Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Guðspjall dagsins: Mark. 7.: Hinn daufi oa málhalti. jHföóur á morgun Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi sunnudag 21. ágúst 1988. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Organieikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BORGARSPITALINN: Guðsþjón- usta kl. 1. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Sameigin- leg guðsþjónusta Breiðholts- og Seljasóknar í Breiðholtskirkju kl. 11. Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Prestur sr. Ólafur Jens Siaurðsson. Sóknarnefndin. DOMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson messar. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Orgelleikur kl. 16.00. Marteinn H. Friðriksson leikur á nýja orgelið í Viðeyjarkirkju í 30 mín. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson messar. Félag fyrrverandi sóknar- presta. FELLA- OG Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Kristín Jónsdóttir. Sr. Cecil Haraldsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðju- dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJ A: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir guðfræðinemi predikar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsbjón- usta kl. 11. Prestur sr. Ólöf Olafs- dóttir. Organisti Jón Stefán. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sr. Ólafur Jóhannsson. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. SELJAKIRKJA: Sameiginleg guðs- þjónusta Selja- og Breiðholtssókn- ar verður í Breiðholtskirkju kl. 11. Organisti Jakob Hallgrímsson. Prestur sr. Gísli Jónasson. Sóknar- nefndin. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sighvatur Jónas- I ÞINGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ríkisráðsfundur. Jóhanna Signrðardóttir félagsmálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra, Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Birgir ísl. Gunnarsson menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason landbúnaðarráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra. Aftast til hægri á myndinni er Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu. „Tilburðir til st) ornarandstöðu ‘ ‘ Hversu sterkur er veikasti stj órnarhlekkurinn? Á vordögum, í endaðan apríl mánuð síðastlið- inn, kolfelldi Alþingi vantrauststillögu á rikis- sljórn Þorsteins Pálssonar — með 41:22 at- kvæðum. Svavar Gestsson, talsmaður Alþýðubanda- lagsins, gerði grein fyrir atkvæði sínu með þessum orðum: „Frá því að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð hafa einstakir þingmenn allra stjórnarflokkanna og jafnvel einstakir flokkar í heild, eins og Framsóknarflokkurinn, haft uppi tÚburði til sfjómarandstöðu. í kvöld ger- ast þau tiðindi þegar sizt skyldi að þessir þing- menn eða þingflokkar skríða i heiiu lagi upp í fangið á Þorsteini Pálssyni og skila sér nú heim til íhaldsins." Fullyrðing Svavars Gestssonar, þess efnis, að ,jafnvel einstakir flokkar í heild, eins og Framsókn- arflokkurinn," hafi frá stofnun stjómarinnar „haft uppi tilburði til stjómarandstöðu" er íhugunar- verð. Hún felur sennilega í sér ýkjur, en „sjaldan er reykur nema eldur sé undir" segir máltækið. Steingrímur J. Sigfússon, þing- flokksformaður, sem mælti fyrir vantrauststillögunni, hjó í sama knérunn og Svavar með þessum orðum: „Já, þrátt fyrir allt þetta bera þeir framsóknarmenn enga ábyrgð þegar á móti blæs eða óvinsælar ráðstafanir eiga í hlut. Þeir hafa hinsvegar vakandi auga fyrir því að eigna sér það sem vel tekst og til vinsælda er fallið. Landsmenn hafa nýverið orðið vitni að tilþrifum þeirra framsókn- armanna í stjómarsamstarfmu, en þeir héldu miðstjómarfund á dögunum með miklum látum sem síðan endaði í geysilegum loft- missi og hroðalegri magalend- ingu. Kletturinn sem reis úr hafinu síðastliðið vor er nú sem eitt út- sker og aldan gengur yfir — og er orðinn hættulegur skipum. Gott ef sjálf þjóðarskútan er ekki á góðri leið með að stranda þar og fargast ...“ Þannig veittust talsmenn stjómarandstöðunnar einkum og sér í lagi að meintum veikasta hlekk stjómarsamstarfsins, Framsóknarflokknum. II Allir viðstaddir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu at- kvæði gegn vantrauststillögunni. í þeirri afstöðu fólst ákveðið svar, sem talar sínu máli. Ummæli framsóknarþing- manna í vantraustsumræðunni segja og sitt. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og vara- formaður Framsóknarflokksins, sagði m.a.: „En hver er svo þessi stjómar- andstaða? Hún er á þessari tillögu leidd af Alþýðubandalaginu, sem áður hefur staðið frammi fyrir vandamálum. Ég minni alþýðu- bandalagsmenn á það þegar þeir stóðu, ásamt okkur, frammi fyrir vandamálum 1982 og 1983. Þá gátu þeir ekki tekið á þeim. Hefur eitthvað breytzt í þessu Alþýðu- bandalagi? Ég held ekki. Síðastlið- ið vor vildu þeir ekki taka þátt í myndun ríkisstjómar og lýstu því nánast yfir. Nú segir fyrrverandi formaður flokksins að hann vilji sjá framan í þá húmorista sem haldi því fram að ástandið í flokknum hafi batnað ..." Guðni Ágústsson (F/Vl) sagði orðrétt: „Sannleikur málsins er sá að Alþýðubandalagið og Kvennalist- ann brast kjark að afloknum síðustu kosningum til að þora svo mikið sem að ræða við aðra flokka í alvöru. Hvað þá að takast á við að stjóma landinu ... Hver getur bent mér á forystusveit í liði Kvennalistans? Ég lýsi eftir þeirri forustu. Það væri skammsýni að rjúfa þetta stjómarsamstarf á þessari stundu. Hver vill kosningar nú? Sú ákvörðun þýddi margra mán- aða upplausn ofan í mikla erfið- leika sem við blasa. Ég vil áður en til þess verður gripið láta reyna á hvort ríkisstjóm með mikinn þingstyrk nái samstöðu um að- gerðir." III í umræðunni um vantrauststil- lögu á ríkisstjómina fyrir aðeins þremur mánuðum féllu þung orð milli stjómar og stjómarandstöðu. Þau verða ekki rakin hér að ráði. Stjómarandstaðan hengdi hatt sinn á versnandi stöðu atvinnu- vega, hækkandi verðlag, við- skiptahalla við umheiminn og fólksflótta úr stijálbýli. Stjómarliðar tíndu og sitt hvað til, stjóminni til réttlætingar: 1) Verðbólga, sem var 130% vorið 1983 — í endaðan stjórnar- feril Alþýðubandalags — væri komin niður í 20-25%. 2) Milljarða hallarekstur ríkis- sjóðs liðin ár stefndi að jöfnuði með nýjum fjárlögum, en mikil- vægt væri að koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum, ekki sízt til að ná stjóm á peningamálum og hamla gegn verðbólgu. 3) íslendingar byggju við at- vinnuöryggi, öfugt við aðrar þjóð- ir V-Evrópu. 4) „Frá árinu 1984 til 1987 hefur kaupmáttur kauptaxta hækkað um 31% og á sama tíma hefur kaupmáttur ráðstöfunar- tekna hækkað um tæplega 43%. Ég býst ekki við slíkt hafi gerst í nokkru öðru landi,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra. , 5) Staðgreiðslu skatta hefur verið komið á, tollar lækkaðir og stefnt er að virðisaukaskatti með áorðinni söluskattsbreytingu. Skattkerfisbreytingin tryggir mun betri skattskil en áður. 6) Heildarskattheimta hér á landi væri hin þriðja lægsta með- al ríkja Efnahagssamvinnustofn- unar Evrópu. ,7) Vaxandi aðhaldi, endur- hæfingu og hagræðingu er beitt í ríkisbúskapnum. 8) Fijálsræði hefur verið aukið í atvinnulífi, samanber starfsemi nýrra útvarps- og sjónvarps- stöðva. Stjómarliðar viðurkenndu hins- vegar að vandi framleiðsluat- vinnuvega hafi vaxið, vegna minnkandi afla, lækkandi verðs sjávarvöm og erlendrar gengis- þróunar, samhliða hækkuðum til- kostnaði innanlands síðasta misserið. Fjármagnskostnaður hafi og hækkað með hækkuðu verðlagi í landinu. „Við eigum ekki að deila kröft- um þessarar þjóðar, eins og stjómarandstaðan leggur til,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, „til þess að slást inn- byrðis um minnkandi þjóðartekj- ur. Við eigum að sameina krafta og afl þessarar sterku þjóðar til þess að horfa fram á við, til þess að takast á við vandamál og ytri áföll, ná jafnvægi, þannig við getum haldið áfram að byggja upp ... sterkt og öflugt velferðarkerfi, hagsældar- og menningarþjóð- félag." IV Þrátt fyrir framangreindan vorhug og samstarfsákall forsæt- isráðherra fara vaxandi sögur af trúnaðarbresti í ríkisstjóminni. Þær eru ekki sízt byggðar á yfir- lýsingum einstakra ráðherra. Vantrauststillagan í endaðan maí þjappaði stjómarliðum að vísu saman, a.m.k. um stundarsakir, öfugt við tilgang hennar, eins og atkvæðagreiðslan bar vott um. Það gildir hinsvegar um ríkis- stjómina, eins og öll önnur sam- tök, „að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar". „Framsóknarhlekknum" í ríkis- stjóminni svipar meir og meir til einhvers konar spurningarmerkis á stjómarheimilinu. Það virðist komið kosningakvak í suma tals- menn flokksins. Hikið heldur í aðra. Þeir vita hvaða áhrifum og aðstöðu flokkurinn sleppir, hlaupi hann út undan sér, en ekki hvað hann hreppir. Flokkurinn gæti hreppt forystu í nýrri fjölflokka vinstri stjóm, ef „vel“ tækist til. Hlutskipti hans gæti á hinn bóginn og allt eins orðið pólitísk einangrun — utan ríkisstjómar — til langs tíma. Það er engin leið að segja fyrir um það, hvem veg næsti kapítuli í stjómmálasögu þjóðarinnar skrifast. Það er jafn erfitt að spá í íslenzk stjómmál og íslenzkt veðurfar. Við verðum hinsvegar að þreyja hvort tveggja: þessi stjómmál og þetta veðurfar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.