Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Öll þekkjum við rifsber, rauð og falleg, en færri þekkja hvít/gul rifsber, sem eru alls staðar sjaldgæf. Þau eru sætari og hafa mildara og fínna bragð. Rifs er skylt sólberjum og stikkilsberjum og vex um alla Vestur-Evrópu og Rússland. Einu sinni heyrði ég finnska konu segja frá því að rifsrunnarn- ir heima hjá henni væru fagurrauðir af rifsberjum í júní. Okkar uppskera er ekki svo snemma og verður sennilega óvenju seint á ferðinni hér sunnan- lands í ár sökum lítillar sólar. ótt við tínum mikið af græn- um beijum með þeim rauðu er hægt að setja allt í plastpoka oglátaþrosk- ast í honum í nokkra daga. Ber- in eru fljót að roðna, en látið ekki pokann vera lokaðan, berin þroskast of mikið. Mikið pektin (hleypiefni) er í rifsbeijum og þótt svo sé tekst okkur ekki allt- af að fá hlaupið okkar til að stífna. Best er að sjóða klasana heila, en tína ekki berin af. Einn- ig verður að gæta þess að láta ekki safann með sykrinum bull- sjóða og svo er betra að hafa stóran, víðan pott og hafa hann ekki meira en hálffullan. Svo þegar sykurinn er kominn í má safínn ekki sjóða lengur en í 15 mínútur. En ýmislegt erhægt að búa til úr rifsbeijum annað en hlaup og saft, t.d. alls konar ábætisrétti og kökur. Auk þess eru heilir rifsbeijaklasar fallegir sem skraut á kökur, ábætisrétti og osta. Klasana er best að frysta heila í boxi með loki, setja engan sykur á þá, og hafa ekki mjög mikið í dósinni. Berin mega ekki vera farin að linast, þegar þau eru fryst. Svo er hægt að ' tína klasana upp úr dósinni eftir hendinni. Næstu 2 uppskriftir eru úr bók minni „220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir“. Rifsberjahlaup með ban- anarjóma (ábætisréttur) Handa 10 500 g rifsber 7 dl vatn 3 dl portvín (eða ávaxtasafi) 2 dl sykur 13 blöð matarlím 10 einnota plastbikarar 1 peli ijómi 10 fallegar rifsbeijagreinar ' 1. setjið rifs, sykur og vatn í pott, látið sjóða í 10 mínútur. Bætið þá portvíni út í og takið af hellunni. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur, vindið upp úr vatninu og bræðið í rifssafan- um. 3. Hellið i 10 einnota plast- bikara, látið stífna í kæliskáp i minnst 6 klst. 4. Þeytið ijómann, meijið ban- ana með gaffli og setjið út í. Hræ- rið mjög lauslega annars verður þetta seigt. 5. Skiptið bananaijómanum jafn á tíu glærar skálar, gjaman með fæti. 6. Skerið niður með hlaupinu með hníf, dýfið síðan bikamum augnablik í heitt vatn og hvolfið ofan á bananaijómann. 7. Leggið rifsbeijagrein yfir barminn á hverri skál eða ofan á hlaupið. Athugið: Mjög fallegt er að bera þetta hlaup fram í stóru hringmóti og setja bananaijó- mann inn í hringinn, raða síðan rifsgreinum á barminn á fatinu sem hlaupinu er hvolft á. Rifsberjaábætir með rúg- brauði og súkkulaði Handa 4 1 þykk sneið óseytt rúgbrauð (80-100 g) 1 pk suðusúkkulaði, 100 g. 100 g heslihnetur 2 dl kirsubeijavín 200 g fersk eða frosin rifsber V2 dl sykur '/2 dl vatn 1 peli ijómi 4 ferskar eða frosnar rifsbeija- greinar 1. Þurrkið rúgbrauðið með því að láta það standa nokkrar klukkustundir á eldhúsborðinu, rífið það síðan fínt á rifjárni. 2. Rífið súkkulaðið gróft, saxið hnetumar frekar fínt. 3. Blandið saman rúgbrauði, súkkulaði og hnetum, skiptið jafnt í fjórar litlar skálar, hellið kirsu- beijavíninu yfir það sem er í skál- inni. Takið rifsberin af greinunum með gaffli. Setjið síðan í pott ásamt vatni og sykri. Sjóðið við hægan hita í 15 mínútur. Meijið þá í gegnum sigti og kælið vök- vann. 5. Þeytið ijómann, blandið rifs- safanum út í og skiptið jafnt á það sem er í skálunum. 6. Leggið rifsbeijagrein ofan á hveija skál og berið fram. Rifsbeijahlaup 2 kg rifsber, ekki of þroskuð 1 dl vatn 1 kg sykur móti lítra af safa 1. Þvoið rifsberin, takið allt lauf frá, en tínið þau ekki af greinunum. Setjið í pott ásamt vatni og sjóðið við hægan hita í 45 mínútur. 2. Hellið á grisju, látið standa þar í 4—5 klst. Kreistið þá grisjupokann út í safann. Gey- mið hratið til að búa til að búa til saft úr. 3. Mælið safann. Setjið 1 kg af sykri móti hveijum lítra af safa. 4. Setjið safa og sykur í pott og látið sjóða við mjög hægan hita í 15 mínútur, alls ekki leng- ur. Takið tímann eftir að suðan hefur komið upp. Notið víðan stóran pott og hafið hann að- eins hálffullan. Látið suðuna koma upp undir hlemmi, en sjóðið í hlemmlausum pottinum. 5. Hellið í hreinar krukkur. Látið kólna áður en þið lokið þeim. 6. Leggið smá smjörpappírs- hring yfír sultuna, setjið síðan lok á eða bindið yfír. Merkið með innihaldi og dagsetningu. Athugið: Ef þið notið rotvarn- arefni farið þið eftir leiðbein- ingum á umbúðum. Látið rot- vamarefnið í eftir að suðan er farin úr pottinum. Rifsberjahlaup soðið með sykri 2 kg rifsber, notið greinar og örlítið lauf líka 1 V2 kg. rifsber. 1. Setjið rifs, greinar og lauf í pott ásamt sykri. Látið sjóða upp, og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. 2. Takið af hellunni, kælið örlí- .tið en látið sjóða aftur í 5 mínút- ur, gerið þetta þrisvar. 3. Hellið á vírsigti, meijið örlí- tið í gegn með sleif. 4. Hellið í pott og látið suðuna koma upp. Fleytið froðuna ofan af. Hellið í krukkur. Látið kólna. Notið hratið í saft. 5. Setjið smáhring af smjör- pappír ofan á hlaupið, setjið síðan lok á eða bindið yfir. 6. Merkið með innihaldi og dag- setningu. Geymið á köldum stað. Krydduð rifssulta 1 V2 kg rifsber 750 g sykur 1 msk sítrónusafí 1 dl vatn 1 tsk. steyttur kanill 1 V2 tsk. steyttur negull 1 tsk. steytt allrahanda 1. Þvoið rifsið, takið síðan af greinunum. Gott er að nota gaffal til þess ýta beijunum af með hon- um. 2. Setjið rifsber, sítrónusafa og vatn í pott. Sjóðið undir hlemmi í 15 mínútur. Takið tímann frá því að suðan kemur upp. Hafíð hægan hita eftir að þetta er farið að sjóða. 3. Setjið sykur og krydd út í og sjóðið við hægan hita undir hlemmi í 30 mínútur. 4. Hellið sultunni heitri í hrein- ar krukkur. Ef þið notið rotvam- arefni setjið þið það út í. 5. Lokið krukkunum strax, merkið með innihaldi og dagsetn- ingu. Geymið á köldum, dimmum stað. Ef þið hafið ekki góða geymslu, er hægt að frysta rifsberin og búa til þessa sultu eftir hendinni. Líka fást mjög góð frosin rifsber sem hægt er að búa til sultuna úr. Rifsberjasaft af ósætu hrati Hratið af 2 kg af risbeijum. 2 lítrar vatn 200 g sykur 1. Setjið hratið og vatnið í pott. Látið sjóða við hægan hita í 30 mínútur. Hellið á grisju. Kreistið grisjuna. 2. Setjið safann í pott, hellið sykrinum út í. Látið sjóða í 10—15 mínútur. 3. Hellið saftinni á hreinar flöskur. Lokið síðan með góðum tappa. 4. Merkið með innihaldi og dag- setningu. Athugið: Ef þið notið rotvam- arefni fylgið þið leiðbeiningum á umbúðum, en það á ekki að sjóða. Rifsbeijasaft af sætu hrati Hrat af 2 kg af rifsbeijum 3 lítrar vatn 1. Setjið hratið í pott ásamt vatni og sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. Hellið á grisju. Kreis- tið örlítð. 2. Hellið saftinni aftur í pottinn og látið suðuna koma upp. 3. Hellið síðan á flöskur. 4. Merkið með innihaldi og dag- setningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.