Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMOTIÐ „Áhorfendur eiga eftir að sjá góða og skemmtilega leiki“ - segir Arno Ehret, þjálfari Svisslendinga. „Liðsheildin okkar sterkasta vopn,“ segir Evtushenko, þjálfari Sovétmanna. Aðrir þjálfarar sammála um að Sovétmenn séu bestir „ÞAÐ er gaman að taka þátt í svo sterku móti, sem Flug- leiðamótið er og ég er viss um að áhorfendur eiga eftir að sjá góða og skemmtilega ieiki. Sovétmenn eru sem fyrr sigur- stranglegastir, en heimavöllur- inn vegur þungt og ef ég þekki íslenska áhorfendur rétt þá hafa þeir ekki sagt sitt síðasta orð,“ sagði Arno Ehret, þjálfari Svisslendinga, m. a. á blaða- mannaf undi í gær, þar sem þjálfarar þriggja aðkomulið- anna á mótinu voru saman komnir. Flugleiðamótið, sterkasta hand- knattleiksmót, sem haldið hef- ur verið á íslandi, hefst í dag klukk- an 14 á Selfossi með leik Spánveþa og Svisslendinga. Klukkan 15 byij- ar viðureign Sovétmanna og b-liðs íslendinga á Akureyri, en leikur íslands og Tékkoslóvakíu hefst í Laugardalshöll klukkan 17. Öll liðin nema það spænska æfðu í gær og voru gestimir ánægðir með allar aðstæður. Uðsheild Þetta er síðasta mótið,_ sem a- þjóðimar taka þátt í fyrir Ólympíu- leikana og má því ætla að leikimir gefi forsmekk að því sem koma skal í Seoul. „Þó við höfum ekki tapað leik á árinu er ég ekki alls kostar ánægð- ur með liðið," sagði Evtushenko, þjálfari Sovétmanna. „Mótherjar okkar hafa ekki sýnt sínar bestu hliðar og því er fyllsta ástæða til að óttast þá. Liðsheildin er okkar aðall, en við þurfum að bæta margt fyrir Ólympíuleikana. Við höfum verið í skyndiprófum, Flugleiðamó- tið er það síðasta, en úrslitin liggja ekki fyrir fyrr en í Seoul,“ bætti hann við. Er þjálfari sovéska liðsins var spurður um helstu veikleika liðsins, ef einhveijir væm fyrir hendi, svaraði hann: „Þeir eru margir, en ég vil ekki tala um þá.“ Evtushenko var hógvær sem fyrr, sagði að Júgóslavar yrðu erfið- astir í Seoul, en benti réttilega á að engin þjóð hefði varið titilinn í handknattleik á Ólympíuleikunum til þessa. Evtushenko var spurður hvort hann væri sammála því að Sovét- menn hefðu yfirburðaliði á að skipa um þessar mundir. „Nei. Við vomm til dæmis undir gegn íslendingum í hálfleik á Spánarmótinu. í seinni Morgunblaðið/Júlíus Evtushenko, þjálfarl Sovétmanna. Morgunblaöið/Júlíus Arno Ehrot, þjálfari Svisslendinga. Morgunblaðiö/Júlíus Mares, þjálfarl Tákka. A-lið íslands ámótinu Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val................... 191 Brynjar Kvaran, Stjömunni...................124 Guðmundur Hrafnkelsson, UBK..................56 Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, FH.................189 Jakob Sigurðsson, Val.......................147 Bjarki Sigurðsson, Víkingi...................24 Karl Þráinsson, Víkingi......................72 Sigurður Gunnarsson, Víkingi.............. 146 Alfreð Gíslason, KR.........................139 Páll Ólafsson, KR......................... 170 Guðmundur Guðmundsson, Vík..................185 Kristján Arason, Teka.......................181 Geir Sveinsson, Val.........................136 Sigurður Sveinsson, Val.....................141 Atli Hilmarsson, Fram.......................132 Þjálfari: Bogdan Kowalczyk hálfleik náðu við svo að sýna okkar bestu hliðar og sigra.“ íslendlngar góölr en Sovót- menn bestlr Vojtech Mares, þjálfari Tékka, sagði að þeir væm með ungt lið og reynslulítið; undirbúningurinn miðaðist fyrst og frernst við HM í Tékkoslóvakíu 1990. „Álagið er því ef til vill ekki eins mikið á okkur, en engu að síður reynum við auðvit- að ávallt að gera okkar besta. ís- lenska liðið er gott og ég vildi gjam- an hafa Alfreð og línuna frá honum út á bekkinn, þar sem Sigurður Sveinsson er oftast, innan minna raða. Sovétmenn em samt bestir og þeir eiga að geta gert enn bet- ur,“ sagði Mares, einn besti hand- knattleiksmaður heims á árum áð- ur, en hann kom síðast til íslands í janúar 1969 og lék þá tvo lands- leiki. Mares bætti við að Flugleiðamót- ið væri fyrsta keppni Tékka í sum- ar. Þeir hefðu leikið vináttuleiki og fimm leiki við Frakka fyrir luktum dymm, en nú væri það alvaran. „Við leggjum mikla áherslu á þetta mót, en burtséð frá árangri skiptir mestu að allir verði heilir í Seoul.“ Hórtil aðlæra Amo Ehret tók við svissneska landsiiðinu eftir HM 1986, en lék áður og þjálfaði í Vestur-Þýska- landi og var m. a. í gullliði Þjóð- veija á HM 1978. „Við emm með ungt lið og komum hingað fyrst og fremst með því hugarfari að læra af hinum og þróa leik okkar fyrir b-keppnina í Frakklandi eftir ára- mótin," sagði Ehret. HM 93 á íslandl Þjálfaramir sögðust allir vera því hlynntir að heimsmeistarakeppnin 1993 yrði á íslandi og þeir töldu að ráðamenn heima fyrir væm á sama máli, en valið væri ekki þjálf- ara. Þeir lýstu ánægju sinni með skipulagningu Flugleiðamótsins og aðbúnað allan. Evtushenko tók sér- staklega fram, er hann sagði Sovét- menn styðja umsókn íslendinga um HM 1993, að hann bæri mikla virð- ingu fyrir þeim sem standa í for- ystu handknattleiksmála á íslandi. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslend- ingum, Jóni Hjaltalín Magnússyni og öllum öðmm sem stjóma hand- knattleiksmálum hér. Þeir hafa náð að gera ótrúlega hluti í svo litlu landi.“ FJöldl þjálfara fylgdist með æfingu sovéska landsliðsins í Laugardalshöll síðdegis í gær. Á myndinni til vinstri má m.a. sjá Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfara íslands, Geir Hallsteínsson^og Sitrur- berg Sigsteinsson og á hægri myndinni em m.a. Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR og U-21 landsliðsins og Ámi Indriðason. ’ H ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.