Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 25 Morgunblaðið/PPJ Flugvélar af gerðinni Piper J-3 Cup voru lengi vel helstu kennsluflugvélar hérlendis, en fyrsta flugvélin af þessari tegund á íslandi var tekin i notkun árið 1946. Alls eru sjö flugvélar af þessari gerð flughæfar hérlendis og hafa eigendur sex þeirra tilkynnt þátttöku • sína í flugkomu „Pipervinafélagsins“ á Hellu. Flugkoma „Pipervinafélagsins“ á Hellu Ein mesta fluguppákoma ársins fer fram á Helluflugvelli í dag, laugardaginn 20. ágúst, en þá verður haldin „Piper- strigavélaflugkoma". Að flug- komunni standa nokkrir áhuga- samir aðilar innan vébanda Flugmálafélags Islands sem kalla sig „Pipervinafélagið". Flugkoman á Hellu verður hvorki bundin við framleiðslu Piper-verksmiðjunnar né við strigavélar og eru allar flugvél- ar landsmanna hjartanlega vel- komnar. Hugmyndin að þessari flug- komu vaknaði á sl. ári þegar nokkrir félagar úr Flugklúbbnum Þyt í Reykjavík fóru á flugkomu í Lockhaven í Pennsylvaníu-fylki í Bandaríkjunum þar sem aðdá- endur Piper J-3 Cub flugvéla héldu upp á 50 ára afmæli „Cubs- ins" og fannst þeim tilvalið að haldin yrði flugkoma hérlendis með svipuðu sniði. Upphafleg hugmynd þeirra félaga var sú að halda flugkomu fyrir eigendur allra þeirra strigaklædduflugvéla framleiddar af Piper sem til eru á Islandi, en við útfærslu hug- myndarinnar var ákveðið að flug- koman yrði opin öllum flugvéla- eigendum og flugáhugamönnum. Þegar er búið að skipuleggja flug- vélastæðið á Helluflugvelli þannig að flugvélum verði lagt eftir teg- undum þannig að skemmtilegur heildarsvipur náist og áhorfendur geti séð þróunina sem verið hefur í flugvélasmíði sl. fimmtíu ár. Pip- er-strigaflugvélamar verða hafð- ar sér og eins verður sögulegum flugvélum í flugflota landsmanna raðað upp á sér svæði. Það er von þeirra sem að flugkomunni standa að það verði a.m.k. fimmtíu flug- vélar á Hellu á laugardaginn. A dagskrá flugkomunnar verða ýmiskonar skemmtiatriði s.s. lendingarkeppni fyrir Piper J-3 Cub, hópflug allra þeirra Cub flugvéla sem mæta, listflug, „crazy flying“ á Piper J-3, sam- flug Piper J-3 í fullri stærð og kvartskalamódels og margt fleira. Ennfremur verða veittar viður- kenningar til eigenda fallegustu og best hirtu flugvélanna, en slíkt hefur ekki verið gert áður á flug- komu hérlendis. - PPJ Póst- og síma- málastof nunin: Ný frímerki PÓST- og símamálastofnunin gefur út frímerki með fugla- myndum 21. september næst- komandi. Gefið verður út 13 króna frímerki með mynd af branduglu, 40 króna frímerki með mynd af skógarþresti, 70 króna frímerki með mynd af tjaldi og 90 króna frímerki með mynd af stokkönd. Þröstur Magnússon hannaði frímerkin. Frímerkin sem gefin verða út 21. september næstkomandi. opinn nýr ferskur í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.