Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 39 Minninff: Sveinn Kr. Jóns- son frá Þangskála Fæddur 17. ágúst 1902 Dáinn 10. ágúst 1988 Sveinn frændi dó á Sjúkrahúsi Skagfirðir.ga 10. ágúst sl., nær 86 ára gamall, eftir að heilsu hans hafði farið hrakandi hin síðari miss- eri. Sveinn Kristinn fæddist á Þang- skála í Skefilstaðahreppi á Skaga hinn 17. ágúst 1902. Hann var son- ur hjónanna Jóns Sveinssonar sem var ættaður af Reykjaströnd og Maríu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga. Þau hjónin höfðu hafið bú- skap á Þangskála 1895 og bjuggu þar til 1923. Þá hætta þau búskap en dvelja kyrr á jörðinni. Við bú- skapnum tók Pétur sonur þeirra. Pétur andaðist 1927 og tóku þá María og Jón aftur við jörðinni til ársins 1929 að María deyr en Jón flytur að Bergþórshvoli í Rangár- vallasýslu til sr. Jóns Skagans son- ar þeirra, er þar var prestur, og Jennýjar konu hans. Við fráfall móður sinnar og brott- för föður síns tók Sveinn við búskap á Þangskála og bjó þar í tæpa hálfa öld til ársins 1978. Þá var heilsan farin að gefa sig og flutti hann að Hrauni og var þar í þrjú ár þangað til hann kom á Sjúkrahús Skagfirð- inga til dvalar síðustu æviárin. Sveinn var fimmti í röð 10 systk- ina, sex bræðra og fjögurra systra. Bræðurnir voru: Sr. Jón, Pétur sem fyrr er getið, Sveinn, Sigurður, Jón- atan og Indriði. Systumar voru: Guðbjörg, sem dó á bamsaldri, nafna hennar Guðbjörg, Ástríður og Ámý Anna. Nokkur systkinanna tóku sér ættamafnið Skagap. Á lífí em nú sr. Jón, Jónatan, Ásta og Anna, öll búsett í Reykjavík. Sveinn fór ungur að ámm í vinnumennsku á ýmsum bæjum á Skaga og stundaði síðan sjó í nokk- ur ár, m.a. í Vestmannaeyjum og var á sfldveiðum, þar til hann tók Hörður Torfason. Hörður Torfa- son á söng ferðalagi HÖRÐUR Torfason farand- söngvari heldur tónleika á Höfn I Hornafirði sunnudaginn 21. ágúst klukkan 21. Á ferð sinni mun Hörður halda tónleika á Djúpavogi, í Breið- dalsvík, Borgarfirði Eystri, Vopna- fírði, Bakkafírði, Þórshöfn og Rauf- arhöfn. Tónleikaferðalaginu lýkur svo með tónleikum á Kópaskeri mánudaginn 29. ágúst. Sunnudaginn 4. september mun Hörður leika í Lækjartungli í Reykjavík. (Úr fréttatilkynningu). við Þangskála. Sveinn var alla tíð ókvæntur og var lengst af einbúi á Þangskála. Þangskáli er landlítil jörð en ligg- ur að sjó. Þar em þó nokkur hlunn- indi, einkum reki, en einnig silungs- veiði í Þangskálavatni. Þessi hlunn- indi nýtti Sveinn vel og hafði auk þess allstórt íjárbú og með hagsýni og nýtni varð hann vel efnum búinn. Sveinn var mjög fróðleiksfús, fylgdist vel með atburðum líðandi stundar, var víðlesinn þrátt fýrir stutta skólagöngu og átti stórt og merkilegt bókasafn. í safni Sveins vom m.a. mörg tímarit sem óvenju- legt var að fínna á heimilum. Sveinn frændi dvaldist oft á heimili foreldra minna og þá stund- um um nokkum tíma samfleytt. Við systkinin kynntumst honum því mjög vel. Koma hans á heimilið var jafnan feikilegt tilhlökkunarefni því að Sveinn var einstaklega barngóð- ur og hændumst við systkinin mik- ið að honum. Hann var til í allt, hægt var að hossa á maganum á honum, hann var óþreytandi að spila og lesa upp. Síðast en ekki síst var hann ósínkur á gjafír sem við systkinin notfærð- um okkur sannarlega. Okkur systk- inum er reyndar sagt að Sveinn hafí haft sérstaka ánægju af því að gefa bömum og gleðja þau. Enn þá óma í minningunni hlátrar hans þegar við krakkarnir rákum upp fagnaðarópin þegar Sveinn birtist í forstofunni og dró upp pakka eða veiddi sælgæti úr vösum sínum. Alltaf var nóg handa öllum jafnt þótt vinir okkar systkinanna bætt- ust í hópinn. Vinátta foreldra okkar og systk- inanna við Svein hélst alla tíð og alltaf hafði hann jafnmikinn áhuga á því sem við vorum að gera og fylgdist vel með því hvernig okkur vegnaði. Margar ljúfar minningar vökn- uðu um æskuárin og samskiptin við Svein, okkar mikla frænda og heim- ilisvin, þegar okkur barst fregnin um andlát hans. Með Svgini er genginn sérstæður og merkilegur maður og sannarlega einn af stærstu ljósgeislunum í barnæsku okkar systkinanna og endurminn- ingum. Við systkinin eigum Sveini mikið að þakka. Fyrir mína hönd og Ástu, Bjarna og Árna. Vilhjálmur Egilsson ■ • • • ■' .. ... . . ■ ' ' ’,' v ‘ ' BILL FRA HEKLU BORGAR SIG ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.