Morgunblaðið - 07.08.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 07.08.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 3 Unnið að söltun í lestinni í Gnúp GK á miðunum. Morgunblaðið/Kr. Ben. Skuttogarinn Gnúpur GK: Fylltur af saltfiski á sjö sólarhringnm Gríndavík. SKUTTOGARINN Gnúpur GK kom úr þriðju veiðiferð sinni á föstudagsmorgun eftir að pækilsöltun hófst í tilraunaskyni á miðunum. Samtals hefur togarinn þá landað tæpum 160 tonnum af saltfiski eða 320 tonnum af fiski upp úr sjó og nemur brúttó- aflaverðmæti um 25 milljónum króna fyrir utan ufsa og ýsu, sem er ísað í kassa og selt á markaði. íslensk getspá: Lottó með bónustölu Þeir sem hafa fjóra rétta geta unnið á „bónus- tölu“ GETRAUNALEIKNUM Lottó 5/32 verður breytt á næst- unni þannig að þátttakendum beri þá að velja 5 tölur af 38 á lottóseðlinum í stað 32 nú. Þetta hefur í för með sér minni vinningsmöguleika, en í staðinn verður dregin út sjötta talan í hveijum drætti, nokkurs konar bónustala fyr- ir þá sem hafa 4 rétta að drætti 5 talna loknum. Fyrsti dráttur með nýja fyrirkomu- laginu er fyrirhugaður laug- ardagskvöldið 11. september. Forráðamenn íslenskrar get- spár, fyrirtækisins sem rekur Lottóið, munu halda til Banda- ríkjanna nú um helgina til þess að ganga frá nýrri tölvuútgáfu af leiknum hjá tölvufyrirtækinu Gitek. Að sögn Þórðar Þorkels- sonar, stjómarformanns ís- lenskrar getspár, er þessi breyt- ing tilkomin vegna miklu meiri fjölda þátttakenda en búist hafði verið við. „Þessu er breytt vegna þess að við vildum gera leikinn meira spennandi og 5/32 hæfði í raun ekki okkar markaði,“ sagði Þórður. Hann sagði að breyting- unni myndi ekki fylgja nein hækkun á verði lottómiða. Bónustalan svokallaða er dreg- in út, er venjulegum 5 talna drætti er lokið. Ef þeir, sem þá eru með fjóra rétta, hafa heppn- ina með sér og fimmta talan á seðli þeirra er bónustalan, fá þeir stærri vinning en ella. Fyrirhugað er að 8% af vinningshlutfallinu fari til greiðslu bónusvinninga. í þriðju veiðiferðinni, sem tók sjö sólarhringa á veiðum, voru unnin 55 tonn af saltfiski og 15 tonn af ísfiski. Togarinn byrjaði á Kögurgrunni í þokkalegu fiskirii, sem færðist austur á Strandagrunn austan við Gildr- una. Þar fékkst 25 tonna hal og var stanslaus söltun allan tímann og unnið á frívöktum meira og minna. í lok veiðiferðarinnar færðust veiðamar yfir á Halann en þar var fiskur blandaður ýsu og ufsa og fylltust öll ílát bæði fyrir salt- físk og ísfísk fyrr en áætlað var. Skipstjórinn Hilmar Helgason var ánægður með útkomuna og hefur af fenginni reynslu við vinnsluna um borð gert ýmsar tillögur við útgerðina um endurbætur á að- stöðunni um borð svo að vinns- lurásin geti verið lipur, sérstak- lega þegar vel veiðist þapnig að hægt sé að taka toppana líkt og gerist á frystitogurunum en nokkru sinnum þurfti að láta reka meðan unnið var upp áður en hægt var að halda áfram veiðum. Að sögn Eiríks Tómassonar framkvæmdastjóra, er mikill áhugi meðal útgerðarmanna skut- togara á þessari tilraun því öll fjárfesting við að breyta togara til saltfiskverkunar út á sjó er brot af kostnaði við að breyta yfir í frystitogara á sama tima og brúttóverðmæti upp úr sjó er ívið hagstæðara í söltun. „Ef aflinn sem Akureyrin EA landaði í met- túmum síðast, samtals 44 milljón- ir, hefði verið saltaður hefði hann náð allt að 47 milljónum í afla- verðmætum. Víst er að þessi verk- unaraðferð flyst út á sjó og verð- ur jafn mikilvæg fyrir saltfískiðn- aðinn og frystitogararnir eru fyrir frystiiðnaðinn,“ sagði Eiríkur. - Kr. Ben. Flækingsfuglar algengir í sumar ÓVENJULEGA mikið hefur verið um flækingsfugla á landinu í sumar. Slíkir fuglar eru oftar haustgestir en í ár hafa þeir margir verið snemma á ferðinni. Einnig komu hingað þrjár tegundir sem aldrei hafa sést hér áður. Að sögn Ævars Petersen fuglafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun íslands heimsækja svöl- ur, þ.e. landsvala og bæjarsvala, landið yfirleitt á vorin og dvelja nokkuð fram eftir sumri. I sumar hafa þær verið algengari en vant er og sést um sunnanvert landið. Þegar líða tekur á júní fara svöl- urnar aftur nema þær verpi hér. Ákveðin merki um varp þeirra hafa fundist en ekki er öruggt að landsvala hafi orpið hér. Þeir sem hafa ef til vill orðið varir við varp þeirra eru beðnir að láta einhvern hjá stofnuninni vita af því. Flækingsfuglar eru oftar haustgestir og koina þá í septem- ber, október og nóvember. Ævar sagði að hann myndi ekki eftir jafnmörgum flækingsfuglum að vorlagi og í ár. Vorið væri í þeim skilningi eins og besta haust. Af flækingsfuglum sem komið hafa í vor má nefna græn- og laufsöngvara sem eru litlir, gul- grænir að lit. Þeir eru algengir flækingsfuglar hér á landi en koma yfirleitt á haustin. Hér hef- ur einnig sést tijátittlingur sem skyldur er þúfutittlingi. Tvær finkutegundir hafa að sögn Æv- ars einnig sést í vor, fjalla- og bókfinka. Laufglói, sem er sjald- gæf tegund spörfugla, sást hér í byijun sumars. Einnig hafa §öl- margir aðrir flækingsfuglar sést hingað og þangað um landið. í vor verpti hér í fyrsta sinn mistilþröstur, sem kalla má stóra bróður skógarþrastarins. Hingað kom einn kvenfugl sem bjó til hreiður og verpti eggjum en því miður var um fúlegg að ræða. Fjöruspói verpti hér í annað sinn en fyrsta varp hans hér á landi er talið að hafi verið í fyrra. Nokkrar tegundir sem aldrei hafa sést hérlendis áður komu í vor. Má þar nefna tvær tegundir anda; ein kambönd sást í Vest- mannaeyjum og tveir karlfuglar af mandarínandategund sáust í Homafirði. Þessar endur eru mjög skrautlegar og fallegar. Einnig sást ein brandsvala á Sel- fossi en hún er náskyld og mjög lík landsvölu. Fjallafinka er einn þeirra flökku- fugla sem sést hafa í vor. Brítísh Airways áætl- ar flug til Islands BRESKA flugfélagið British Airways mun mjög líklega hefja áætlunarflug á milli London og Keflavíkur árið 1990. Flugfé- lagið flaug til íslands um árabil en hætti flugi hingað árið 1978 í kjölfar þorskastríðanna. Michael Sorensen, sölustjóri British Airways, sem er stærsta flugfélag Bretlands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nú flygju árlega um 12 þúsund íslendingar með BA og því teldi fyrirtækið að beint flug til íslands væri hag- kvæmt. Vegna þess hve miklar tafír hafa orðið á afhendingu Air- bus flugvéla sem BA hefur fest kaup á verður ekki hægt að hefja flugið fyrr. Til íslands verður líklega flogið á Boeing 737-300 flugvélum sem taka 122 farþega. iKii luiti.Lu i.J i) Siglufjörður: Álög’in á Álfhóli ÁLFHÓLL heitir hóll vestan flugvallarins á Siglufirði. Sú saga er til um þennan hól, að þar sé heygður ásamt gull- kistli sínum Álfur bóndi sem búið hafi í Saurbæ og hvili þau álög á hólnum að sé grafið í hann, fari eitthvað úrskeiðis i Siglufirði. 22. júlí var grafið fyrir útsýnisskifu á hólnum og siðan telja sumir að álögin hafi hrinið, þar sem ýmsar fram- kvæmdir hafi gengið illa i bænum og fleira gengið á aft- urfótunum. Að sögn Matthíasar Jóhanns- sonar, fréttaritara Morgunblaðs- ins á Siglufirði, urðu gífurlegir vatnavextir í Siglufirði einum eða tveimur dögum eftir að útsýn- isskífan var sett upp og hafí þau valdið spjöllum. Þá hafí ekkert veiðst, og gatnaframkvæmdir í bænum gengið frámunalega illa. Búið var að undirbúa fímm götur í bænum undir malbik. Aðeins tókst að malbika eina vegna þess að malbikunarvélin bilaði skyndilega. Að sögn starfs- manna Loftorku, sem leggja mal- bikið, virðist vélin hálfónýt. „ Hér trúa margir því að álög séu á Álfhóli og sagt er að fyrir allmörgum árum hafi menn graf- ið í hólinn, en séð bæinn þá standa í ljósum logum," sagði Matthías.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.