Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND SV. HERMANNSSON og ÓLAF Þ. STEPHENSEN Líf stjórnarinnar veltur á einingn um raunhæfar aðgerðir EFTIR að vandi útfhitningsatvinnuveganna hefur verið metinn og leið- irnar tíl úrbóta kortlagðar taka stjómmálamennirnir við og reyna að komast að niðurstöðu. Hver sú niðurstaða verður er illmögulegt að sjá fyrir en þar þarf að samræma pólitísk markmið stjóraarflokkanna þriggja og taka tillit til margra sjónarmiða og ólíkra hagsmuna. Flest- ir telja að það ráði úrslitum fyrir sétu rfltisstjómarinnar að henni ta- kist að ná saman um raunhæfar aðgerðir, en margir óttast um leið að það takist ekki. Ríkisstjóminni hefur ekki tekist vel til með þær efnahagsaðgerð- ir sem hún heftir gripið til á þessu ári. Aðgerðum var reyndar hrint í framkvæmd skömmu eftir að hún tók við völdum en þá þegar var deilt um hversu harðar þær ættu að vera. Eftir á að hyggja telja sumir stjóm- ina hafa vanmetið ástandið sem var að skapast vegna verðlækkana á erlendum mörkuðum og gengisfalls dollars. Þá haft hún ekki gert sér grein fyrir hve þensla og flárfesting á siðasta ári var gífurleg. Gamla stefnan brostin Segja má að sú steftia stjómar- innar að ná niður verðbólgu með hefðbundnum og seinfömum leið- um, hafi brostið þegar gengið var fellt um 6% í febrúar. Núna halda ýmsir því fram að eftir gengisfell- inguna hefði stjómin átt að endur- skoða stefnuna út frá breyttum forsendum og afleiðingin af því að svo var ekki gert hafi verið önnur gengisfelling í maí um 10% og að- gerðir, sem fæddust í kjölfar raun- verulegrar stjómarkreppu, eins og Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur viðurkennt. Þessar aðgerðir höfðu takmörkuð áhrif; þeim hefur raunar verið lýst sem fúski og vitleysu af sumum sem stóðu að þeim. Gengisfellingin lag- aði stöðu fískvinnslunar lítið þar sem verðfall erlendis hélt áfram. Stjómarþingmenn, sérstaklega landsbyggðarþingmenn, sem höfðu vijjað hvað harðastar aðgerðir, voru ómyrkir í máli heima í héraði. Það var því ljóst að nú í haust yrði ríkis- stjómin að grípa til nýrra aðgerða um leið og hún yrði að glfma við innri vandamál og ósamkomulag samfara hrapandi fylgi í skoðana- könnunum. Formenn stjóraarflokkanna hitt- ust f júní, um það bil sem undirbún- ingur að fjárlagagerð næsta árs var að heíjjast, og samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins varð niður- staðan af fundi þeirra sú að þessi ríkisstjóm gæti ekki farið fyrir næsta þing f óbreyttu ástandi og grípa yrði til harkalegra aðgerða til að taka á efnahagsvandanum, ekki síst til að friða stjómarand- stöðuna f fiokkunum. Ákveðið var að undirbúa aðgerð- ir út ágústmánuð og forsætisráð- herra fór þess á leit að sparaðar yrðu _yfírlýsir)gar fram að þeim tíma. I kjölfarið skipaði forsætisráð- herra ráðgjafameftid þá sem nú er um það bil að skila tillögum. Lítið samráð Vandamálið virðist hins vegar vera lítið samráð innan ríkisstjóm- arinnar og milli flokkanna, eða að minnsta kosti má marka það af samtölum við stjómarþingmenn. Jón Kristjánsson þingmaður Fram- sóknarflokksins á Austfjörðum sagði að engin sameiginleg vinna hefði verið milli flokkanna síðustu vikumar utan að Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson hefðu hist áður en Þorsteinn fór í opin- bera heimsókn til Bandaríkjanna, og að Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur hefðu einnig ræðst við. Hins vegar hefði efnahagsnefnd ríkissljómarinnar, sem í sitja Þor- steinn Pálsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson, ekki komið saman lengi, og þótt sumar- ið sé ekki góður tími til vinnu af þessu tagi þætti sér skorta á sam- ráðið. Sama var að heyra á þing- mönnum hinna stjómarflokkanna; menn hafa rabbað saman hver í sínu homi og átt náið samstarf við „sína menn“ í ráðgjafamefnd stjómarinnar. Hvaða leið verður valin? Það sem um er að velja í væntan- legum efnahagsaðgerðum er hvem- ig best sé að flytja tekjur til út- flutningsgreinanna og hvaðan. Við- mælendur blaðsins töldu að auka þyrfti tekjur þessara greina um 10-15% og þær þarf þá að flytja frá einhveijum öðrum innanlands ef ekki á að auka erlendar skuldir. Fyrst þurfa flokkamir að koma sér saman um hvaða meginleið þurfi að velja og þar kemur helst til greina gengisfelling, niðurfærsla eða sambland af þessu tvennu eins og þegar hefur verið lýst hér í blað- inu. Alþýðuflokkurinn hefur nú sett niðurfærsluleiðina á oddinn, Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið að færast nær henni, en ekki tekið beina stefnu í þessum málum, sem verður væntanlega ekki fyrr en Þorsteinn Pálsson, flokksformaður og forsætisráðherra, kemur heim á mánudagsmorgun. Framsóknar- flokkurinn hefur tekið vel í að skoða þessa leið en virðist efins um að hún skili þeim markmiðum sem flokkurinn setur helst á oddinn, það er lækkun fjármagnskostnaðar, nema þá með umfangsmikilli laga- setningu. Áhrifamenn í Framsóknarflokkn- um hafa viðrað þá hugmynd að farin verði eins konar millileið, það er sambland af gengisfellingu og niðurfærslu. Þá hefur Magni Guð- mundsson hagfræðingur, sem framsóknarmenn sækja oft ráð til, lagt til að gengi verði lækkað um hámark 5%, laun verði fryst og að verðlag verði lækkað á kerfísbund- inn hátt samhliða vaxtalækkun. Formaður Alþýðuflokksins hefur hins vegar efast um að sambland leiðanna gangi upp og Alþýðu- flokksmaður sagði við Morgun- blaðið að þótt slíkt væri hugsanlega hagkvæmt, gaati orðið mjög erfítt að sannfæra almenning um ágæti þess. Óttast hefur verið að laun muni lækka lítið á almennum vinnumark- aði og að ekki muni hægja neitt á launaskriðinu. Þá muni verðlagið ekki lækka heldur vegna þess að launakostnáður lækki aðeins að takmörkuðu leyti og menn hafí al- mennt ekki trú á aðgerðunum. Inn- an Alþýðuflokksins, sem mesta áherslu leggur á niðurfærsluleiðina, hefur verið bent á að nýtt tæki sé komið til að fylgjast með launa- skriði; staðgreiðslukerfí skatta. Með því að fylgjast með upphæð stað- greiðslu launþega megi auðveldlega fylgjast með launagreiðslum. Þá hafa Kaupmannasamtökin átt fundi með ráðgjafamefnd stjómarinnar, þar sem rætt hefur verið um launa- lækkun í kring um 10% og 6% verð- lækkun eða 8% launaskerðingu og 4% verðlækkun. Ljóst þykir að til að niðurfærslu- leið heppnist þarf að reka um- fangsmikinn áróður til að afla fylg- is almennings við hana og efla trú á að hún geti gengið, og raunar eru uppi efasemdir um að innan ríkisstjómarinnar séu nægilega góðir „sölumenn". Viðraðar hafa verið hugmyndir að setja nýtt skatt- þrep á hátekjur og fjármagnstekjur til að ná til þeirra sem helst gætu komist hjá launalækkun, og tryggt verði að lækkun raunvaxta fylgi í kjölfarið. Jón Krístjánsson spáði því að mestu átökin milli ríkisstjómar- flokkanna myndu standa um vaxta- málin. Hann sagði ljóst að fjár- magnskostaður væri að drepa fyrir- tækin og ef hægt væri að ná honum niður með einhveijum hætti þýddi það afkomubata. Pólitísku átökin yrðu um hvort hægt væri að ná vöxtum niður og þá hvort það yrði á kostnað sparifjáreigenda, vegna lækkandi innlánsvaxta, sem um leið minnki spamað í bönkum. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði við Morgunblaðið að það hefði lengi verið ljós skoðana- munur um leiðir til vaxtalækkunar og þar hefðu flokkamörk ekki verið skýr í öllum tilfellum; menn hefðu ólíka afstöðu til þess hvort það skili árangri að taka fast áþessum stóra fiski eða hvort þeir missi hann, eins og hann orðaði það. „En það má engan stein láta óhreyfðan til að ná samstöðu um raunhæfar aðgerðir og það má vera að það kalli á málamiðlanir hér og þar. Hins vegar er alveg ljóst að það em vatnaskil í vaxtamálum nú eftir helgina því þá lækka verð- tryggð lán um 0,5% í kjölfar sam- komulagsins milli ríkisins og lána- stofnana um sölu spariskírteina. Þetta er vísbending um það sem koma skal, ef rétt er á málunum haldið, og ég er sannfærður um að ef okkur tekst að ná verðbólgunni niður og verðlag hjaðni þá munu vextimir fylgja þétt á eftir, af því það er að draga úr heildareftirspum í hagkerfínu,“ sagði Jón Sigurðs- son. Húsnæðisvextir Efasemdir em uppi í stjómarlið- inu um að ýmsir hópar innan þess muni samþykkja ýmsar þær hliðar- ráðstafanir, sem ráðgjáfamefndin hefur talið nauðsynlegar til þess að efnahagsaðgerðir gangi upp, hveij- ar svo sem þær verða. Hugmyndir um hækkun húsnæðisvaxta hafa strax valdið titringi. Jóhanna Sig- urðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur lýst sig andvíga þeirri tillögu og segir að lækkun húsnæðisvaxt- anna komi ekki til greina ein og sér heldur verði að vera í tengslum við heildarendurskoðun húsnæðis- kerfísins. Halldór Blöndal, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði að ekki kæmi til greina af sinni- hálfu sem sjálfstæðismanns að hækka húsnæðislánavextina á með- an ljóst væri að kjaraskerðing blasti við. Jón Krístjánsson sagði að ef afnema ætti niðurgreiðslur á hús- næðisvexti, en hafa lánskjaravísi- töluna í sambandi myndi fljótt fara að heyrast hljóð úr homi, og hann hryllti við að farið yrði út í nýtt misgengi eins og varð á áranum 1983-1985. Erfiður niðurskurður Ljóst þykir af tillögum efnahags- nefndarinnar að mikill niðurskurður ríkisútgjalda er ein forsenda efna- hagsaðgerðanna og þá bíður stjóm- arinnar annað erfítt verkeftii sem er að friða landsbyggðarþingmenn, því eins og Jón Krisljánsson sagði: „Þegar farið er að skera niður ríkisútgjöld beinist það að þessum framkvæmdaliðum sem menn ráða við og það bitnar á landsbyggðinni. Hitt er meira og minna bundið í launum og þjónustu." Halldór Blöndal sagði að stjóm- völd standi frammi fyrir því að hætta annaðhvort fjölmörgum verkefnum á vegum ríkisins eða láta notendur opinberrar þjónustu greiða meira fyrir hana en nú er. Þessu sé hins vegar erfítt að koma fram, þótt fylgi væri við það í Sjálf- stæðisflokknum, þar sem hann sé í samstarfi við tvo ríkisforsjár- flokka. Alþýðuflokksmenn, sem ráða Qármálaráðuneytinu, sjá fram á að skera þurfí ríkisútgjöld niður um fímm milljarða til þess að ná jöfn- uði á næsta ári. Þar þykir Alþýðu- flokksmönnum koma sterklega til greina að skera mikið niður í land- búnaðarkerfínu, en einnig að spara í skóla- og heilbrigðiskerfí. Allt em þetta viðkvæm mál, og ekki er við því að búast að framsóknarmenn og margir sjálfstæðismenn vilji una niðurskurði í landbúnaði. Jón Kristjánsson benti einnig á að kmkka mætti í framkvæmda- áform sveitarfélaga, sérstaklega Reykjavíkur og nefndi sem dæmi fyrirhugað veitingahús á Öskjuhllð sem Hitaveita Reykjavíkur ætlar að láta byggja, og kallaði það blauta tusku framan í menn. í forsendum nefndarinnar mun einmitt gert ráð fyrir því að aðstöðugjöld til sveitar- félaga renni í jöfnunarsjóð, sem síðan er aftur miðlað úr til sveitarfé- laganna_ til þess að jafna tekjur þeirra. Á þessu myndi Reykjavíkur- borg tapa mest, og því er líklegt að Reykjavíkurþingmenn, a.m.k. sjálfstaeðismanna, sætti sig illa við það. Verkalýðshreyfingin Ráðgjafamefndin ætlar að ljúka störfum um þessa helgi. Þá verða fomstumenn sljómarflokkanna flestir mættir til starfa og búast má við að þá hefjist vinnan í ríkis- sljóminni af fullum krafti. Talað hefur verið um 1. september sem lykildagsetningu, ef til vill vegna þess að þá eiga laun að hækka um 2,5% og skiptar skoðanir em um hvort sú kauphækkun eigi að fara út. Verði slíkt ofan á má búast við hörðum viðbrögðum hjá verkalýðs- hreyfingunni, og hvort sem er verð- ur ekki auðvelt að sannfæra hana um ágæti ráðstafana ríkisstjómar- innar, hvaða leið sem farin verður af þeim, sem era til umræðu. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, hefur hafnað niðurfærsluleiðinni algerlega og kallað hana „martröð fólksins" I Morgunblaðsgrein. Ásmundur hef- ur ekki trú á því að laun lækki nema hjá þeim sem búa við taxta- kaup, og hann telur einnig illmögu- legt að lækka vexti og verðlag með stjómaraðgerðum, auk þess sem andstaða sé innan stjómarinnar við slíkt. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, sagði hins vegar að erfítt væri að meta áhrif niðurfærsluleiðarinn- ar fyrir launþega þar sem hún hafí ekki verið nægilega skýrð, en vill ekki hafna henni strax. Sama við- horf hefur komið fram hjá Pétri Sigurðssyni, formanni Alþýðusam- bands Vestijarða. „Ef lækkun verðlags verður hlið- stseð kauplækkun má vel vera að þetta sé rétta leiðin. Það er ekkert kappsmál að halda í launin ef kaup- mátturinn helst,“ sagði Guðmund- ur. „Ég skelfist ekkert meira en stóra gengisfellingu, sem hleypir lánskjaravísitölunni upp úr öllu valdi. Þá held ég að maður sjái fram á að hundmð manna missi íbúðir, auk þess sem ég held að gengis- felling dugi ekki nema til skamms tíma og ég er hræddur um að hún leiði aðeins til annarrar í janúar. Við þekkjum gengisfellinguna af gamalli reynslu og viljum þess vegna hlusta á tillögur um aðrar leiðir." Ásmundur Stefánsson sagðist vilja allt aðrar aðgerðir í efna- hagslifinu en niðurfærslu eða geng- isfellingu, sem muni hafa í för með sér kaupmáttarskerðingu. Ásmund- ur sagðist vilja uppstokkun atvinnu- lífsins, skatta á vaxtatekjur, hátekj- ur og á fyrirtæki sem standi vel, auk hamla á „gráa markaðinn". „Það er rangt að samdráttur og kjaraskerðing séu óumflýjanleg. Við búum við góða afkomu í þjóðar- búinu. Ef það er vilji til þess að taka á málum á annan hátt er það hægt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að ef kjörin verði skert með einhverri af þeim leiðum, sem standa til boða, bjóði það heim ófriði á vinnumarkaðnum. „Verka- lýðshreyfíngin hlýtur að bregðast ókvæða við slíkum aðgerðum. Það sjónarmið var skýrt uppi á for- mannafundi ASÍ I vor að harkalega yrði bmgðist við kjaraskerðingu og réttindasviptingu. Ég sé ekki betur en að hvað svo sem sem hin svokall- aða verkalýðsforysta hyggst gera, muni fólkið sjálft ekki taka kjara- skerðingu þegjandi og hljóðalaust," sagði Asmundur. „Mildandi“ aðgerðir Stjómarliðar em sammála um að þótt efnahagsaðgerðimar geti náð helsta efnahagslega markmiði sínu, sem er að koma afkomu út- flutningsatvinnuveganna upp fyrir núllið, sé ekki víst að þær gangi upp pólitískt gagnvart almenningi og verkalýðshreyfíngunni. Þess vegna em uppi ýmsar hugmyndir um mildandi hliðarráðstafanir. „Það munu allir þurfa að sætta sig við kjaraskerðingu," sagði ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. „Það verður að koma til móts við þá sem minnst hafa launin eins og við allar efna- hagsaðgerðir.“ ólafur nefndi sem dæmi hækkun almannatrygginga til þess að bæta láglaunafólki upp tekjutap, ef niðurfærsluleið yiði farin. Margir em efíns um að svig- rúm verði fyrir slíka „pakka“ í að- þrengdum ríkisbúskapnum, og ljóst er að íjármálaráðherra heldur fast utan um féð. Ólafur G. Einarsson sagði hins vegar að þrátt fyrir að staða ríkissjóðs sé þröng myndi það minnka útgjöld hans ef kaup lækk- aði almennt, vegna þess hve stór hluti ríkisútgjalda er launakostnað- ur og launatengd gjöld. Því kynni að vera svigrúm til slíkra mildandi aðgerða. Af framansögðu má ljóst vera að pólitíska hliðin á eftiahagsvand- anum er langt frá þvf að vera skýr. Mál taka þó væntanlega að skýrast eftir helgi er ráðgjafamefnd stjóm- arinnar skilar af sér. Þingflokks- fundir eru hjá Alþýðuflokki á sunnudag og mánudag, hjá sjálf- stæðismönnum á miðvikudag á Akureyri og efnahagsaðgerðanefnd framsóknarmanna hyggst funda um helgina. Stjómarliðar em sam- mála um að fyrstu yfirlýsingar stjómarflokkanna eftir þessa fundi og vinnan á næstu vikum skipti sköpum fyrir það hvort stjóminni tekst að láta sundurlyndið að baki og vinna almenningsálitið og tiltrú forystumanna atvinnulífsins á að- gerðum sínum. Undir því telja menn komið hvort efnahagsaðgerðimar gangi upp — og á því veltur reynd- ar líf ríkisstjórnarinnar að flestra mati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.