Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
ist til Hafnar í Homafírði þar sem
hann bjó allt sitt líf upp frá því.
Hann hafði á árunum 1960—1962
stundað nám við Samvinnuskólann
á Bifröst og hafði nýlega lokið því
þegar hann fluttist til Hafnar.
Sverrir hafði ráðið sig sem verslun-
arstjóra hjá KASK og starfaði hjá
fyrirtækinu til æviloka. Hann að-
lagaðist fljótt aðstæðum og festi
rætur sem ekki urðu slitnar. Dugn-
aður, áreiðanleiki og einstök hjálp-
semi skapaði honum virðingu félag-
anna og samborgaranna. Traust og
rólegt viðmót hans féll Austur-
Skaftfellingum vel. Hann hefði
jafnt getað verið sprottinn úr þeim
jarðvegi enda aðstæðumar þar sem
hann ólst upp ekki ólíkar.
Hann hafði mikinn áhuga á sjó-
sókn og öðrum sjávarútvegsmálum.
Hann var sjómaður á yngri árum
og það vék ekki úr huga hans. Um
tíma réðst Sverrir í útgerð en hætti
henni eftir nokkum tíma. Hann var
því ávallt með einum eða öðmm
hætti tengdur störfum f sjávarút-
vegi, sem sjómaður, útgerðarmaður
eða félagsmálamaður, einkum á
sviði hafnar- og slysavarnamála.
Sverrir varð fljótt áhugasamur
um öll framfaramál í sýslunni. í
starfí sínu var hann í stöðugu sam-
bandi við fólk og hafði því góða
þekkingu og yfirsýn yfír aðstæður,
jafnt til sjós og lands. Vegna per-
sónulegra eiginleika, leitaði fólk
mikið til hans og hann átti marga
vini. Hann var félagslyndur og gerði
sér vel grein fyrir því að framfarir
verða aðeins að vemleika með sam-
eiginlegu átaki fólksins. Hann hafði
til að bera dugnað og fómfysi til
að leggja mikið af mörkum til hinna
ýmsu mála.
Fljótlega eftir að Sverrir fluttist
til Hafnar kynntist hapn eftirlifandi
eiginkonu sinni, Erlu Ásgeirsdóttur.
Þau vora einstaklega samrýnd alla
tíð. Þau eignuðust gott heimili þar
sem bömin þeirra tvö ólust upp.
Þau unnu jafnframt saman að fé-
lagsmálum og unnu þar sem einn
maður. Nægir að nefna starf þeirra
innan Slysavamafélagsins og
Framsóknarflokksins því til stað-
festingar.
Sverrir gegndi mörgum trúnað-
arstörfum innan Framsóknar-
fíokksins. Hann var lengi formaður
Framsóknarfélags A-Skaftafells-
sýslu, sat í miðstjóm flokksins og
gegndi trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn hjá Hafnarhreppi. Sverrir var
ávallt fyrstur til að mæta til starfa
í kosningabaráttu og eyddi óteljandi
frístundum í þau störf. Hann og
Erla unnu ávallt fómfúst starf sem
aldrei verður fullþakkað.
í dag kveðjum við vin okkar og
samstarfsmann, Sverri Guðnason.
Þar höfum við misst góðan mann
sem átti mikið ógert. Mest hafa
ástvinir hans misst, sem hann hafði
gefíð mest af drengskap sínum og
kærleika. Byggðarlagið mun minn-
ast hans með virðingu og þakklæti
og þeir em margir vinimir sem eiga
honum skuld að gjalda. Við Sigur-
jóna þökkum allar samverastund-
imar og vottum Erlu og bömunum
samúð um leið og við eram fullviss
um að þau eiga þann styrk sem
þarf til að afbera söknuðinn sem
nú _er framundan.
Ég vil að lokum kveðja góðan
vin með annarri tilvitnun í Davíð
Stefánsson.
Eilífð var öllum sköpuð
áður en til voru jarðnesk spor.
Síðasta guðagjöfin
er gleðinnar ljósa vor.
Halldór Ásgrímsson
í dag, laugardaginn 20. ágúst
1988, er kvaddur hinstu kveðju
Sverrir B. Guðnason, Höfn, Homa-
fírði. Sverrir fæddist 23. desember
1937 á Haukabergi, Barðaströnd
og var því aðeins fímmtugur þegar
kallið kom. Foreldrar hans vora
Ásgerður Einarsdóttir frá Hauka-
bergi og Guðni Guðjónsson, bílstjóri
úr Reykjavík.
Sverrir ólst upp í Selárdal í Am-
arfirði hjá móður sinni og fósturföð-
ur, Elíasi Melsted, fyrst á bænum
Grand og síðar á Neðri-Bæ þar
skammt frá. Á uppvaxtaráram hans
var öðravísi umhorfs í Selárdal,
hvað búskap varðar, en nú er. Ég
minnist þess við fyrstu komu í dal-
inn, fyrir hart nær fjöratíu áram,
að búið var á átta bæjum og var
íbúatala þá á milli þijátíu og fjöru-
tíu manns.
Sjálfsagt hefur lífsbaráttan verið
hörð, bændur stunduðu sjósókn til
að drýgja tekjur sínar. Híbýli vora
hituð upp með mó, sem tekinn var
upp á vorin. En mannlíf var fagurt
á þessum stað og fólk deildi saman
gleði og sorg. Ef skotinn var selur
var sent með kjöt og spik á aðra
bæi, ef maður eða skepna þurfti
aðstoðar við vora margar hendur á
lofti.
Við þessar aðstæður ólst Sverrir
upp, mótaður af umhverfi sínu.
Vinátta hans var djúp og hlý, hjálp-
semi viðbragðið.
Eftir að hafa stundað sjó-
mennsku á fískiskipum um nokk-
urra ára skeið ákvað Sverrir að
hefja skólagöngu á ný. Hann fór
fyrst í héraðsskólann á Reykjum í
Hrútafirði og síðar hóf hann nám
í Samvinnuskólanum á Bifröst, eða
nánar tiltekið haustið 1960. Þar
lágu leiðir saman á ný.
Það var samstilltur hópur sem
brautskráðist frá Bifröst vorið
1962, og hélt út í lífíð á vit nýrra
ævintýra, nýrra tækifæra. Nú
sjáum við á bak þeim fyrsta úr
þessum hópi. Ég veit að ég mæli
fyrir munn okkar allra, að nú sökn-
um við vinar í stað.
Að lokum bið ég eiginkonu, böm-
um sem og öðram vandamönnum
allrar blessunar. Eftir lifír minning-
in um góðan dreng.
Hjörtur Guðbjartsson
í dag verður til moldar borinn
Sverrir Guðnason, einn dyggasti
félagi slysavamadeildanna á Höfn.
Um nær aldarfjórðungs skeið hefur
hann helgað þeim félögum krafta
sína og lengst af verið þar í forystu-
sveit.
Allan þennan tíma hefur Sverrir
verið trúr þessum félagssskap og
reiðubúinn til allra verka. Skipti þá
ekki máli hvort um var að ræða
útkall í erfíða björgun eða kvabb
vegna smárra verka og stórra sem
sinna þurfti, ávallt var Sverrir til
staðar. Það var ekki hans verklag
að bíða eftir þvi að aðrir ynnu þau
verk sem biðu. Hann einfaldlega
vann þau sjálfur ef þess var nokkur
kostur.
Sverrir var maður verklaginn,
kunni á flestum hlutum skil og var
ætíð fús til að miðla af reynslu sinni
og þekkingu væri þess óskað. Aldr-
ei tranaði hann sér fram eða gum-
aði af verkum sínum. Slíkt var hon-
um ekki að skapi.
Ef slys bar að höndum var Sverr-
ir ávallt einn þeirra sem fyrst var
leitað til. Það var því sjálfgefíð að
hann væri í þeim hópi sem þátt tók
í erfíðum björgunarleiðangri á
Morsárjökli um mánaðamótin jan-
úar—febrúar síðastliðinn. Engan af
félögum hans í þeirri för gat þó
órað fyrir því að það yrði þeirra
síðasti sameiginlegi björgunarleið-
angur. Svo þrautseigur og ósér-
hlífínn var hann þá sem endranær.
Slysavamafólk á Höfn kveður í
dag góðan dreng og sannan félaga.
Við fráfall hans er skarð fyrir skildi.
Fjölskyldu Sverris vottum við okkar
dýpstu samúð.
Félagar í slysavarnadeild-
unum á Höfn.
Nú dreymir allt um dýrð og frið,
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður Drottins yfír jörð.
(Davíð Stefánsson)
Erindið úr ljóði Davíðs: „Nú sefur
jörðin sumargræn", læddist áleitið
í huga minn, þar sem ég sat við
eldhúsborðið þann 13. ágúst síðast-
liðinn og raðaði pönnukökum á disk
handa fólkinu mínu, heimamönnum
og góðum vinum, sem vora að kepp-
ast við niður hjá hlöðu að koma í
hús síðustu böggunum af heyflutn-
ingsvagninum þó liðið væri á kvöld.
Flæsa hafði verið í tvo daga, mitt
í allri ótíðinni, svo rétt þótti að reyna
að hirða heyið, þó illa þurrt væri.
Treysta varð súgþurrkuninni til að
bjarga því, sem á þurrkinn skorti.
Það var orðið rokkið og kvöldið
var lognkyrrt, já, eitthvað óvenju-
kyrrt, og þó vora tvær litlar elsku-
legar stúlkur heima hjá okkur Guð-
laugu, sú litla, 4 ára, var sofnuð
en eldri systirin að snúast fyrir mig
í eldhúsinu meðan hún beið eftir
foreldram sínum og eldri bróður,
sem vora að hjálpa heimamönnum
við hirðinguna ásamt Sverri Guðna-
syni. Já, en kyrrðin, hún var ein-
kennilega mikil, næstum áþreifan-
leg, það lá einhver helgi í loftinu.
Var friður Drottins svona nærri?
Einkennileg tilifnning — eða var
ég aðeins svona þreytt eftir langan
starfs- og gestadag? Ég gerði mér
ekki grein fyrir því, en hitt vissi
ég, að þeir, sem svo vel vora búnir
að hjálpa og vinna í heyinu, og fóra
aftur út eftir kvöldmatinn til að
ljúka alveg við hirðinguna, hlutu
að fara að koma heim og þurftu
þá sannarlega að fá góðan kaffí-
sopa.
Allt í einu heyrðist bflhljóð. Það
var gott, fólkið var þá búið og að
koma heim. En hvað var þetta? Inn
kom drengurinn minn með asa og
náfölur og spurði: „Hvert er síma-
númerið hjá lækninum?" „Hvað er
að?“ Hvað gerðist? Slys? Þau gera
sjaldnast boð á undan sér og era
ævinlega kvíðvænleg. „Nei.“ „Hvað
þá?“ „Hann Sverrir — hann Sverrir
hné niður." Og ég skildi að hann
Sverrir hafði allt í einu hnigið niður
í sumarhúminu á grænan böltann
við hlöðuna.
Eins fljótt og auðið reyndist var
náð í sjúkrabfl og lækni og á meðan
beðið var eftir þeim gerðar lífgun-
artilraunir, þó ekki yrði annað séð
en að Sverrir væri þegar farinn —
dáinn — horfinn til æðri heima á
einu augnabliki. Ég fór strax á stað-
inn og mér duldist ekki að enginn
mannlegur máttur yrði þess megn-
ugur að kalla hann aftur til þessa
lífs. Sverrir, náttúruunnandinn,
stóri, góði, starfssami maðurinn,
kvaddi jarðlífíð úti í guðsgrænni
náttúranni — trúr lífinu og þörfum
þess til hinstu stundar.
Sverrir Guðnason átti fáa sína
líka. Ég hugsaði oft sem svo, að
allar mæður hlytu að óska sér þess
að synir þeirra væra honum líkir.
Gjörvilegur maður, nokkuð hár
vexti, vel á sig kominn andlega sem
líkamlega, reglusamur, fjölhæfur,
velviljaður, starfsfús, duglegur,
hjálpsamur, skapgóður en ekki
skaplaus. Maður, sem vildi hvers
manns vanda leysa og tókst það
með ágætum, þar sem hann náði til.
Sverrir kom til Hafnar í Homa-
fírði árið 1962 til starfa hjá KASK,
ráðinn til að veita forstöðu mat-
vöra- og búsáhaldadeildunum í
nýrri búð kaupfélagsins, kjörbúð.
Kjörbúðaformið var þá algjör nýj-
ung hér. Upp frá því lifði hann og
starfaði á Höfn, og langflest árin
við kaupfélagið þar.
Sverrir var vestfírskrar ættar og
bar það með sér, að hann var af
traustum stofnum kominn. Foreldr-
ar hans vora Guðni Guðmundsson
og Ásgerður Einarsdóttir. Eignuð-
ust þau hann saman einan bama,
en hálfsystkini átti hann bæði frá
föður og móður, allt hið vænsta
fólk, að því er ég best veit. Sverrir
fæddist á Haukabergi í Barða-
strandarsýslu, en ólst upp í Selár-
dal hjá móður sinni og stjúpa, Elí-
asi Melsteð. Uppkominn fór Sverrir
til sjós og var um fjögurra ára skeið
ýmist á toguram eða millilandaskip-
um. Síðan tók hann sig til og fór
í Reykjaskóla í Hrútafírði og tók
þaðan landspróf. Þar næst lá leiðin
í Samvinnuskólann. Að námi loknu
þar sigldi hann og var úti um nokk-
urra mánaða skeið að kynna sér
sérstaklega kjörbúðaform verslana,
áður en hann kom austur á Höfn
til starfsins í nýju kjörbúðinni, sem
hann veitti sfðan forstöðu um
margra ára skeið og mótaði störfín
þar, hafði, eins og fyrr sagði, fyrstu
árin tvær deildir búðarinnar á sinni
könnu, en er frá leið matvöradeild-
ina eingöngu, enda það eitt mikið
og sívaxandi starf sem hann vann
af mikilli ósérplægni og prýði.
Seinna tók hann að sér jámvöra-
deildina, síðan skrifstofustörf og
varð jafnframt umboðsmaður Sam-
vinnutrygginga og Samvinnu-
ferða-Landsýnar á Höfn. Um stutt
skeið sinnti hann störfum utan
kaupfélagsins, fór t.d. í útgerð um
tíma, sem hann hætti þó fljótlega
aftur við. En áhuga hafði hann allt-
af á útgerð.
Nú seinast vann hann alfarið á
skrifstofu KASK við vandasöm
störf.
Sverrir rígbatt sig þó aldrei við
kontórstólinn og skyldustörfin þar,
sem hann leysti af hendi af fæmi
og ríkri samviskusemi. Hann var
félagslyndur og starfaði t.d. mikið
í slysavamafélagi staðarins og
framsóknarfélagi — og lá þar ekki
á liði sínu frekar en annars staðar
þar sem hann lagði hönd á plóg.
Hann unni náttúranni og hvenær,
sem hann gat því við komið var
skroppið út úr bænum t.d. á veiðar
eða til útivistar í fallegum sumarbú-
stað þeirra hjóna I Lóni — eða —
og ekki hvað síst né sjaldnast til
að heilsa upp á vini sína og rétta
hjálparhönd í kotinu okkar. Vora
ótalin spor hans og handtök hjá .
okkur hér gegnum árin við hirðing-
ar á sumrin, í haustverkum, í ýms-
SJÁ BLS. 45.
stjóra og Elísabetu Guðmundsd. frá
Gili í Svartárdal. Þau giftust 9.
september 1936 og eignuðust eina
dóttur, Boggu, 28. október 1937.
Sigurbjörg átti við veikindi að stríða
og lést á Kristneshæli 25. nóvember
1937.
Sigfús fór með þessa nýfæddu
dóttur sína að Nautabúi. Ári síðar
flytur hann til Sauðárkróks þar sem
faðir hans var orðinn kaupfélags-
stjóri og gerðist verslunarmaður hjá
kaupfélagi Skagfírðinga í gömlu
Gránu, sem kölluð var.
Starfaði Sigfús þar til ársins
1946, undanskildum tveim áram,
sem hann starfaði hjá KRON sér
til þekkingar í verslunarstörfum. Á
þessum áram sem hann starfaði í
... kaupfélaginu kynntist hann gullfal-
legri og yndislegri stúlku, Svan-
laugu Pétursdóttur, sem starfaði á
saumastofu kaupfélagsins, sem
síðar varð konan hans því þau giftu
sig á sæluviku á Sauðárkróki 1945.
Þau eignuðust þijú mannvænleg
böm, sem era búin að koma sér vel
fyrir í lífínu. Þau era: Sigurður,
l fæddur 3. nóvember 1947 bóndi í
Vík, giftur Ingibjörgu Hafstað
kennara, eiga þau einn son, Jón.
Stefanía, fædd 14. mars 1949,
starfsmaður rannsóknarstofu
Sjúkrahúss Sauðárkróks, gift
Snorra Jóhannssyni húsverði fjöl-
brautaskólans og eiga þau tvö börn,
Sigfús og Lilju Maríu. Yngvi, fædd-
ur 23. júlí 1957, bifvélavirki giftur
Addrúnu Antonsdóttur verslunar-
manni í Reykjavík. Eiga þau þrjú
böm, Anton, Þórð og Svanlaugu.
Bogga frá fýrra hjónabandi sem á
fjögur böm. Sigurð Gunnar, Stein,
Auðunn Þór og Eydísi Rebekku.
Bogga er gift undirrituðum.
Svanlaug (Svana) og Sigfús fóra
til Siglufj'arðar 1946 á sfld til að
auka tekjur sínar eins og títt var í
þá daga og vora þar í eitt ár. Upp
frá því fór Sigfús að starfa hjá
RARIK og gerðist línuverkstjóri og
byggði upp nýjar rafmagnslínur
víðsvegar um landið. Svana fylgdist
alltaf með honum um landið sem
ráðskona, og eldaði oft ofaní stóran
hóp vinnuflokka.
Sigfús var vel liðinn af starfs-
mönnum sínum, unnu sumir í ára-
raðir undir stjóm Sigfúsar, var
mikið sótt I vinnu til hans en færri
komust að en vildu. Glaðvær söng-
ur, vísnaflutningur og fróðlegar frá-
sagnir voru aðalsmerki vinnufólks
Sigfúsar að loknu dagsverki.
Árið 1957 fluttu Sigfús og Svana
til Reykjavíkur í nýja íbúð við Haga-
mel 41, og kynntust þar mörgu
góðu fólki. Árið 1968 bjó ég undir-
ritaður á Egilsstöðum, kynntist ég
þá Boggu dóttur Sigfúsar frá fyrra
hjónabandi, talaði Bogga oft um
föður sinn og Svönu stjúpmóður
sína og sagði oft við mig að henni
langaði til að kynna mig fyrir þeim.
Svo var það í maí 1969 að hún
segir við mig að hún hafí talað við
pabba sinn og Svönu og séum við
velkomin til þeirra og gista hjá
þeim í nýja húsinu sem þau vora
nýflutt í, Brúnalandi 3, Reykjavík.
Þegar við komum til þeirra var ég
kynntur fyrir þessum elskulegu
hjónum og systkinum Boggu, það
var sest að borðum og við eram að
ljúka við kaffíð þegar stór flutn-
ingabfll kemur í hlað og út úr hon-
um koma fjórar manneskjur, era
þar komin Stefanía móðir Svönu,
stjúpfaðir Svönu, Þórður, og tvær
systur hennar, Ánna og Elínborg.
Urðu miklir fagnaðarfundir, allt
húsið fylltist af hlátri, kviðlingum,
skemmtilegum frásögnum og öllu
því, sem gerði þessar vikur
skemmtilegar og ógleymanlegar. Á
þessu öllu saman sá ég að ég var
að tengjast fjölskyldu, sem var að
mínu skapi og féll inni huga minn
sem gott og elskulegt fólk. Þau
sýndu það í þessu sem öðru gest-
risni og alúð, oft höfum við hjónin
gist hjá Sigfúsi og Svönu og voram
við alltaf jafn velkomin.
Uppúr 1973 vildi Sigfús fara að
hægja á ferðinni og hætti útivinnu
og verktakastörfum, sem hann var
búinn að stunda um nokkum tíma,
svo þau hjónin keyptu sölutum við
Hagamel. Gekk sú verslun mjög
vel. Þegar þau vora búin að reka
þessa verslun í sex mánuði fékk
Sigfús hjartaáfall og lamaðist. í
fímmtán ár hefur Sigfús átt við
mjög alvarleg veikindi að stríða.
Það gat enginn maður gert sér
grein fyrir viljaþreki, áræði og
dugnaði Sigfúsar. Ég heimsótti
hann rétt eftir áfallið, á Grensás-
deild Borgarsjúkrahússins, og tjáði
hann mér að hann hefði það fast-
lega í huga að geta gengið óstudd-
ur og sjálfbjarga eftir nokkum
tíma. Eftir að Sigfús var búinn að
vera nokkum tíma á göngudeildinni
fór hann á Reykjalund og byijaði
að þjálfa sig þar af miklum dugn-
aði. Þegar hann var búinn að vera
nokkra stund á Reykjalundi fór
hann að æfa sund þar sem veikindi
hans oliu því að hann tapaði sund-
kunnáttu sinni. Eftir það fór hann
daglega í sund svo lengi sem hann
gat. Hann fór í langar göngur dag-
lega í Brúnalandi til þess að halda
sér við og auka þrek. Hann missti
mikið sjón í veikindum sínum, það
fékk nokkuð mikið á hann, eftir að
Sigfús og Svana fluttu norður til
Sauðárkróks þá gekk hann mikið
um götur Sauðárkróks, líka þegar
hann var að fara í sund.
Sigfús var snyrtimenni hið
mesta, var alltaf eins og klipptur
út úr tískublaði, fór hálfsmánaðar-
lega til rakara til þess að láta klippa
sig.
Þegar við Bogga fóram í heim-
sókn til þeirra Svönu og Sigfúsar
var mesta tilhlökkunarefnið að
hlusta á hann fara með vísur, segja
frá mönnum og málefnum, bæjar-
nöfnum um allt land og sögulegum
ömefnum, mann fróðari um þessi
efni vissi ég ekki um, stundum hafði
ég það að orði við Svönu hvað það
færi mikill fróðleikur með svona
mönnum þegar þeir færa yfír móð-
una miklu og ræddum við oft um
það.
Sjóndepran fór mikið í hann eins
og áður er getið, þegar hann var
að aka með mér eða einhveijum
öðram þá urðum við vör við að
hann las af skiltum sem við ókum
þjá, þá var hann að mæla sjónina
hjá sjálfum sér. Ég hafði það ein-
hvem tíma á orði af hveiju hann
væri að þessu, þá sagði hann mér
að þegar hann sæi bílnúmer úr
ákveðinni fjarlægð þá ætlaði hann
að taka bílpróf aftur og það gerði
hann.
Ég þakka samfylgdina, vinátt-
una, góða kynningu og samvera-
stundimar. Guð geymi góðan
dreng.
Svana á þakkir fyrir ósérhlífnina,
langar setur við lestur, umhyggju
og ást á sínum ástvini, hjónaband
þeirra var mikiu meira, þau vora
vinir og samstarfsmenn sem tóku
tillit hvort til annars.
Svana, Guð geymi þig og varð- .
veiti.
Björgvin Lúthersson