Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 41 Afmæliskveðja: Magnús Olafsson bílstjóri - 100 ára „Hundrað ár á gæðingum eru skjótt riðin hjá,“ segir í gömlu ljóði. Gæðingar Magnúsar Ólafssonar, sem er 100 ára í dag, voru að vísu ekki hestar, nei, hans gæðingar voru Dodge og Chrysler. Hann var farinn að aka bíl fyrir meira en 70 árum, var einn af brautryðjendum bílaaldarinnar. Hann fæddist að Úlfljótsvatni í Grafningi 20. ágúst 1888, en flutt- ist með foreldrum sínum þriggja ára gamall til Reykjavíkur og þaðan að Lækjarbotnum þar sem foreldrar hans ráku greiðasölu. Síðar bjuggu þau í Þormóðsdal í Mosfellssveit. Á unglingsárum venst hann auð- vitað þessum venjulegu sveitastörf- um þess tíma, en kynnist þá nokkuð þeirra tíma þéttbýli vegna nálægð- arinnar við Reykjavík. Hann segir frá því í blaðaviðtali sem birtist í Morgunblaðinu 3. apríl 1980, að 16 ára gamall hafi hann verið sendur til Reykjavíkur að sækja bjór og brennivín og ýmsan varning vegna greiðasölu foreldr- anna. „Ég kom þar að sem 40 kallar voru að deila við Hannes Hafstein út af símamálinu, en bændur höfðu fjölmennt til Reykjavíkur frá hálf- hirtum túnum sínum í miðjum hey- önnum til að mótmæla símamálinu. Karlarnir voru illir og fullir og ætluðu að drepa Hannes Hafstein. Þegar hann hafði messað yfir þeim riðu þeir lúpulegir burtu, hann var búinn að snúa þeim.“ Þannig er þessi atburður í minn- ingu Magnúsar og hann reisist í sæti og lifnar allur við þegar hann rifjar hann upp. „Já, ég hefði viljað líkjast Hannesi Hafstein, en þess var nú engin von,“ segir Magnús. Trúlega eru ekki margir nú á lífi, sem hlustað hafa á Hannes Haf- stein þruma yfir bændum vegna símamálsins fræga, sem var mikið hitamál rétt eftir síðustu aldamót. Þá kann Magnús að segja frá ýmsu sem á dagana dreif áður en hann gerðist bílstjóri, svo sem bjargsigi í Krísuvíkurbjargi, sjó- mennsku, en hann hafði sótt mótor- istanámskeið og var mótoristi á mótorbátnum Heru, sem Garðar Gíslason gerði út o.fl., o.fl. En eins og fyrr er að vikið varð bifreiðaakstur hans ævistarf. Hann tók bifreiðastjórapróf 1918 og þurfti lítið fyrir þvi að hafa þar sem hann hafði áður verið mótoristi. Okuskírteini hans er nr. 78 útgef- ið 30. júlí 1918, ogfyrsti bílinn, sem hann ók, var White-vörubíll er Garðar Gíslason átti, og eftir það má heita að hann hafi verið óslitið undir stýri þar til hann hætti störf- um fyrir aldurs sakir þá kominn fast að áttræðu. Undirritaður kom fyrst inn á heimili Magnúsar á kreppuárunum. Þá var hann méð vörubíl og lítið að gera, en þó tókst honum furðu oft að skrapa sér verkefni. Stundum smalaði hann saman brotajárni í ruslaportum og á fjörum bæjar- landsins, en Bíó-Bjarni keypti og sendi að ég held til Þýskalands. I annan tíma sótti hann kvarsmuln- ing, sem þá var töluvert notaður í múrhúðun, upp í Þormóðsdal og þannig sitt af hvetju. Hann kunni alltaf betur við að vera sinn eiginn herra. En margan snúninginn fór Magnús áreiðanlega fyrir lítið gjald, því að hann er einstaklega greiðug- ur og hjálpsamur, en skussar og liðleskjur eru ekki hans menn. Bjargaðu þér sjálfur hefur verið hans fyrsta boðorð um dagana. Árið 1942 eignaðist hann sinn fyrsta fólksbíl og keyrði eftir það hjá BSR en þeim er sennilega farið að fækka, sem muna eftir honum þar. Tómstundir átti Magnús ekki margar á starfsárum sínum en stöku sinnum tókst honum að skreppa í veiðiá og renna fyrir lax eða silung og þótti lunkinn veiði- maður. „Sá stærsti sem ég fékk var 30 pund, það var í Hvítá við Iðu.“ Á yngri árum og reyndar langt fram eftir aldri stundaði hann ijúpnaveiðar, sem í þann tíma var töluverð tekjuöflun. Áður hefur ver- ið minnst á bjargsig í Krísuvík. Það var Vestmanneyingur sem kenndi honum tökin á þeim starfa. í Krísuvíkurbjarg sótti hann bæði egg og fugl en ekki auðgaðist hann á þeim starfa, því að þá var hann vinnumaður og húsbóndinn hirti allan aflann. Magnús segir að það hafi verið Fer inn á lang flest heimili landsins! Hannes Hafstein sem vakti áhuga hans á stjómmálum og að hann hafi alla tíð verið harður sjálfstæðis- maður og það er engan bilbug á honum að finna í þeim efnum. > Að vísu þykja honum þessir yngri menn heldur bragðdaufir. Hans menn eru Jón Þorláksson, Ólafur Thors og Bjami Benediktsson. Jú, Geir var nokkuð sleipur. Um skeið stóð Magnús í tölu- verðu pólitísku stappi. Hann var m.a. einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Málfundafélagsins Óðins og telur sig hafa verið fyrsta for- mann þess. Markmið félagsins var fyrst og fremst „að spyrna við fótum gegn yfirráðum vinstri manna í verka- lýðshreyfingunni" eins og komist er að orði í blaðagrein á 50 ára afmæli féiagsins 29. mars sl. Á 35 ára afmæli félagsins var hann gerður að heiðursfélaga. Enn í dag fylgist Magnús vel með stjórnmálaþrasinu og er harður á meiningunni eins og fyrr. Geta má nærri að Magnúsi hafi ekki staðið á sama þegar hann komst að því að væntanlegur tengdasonur var „blóðrauður bolsi“ eins og hann orðaði það. En alltaf hefur samt farið vel á með okkur. Við komumst fljótt að því að varla væri skoðanaskipta að vænta á hvoruga hlið. Árið 1917 kvæntist Magnús fyrri konu sinni, Jónínu Þorsteinsdóttur, mikilhæfri konu. Hún lést 1938 aðeins 43 ára. Þau eignuðust þijú börn: Ragnheiði, gift Ragnari Jó- hannessyni, kaupmanni, þau eru bæði látin, Ingibjörgu, gift undirrit- uðum, og Steinar, sem lést úr berkl- um 1946 aðeins 23 ára gamall, mikill efnismaður. Var það Magn- úsi þung raun. Hann var þá nýlega kvæntur seinni konu sinni, Guðrúnu Sveins- dóttur frá Miklholti í Biskupstung- um, og varð sá ráðahagur honum til mikillar gæfu. Þau eiga þijá syni: Steinar, skip- stjóri hjá Eimskip, Ólafur bifreiða- stjóri, og Þröstur, skrifstofumaður. Guðrún hefur annast mann sinn af mikilli natni og umhyggju. Magn- ús hefur verið einstaklega heilsu- hraustur í ellinni, er á fótum frá morgni til kvölds, les sinn Mogga, hlustar á útvarp, horfir á sjónvarp og klæðist og rakar sig hjálparlaust þegar honum hentar. Það eina sem háir honum er að heyrninni er farið að hraka. En nú er mál að linni. Það var aldrei ætlun mín að gera neina út- tekt á þessu óvenjulega langa ævi- skeiði Magnúsar Ólafssonar, en ég vil að lokum óska tengdaföður mínum góðs ævikvölds og þakka honum fyrir allar pólitísku rimm- urnar, sem oft voru skemmtilegar en breyttu að sjálfsögðu engu um okkar skoðanir. Það er grunur minn að Magnús eigi enn eftir að halda upp á nokkra afmælisdaga sína. Þau hjónin, Guðrún og Magnús, taka á móti gestum í Átthagasal Hótels Sögu laugardaginn 20. ágúst milli kl. 15 og 17. Gunnar Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.