Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir FRIÐRIK INDRIÐASON
Kolbeinseyjardeilan:
Mjög ólíklegt að Danir
geti vísað málinu til Haag
Þeir sem Morgunblaðið ræddi
við vegna þessa máls voru flestir
á þeirri skoðun að taka færeyska
loðnubátsins hafi verið það sem
olli því að Uffe Elleman-Jensen
gaf yfirlýsingu um að svo kynni
að fara að Danir vísuðu málinu
til Alþjóðadómstólsins í Haag.
Þess má þó geta hér að Uffe Elle-
man þykir oft á tíðum hafa gefíð
út mjög hvatskeytislegar yfírlýs-
ingar á ferli sínum sem utanríkis-
ráðherra.
Oft tilTimræðu
KOLBEINSEY hefur aftur komist í sviðsljósið í kjölfar þeirrar yfir-
lýsingar Uffe Elleman-Jensen utanríkisráðherra Dana hér í Morgun-
blaðinu að svo geti farið að Danir visi þessu deilumáli til Alþjóðadóm-
stólsins í Haag. Kolbeinsey sem grunnlínupunktur í fiskveiðilögsögu
okkar stækkar hana um 9.400 ferkilómetra. Kolbeinsey var ekki
umdeildur grunnlínupunktur fyrr en íslendingar færðu fiskveiðilög-
sögu sina i 200 milur 1975 og mótmæltu Danir þá strax þessu hlut-
verki eyjarinnar. Nokkur bréfaskipti og viðræður urðu milli stjórna
íslendinga og Dana um málið i kjölfar þessa. Héldu þær áfram
með hléum út siðasta áratug en hafa legið niðri frá árinu 1980.
Á kortinu er skyggt svæðið sem Danir hafa ekki viðkennt sem
hluta af fiskveiðÚögsögu okkar.
egar athugaðir eru þeir
möguleikar sem Danir hafa á
því að vísa málinu til Alþjóðadóm-
stólsins kemur i ljós að þeir eru
mjög takmarkaðir. Til eru þijár
leiðir fyrir mál að komast í með-
ferð dómstólsins. í fyrsta lagi geta
aðilar gert með sér sérstakt sam-
komulag um slíka málsmeðferð og
er stærstur hluti mála dómstólsins
þannig til kominn. í öðru lagi get-
ur verið í gildi milliríkjasamningur
milli aðila sem kveður á um að
deilumálum skuli vísað til dóm-
stólsins. Næstflest mála dómstóls-
ins eru þannig til komin. Og í
þriðja lagi gerir stofnskrá dóm-
stólsins ráð fyrir því að ef ríki við-
urkenni lögsögu dómstólsins gagn-
vart öllum öðrum ríkjum geti þau
vísað málum til hans. Danir og
Norðmenn viðurkenna þriðju leið-
ina án fyrirvara. fsland hefur aftur
á móti aldrei viðurkennt lögsögu
dómstólsins
Samningur frá 1930
Samkvæmt fyrrgreindu er úti-
lokað fyrir Dani að fara með Kol-
beinseyjardeiluna fyrir Alþjóða-
dómstólinn eftir fyrstu og þriðju
leiðinni. Hinsvegar eiga þeir
nokkra möguleika að gera slíkt
eftir annarri leiðinni þar sem enn
er í gildi milli íslands og Dan-
merkur milliríkjasamningur frá
árinu 1930, sem ber heitið „Samn-
ingur um aðferðir við úrlausn
deilumála". Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins er þetta eina
hugsanlega leiðin sem Danir hafa
til að koma málinu til dómstóls-
ins. Aldrei áður mun hafa reynt
á þennan samning en samkvæmt
skjölum í utanríkisráðuneytinu
telja íslendingar að þessi samn-
ingur sé enn í gildi og samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins munu
Danir gera slíkt hið sama. Það
er hinsvegar spuming hvort þessi
samningur sé í raun í gildi þar
sem hann var gerður á þeim tíma
er sambandi ríkjanna tveggja var
háttað allt öðruvísi en nú er.
í utanríkisráðuneytinu er nú
verið að vinna að öflun upplýsinga
og gagna í máli þessu og eflaust
verður farið í saumana á fyrr-
greindum samningi frá 1930.
Engir samningar
Það er alveg Ijóst, og hefur
alltaf verið, að Islendingar munu
aldrei semja um Kolbeinsey né
setja þessa deilu í gerðardóm.
Eyjólfur Konráð Jónsson, formað-
ur utanríkismálanefndar Alþingis,
sagði f samtali við Morgunblaðið
fyrir stuttu að ekki kæmi til
greina að leggja málið í gerðar-
dóm.
Er færeyski loðnubáturinn
Sjurður Tollaksson var tekinn að
meintum ólöglegum veiðum á því
svæði sem deilt er um í lok síðasta
mánaðar ítrekaði íslenska ríkis-
stjómin við stjómvöld Danmerk-
ur, Færeyja og Grænlands hvar
mörk fískveiðilögsögu okkar em
samkvæmt lögum nr. 41/1979.
Utanríkismálanefnd fundaði þá
um málið og þar var ítrekuð sú
skoðun nefndarinnar að ekkert
„grátt" svæði væri til milli Græn-
lands og íslands. Kolbeinsey hefði
um árabil verið íslenskur
grunnlínupunktur og ekki kæmi
til greina að semjá um neitt ann-
að. Um þetta sagði Eyjólfúr Konr-
áð: „Svæðið er ótvírætt okkar eign
og engum dettur í hug að breyta
gmnnlínupunktinum. “
Þess má geta að Sjúrð Tollaks
er fyrsti báturinn sem tekinn er
að meintum ólöglegum veiðum á
þessu svæði. Landhelgisgæslan
hefur haldið uppi öflugu eftirliti
með því og hafa færeysk skip
ávallt áður haldið sig Grænlands-
megin við landhelgislínuna
Kolbeinsey hefur oft verið til
umræðu í íslenskum fjölmiðlum á
undanfömum ámm. Síðast kom
eyjan til umræðu í fyrrasumar
vegna frétta um að hún væri að
eyðast af völdum náttúmafla og
hverfa í hafíð. Þá var m.a. sagt
um málið í leiðara Morgunblaðs-
ins: „í fyrsta lagi hefúr Kolbeins-
ey mikla þýðingu fyrir okkur í
sjóréttarlegu tilliti sem gmnnlínu-
punktur við ákvörðun fískveiðilög-
sögu okkar. Eyjan skenkir okkur
allvæna sneið af hafínu milli ís-
lands og Grænlands. Þannig er
þetta í raun þótt aðrar þjóðir hafí
ætíð haft fyrirvara á Kolbeinsey
og raunar Hvalbak líka sem
gmnnlínupunktum.
í annan stað gegnir eyjan þýð-
ingarmiklu hlutverki í öryggis-
málum sjómanna, sem óþarfí er
að rökstyðja sérstaklega.
í þriðja lagi er Kolbeinsey
nyrsti hluti landsins. Það er í sam-
ræmi við heilbrigð náttúmvemd-
arsjónarmið að varðveita þennan
útvörð með öllum tiltækum og
viðráðanlegum aðferðum."
Sem dæmi um eyðingu eyjar-
innar má nefna að fyrstu mæling-
ar sem gerðar vom á henni 1580
sýndu að hún var 753 metrar frá
norðri til suðurs, 113 metrar frá
austri til vesturs og 113 metrar
á hæð. Árið 1978 var eyjan orðin
37.7 metrar frá norðri til suðurs,
42.8 metrar frá austri til vesturs
og jaðeins 5,4 metrar á hæð.
Á því svæði sem hún bætir við
fískveiðilögsögu okkar em ein-
göngu stundaðar loðnuveiðar síðla
sumars og snemma hausts. Þá fer
loðnan af svæðinu við Jan Mayen
suður á hrygningarstöðvar sínar
við ísland.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 18. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 40,50 38,00 38,94 12,138 472.646
Undirmál 16,00 16,00 16,00 0,150 2.400
Ýsa 63,00 21,00 34,23 22,151 758.289
Ufsi 15,00 10,00 11,31 51,543 582.961
Karfi 31,00 15,00 23,27 17,559 408.547
Steinbítur 24,00 20,00 23,53 1,522 35.827
Hlýri 22,00 22,00 22,00 0,110 2.420
Langa 17,00 15,00 16,38 1,668 27.324
Lúða 160,00 50,00 88,46 1,165 103.052
Koli 45,00 26,00 30,17 0,257 7.769
Skata 40,00 40,00 40,00 0,026 . 1.040
Skötuselur 160,00 70,00 135,00 0,035 4.735
Samtals 22,22 108,326 2.407.10
Selt var aðallega úr Álftafelli SU, Eini GK, Sandafelli HF og
Greipi SH.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 39,50 37,00 37,74 46,270 1.746.179
Undirmál 10,00 10,00 10,00 0,250 2.500
Ýsa 71,00 35,00 51,42 1,911 98.255
Karfi 22,00 20,00 21,10 7,537 159.0*38
Ufsi 15,00 10,00 10,87 13,080 142.160
Ufsi(smár) 8,00 8,00 8,00 5,796 46.368
Steinbítur 24,00 24,00 24,00 0,270 6.480
Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,850 12.750
Langa 18,00 18,00 18,00 0,290 5.220
Lúða 160,00 65,00 98,35 0,255 25.080
Skata 15,00 15,00 15,00 0,010 150
Skötuselur . 210,00 210,00 210,00 42,00 8.820
Samtals 29,43 76,562 2.253.000
Selt var aðallega úr Ásgeiri RE og Jóni Vídalín ÁR.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 44,50 37,50 41,93 4,906 205.714
Ýsa 40,00 20,00 32,00 0,564 18.071
Ufsi 15,50 5,00 11,15 3,315 36.948
Karfi 19,50 10,00 17,17 16,617 285.380
Steinbítur 15,00 14,00 14,59 0,217 3.170
Keila 5,00 5,00 5,00 0,029 145
Langa 15,00 5,00 12,15 0,348 4.228
Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,072 1.080
Sólkoli 40,00 34,00 36,97 0,251 9.290
Skarkoli 37,00 35,00 35,13 0,379 13.315
Lúða 112,00 50,00 57,40 0,560 32.159
Öfugkjafta 5,00 5,00 5,00 2,879 14.395
Skata 40,00 40,00 40,00 0,016 640
Skötuselur 175,50 175,50 175,50 0,035 6.143
Samtals 20,89 30,189 630.678
Selt var aðallega úr Unu í Garði GK og Eldeyjar-Boða GK.
Grænmetisverð á uppboðsmörkuðum 18. ágúst.
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA
Gúrkur 94,00 4,995 468.070
Sveppir 444,00 0,648 287.712
Tómatar 137,00 5,328 728.052
Paprika(græn) 253,00 0,860 218.005
Paprika(rauð) 368,00 0,450 165.600
Paprika(gul) 378,00 0,065 24.570
Rófur 88,00 3,825 335.925
Gulrætur(ópk.) 186,00 1,810 337.090
Gulræturjpk.) 175,00 2,290 400.680
Salat 52,00 0,840 44.010
Spergilkál 202,00 0,180 36.350
Selleri 159,00 0,510 81.210
Kínakál 133,00 2,124 283.284
Blómkál 83,00 2,037 168.581
Jöklasalat 135,00 0,655 88.390
Hvítkál 77,00 4,940 378.320
Samtals 4.158.694
Fiskverð ð uppboðsmörkuðum 19. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 40,50 35,00 38,60 4,101 158.295
Ýsa 55,00 26,00 35,71 2,971 109.370
Ufsi 15,00 11,00 13,61 4,281 58.886
Karfi 17,00 15,00 15,65 8,654 135.428
Steinbítur 24,60 13,00 21,66 0,557 12.057
Koli 25,00 25,00 25,00 0,497 12.420
Langa 17,50 17,50 17,50 0,575 10.065
Lúöa 120,00 70,00 90,18 0,395 35.574
Skata 40,00 40,00 40,00 0,055 2.200
Skötuselur 90,00 90,00 90,00 0,115 10.349
Skötuselsh. 210,00 100,00 171,35 0,037 6.340
Samtals 24,77 22,250 501.047
Selt var aðallega úr Álftafelli SU, frá Rafni hf. í Sandgerði og
fslenskum nýfiski i Reykjavik. Nk. mánudag verða seld 30 til
50 tonn af blönduðum afla úr Hamrasvani SH og fleiri skipum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 42,00 29,00 31,11 4,631 144.074
Undirmál 13,00 13,00 13,00 0,043 559
Ýsa 69,00 59,00 63,10 0,897 56.597
Karfi 12,00 12,00 12,00 0,180 2.160
Steinbítur 22,00 22,00 22,00 0,166 3.652
Samtals 34,99 5,917 207.042
Selt var úr bátum. Nk. mánudag verða m.a. seld 6 tonn af ýsu.
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf.
Þorskur 46,00 46,00 46,00 13,645 627.670
Ýsa 55,00 32,85 38,73 15,866 614.482
Ufsi 26,00 26,00 26,00 7,770 202.020
Karfi 26,00 25,00 25,82 12,272 316.873
Steinbítur 26,50 25,00 25,22 2,343 59.100
Samtals 35,07 51,896 1.820.145
Selt var aöallega úr Katrinu VE, Heimaey VE og var úr bátunum sl. miðvikudag og fimmtudag. Frá VE. Selt
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 46,00 30,00 43,23 13,189 570.238
Ýsa 50,50 30,00 38,99 6,245 243.535
Ufsi 20,50 6,00 16,88 1,977 33.366
Karfi 20,50 19,60 20,11 7,341 147.650
Steinbítur 18,50 18,50 18,50 0,261 4.830
Hlýri+steinb. 19,50 19,50 19,50 0,092 1.794
Langa 17,50 17,00 17,11 0,359 6.143
Sólkoli 41,50 41,50 41,50 0,087 3.611
Skarkoli 42,00 42,00 42,00 0,262 11.004
Lúða 113,00 35,00 79,241 0,500 39.638
Keila 5,00 5,00 5,00 0,015 75
Skötuselur 189,00 177,00 178,25 0,051 9.144
Samtals 35,23 30,404 1.071.259