Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaöið/Andrés Pétursson Þátttakendur í handknattleiksskóla Geirs Hallsteinssonar og Viðars Símonarsonar árið 1988. Handboltaskóli Geirs og Viðars heimsóttur Þátttakendur alls staðar af landinu Handknattleiksskóla Geirs Hall- steinssonar og Viðars Símon- arsonar var slitið fyrir skömmu. Þátttakendur voru 58 víðsvegar af landinu og er þetta sá fjöldi sem þeir geta tekið á móti. Að sögn þeirra Geirs og Viðars var mikil aðsókn í skólann eins og undanfar- in ár og þurfti að vísa nokkrum Jón Viðar Stefánsson, Eggert Aðalsteinsson og Vignir Örvar Jónssson „Stelpurnar skemmtilegastar" - segja Jón Viðar, Eggert og Vignir Örvar rír hressir piltar urðu á leið umsjónarmanns unglinga- síðunnar. Þeir voru með töluverðan farangur sem benti til þess að þeir væru utan af landi. Það reyndist vera rétt og tóku þeir vel í það að koma í viðtal. Þessir knáu sveinar reyndust heita Jón Viðar Stefánsson frá Vest- mannaeyjum, Eggert Aðalsteinsson _frá Vestmannaeyjum og Vignir Orvar Jónsson frá Olafsvík. Þeir voru fjallhressir með handboltaskól- ann og sögðust örugglega ætla að mæta að ári til Geirs og Viðars. Jón Viðar og Eggert eru miklir Týrarar og æfa bæði hand- og fót- bolta með félaginu. Þeir voru óbangnir fyrir hönd meistaraflokks- ins í sambandi við 1. deildarkeppn- ina að ári. „Sigurður Gunnarsson á eftir að gera það mikið fyrir okkur að ÍBV á örugglega eftir að halda sæti sínu í deildinni," sögðu strák- amir hressilega. Vignir Örvar sagði að ekki væri mjög mikill áhugi á handbolta í Ólafsvík enda væri aðstaðan ekki það góð til að spila handbolta. Mik- ill áhugi væri hinsvegar á fótbolta og einnig væri spilaður körfubolti í bænum. Þegar blaðamaðurinn spurði þá hvað hefði verið skemmtilegast í skólanum brostu þeir bara og sögðu einróma: „Stelpurnar voru skemmtilegastar!" umsækjendum frá vegna plássleys- is. Mikið var um að krakkar kæmu utan af landi og má m.a. nefna að stór hópur kom frá Vestmannaeyj- um og úr Grindavík. Einnig var einn þátttakandi frá Grímsey. Að sögn kennaranna var hegðun krakkanna til fyrirmyndar og um- gengni um heimavist og íþróttahús til mikils sóma. Sagðist Geir vera mjög stoltur af þessum hóp og framtíðin væri svo sannarlega björt hjá þessum krökkum. Að sögn Viðars eru þeir að hugsa um að hafa skólann á næsta ári á öðrum stað en í Hafnarfirði en þar hefur hann verið haldinn síðustu árin. Jafnvel sé möguleiki á að hann verði haldinn utan Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Þetta sé þó ekki kom- ið á hreint enda verði að huga að ýmsum málum áður en það verði hægt. Vildum læra meira - sögðu þær Laufey Kristjánsdóttir og Ásgerður Hafsteinsdóttir Laufey Kristjánsdóttir og Ásgerður Haf- steinsdóttir eru 15 ára Reykvíkingar og æfa báðar handbolta með 3. flokki KR. Þetta er í fyrsta skipti sem þær taka þátt í handknatt- leiksskólanum. Þegar þær eru spurðar um ástæðuna fyrir því að þær tóku þátt í honum svöruðu þær báðar því til að þær hefðu viljað læra meira í handbolta. Báðar voru nokkuð ánægðar með veru sína í skólanum og sögðu að þær hefðu vonandi lært meira í göldrum hand- boltans til þess að geta nýtt sér það í keppninni næsta vetur. Það skemmtilegasta við skólann væri þó ekki endilega það að spila handbolta heldur væri það að kynnast nýju fólki víðsvegar af landinu. Ekki vildu þær tjá sig um hvort þær myndu fara aftur í skólann að ári enda, væru þær þá orðnar fullgamlar fyrir slíkt. Laufey Kristjánsdóttir og Ásgerður Haf- steinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.