeldi er
sýnt setur Leónóra Wilson ekki fyr-
ir sig heldur metur verkin eftir þeim
listræna metnaði sem þar birtist og
þeim boðskap sem þau færa.
Reuter
Foringjanum fagnað
Hundrað og fimmtíu þúsund manns söfnuðust saman í vikunni
á hjólreiðavelli i Austur-Berlín til að hlýða á bandaríska popptón-
listarmanninn Bruce Springsteen. Foringinn, eða „The Boss“
eins og Springsteen er einatt kallaður af aðdáendum, sínum er
nú á h|jómleikaferðalagi um heimsbyggðina og voru þetta fyrstu
tónleikar hans i Austur-Þýskalandi að þessu sinni.