Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
Guðspjall dagsins:
Mark. 7.:
Hinn daufi oa málhalti.
jHföóur
á morgun
Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi sunnudag 21. ágúst
1988.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 árdegis. Organieikari
Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BORGARSPITALINN: Guðsþjón-
usta kl. 1. Sr. Sigfinnur Þorleifs-
son.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Sameigin-
leg guðsþjónusta Breiðholts- og
Seljasóknar í Breiðholtskirkju kl.
11. Organisti Jakob Hallgrímsson.
Sr. Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Prestur sr. Ólafur Jens
Siaurðsson. Sóknarnefndin.
DOMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Dómkórinn syngur. Organisti Mar-
teinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti
Guðmundsson.
VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.
Sr. Hjalti Guðmundsson messar.
Dómkórinn syngur. Organisti Mar-
teinn H. Friðriksson. Orgelleikur
kl. 16.00. Marteinn H. Friðriksson
leikur á nýja orgelið í Viðeyjarkirkju
í 30 mín.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson
messar. Félag fyrrverandi sóknar-
presta.
FELLA- OG Hólakirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Kristín
Jónsdóttir. Sr. Cecil Haraldsson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðju-
dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir
og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið-
vikudögum kl. 18.
KÓPAVOGSKIRKJ A: Guðsþjón-
usta kl. 11 árdegis. Jóna Kristín
Þorvaldsdóttir guðfræðinemi
predikar. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Guðsbjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Ólöf Olafs-
dóttir. Organisti Jón Stefán. Sókn-
arprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas-
son. Sr. Ólafur Jóhannsson. Mið-
vikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson.
SELJAKIRKJA: Sameiginleg guðs-
þjónusta Selja- og Breiðholtssókn-
ar verður í Breiðholtskirkju kl. 11.
Organisti Jakob Hallgrímsson.
Prestur sr. Gísli Jónasson. Sóknar-
nefndin.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Organisti Sighvatur Jónas-
I ÞINGHLEI
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Ríkisráðsfundur. Jóhanna Signrðardóttir félagsmálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra,
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Birgir ísl. Gunnarsson menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson forsæt-
isráðherra, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason landbúnaðarráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra. Aftast til hægri á myndinni er Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt-
inu.
„Tilburðir til
st) ornarandstöðu ‘ ‘
Hversu sterkur er veikasti stj órnarhlekkurinn?
Á vordögum, í endaðan apríl mánuð síðastlið-
inn, kolfelldi Alþingi vantrauststillögu á rikis-
sljórn Þorsteins Pálssonar — með 41:22 at-
kvæðum.
Svavar Gestsson, talsmaður Alþýðubanda-
lagsins, gerði grein fyrir atkvæði sínu með
þessum orðum:
„Frá því að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
var mynduð hafa einstakir þingmenn allra
stjórnarflokkanna og jafnvel einstakir flokkar
í heild, eins og Framsóknarflokkurinn, haft
uppi tÚburði til sfjómarandstöðu. í kvöld ger-
ast þau tiðindi þegar sizt skyldi að þessir þing-
menn eða þingflokkar skríða i heiiu lagi upp
í fangið á Þorsteini Pálssyni og skila sér nú
heim til íhaldsins."
Fullyrðing Svavars Gestssonar,
þess efnis, að ,jafnvel einstakir
flokkar í heild, eins og Framsókn-
arflokkurinn," hafi frá stofnun
stjómarinnar „haft uppi tilburði
til stjómarandstöðu" er íhugunar-
verð. Hún felur sennilega í sér
ýkjur, en „sjaldan er reykur nema
eldur sé undir" segir máltækið.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
flokksformaður, sem mælti fyrir
vantrauststillögunni, hjó í sama
knérunn og Svavar með þessum
orðum:
„Já, þrátt fyrir allt þetta bera
þeir framsóknarmenn enga
ábyrgð þegar á móti blæs eða
óvinsælar ráðstafanir eiga í hlut.
Þeir hafa hinsvegar vakandi auga
fyrir því að eigna sér það sem vel
tekst og til vinsælda er fallið.
Landsmenn hafa nýverið orðið
vitni að tilþrifum þeirra framsókn-
armanna í stjómarsamstarfmu,
en þeir héldu miðstjómarfund á
dögunum með miklum látum sem
síðan endaði í geysilegum loft-
missi og hroðalegri magalend-
ingu.
Kletturinn sem reis úr hafinu
síðastliðið vor er nú sem eitt út-
sker og aldan gengur yfir — og
er orðinn hættulegur skipum.
Gott ef sjálf þjóðarskútan er ekki
á góðri leið með að stranda þar
og fargast ...“
Þannig veittust talsmenn
stjómarandstöðunnar einkum og
sér í lagi að meintum veikasta
hlekk stjómarsamstarfsins,
Framsóknarflokknum.
II
Allir viðstaddir þingmenn
Framsóknarflokksins greiddu at-
kvæði gegn vantrauststillögunni.
í þeirri afstöðu fólst ákveðið svar,
sem talar sínu máli.
Ummæli framsóknarþing-
manna í vantraustsumræðunni
segja og sitt. Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra og vara-
formaður Framsóknarflokksins,
sagði m.a.:
„En hver er svo þessi stjómar-
andstaða? Hún er á þessari tillögu
leidd af Alþýðubandalaginu, sem
áður hefur staðið frammi fyrir
vandamálum. Ég minni alþýðu-
bandalagsmenn á það þegar þeir
stóðu, ásamt okkur, frammi fyrir
vandamálum 1982 og 1983. Þá
gátu þeir ekki tekið á þeim. Hefur
eitthvað breytzt í þessu Alþýðu-
bandalagi? Ég held ekki. Síðastlið-
ið vor vildu þeir ekki taka þátt í
myndun ríkisstjómar og lýstu því
nánast yfir. Nú segir fyrrverandi
formaður flokksins að hann vilji
sjá framan í þá húmorista sem
haldi því fram að ástandið í
flokknum hafi batnað ..."
Guðni Ágústsson (F/Vl) sagði
orðrétt:
„Sannleikur málsins er sá að
Alþýðubandalagið og Kvennalist-
ann brast kjark að afloknum
síðustu kosningum til að þora svo
mikið sem að ræða við aðra flokka
í alvöru. Hvað þá að takast á við
að stjóma landinu ... Hver getur
bent mér á forystusveit í liði
Kvennalistans? Ég lýsi eftir þeirri
forustu.
Það væri skammsýni að rjúfa
þetta stjómarsamstarf á þessari
stundu. Hver vill kosningar nú?
Sú ákvörðun þýddi margra mán-
aða upplausn ofan í mikla erfið-
leika sem við blasa. Ég vil áður
en til þess verður gripið láta reyna
á hvort ríkisstjóm með mikinn
þingstyrk nái samstöðu um að-
gerðir."
III
í umræðunni um vantrauststil-
lögu á ríkisstjómina fyrir aðeins
þremur mánuðum féllu þung orð
milli stjómar og stjómarandstöðu.
Þau verða ekki rakin hér að ráði.
Stjómarandstaðan hengdi hatt
sinn á versnandi stöðu atvinnu-
vega, hækkandi verðlag, við-
skiptahalla við umheiminn og
fólksflótta úr stijálbýli.
Stjómarliðar tíndu og sitt hvað
til, stjóminni til réttlætingar:
1) Verðbólga, sem var 130%
vorið 1983 — í endaðan stjórnar-
feril Alþýðubandalags — væri
komin niður í 20-25%.
2) Milljarða hallarekstur ríkis-
sjóðs liðin ár stefndi að jöfnuði
með nýjum fjárlögum, en mikil-
vægt væri að koma á jafnvægi í
ríkisbúskapnum, ekki sízt til að
ná stjóm á peningamálum og
hamla gegn verðbólgu.
3) íslendingar byggju við at-
vinnuöryggi, öfugt við aðrar þjóð-
ir V-Evrópu.
4) „Frá árinu 1984 til 1987
hefur kaupmáttur kauptaxta
hækkað um 31% og á sama tíma
hefur kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna hækkað um tæplega 43%.
Ég býst ekki við slíkt hafi gerst
í nokkru öðru landi,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra.
, 5) Staðgreiðslu skatta hefur
verið komið á, tollar lækkaðir og
stefnt er að virðisaukaskatti með
áorðinni söluskattsbreytingu.
Skattkerfisbreytingin tryggir
mun betri skattskil en áður.
6) Heildarskattheimta hér á
landi væri hin þriðja lægsta með-
al ríkja Efnahagssamvinnustofn-
unar Evrópu.
,7) Vaxandi aðhaldi, endur-
hæfingu og hagræðingu er beitt
í ríkisbúskapnum.
8) Fijálsræði hefur verið aukið
í atvinnulífi, samanber starfsemi
nýrra útvarps- og sjónvarps-
stöðva.
Stjómarliðar viðurkenndu hins-
vegar að vandi framleiðsluat-
vinnuvega hafi vaxið, vegna
minnkandi afla, lækkandi verðs
sjávarvöm og erlendrar gengis-
þróunar, samhliða hækkuðum til-
kostnaði innanlands síðasta
misserið. Fjármagnskostnaður
hafi og hækkað með hækkuðu
verðlagi í landinu.
„Við eigum ekki að deila kröft-
um þessarar þjóðar, eins og
stjómarandstaðan leggur til,“
sagði Þorsteinn Pálsson, forsætis-
ráðherra, „til þess að slást inn-
byrðis um minnkandi þjóðartekj-
ur. Við eigum að sameina krafta
og afl þessarar sterku þjóðar til
þess að horfa fram á við, til þess
að takast á við vandamál og ytri
áföll, ná jafnvægi, þannig við
getum haldið áfram að byggja upp
... sterkt og öflugt velferðarkerfi,
hagsældar- og menningarþjóð-
félag."
IV
Þrátt fyrir framangreindan
vorhug og samstarfsákall forsæt-
isráðherra fara vaxandi sögur af
trúnaðarbresti í ríkisstjóminni.
Þær eru ekki sízt byggðar á yfir-
lýsingum einstakra ráðherra.
Vantrauststillagan í endaðan maí
þjappaði stjómarliðum að vísu
saman, a.m.k. um stundarsakir,
öfugt við tilgang hennar, eins og
atkvæðagreiðslan bar vott um.
Það gildir hinsvegar um ríkis-
stjómina, eins og öll önnur sam-
tök, „að engin keðja er sterkari
en veikasti hlekkur hennar".
„Framsóknarhlekknum" í ríkis-
stjóminni svipar meir og meir til
einhvers konar spurningarmerkis
á stjómarheimilinu. Það virðist
komið kosningakvak í suma tals-
menn flokksins. Hikið heldur í
aðra. Þeir vita hvaða áhrifum og
aðstöðu flokkurinn sleppir, hlaupi
hann út undan sér, en ekki hvað
hann hreppir.
Flokkurinn gæti hreppt forystu
í nýrri fjölflokka vinstri stjóm, ef
„vel“ tækist til. Hlutskipti hans
gæti á hinn bóginn og allt eins
orðið pólitísk einangrun — utan
ríkisstjómar — til langs tíma.
Það er engin leið að segja fyrir
um það, hvem veg næsti kapítuli
í stjómmálasögu þjóðarinnar
skrifast. Það er jafn erfitt að spá
í íslenzk stjómmál og íslenzkt
veðurfar. Við verðum hinsvegar
að þreyja hvort tveggja: þessi
stjómmál og þetta veðurfar!