Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 17 Rósa Loftsdóttir í garði sínum sem margsinnis hefur hlotið verðlaun á liðnum árum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rækta garðinn ánægjunnar vegna í RÆÐU sinni sagði formað- ur Fegrunarnefndar að garð- urinn að Erluhrauni 8 hefði komið til greina við verð- launaveitingar í mörg ár. Eig- andi hans Rósa Loftsdóttir fékk viðurkenningu að þessu sinni fyrir hlýlegan og falleg- an garð í áraraðir. Að'sögn Rósu hefur garðurinn fengið nokkrar viðurkenningar á liðnum árum. Húsið var byggt árið 1961 og garðurinn útbúinn. Strax á fyrsta sumri fékk hann viðurkenningu Fegrunarfélagsins sem þá starfaði og einnig árin ’65 og ’71. Gatan Erluhraun var valin stjömugata Hafnarfjarðar fyrir tveimur árum. „Það er fyrst og fremst ánægjunnar vegna sem ég er að fást við garðrækt," sagði Rósa. Eins og áður sagði fékk garðurinn verðlaun fyrir hversu hlýlegur hann er. í honum er vatn látið streyma niður klett og ofan í litla tilbúna tjöm. „Það er svo þægilegt og róandi að heyra vatnsniðinn. Tjörnin er einnig vinsæl hjá fugl- unum sem baða sig þar á sólardög- um.“ Rósa hefur unnið mest í garðin- um sjálf en hann var skipulagður í samráði við Jón Bjömsson lands- lagsarkitekt. Garðurinn er mjög skjólgóður og úr honum er útsýni fagurt, yfir Hamarinn og klau- strið. „Skipulag garðsins er miðað við að út um stofugluggann sjáist sem mest af fegurð hans. Þaðan sést tjömin og allt blómskrúðið mjög vel.“ í garði Rósu er mikið af sumarblómum sem gera hann mjög litríkan. ELÍN Eggerz Stefánsson og Ámi Friðfinnsson, Herjólfsgötu 10 fengu viðurkenningu fyrir gróskumikinn garð þrátt fyrir erfið ræktunarskilyrði. Heijólfsgata liggur niður við sjó. Þar er oft vindasamt og seltan berst yfir garðana. Garðeigendum að Heijólfsgötu 10 hefur tekist það sem mörgum hefur reynst ómögu- legt; að rækta fallegan garð við þessi skilyrði. Að sögn Elínar byggði Ámi húsið Með hallamál og gráðuboga í garðinum HVAMMARNIR í Hafnarfirði eru með nýrri hverfum þar í bæ. Eig- endur garðsins að Suðurhvammi 1, þau Ingunn Þorsteinsdóttir og Guðjón Valdimarsson fengu við- urkenningu fyrir stílhreinan og afar vel hirtan garð. Ingunn og Guðjón gátu ekki tekið við viðurkenningunni þar sem þau voru erlendis. Dóttir þeirra Sigríður Guðjónsdóttir tók við skjalinu fyrir þeirra hönd. Hólmfríður Ámadóttir, formaður Fegrunamefndar, sagði í ræðu sinni að við skoðun á garðinum hefði meðlimi nefndarinnar gmnað að húseigendur notuðu hallamál, milli- metramæli og gráðuboga við vinnu í garðinum, svo nákvæmur væri all- ur frágangur. Sigríður sagði hins vegar að fyrir- hugaðar væm miklar breytingar á garðinum á næstu ámm. Gróður- setja ætti fjölda tijáa og mnna þann- ig að ásýnd lóðarinnar ætti eftir að breytast mikið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigríður Guðjónsdóttir í garðinum við húsið að Suðurhvammi 1. Elín og Arni i garðinum norðan megin ásamt dótturdóttur sinni Vilborgu Styrkársdóttur og vinkonum hennar, Margréti og Kamillu. Fallegur garður við erfið ræktunarskilyrði árin 1955-1957. í fyrstu gróður- settu þau 180 álmplöntur sem garð- yrkjufræðingur sagði þeim að hent- uðu við þessar aðstæður. Þær plönt- ur dóu allar. Þá var bmgðið á það ráð að reisa skjólvegg og innan hans hefur brekkuvíðir spjarað sig prýðilega. Norðan megin við húsið hafa þau haldið hrauninu og íslensku jurtun- um en bætt fjölda fjölærra plantna við. Þar er einnig kartöflugarður og gróðurhús. „Hér var áður ösku- haugur og þegar ég var að grafa fyrir gróðurhúsinu fann ég margt skemmtilegt svo sem rósótt diska- brot, glös og jafnvel bein,“ sagði Ami. „Ræktunin hér hefur krafist þolinmæði og við höfum flutt mikla mold og áburð í garðinn. Án skjól- veggsins hefði þetta líklega ekki gengið." Fengu viðurkenningu fyrir fallega uppgert hús í ELDRI hluta Hafnarfjarðar er nokkuð um uppgerð gömul hús. Eigendur hússins að Holtsgötu 4 þau Sigríður Harðardóttir og Páll V. Bjarnason fengu verð- laun Fegrunarnefndar fyrir hús sitt. Að sögn Páls keyptu þau húsið árið 1976 og hafa smám saman verið að bæta og breyta síðan. Byggt hefur verið við húsið og í fyrra var kvistur byggður og risið þannig stækkað. Einnig hefur verið grafið út úr kjallaranum og hann stækkaður. í sumar lauk frágangi og málun hússins. Páll er arkitekt og hefur teiknað viðbygginguna en að útfærslu hug- mynda hafa þau hjónin unnið í sameiningu. Að sögn Páls er húsið ekki mjög gamalt, frá 1934 og því líklega með seinni bámjámshúsum. Páll og Sigríður við hús sitt að Holtsgötu 4. Til hægri sést við- byggingin. Vesturvaiignr stjömugatan í ár Kristján Ingi Gunnarsson i Hellisgerði þar sem miklar endurbætur verða gerðar. gróðursettum við íslenskar jurtir svo sem steinbijóta, sauðvingul og lyng meðfram stígunum." Einnig em miklar breytingar á Strandgötunni fyrirhugaðar og hefjast framkvæmdir á þessu ári. Á opnum svæðum í bænum hafa ný beð verið þannig úr garði gerð að plastdúkur er lagður yfir þau strax að gróðursetningu lokinni. Ofan á dúkinn er hraunsandur sett- ur. „Þetta hefur sparað okkur óhemju mikla vinnu við hreinsun arfa og annars illgresis úr beðum," sagði Kristján að síðustu. VESTURVANGUR var valinn stjörnugata Hafnarfjarðar í ár. Fulltrúar íbúa í götunni tóku við viðurkenningarskjölum. Það vom þau Páll Ólason og Súsanna Stefánsdóttir, Vestur- vangi 14 og Björgvin Þór Jóhanns- son og Katrín B. Bjarnadóttir Vesturvangi 40 sem veittu skjöl- unum viðtöku. Að sögn formanns Fegrun- amefndar kom hluti götunnar til greina sem stjörnugata í fyrra. í sumar hefur fegmn götunnar ver- ið haldið áfram og er hún nú öll til fyrirmyndar. Heildarsvipur yfir götunni er mjög góður og greini- legt að þar ríkir samstaða um að halda umhverfi snyrtilegu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á myndinni sést hluti Vesturvangs. Út frá aðalgötunni liggja nokkr- ir svokallaðir botnlangar, hver öðrum snyrtilegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.