Morgunblaðið - 07.08.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.08.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 37 Guðlaug Valdimars- dóttir — Minning Það gerir engum gesti rótt, hitt gildir, hver þar býr. Þetta gæti verið ort um þær mæðgur, þar var gestum fagnað og þangað komu margir. Umhyggja hennar fyrir fjölskyld- unni var einstök. Systkinabömin og þeirra böm áttu góða frænku, félaga og vin. Þau vom henni öll kær og þar var enginn tekinn fram yfir annan. Hún Gógó kvaddi þennan heim 29. júlí um hásumar, það var henn- ar árstíð. Sólskin og blóm tilheyrðu henni. Ég sendi Rósu, systkinum og frændfólkinu samúðarkveðjur. Guð blessi Guðlaugu Valdimars. Bertha Elskuleg mágkona, mín Karolína Guðlaug Valdimarsdóttir, verður til moldar borin á morgun, mánudag- inn 8. ágúst. Ég kynntist Gógó eins og hún var ætíð kölluð fyrir um það bil 16 ámm þegar ég giftist bróður henn- ar, Valdimar, og hef ég engri mann- eskju kynnst brosmildari, glaðari og hjálpsamari. Foreldrar Gógóar vom Rósa Kristbjörg Guðmundsdóttir frá Ósi í Breiðdal og Valdimar Guðjónsson frá Dísastöðum í Flóa, en hann fórst með togaranum Max Pemberton í janúar 1944, varð Rósa þá ekkja með 3 ung böm og gekk hún með það fjórða. Systkini Gógóar em Hlíf Petra húsmóðir, f. 3. júlí 1932, Guðmundur Þór sjómaður, f. 26. mars 1937, og Valdimar Guðjón stýrimaður, f. 12. ágúst 1944. Gógó starfaði frá árinu 1952 og alla tíð síðan hjá Landssíma íslands, lengst af í 02. Gógó giftist ekki, en bjó með móður sinni, Rósu, sem er 86 ára og verður nú að sjá af ástkærri dóttur. Frá því ég eignaðist mitt fyrsta bam hef ég aldrei verið í vandræðum með bamapössun, því Gógó og Rósa í sameiningu vom alltaf tilbúnar að hlaupa undir bagga hvort heldur var í lengri eða skemmri tíma. Við hjónin eigum nú 5 böm og alltaf hélst umhyggja hennar jafn mikil fyrir hverju bami um sig enda verður hún þeim ógleymanleg. Sem dæmi um elsku þeirra mæðgna Gógóar og Rósu má nefna að á hveiju sumri frá því elsta telp- an mín var tveggja ára hafa þær farið í sumarbústað símamanna við Apavatn og tekið dætur mínar Fósturmóðir okkar, INGIBJÖRG HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir f Reykhólasveit, lést í Landakotsspítala 5. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Ingl B. Jónasson, Krlstjón Jónasson. t Útför dóttur minnar, systur, mágkonu og fraanku, GUÐLAUGAR VALDIMARSDÓTTUR, talsfmavarðar, Rauðalœk 36, verður gerö fró Fossvogskirkju mónudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfólagið. Rósa Guðmundsdóttir, Hlff Valdlmarsdóttir, Valgeir Helgason, Guðmundur Valdlmarsson, Valdimar Valdlmarsson, Guðbjörg Einarsdóttir og systkinabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Fædd 19. ágúst 1935 Dáin 29. júlí 1988 „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin." (Kahlil Gibran) Vinkona mín, Gógó Valdimars, er dáin. Við sem fylgdumst með hetjulegri baráttu hennar sættum okkur ekki við þann ósigur. Gógó hélt fullri reisn þar til yfir lauk, sýndi ótrúlegan sálarstyrk sem hjálpaði okkur öllum sem kom- um til hennar á Landakotsspítal- ann. Foreldrar Gógóar voru hjónin Rósa Guðmundsdóttir og Valdimar Guðjónsson en hann lést árið 1944. Systkinin eru þrjú: Hlíf, Guðmund- ur og Valdimar. Ég ætla mér ekki að rekja ævi Gógóar, þá sögu þekkja allir hennar vinir og ættingjar, aðeins að minn- ast góðrar og umfram allt tryggrar vinkonu. Hún Gógó var alltaf til taks þegar einhver af vinunum var hjálparþurfi. Án alls vafsturs og orðagjálfurs veitti hún hjálpina á svo þægilegan hátt að það var létt að vera þiggjandi. Gógó og Rósa, móðir hennar, héldu heimili saman. Þar var gott að koma. Mér dettur í hug erindi eftir Örn Amar. Þótt salarkynnin séu há og sængurklæðin dýr. Blómmtofa FriÖfinm SuÖuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. með, fyrst eina og síðustu árin þrjár, og hefði sú fjórða sem er tveggja ára bæst í ferðina í sumar ef Gógó hefði ekki verið orðin hel- sjúk og nýkomin á sjúkrahús, hún dreif sig austur í bústað með þær, en fór svo beint á sjúkrahúsið aftur og átti ekki afturkvæmt þaðan. Þessi sjúkdómur, sem lagði hana að velli svo unga, uppgötvaðist fyr- ir tveimur árum og hefur Gógó verið undir læknishendi síðan, en aldrei missti hún móðinn þó óþæg- indi og kvalirnar væru miklar, tal- aði ég aldrei við hana öðruvísi en bjartsýnin hefði yfírhöndina, öll hennar óþægindi virtust tímabundin í hennar augum og alveg fram á síðasta dag var hún að spyija hvort hún gæti gert eitthvað fyrir okkur. Ég, Valdimar og bömin okkar fímm þökkum Gógó fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og veit ég að minningin um. hana lifír með okkur, megi hún hvíla í friði. Ég vona að guð styrki okkur öll í sorg okkar og þá sérstaklega tengdamóður mína, Rósu, sem mest missir. Guðbjörg Einarsdóttir Að kvöldi 29. júlí, mestu ferða- mannahelgi íslensku þjóðarinnar, er tugþúsundir Reykvíkinga lögðu leið sína út úr höfuðborginni, ys og þys borgarinnar hafði hljóðnað, þá lagði Guðlaug Valdimarsdóttir upp í sína hinstu för umvafín af kærleik ástvina sinna, sem sátu við sjúkra- beð hennar, þá var hún leyst frá þeim þungu þjáningum, sem voru samfara þeim sjúkdómi, sem leiddi hana til dauða. Það em svo margar minningar, sem streyma fram í hugann, um litlu stúlkuna, sem kom með for- eldrum og systkinum í fyrstu heim- sóknina austur að Ósi í Breiðdal. Við, sem vorum böm þar, tengdust þeim böndum, sem aldrei hafa rofn- að síðan. Um unga heilsteypta konu, sem aldrei brást, tengilið á milli ættingja og vina. Stoð og stytta móður sinnar, sem nú sér á eftir elskulegri dóttur. Með þessum línum vil ég þakka Gógó minni fyrir þá tryggð sem hún sýndi fjölskyldu minni, síðan við fluttum til Svíþjóðar. Énginn veit nema sá sem flutt hefur frá landinu sínu, hvað það gleður mann að fá kveðjur að heiman. Nanna Sigurpálsdóttir Gógó var hún kölluð, elskuleg starfssystir okkar sem nú er látin. Hetjulegri baráttu í nær tvö ár er lokið. Svo var hugrekki hennar og lífsvilji mikill, að við hrifumst með, annað var ekki sanngjamt. Aldrei uppgjöf né beizkja, þó oft væri hún sárþjáð. Hún vakti aðdáun okkar allra. Gógó hóf störf hjá Landssíma íslands aðeins 17 ára gömul, fyrst á símstöðinni í Keflavík. Ári seinna flyst hún á langlínumiðstöðina í Reykjavík. Þangað lá leið margra ungp-a stúlkna á þeim árum. Margar hættu fljótlega, en eftir varð kjami kvenna, sem enn stendur þétt sam- an, en byijað er að kvamast úr. Oft var starfíð erfítt og krefy andi, en Gógó var starfí sínu vaxin. En það var ekki síður gaman, og mikið var hlegið. Þá lá Gógó ekki á liði sínu, svo glaðvær sem hún var. Hún heldur áfram að vera hluti af okkur í minningum okkar. Það er ekki erfítt að kalla fram mynd af Gógó ljómandi af einlægri lífsgleði og hlýju, því þannig var viðmót hennar. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum samverustundimar. Móður hennar og íjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þóra Marinósdóttir Þetta form er innan seilingar SPURNING: Hva langan tfma tekur það að s|á árangur? SVAR: Vanalega (ara sentimetramir að (alla af þér eftir aðeins nokkra tíma. Eins og með allar tegundir likama- raaktar, sést besti árangurinn með raglulegri notkun yfir ákveðið timabil. Styrkur, sveigjanleiki og heilbrigði eykst stigfrástigí. SPURNiNG: Get ág notað taekln eftlr að hafa orðið bamshafandl? SVAR: Aö sjálfsögðu. Þessar œfingar geta stórlega lagað og styrkt vöðva eftir faaðingu. SPURNING: Minnka lafinganwr appaWnuhúð (ceHolite)? SVAR: Appelsinuhúð er umdeikf. Ekki enj allir sammála um ástæðuna fyrir henni, en margir sérfræðingar eru þeirrar tniar að aukið blóðstreymi og aukin vöðvastyrking á vandræðasvæðum minnki appelsínuhúð. SPURNING: Hver er munurinn á þessarí tegund eeflnga og aeroblk-leikfiml? SVAR: Aerobik-leikfimi er framkvæmd á bilinu 12 til 15 minútum og eykur hjartslátt i 60% til 90% af hémarki. Þotta eykur þol hjarta- og æðakerfisins. Flott form æfinga- kerfið er ekki aerobik-leikfimi. Það eykur vöðvaþol og styrk- ir auk þess sem það eykur sveigjanleika vöðvanna. SPURNING: Hver er munurinn á þesau nflngakerfi og öðrum láiamsrælctartaekjum? SVAR: Almennt virka Wtamsræktartæki þannig. að það spyma gegn likamshreyfingu. Flott fotm kerftð notar sömu grundvallarhugmyndina, en með einni mikilvægri undan- tekningu: Tækin okkar sjé um að hreyfa likamann á með- an þu sérð um að spyma á móti. SPURNING: Hvemig getlð þlð tryggt að fótk megrist? SVAR: Þar sem þessar siendurteknu hreyfingar styrkja vöðva án þoss að þeir stækki, á meðan þyngd þin helst sú sama eða minnkar og þú fylgir leiöbeiningum okkar, mun sentimef runum fækka, svo einfalt er það og þetta ábyrgjumstviö. SPURNING: Nýtur gamatt fólk góðs af þessum tækjum ? SVAR: Já. Þessi þægilega leið við að hreyfa likamann er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á sínum hraöa. Aukin sveigjanleiki og aukið vöðvaþol, sem kemur með þessum tækjum er kjörið, fyrir þá sem hafa stífa vöðva eöa eru með liöagigt. Söluumboð: Hroyflng sf. Hríngið og pantið tíma. Flott form - Stúdíó Disu, Smiðsbúð 9, Garöabæ, sími 45399. Flott form - Líkamsrækt Óskars, Hafnargötu 23, Keflavík, simi 92-14922. Flott form - Hreyfing sf., Engjateigi 1, sími 680677, (Dansstúdíó Sóleyjar) Opnum í byrjun september. Hreyfing sf., KMfarsoli 18, BraMMioltl, síml 670370. Við bjóðum einn frían kynningartíma út ágústmánuð 7 bekkja æfíngakerfíð kemurþérí fíottform.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.